Morgunblaðið - 02.11.2011, Side 11
Bók og diskur Strákurinn sem ekki
vildi selja húfuna sína og prestsins
dansandi kona prýða bókarkápuna.
það kemur. Börn eru ekki eins for-
dómafull og við hin fullorðnu, þau
snúa ekki upp á sig og segja
„þetta er gamalt og asnalegt.“
Þessi bók er fyrir öll börn,
ekki fyrir einhverja sér-
vitringa. Ég vildi gera
þetta sem aðgengileg-
ast og því mátti þetta
ekki vera stór bók
eða þung og hún
mátti ekki vera frá-
hrindandi. Ég vildi
ekki hafa þetta
íburðarmikið, held-
ur lítið og óalvar-
legt.“
Lærði að lesa
fornt letur
Fyrsta nám-
skeiðið sem Eva María
sótti þegar hún byrjaði í
meistaranáminu, var fíló-
lógía eða textafræði. „Þar
var verið að kenna okkur að
vinna með handrit og búa til út-
gáfu. Þegar ég sagðist vilja gera
kvæðaverkefni þá benti Guðrún
Ása Grímsdóttir mér á Fornkvæða-
bók Gissurar Sveinssonar. Hann
var prestur í Álftafirði við Arnar-
fjörð á sautjándu öld og það er að-
eins eitt eintak til af þessari bók.
Hún er handskrifuð af Gissuri,
þetta er því mikið dýrmæti,“ segir
Eva þar sem hún flettir síðum
handritsins ofurvarlega með ný-
þvegnum höndum. „Bókina lauk
Gissur við að skrifa árið 1665, þetta
er því um 350 ára bók. Ég kunni
ekki að lesa þetta gamla letur en
lærði það smám saman. Þetta er
eins og að læra að lesa upp á nýtt,
skrift þessa tíma er allt önnur en
sú sem við þekkjum í dag. Þetta er
heilmikil augnaþjálfun og allskonar
hljóð eru táknuð sem ekki eru
lengur táknuð,“ segir Eva María
sem eftir þetta fyrsta námskeið sitt
hefur lært að lesa alla mögulega
skrift.
Börn vilja dramatísk
ævintýr
Í bók Gissurar fann Eva María
Tófukvæði, þar sem segir af kon-
unni Tófu sem eignast barn með
Birni, og hún vill dans heyra. „Það-
an kemur einmitt titillinn á bókinni
okkar Óskars. Þetta kvæði kom út
á diskinum Raddir sem gefin var út
fyrir aldamótin 2000 og ég hafði
æft mig á að kveða það með börn-
unum mínum eftir þeim diski. Mér
fannst þetta frábær tenging, að
finna í þessari fornu bók eitthvað
sem var mér kunnuglegt. Þá datt
mér í hug að þetta ætti erindi við
nútímabörn, sérstaklega ef maður
segir þeim söguna fyrst og dregur
út aðalatriðin. Þetta sagnakvæði
um hana Tófu er dálítið svakalegt,
hún ber barnið út, hrafn tekur það
og flýgur með út yfir sjó og missir
það. Barnið lendir þá á skipi þar
sem greifi situr og grípur barnið og
þegar hann sér það kemst hann
að því að þetta er hans eigið
barn. Þetta er náttúrulega
stórkostleg saga. Börn
skilja og eiga auðvelt
með að setja sig í spor
þessa barns sem
lendir í þessum æv-
intýrum og miklu
dramatík,“ segir
Eva María og bæt-
ir við að fólk þurfi
ekki að vera hrætt
við að kynna börn
fyrir mátulegum
hryllingi því ef ein-
hver sem barnið
treystir segir sög-
una, þá er barnið í
stakk búið til að upp-
lifa óttann í öruggu
skjóli. „Gott getur verið
að hræða börn í góðu hófi
heima hjá sér til að búa þau
undir lífið. Svo þau verði ekki
berskjölduð. Fyrsta hugmyndin hjá
mér var reyndar að velja einvörð-
ungu hræðilega sagnadansa, en svo
sá ég að margt var of hræðilegt,
sérstaklega fyrir ung börn, svo ég
hvarf frá þeirri hugmynd.“
Heillandi
gamlar raddir
Hún segist hafa komist að því
að það væri ekki rétt gagnvart
þessum textum að birta þá á bók
án þess að með fylgdi diskur þar
sem þeir eru kveðnir. „Sagnakvæð-
in njóta sín best þegar þau eru
kveðin. Tilfinningin er allt önnur
heldur en ef þau eru lesin upp. Ég
ákvað því að láta fylgja með disk
með gömlum upptökum og fyrir
vikið helgaðist val mitt á textum af
því hvað var til á hljóðupptökum.
Ég vildi ekki kveða þetta upp á
nýtt inn á disk, eða láta kveða fyrir
mig, af því ég vildi gera aðgengi-
legar þær upptökur sem fólkið hér
á Árnastofnun hafði fyrir að sækja
á sjöunda áratugnum. Þau fóru út
um allt land og sóttu kveðskap,
sögur og frásagnir.
Sumar raddirnar voru svo
heillandi að þær urðu hreinlega að
vera með, til dæmis kvæðafólkið
sem kveður lausavísurnar, það er
svo viðkunnanlegt og hlýtt. Ég
hugsa diskinn sem stuðning, svo
fólk geti lært að kveða, en einnig
má nota hann til að spila kveðskap-
inn fyrir börnin, kannski þegar þau
fara að sofa.“
Napurt Hér má sjá eina síðu úr bókinni, blessuðum lömbunum frekar kalt.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Næstkomandi laugardag verður boð-
ið upp á lifandi viðburð með leik-
rænum tilþrifum í tengslum við sögu-
smiðjuna Sérvizka Kjarvals sem
myndlistarmaðurinn Huginn Þór Ara-
son leiðir með aðstoð Klöru Þórhalls-
dóttur, fulltrúa fræðsludeildar. Hug-
inn kemur fram með hluti, myndefni
og sögur tengdar smiðjunni og veltir
fyrir sér á lifandi og myndrænan hátt
hvort uppátæki og hversdagslegar
athafnir Jóhannesar Kjarvals hafi í
raun verið gjörningar. Athafnir og
uppátæki Kjarvals þóttu ögra ís-
lensku samfélagi og borgaralegum
gildum og almenningur furðaði sig á
honum. Hann var sagður vera með
trúðslæti, athyglissýki og hegða sér
á ýmsan hátt andfélagslega. Þeirri
spurningu er velt upp hvort líta megi
á athafnir Kjarvals sem hluta af skap-
andi vinnuferli hans og hvort þær
hafi meðvitað listrænt inntak. Í Sögu-
smiðjunni er unnið upp úr þekktum
og birtum heimildum, safneign og
skjalasafni Kjarvalsstaða en einnig
rannsókn Hannesar Lárussonar um
upphaf gjörningalistar á Íslandi frá
árinu 1980, sem Gjörningaarkíf Ný-
listasafnsins varðveitir.
Huginn Þór Arason hefur unnið að
jöfnu sem myndlistarmaður og
sýningarstjóri ásamt öðrum verk-
efnum, t.a.m. í leikhúsi og við list-
kennslu. Hann sat í stjórn Ný-
listasafnsins 2006-2010 og stofnaði
ásamt öðrum Gjörningaarkíf Ný-
listasafnsins árið 2008. Afsprengi
verkefnisins er sérstök útvarpsdags-
skrá sem unnin er í samvinnu Ný-
listasafnsins og Ríkisútvarpsins þar
sem íslenskir gjörningalistamenn
lýsa verkum úr sínu ranni. Viðburð-
urinn er öllum opinn og fer fram á ís-
lensku. Frítt er fyrir handhafa Menn-
ingarkortsins, en nánari upplýsingar
um aðgangseyri eru að finna á
www.listasafnreykjavikur.is.
Sögusmiðja
Sérvizka Kjarvals skoðuð
asdf
qwerty
Kjarval Athafnir og uppátæki listamannsins þóttu ögra íslensku samfélagi.
Opinn hugarflugsfundur um gerð
nýrrar Menningarstefnu Akureyr-
arbæjar fer fram á föstudaginn
klukkan 14-18 í Ketilhúsinu. Er fólk
hvatt til að mæta þangað og taka
þátt í að skapa nýja metnaðarfulla og
skemmtilega stefnu fyrir menning-
arbæinn Akureyri. Frá byrjun þessa
árs hafa fimm hópar verið starfandi
og skoðað ólíkar listgreinar en á
fundinum verður farið yfir afrakstur
vinnuhópanna og kallað eftir hug-
myndum frá bæjarbúum. Meðal ann-
ars verður leitað svara við spurn-
ingum á borð við: Hvernig sérðu
framtíð listgreinarinnar eftir 10 ár?
Hvaða hindranir sérðu í að ná þessari
framtíðarsýn? og Hvaða lausnir
sérðu til að yfirstíga þessar hindr-
anir? Eru allir velkomnir á fundinn.
Menningarstefna Akureyrar
Á hugarflug
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is