Morgunblaðið - 02.11.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.11.2011, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björn Bjarna-son vekurathygli á því í pistlum sínum að embættismenn í Þýskalandi sem hann hefur tekið tali sjái ekki hvað rök eigi að leiða til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta blað hefur áður haft orð á því að þeir séu til sem helst vilja fá að deila um það, hvort rök gegn aðild séu nægjanlega sterk fyr- ir þeirra smekk. Þótt þar vanti ekkert upp á er þá byrjað á öf- ugum enda í umræðunni. Rökin með hljóta að vera til staðar og bera uppi óskina um aðild. Gegnum tíðina hefur eitt og annað verið tínt til. EES- samningurinn er hættur að virka. Skoðun sýnir að ekkert er til í þessu. Norðmenn eru á leið inn. Ísland getur ekki stað- ið án þeirra utan við. Það stenst raunar ekki, en að auki hefur aldrei verið fjær Norð- mönnum að ganga í ESB en nú og hafa þeir þó hafnað því tví- vegis í þjóðaratkvæði. Íslend- ingar komast ekki hjá því að taka upp evru og myndu græða stórlega á því. Þessi rök standa í ljósum logum í augnablikinu. Matvælaverð mun lækka með inngöngu. Umgjörð um mat- vælaverð er algjörlega í hönd- um lýðræðislega kjörinna inn- lendra yfirvalda. Vilji núverandi ríkisstjórn breyta henni í nákvæm- lega það horf sem er í Evrópu með þeirri áhættu sem því fylgir hefur hún væntanlega meirihluta á Al- þingi fyrir því, fyrst hún hefur meirihluta til að óska eftir inn- göngu í ESB. ESB hefur tryggt frið í Evr- ópu eftir stofnun þess. Er það svo? Allan gildistíma ESB hafa ríkin vestan megin og síðar einnig ríki austan megin verið í Nató. Natóríki berjast ekki innbyrðis. Lengst af hefur ver- ið nærri 100 þúsund manna herlið Bandaríkjanna á meg- inlandi Evrópu. Þegar ófriður varð í sunnanverðri Evrópu réðu ESB-ríki ekki neitt við neitt. Bandaríkin og Nató urðu að grípa í taumana. Frið- arfjaðrirnar eru ekki í hatti ESB. Og nú er svo komið að til- burðir ESB til að halda evrunni á lífi með handafli og hótunum er að stórspilla innri friði í að- ildarlöndunum. Allir þekkja ástandið í Grikklandi, en í gær bætti atvinnumálaráðherra Ítalíu því inn í umræðuna að úrslitakostir ESB gagnvart Ítalíu væru líklegir til að skapa jarðveg fyrir hinar morðóðu Rauðu herdeildir á ný. Á með- an þetta eru rökin með aðild að ESB þarf ekki að nefna mót- rökin, svo þrungin og augljós sem þau þó eru. Hvernig stendur á því að haldgóð rök fyrir inngöngu í ESB eru ekki nefnd?} Hvar eru rökin með? Gagnrýni er ekkivel liðin í Kína. Listamað- urinn Ai Weiwei hefur fengið að kynnast því. Ai er þekktur fyrir að hafa hannað íþróttaleikvang, sem reistur var fyrir Ólympíuleikana í Peking og hlotið hefur viðurnefnið „Hreiðrið“. Vandi listamannsins hófst þegar hann leyfði sér að rann- saka hvort fúsk hefði valdið því að fjöldi skólabygginga hrundi í jarðskjálftanum í Sichuan 2008 og orsakir bruna í háhýsi í Sjanghæ 2010 þar sem tugir manna létu lífið. Ai hefur einnig sagt að hann hafi sætt bar- smíðum þegar hann reyndi að bera vitni fyrir annan andófs- mann árið 2009. Ai var varpað í fangelsi fyrr á þessu ári þar sem honum var haldið á laun. Yfirvöld héldu fram að ástæðan væri skattsvik. Hann sat inni í 81 dag og þegar hann var látinn laus var hann varaður við því að tjá sig opin- berlega um varðhaldið eða ræða við erlenda blaðamenn. Ai lýsti því þegar hann var látinn laus að hann hefði þráfaldlega verið yfirheyrður út af kröfu sinni um að kínversk stjórn- völd virtu mann- réttindi. Í gær réðust kínversk stjórn- völd að nýju til atlögu við Ai og fyrirskipuðu honum að borga 15 milljón júan (270 milljónir króna) í vangoldna skatta innan 15 daga. Lögregla heimsótti listamanninn og sagði að ráð- legast væri fyrir hann að borga. Ai segir skattinn óréttlátan og að með þessu séu stjórnvöld að reyna að þagga niður í sér. Þegar Ai var handtekinn í apríl óttuðust stjórnvöld að ar- abíska vorið kynni að valda vakningu í Kína. Á sama tíma létu þau til skarar skríða gegn tugum annarra andófsmanna og lögfræðinga, sem látið hafa til sín taka í mannréttindamálum. Margt hefur breyst í Kína frá tímum menningarbyltingar- innar, en sumt breytist ekki. Það getur verið dýrkeypt að spila ekki með í landi einræðis- kapítalismans. Það getur verið dýrkeypt að spila ekki með í landi einræðis- kapítalismans.} Kínverskur andófsskattur Á rið 2006 kostaði einn Bandaríkja- dalur um það bil 67 íslenskar krónur. Á þeim tíma bjó ég á bandarískum háskóla-campus steinsnar frá verslunargímaldinu/ paradísinni Mall of America. Í ofanálag er mál- um einnig svo háttað að þar í Minnesota er eng- inn virðisaukaskattur á fatnaði. Að öllu þessu samanlögðu sá ég mér því ekki annað fært en að fara í vikulegan verslunarleiðangur og lagð- ist satt að segja í nokkurra mánaða neyslu- brjálæði. Það eina sem dró úr verslunargleðinni, fyrir utan hvað það var þreytandi að drösla öllum pokunum heim með lest, var herbergisfélagi minn. Hún var nefnilega bandarískur vinstri- maður og í því fólst meðal annars að hún var á móti ýmsu sem ég þekkti að góðu einu, eins og kjötáti, loðfeldum og almennri neysluhyggju. Sæluvíma mín yfir hagstæðum fatakaupum dvínaði þeg- ar ég mætti vonsviknu augnráði hennar í herbergisdyr- unum svo að þegar ég kom heim úr vel heppnuðum versl- unarleiðangri skaust inn í herbergið og henti innkaupapokunum eldsnöggt inn í skáp, áður en hún fengi tóm til að taka af sér heyrnartólin og átta sig á verks- ummerkjunum. Við höldum ekki sambandi í dag en það hefur hvarflað að mér að senda henni póst til að gleðja hana með þeim fregnum að ég sé farin að þokast svolítið nær andúð hennar á almennri neysluhyggju. Vissulega nýt ég þess ennþá að kaupa fallega flík, en ég hef líka fundið fyrir því eftir að hafa haldið eigið heimili um nokkurra ára skeið að það er með hreinum ólíkindum hvað jafnvel hófsamasta fólk safnar í kringum sig miklu drasli. Hlutir. Hlutir eru alls staðar og fylla allar hirslur. Hlutir flæða út úr kompum, háaloftum, kjöllurum og bílskúrum hjá öllum sem ég þekki og sjálfri mér líka. Stundum finnst mér eins og að því fleiri hluti sem ég eignist því meira skerðist frelsi mitt í samræmi. Það er nefnilega heftandi að þurfa að hafa áhyggjur af hlutum. Hafa áhyggjur af því hvort þeim verði stolið, hvort þeir skemm- ist eða falli í verði og hvort hægt verði að selja þá eða koma þeim fyrir ef maður þarf að flytja. Ég hef þó fundið ró í þeirri vitneskju að flestir mínir hlutir eru ekki mikils virði og því ekki mikil eftirsjá að þeim. Í sumar fór ég með bílfarm af hlutum í Kola- portið og seldi þá fyrir slikk. Það var mikill léttir að losna á einu bretti við mörg kíló af hlutum. Næsta skref var tekið nú á haustmánuðum þegar ég ákvað að losa mig við bílinn. Það hafði hvarflað að mér áður í þessu bensínbrjálæði en fyrirfram hélt ég að það yrði erfið ákvörðun sem myndi kosta mikla yfirlegu. Þegar til kom varð það hinsvegar skyndiákvörðun sem tekin var upp úr þurru. Burt með þennan bíl. Í stað þess að upplifa helsi eins og ég hafði óttast upplifi ég frelsi. Ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af bensínverðinu eða viðgerð eða að bíln- um verði stolið. Einfaldara líf. Herbergisfélagi minn fyrr- verandi yrði stolt af mér. Hún þarf ekkert að vita hvað mér finnst ennþá gott að borða blóðuga steik og klæða mig í loðfeld. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Einfaldara líf STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hinn 13. október síðastlið-inn sóttu um tvö hundruðfulltrúar leikskóla,grunnskóla og frístunda- heimila í höfuðborginni málþing þar sem verkefninu „Vinsamlegt sam- félag“ var ýtt úr vör. Megintilgangur verkefnisins er að efla starfsfólk þessara starfsstöðva í baráttunni gegn einelti og gera það í stakk búið til þess að takast á við einelti með skipulegum hætti þegar tilfelli þess koma upp. Starfshópur um verkefnið, þar sem leggja á ríka áherslu á góð sam- skipti, hefur sett fram markmið til þriggja ára og verður sérstök áhersla lögð á að fræða starfsfólk fyrsta árið en markmið „Vinsamlegs samfélags“ verður ekki síður að efla grasrótina og virkja foreldra og nærumhverfið til þátttökunni í baráttunni. „Það veltur mikið á fullorðna fólkinu; starfsfólki, foreldrum og öll- um sem vinna með börnum,“ segir Nanna Kristín Christiansen, verk- efnastjóri á grunnskólaskrifstofu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. „Við þurfum að kenna börnunum að eiga vinsamleg samskipti, kenna þeim að bera virðingu hvert fyrir öðru og það gerum við með því að sýna gott fordæmi,“ segir hún. Opna upplýsingagrunn Verkefnið er enn í mótun og er m.a. verið að vinna með hugmyndir sem komu fram í umræðum á mál- þinginu. Þar komu t.d. fram tillögur um að sett yrðu miðlæg gildi fyrir all- ar starfsstöðvar, þannig að samræma mætti þann boðskap sem bærist til barnanna og að stofnað yrði miðlægt ráðgjafateymi sem hægt væri að leita til. Að auki var lagt til að komið yrði á laggirnar miðlægum gagnagrunni með hagnýtum upplýsingum og ráð- um sem starfsmenn gætu nýtt sér og hann stendur til að opna á Degi gegn einelti hinn 8. nóvember næstkom- andi. „Í grunninn ætlum við að safna praktískum upplýsingum um hvað hefur reynst vel og ætlum að leita til fólksins sem hefur verið að vinna úti á akrinum með góðum árangri og fá frá því hugmyndir og tillögur,“ út- skýrir Nanna. Hvað áherslur varðar mun verk- efnið m.a. taka mið af stórri sænskri rannsókn um eineltismál sem kom út á þessu ári og unnin var af þarlend- um menntamálayfirvöldum í sam- starfi við sænska háskóla en í henni var t.d. skoðað af hverju einelti er meira í sumum skólum en minna í öðrum. Olweusarverkefnið best Það vekur athygli að það var niðurstaða rannsakendanna að Ol- weusarverkefnið væri það besta af átta áætlunum gegn einelti sem voru til skoðunar. Reykjavíkurborg ákvað fyrr á þessu ári að hætta að greiða miðlægt til verkefnisins og verða skólarnir nú sjálfir að ákveða hvort þeir vilja halda áfram með verkefnið og borga fyrir það úr eigin vasa. „Það eru nú þegar eineltis- og viðbragðsáætlanir í öllum grunn- skólum og þetta nýja verkefni kemur ekki í staðinn fyrir Olweusaráætl- unina. Hún er mjög vel útfærð og við berum fullt traust til hennar og von- um innilega að þeir skólar sem hafa starfað samkvæmt henni með góðum árangri geri það áfram,“ segir Nanna. Hins vegar hafi einnig verið sýnt fram á að engin ein áætlun nái yfir allar aðstæður og því sé fjölbreytni af hinu góða. „Ein- elti hefur ekki verið að aukast í grunnskólum í Reykjavík en það er alltaf hægt að gera betur,“ segir hún. Börn og fullorðnir í vinsamlegu samfélagi Morgunblaðið/Eggert Vinsamlegt samfélag Verkefnið er samstarfsvettvangur grunnskóla, leikskóla og frístundamiðstöðva í baráttunni gegn einelti. Þorlákur Helgason, fram- kvæmdastjóri Olweusarverkefn- isins, gerir ráð fyrir að þeim grunnskólum höfuðborgarinnar sem taka þátt í verkefninu muni fækka úr 21 í um 15 í kjölfar ákvörðunar borgaryfirvalda um að hætta að greiða miðlægt til verkefnisins. Hann segir það taka tvö ár að innleiða verkefnið í hverjum skóla og því sé mikil vinna sem liggi að baki. Hann hefur áhyggjur af þróuninni. „Ég bara spyr: hvað á að koma í staðinn og hver ætlar að bera ábyrgðina? Skólarnir verða að geta sýnt foreldrum fram á að það sé verið að vinna í og taka á þessum málum,“ segir hann. Sem dæmi hafi um 80 þús- und börn svarað ítarlegri Olweusarkönnun síðast- liðin níu ár þar sem gildi verkefnisins hafi komið bersýnilega í ljós. Hver axlar ábyrgðina? OLWEUSARVERKEFNIÐ Þorlákur H. Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.