Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Kuldaboli Það er eins gott að vera klæddur í þykkar og hlýjar úlpur þegar beðið er eftir strætó í nepjunni í Lækjargötu. Ómar Landsfundir stjórnmálaflokka segja sögu um stöðu þeirra og þróun. Fundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Hofi á Akureyri um liðna helgi staðfesti um margt sterka stöðu flokksins sem aðila að rík- isstjórn landsins nú á þriðja ár en jafnframt áhyggjur margra af stöðu velferð- armála í þeim mikla nið- urskurði og aðhaldi sem nú stendur yfir í ríkisbúskapn- um. Staðan í viðræðum um að- ild Íslands að Evrópusam- bandinu veldur fjölmörgum flokksmönnum miklum áhyggjum og eftir landsfund- inn er ljóst að þar verður VG að taka mun fastar á málum í ljósi eindreginnar stefnu flokksins gegn aðild. Stein- grímur J. Sigfússon fékk ótví- rætt umboð til formennsku áfram, þótt mótframboð sem komu fram gegn honum beri vott um að hann er ekki óum- deildur. Skilaboð fundarins til flokksforystunnar eru m.a. þau að rækta þurfi betur en gert hefur verið samband og tengsl við grasrótina og taka betur á við stefnumörkun í mörgum vandasömum málum sem við blasa. Samþykktin vegna ESB-viðræðna Þung gagnrýni kom fram á fundinum á yfirstandandi að- ildarviðræður við Evrópusam- bandið. Fyrir landsfundinum lágu tvær tillögur um þetta mál, annars vegar frá okkur 25 flokksmönnum víða að af landinu og hinsvegar frá svo- nefndum ályktunarhópi. Mál- efnahópur landsfundarins um utanríkismál ræddi þessar til- lögur og eftir yfirferð í und- irnefnd sameinuðust menn um eftirfarandi samþykkt sem í meginatriðum er sam- hljóða tillögu okkar 25- menninga. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusam- bandsins. Landsfundurinn ályktar að í yfirstandandi að- ildarviðræðum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efnahags- lögsögu og leggur áherslu á að Ísland haldi samningsrétti vegna deilistofna á Íslands- miðum, svo sem makríl, kol- munna, úthafskarfa, loðnu og norsk-íslensku-síldinni. Sama á við hvað varðar umfang á stuðningi við íslenskan land- búnað svo og um nátt- úruauðlindir sem fyrirhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá. Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru- samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að sam- starfi um utanríkis- og hern- aðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverf- isvernd, fæðu- og matvæla- öryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins. Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðild- arviðræðum stend- ur. Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverk- efnum VG, flokks- eininga og þing- flokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóð- ina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar.“ Aðlögun og IPA-styrkir Eins og fram kemur í sam- þykkt landsfundarins er for- ystu VG falið að tryggja að ekki komi til aðlögunar ís- lensks stjórnkerfis að kerfi Evrópusambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur. Tekið var fram af framsögu- manni málefnahópsins sem mælti einróma með sam- þykktinni að hópurinn væri sammála um að hafna beri sem hluta af aðlögun fjárhags- styrkjum frá ESB, þ.e. svo- nefndum IPA-styrkjum (Instrument for Pre- Accession Assistance) og sem sumpart er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir 2012. Var þetta ítrekað sérstaklega í umræðum sem skýring við tillöguna sem síðan var sam- þykkt. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem sýnir í hverskonar öngstræti Ísland er statt með aðildarumsókn sem aðeins nýtur stuðnings frá Samfylkingunni einni flokka. Í umræðum á lands- fundinum var bent á að sára- litlar ef nokkrar líkur væru á að botn fengist í viðræðuferlið fyrir alþingiskosningar 2013. Brýnt væri að VG kæmi sinni afstöðu gegn aðild á framfæri með skýrum hætti á næstunni og rökum sem að baki lægju. Sóknarfæri þrátt fyrir ágjöf Tilkynning fyrrum þing- manna VG, Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur, um úrsögn úr flokknum kom ekki á óvart en minnti á þá margvíslegu ágjöf sem flokkurinn hefur mátt þola eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Ástæður þessa eru marghátt- aðar en að mínu mati ekki síst þær að skort hefur á tengsl flokksforystunnar við óbreytta liðsmenn flokksins og að virkja þá til starfa við stefnumótun og að upplýsa þá jafnframt betur um bakgrunn þeirrar erfiðu glímu sem háð hefur verið í kjölfar hrunsins. Staða og styrkur VG á næstu árum fer ekki síst eftir því að á þessu verði breyting og byggt verði á þeim góða mál- efnalega grunni sem fyrir liggur, meðal annars í um- hverfismálum sem grunn- þætti í sjálfbærri þróun, sam- hliða því að Ísland haldi stöðu sinni sem sjálfstætt þjóðríki utan Evrópusambandsins. Eftir Hjörleif Guttormsson » Þrátt fyrir margvíslega ágjöf er sóknarfæri fyrir VG og fyrir Ís- land sem sjálfstætt þjóðríki utan Evr- ópusambandsins. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Að loknum landsfundi VG Evrópusvæðið er í miðju alþjóð- legrar fjár- málakreppu vegna þess að aðeins þar, á vettvangi næstmikilvægasta gjalmiðils heims, skellur kreppan á veikri „byggingu“ frekar en ríki með raunveruleg völd. Þetta er mannvirki eða fyr- irkomulag sem bregst trausti borgaranna og markaða sem geta ekki treyst því til að leysa deilumálin – og ýtir fjár- málakerfi heimsins á barm efnahagslegs stórslyss. Með öðrum orðum end- urspeglar fjármálakreppan nú pólitíska kreppu evrusvæðisins – sem vekur efasemdir um sjálfa tilvist Evrópuverkefn- isins í heild. Ef myntbandalag Evrópu bregst verður lítið eft- ir af innri markaðnum, stofn- unum Evrópusambandsins og sáttmálum þess. Við myndum þurfa að afskrifa sex áratuga árangursríkan Evrópusam- runa, með óþekktum afleið- ingum. Á sama tíma og þetta fyrir- komulag bregst stöndum við frammi fyrir nýrri heims- skipan og endalokum tveggja alda tímabils sem einkenndist af því að Vesturlönd réðu mestu. Auður og völd eru að færast til Austur-Asíu og ann- arra ríkja í örum vexti, á sama tíma og Bandaríkjamenn eru með allan hugann við eigin vandamál og beina sjónum sín- um í ríkari mæli að Kyrrahaf- inu frekar en Atlantshafinu. Ef Evrópusambandið verður ekki sinnar eigin gæfu smiður verð- ur það viðfangsefni nýrra heimsvelda. Vandamál Evrópusam- bandsins stafa ekki af þriggja áratuga frjálshyggju. Orsökin er ekki heldur fasteignabólan sem sprakk, eða brot á skil- málum Maastricht-sáttmálans, stórauknar skuldir eða fégráðugir bankar. Þótt allir þessir þættir séu mikilvægir felast vandamál Evrópu- sambandsins ekki í því sem gerðist, heldur því sem gerðist ekki: stofn- un sameiginlegrar evrópskrar ríkis- stjórnar. Í byrjun tíunda áratugar aldar- innar sem leið, þegar meiri- hluti aðildarlanda Evrópusam- bandsins ákvað að stofna myntbandalag með sameig- inlegan gjaldmiðil og seðla- banka, var ekki nægur stuðn- ingur við sameiginlega ríkisstjórn. Þeirri hlið á bygg- ingu myntbandalagsins var því frestað, þannig að reist var til- komumikið mannvirki sem vantaði traustan grunn til að tryggja stöðugleika á tímum efnahagserfiðleika. Pen- ingalegt fullveldi var gert að sameiginlegum málstað; en völdin sem þarf til að beita því voru enn í höfuðborgum aðild- arlandanna. Talið var á þessum tíma að nægilegt væri að koma fastri mynd á reglurnar – skylda að- ildarlöndin til að uppfylla skil- yrði um hámarksfjárlagahalla, skuldir og verðbólgu. En grunnurinn, sem þessar reglur áttu að leggja, reyndist vera tálmynd; grunnreglur þarf alltaf að styrkja með raun- verulegum völdum; annars standast þau ekki prófraun veruleikans. Evrusvæðið, bandalag full- valda ríkja með sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegar reglur, er að falla á þessu prófi. Þar sem evrusvæðið hef- ur ekki getað brugðist með af- gerandi hætti við vandanum hefur það misst tiltrúna sem er mikilvægasta eign hvers gjaldmiðils. Verði pólitísku völdin í Evrópusambandinu ekki evrópuvædd, þannig að núverandi ríkjabandalag verði að sambandsríki, mun evru- svæðið – og allt Evrópusam- bandið – leysast upp. Pólitíski og efnahagslegi kostnaðurinn af „endurþjóðvæðingu“ yrði gríðarlegur; óttinn úti um all- an heim við hrun Evrópusam- bandsins er ekki ástæðulaus. Ef tekið verður strax á því sem á vantar á pólitíska svið- inu, fyrst með því að stofna bandalag í ríkisfjármálum (með sameiginleg fjárlög og sameiginlegar ábyrgðir), verð- ur raunverulegt pólitískt sam- bandsríki mögulegt. Og við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir einu: allt minna en Bandaríki Evrópu verður ekki nógu öflugt til að afstýra yfir- vofandi stórslysi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þarf evru- svæðið að vera brautryðjandi innan Evrópusambandsins, vegna þess að með alls 27 að- ildarríki hefur sambandið hvorki vilja né getu til að flýta pólitískri sameiningu. Því mið- ur væri ekki hægt að tryggja stuðning allra ríkjanna við nauðsynlegar breytingar á sáttmálum Evrópusambands- ins. Hvað ber þá að gera? Evrópuríki tóku stórt skref fram á við í samruna utan við sáttmála ESB (en í anda Evr- ópuhugsjónarinnar) þegar þau samþykktu að opna landa- mæri sín með svonefndum Schengen-samningi (sem er núna hluti af sáttmálum ESB). Með því að læra af þessari ár- angursríku reynslu ætti evru- svæðið að forðast þá upp- runasynd Evrópusambandsins að koma á fót yfirþjóðlegri stofnun sem skortir lýðræð- islegt lögmæti. Evrusvæðið þarfnast rík- isvalds sem, eins og staðan er núna, getur aðeins verið skip- að leiðtogum aðildarríkjanna og ríkisstjórna – þróun sem þegar er hafin. Og þar sem ekki er hægt að mynda banda- lag í ríkisfjármálum án sameiginlegrar fjárlagastefnu verður ekki hægt að ákveða neitt án samþykkis þjóðþinga. Þetta þýðir að „Evrópu- þingdeild“, skipuð leiðtogum þjóðþinganna, er ómissandi. Slík þingdeild yrði í fyrstu ráðgjafarstofnun og þjóðþing- in héldu valdsviðum sínum; en síðar, á grundvelli sáttmála milli ríkjanna, þyrfti hún að fá raunveruleg völd til að taka ákvarðir og vera skipuð fulltrúum þjóðþinganna. Þar sem slíkur sáttmáli myndi fela í sér umfangsmikið afsal full- veldis til sameiginlegra stofn- ana ESB-ríkja þyrfti auðvitað að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu í aðildarríkjunum, meðal annars (og sérstaklega) í Þýskalandi. Ekkert af þessu svarar mikilvægum spurningum, svo sem um sameiginlega stefnu til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og stuðla að hag- vexti. En ef við höfum lært eitthvað af núverandi kreppu er það að ekki er einu sinni hægt að byrja að takast á við slík málefni nema evrusvæðið fái sterka burðargrind stofn- ana, með traustan grunn sem felur í sér raunverulega rík- isstjórn, virkt þing með raun- verulegt vald og ósvikið lýð- ræðislegt lögmæti. Eftir Joschka Fischer » Verði pólitísku völdin í Evrópu- sambandinu ekki evrópuvædd, þannig að núver- andi ríkjabandalag verði að sam- bandsríki, mun evrusvæðið – og allt Evrópusambandið – leysast upp. Joschka Fischer Höfundur var utanrík- isráðherra og varakanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005. Hann var ennfremur leiðtogi flokks græningja í nær 20 ár. ©Project Syndi- cate, 2011. www.project-syndicate.org Evrópusambandið evrópuvætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.