Morgunblaðið - 02.11.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
✝ Franklín Frið-leifsson bifvéla-
virkjameistari fædd-
ist á Lindargötu 60 í
Reykjavík 8. janúar
1945. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu 20. október
2011. Foreldrar hans
voru Halldóra Kristín
Eyjólfsd. frá Seyð-
isfirði, f. 14. okt.
1902, d. 14. ág. 1997,
og Friðleifur Ingvar Frið-
riksson, frá Ólafsvík, f. 25. ág.
1900, d. 9. mars 1970. Franklín
var yngstur níu systkina: Ingi-
leif Guðrún, f. 21. mars 1921, d.
31. maí 2000, Friðrik Magnús, f.
19. nóv. 1922, d. 1989, drengur,
látinn, Hjörleifur Einar, f. 8.
nóv. 1923, d. 3. júní 1996, Mar-
grét Kristín, f. 20. nóv. 1924,
Guðjón Ágúst, f. 4. júní 1926,
Leifur, f. 12. des. 1929, Dóra, f.
11. des. 1930.
Franklín kvæntist 18. janúar
1969 Guðrúnu S. Austmar Sig-
urgeirsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, f. 19. júlí 1947. Þau skildu.
Foreldrar Guðrúnar voru Kr.
Valgerður Austmar Sigurð-
ardóttir, f. 17. nóv. 1909, d. 29.
sept. 1988, og Sigurgeir Eiríks-
Franklín ólst upp á Lind-
argötunni og gekk í Austurbæj-
arskóla og síðar Iðnskólann.
Hann lærði bifvélavirkjun hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur og
tók þaðan meistararéttindin.
Hann ók hjá SVR í nokkur ár.
Þá réðst hann til starfa hjá Bif-
reiðaeftirliti ríkisins og gegndi
þar stöðu aðalfulltrúa 1972-1977
og sat um tíma í Umferðarráði.
Fór þá í Vélskólann og vann
nokkur ár til sjós, bæði á tog-
urum og bátum og einnig við
millilandasiglingar á Fossunum.
Síðar starfaði hann hjá Land-
leiðum. Árin 1995-1997 bjuggu
þau hjónin á Spáni og starfaði
hann sem byggingarverktaki í
Alicante. Franklín hóf störf hjá
Brimborg árið 2002, fyrst á
verkstæðinu en hin síðustu ár
sem sölufulltrúi vara- og auka-
hluta. Síðustu árin átti hann í
erfiðum veikindum en stóð alltaf
keikur og hélt ótrauður áfram.
Á yngri árum spilaði hann fót-
bolta með 1. deildar liði KR,
varð Reykjavíkurmeistari ung-
linga í skák, skátaforingi og tók
ástfóstri við sveitina hjá Pétri á
Skarði I í Borgarfirði. Hann
hafði unun af að ferðast, bæði
hérlendis og erlendis. Hann var
söngelskur og mikill ten-
óraðdáandi og tók um tíma þátt
í starfi Kiwanis-hreyfing-
arinnar.
Útför Franklíns fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
2. nóvember 2011, kl. 11.
son, f. 14. júlí
1910, d. 13. des.
1979. Dætur
Franklíns og
Guðrúnar eru 1)
Sólveig, bóndi, f.
4. nóv. 1968, eig-
inmaður dr. Ern-
ir Kr. Snorrason
læknir, f. 17.
mars 1944. Börn
þeirra eru
Franklín Ernir, f.
9. des. 2002, og stúlka fædd and-
vana 2. des. 2003. 2) Valgerður
snyrtifræðingur, f. 25. sept.
1972, eiginmaður Andri Már
Ingólfsson forstjóri, f. 17. okt.
1963. Synir þeirra eru Alexand-
er Snær, f. 29. sept. 2003, og
Viktor Máni, f. 10. apríl 2006.
Franklín kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni 6. nóvember
1993, Heiðbjörtu Harðardóttur
stuðningsfulltrúa, f. 19. maí
1951. Móðir Heiðbjartar er
Halla Ágústsdóttir, f. 23. nóv.
1929. Faðir hennar var Hörður
Kristinsson, f. 27. ág. 1929, d. 8.
feb. 1959. Hálfsystkin (Halla):
Unnur, Marta Emilía og Ingi-
mundur Valgeirsbörn. Hálf-
systkin (Hörður): Auður, Krist-
inn og Sigurður.
Elsku pabbi er sofnaður svefn-
inum langa. Já, það var líkt og
hann svæfi, svo friðsæll og fal-
legur var hann, enn með yl í
vöngum og ilmaði svo vel, en
hann vaknar ekki aftur hér.
Pabbi var yngsta yndi ömmu
og afa af níu systkinum og mikið
látið með hann.
Afi flutti inn fyrsta flutninga-
bíl landsins og stofnaði Þrótt og
var pabbi mikið á ferðinni með
honum enda æði margt að gera.
Afi lagði því nokkuð hart að
pabba að læra bifvélavirkjun og
varð það úr þó að pabbi hefði á
þessum tíma helst viljað læra
flug. Pabbi starfaði æ síðan við
bíla og vélar, bæði til sjós og
lands. Það voru því margar ger-
semarnar sem við systurnar
eignuðumst þegar pabbi var vél-
stjóri í millilandasiglingum og
kom færandi hendi með sjaldséð
leikföng og sælgæti.
Pabbi var mildur maður og
ljúfur. Glettinn og mikill húmor-
isti og gat verið hrókur alls fagn-
aðar þegar sá gállinn var á hon-
um. En hann gat líka verið
ákaflega þrjóskur og þver og
varð þá illa haggað.
Þær voru margar brekkurnar í
lífi pabba og stundum varð hann
að klífa fjöll. Eitt það brattasta
var barátta hans við krabbamein
og virtist hann hafa unnið þá við-
ureign þegar hjarta hans hætti
að slá.
Pabbi var einstaklega barn-
góður og mikill dýravinur og
fengu nokkur heppin dýr fóstur
hjá honum. Hann hafði gaman af
útreiðartúrum og allri útivist
enda gamall skáti. Hann var lið-
tækur íþróttamaður, keppti í
sundi og spilaði fótbolta með
meistaraflokki KR og var góður
skákmaður. Pabbi hafði líka gam-
an af stangveiði og lestri og voru
góðar spennusögur alltaf vinsæl-
ar þó að Hemingway væri hans
uppáhald. Pabbi hlustaði líka
mikið á tónlist og fékk seint leið á
góðum tenórsöng.
Hann var mjög skemmtilegur
pabbi þó að hann væri ekki alltaf
mjög ábyrgur og var hjónaband
foreldra minna á köflum storma-
samt. Það endaði með skilnaði og
nýr kafli tók við.
Pabbi hóf sambúð og síðar
giftist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Heiðbjörtu Harðardóttur.
Saman deildu þau miklum áhuga
á ferðalögum og var Spánn í sér-
stöku uppáhaldi enda voru þau
hjónin búsett þar um tíma.
En kaflaskiptum fylgja gjarn-
an breytingar og sá ég fljótt,
þrátt fyrir einlæga von um ann-
að, að okkur systrum var ekki
lengur ætlað jafn stórt hlutverk í
lífi pabba og áður.
En pabbi kenndi mér svo
margt í lífinu, bæði með sinni
nærveru, en ekki síður fjarveru.
Ég lærði að meta betur það sem
ég hef og gera ekki óraunhæfar
kröfur. Lærði að takast á við von-
brigði og að fyrirgefa. Þetta hef-
ur verið strangur en lærdómsrík-
ur skóli og ég er enn að læra.
Læra að skilja hvernig hægt er
að sjá ögrun í samskiptum for-
eldris við börnin sín og hvernig
maðurinn notar stundum vissa
fjarlægð til að vernda þessi sömu
börn sín.
En þó að ég hitti pabba hin síð-
ari ár miklu sjaldnar en ég hefði
kosið þá slitnaði aldrei strengur-
inn á milli okkar. Enda er kær-
leikurinn og ástin ekki mæld í
samverustundum, heldur því sem
bærist í hjartanu og þar slógum
við í takt.
Ég kveð elsku pabba með eft-
irsjá og þakklæti, megi ljósið um-
vefja hann í eilífðinni.
Þar til síðar.
Valgerður (Vala).
Elsku pabbi minn, farinn, fyrir
fullt og allt og alltof fljótt. Tárin
streyma niður vangann er ég rita
þessa hinstu kveðju til þín.
Margs er að minnast, bæði gleði
og sorg, brostnar vonir og sigrar.
Við vorum ætíð miklir félagar,
með sama skrítna skapið og
gálgahúmorinn og einnig sömu
þrjóskuna. Vinum okkar systr-
anna fannst þú svo skemmtilegur
pabbi og það fannst mér líka. Ég
man vel eftir þeim stundum er
við sátum og hlógum að hrakfall-
afrásögum þínum og bjuggum til
teiknimyndaseríu út frá því í hug-
anum. Fyrsta minningin er frá
Lindargötunni, þegar þú tókst af
mér snuðið – ekki glöð, en þú
hafðir betur. Ég man hve gaman
það var og stór dagur að fara að
heimsækja Pétur í sveitina að
Skarði I í Borgarfirði. Ég man
líka eftir hundinum sem við átt-
um í hálfan dag en þú varst mikill
dýravinur. Frá því ég var fjög-
urra ára borðuðum við alltaf há-
karl á gamlárskvöld og hélt ég
þeirri hefð lengi vel og við vorum
miklir flugeldakappar og skot-
glöð. Þegar þú varst á sjónum
komstu oft færandi hendi úr sigl-
ingum með sjaldséðan og afar öf-
undsverðan varning. Það var líka
mikið upplifelsi að fá að sigla með
milli hafna innanlands. Við áttum
líka sameiginlegan, uppáhalds
vin, 007 og var mikið sport að fá
að fara með þér á fullorðinsmynd
í bíó. Sem dóttir bifvélavirkja-
meistara lærði ég fljótt á vélar-
rúm bifreiða og að vera snögg að
skipta um dekk eða að bakka með
eftirvagn. En svo skildu leiðir.
Nýr kafli hófst í þínu lífi og
urðu samskiptin minni en þó ætíð
náin þegar til tókst. Við náðum
þó einstaklega góðri samveru er
ég heimsótti ykkur Heiðu til
Spánar og mun það ætíð verma
hjarta mitt er ég hugsa til þess er
þú söngst hástöfum úti á svölum
til mín, fyrir mig og nágrennið
allt og einnig er við dönsuðum
saman úti á torgi.
Og næsti kafli, þú varðst afi í
fyrsta sinn og sveifst örlítið upp
frá gólfinu þegar þú fékkst nafna.
Síðan fékkstu tvo afastráka til
viðbótar og varst afar stoltur af
þeim öllum þremur. Við systurn-
ar og afastrákarnir hefðum svo
gjarnan viljað vera meira með
þér. En móðir þín, hún amma
mín, það sagði mér, að lífið er
hverfult og ekki fæst við allt ráð-
ið og fullorðið fólk á að fá að ráða
sér sjálft. Ég er þakklát fyrir það
sem var og sorgmædd yfir því
sem ekki varð. Þú kenndir mér
svo margt um lífið með nærveru
og fjarveru þinni. Ef ég gæti
gengið þér við hlið, pabbi minn og
stolið frá þér tíma, fengið augna-
bliks frið, þá fyndi ég taktinn
þinn og hann myndi róa mig nið-
ur. Þú neyddir mig til að fara inn
á við, til að leita að og að finna, til-
gang lífsins, kærleikans og tím-
ans. Þú kenndir mér einmitt án
þess að kenna og gafst mér nýjan
skilning á þessu ferðalagi lífsins,
án þess þó að vita nokkuð af því.
Ég gef þér nú á göngu okkar,
pabbi, hjarta mitt … tengingu
okkar, verð aldrei aftur sorg-
mædd yfir því sem ekki varð. Ég
sendi þér hinstu kveðjur á ferða-
lagi þínu um tímann og megir þú
finna fjölskyldu þína á himnum,
umvafinn ljósi, í kærleikans friði
og fyrirgefningu.
Þín dóttir,
Sólveig Franklínsdóttir.
Franklín Friðleifsson, svili
minn, er allur. Hann varð bráð-
kvaddur heima hjá sér, þar sem
hann helst vildi vera, umvafinn
ást konu sinnar Heiðu.
Þetta er mikið áfall fyrir alla
aðstandendur og hversu brátt
það bar að. Þó að við vissum að
Franklín hefði sigrast á krabba-
meini og hefði ekki gengið að
fullu heill til skógar eftir þá orr-
ustu.
Þá lýsir það Franklín vel
hvernig sambandi hans og konu
hans Heiðu var háttað að ekki
voru þau að bera þá baráttu á
borð heldur háðu þau hana sam-
an tvö ein og höfðu sigur. Eina
sem ég merkti eftir þá baráttu
var að Franklín hélt sig örlítið til
hlés. Gott dæmi um hversu sam-
rýmd þau Franklín og Heiða
voru eru orð dóttur minnar Höllu
Rósar. „Veistu það, pabbi, þegar
ég var lítil sagði ég alltaf Frank-
lín og Heiða því ég vissi ekki
hvort átti hvaða nafn.“
Franklín var góðhjartaður
maður sem hafði sterkan per-
sónuleika. Hann var bráðgreind-
ur og mikill húmoristi er hafði
góðlátlegan hlátur sem oft fylgdi
á eftir hnyttnum setningum. Mun
ég sakna mikið þeirra góðu
stunda er við urðum aðnjótandi í
stofu tengdamóður okkar Höllu
Ágústsdóttur þar sem mikið var
verið að ræða heimsmálin og póli-
tík. Þá skaut Franklín títt inn í
umræðuna sínum skoðunum sem
alltaf hleyptu miklu lífi í umræð-
urnar og áttu einhvern veginn
alltaf akkúrat við. Hann var mik-
ill og sterkur skákmaður sem
sigraði mann alltaf hversu góða
stöðu sem maður taldi sig hafa og
lauk þeim ætíð með vingjarnleg-
um leiðbeiningum.
Franklín var ráðagóður og
hjálplegur maður er lá aldrei á
liði sínu fyrir aðra. Ekki voru fá
ráðin og handtökin er hann lagði
til við að hjálpa með lagni og ráð-
snilld sinni þeim er fengu að
kynnast honum. Átti þetta við í
öllu, stóru sem smáu.
Þegar þau hjónin bjuggu á
Spáni var elsti sonur okkar Ívar
jafnframt þar við nám og tíður
gestur á heimili þeirra. Ein-
hverju sinni eftir að þau hjón
höfðu flust heim aftur barst það í
tal við Franklín að við hjónin
værum að fara með börnin í ferð
til Spánar. Þá var Franklín fljót-
ur að bregðast við og sagði að
hann hefði svo ægilega góða
skyrtu fyrir mikinn hita, hvort ég
vildi ekki fá hana lánaða. Ég var
fljótur að þiggja hana. Það stóðst,
þetta var besta skyrta sem hugs-
ast getur í hita. Alltaf upp frá
þessu þegar við fórum til Spánar
gat ég ekki hugsað mér að fara án
skyrtunnar. Lengi vel leitaði ég í
öllum hugsanlegum búðum að
sviparði skyrtu en aldrei fannst
hún.
Mér er afskaplega sárt að
þurfa að kveðja góðan vin og fjöl-
skyldumeðlim.
Megi Franklín Friðleifsson
hvíla í Guðs friði.
Ráð mannshjartans eru sem djúp vötn
og hygginn maður eys af þeim.
(Orðskviðirnir 20:5.)
Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson.
Ég var staddur í Alicante þeg-
ar ég fékk þær harmafregnir að
Franklín væri farinn frá okkur.
Mér fannst það svo óraunveru-
legt og átti erfitt með að ná átt-
um. Ég fann líka svo mikið til
með Heiðu frænku, systur henn-
ar mömmu, því ég veit hvað hann
og Heiða voru náin. Ég hafði séð
fyrir mér að þau myndu eyða
stórum hluta af sínum eftirlauna-
árum í Alicante. Minningarnar
streymdu um huga minn þegar
ég fór um götur borgarinnar.
Nokkrum árum eftir kynni
okkar Franklíns sagði Heiða mér
frá áformum þeirra um að flytj-
ast til Spánar og ég ljómaði, þar
sem sjálfur hafði ég ætlað að fara
í nám á Spáni. Þar með myndi ég
verða nálægt þeim á meðan á
dvöl minni stæði.
Það var einstaklega gaman að
vera með þeim á Spáni, fyrst á
árinu 1995. Gestrisnin var ávallt
höfði í fyrirrúmi hjá þeim og við
höfðum öll svo margt til að tala
um og gera saman. Það var gott
að vera hjá þeim í fallegu íbúðinni
þeirra Los Alcazares. Þegar þau
komu svo í heimsókn til Alicante
var Franklín klæddur eins og
hann væri klipptur út úr tísku-
blaði, svo flottur var hann, eins
og ávallt, enda kominn í „stór-
borgina“. Alicante var þeirra
draumastaður og ekki leið á
löngu þar til þau fluttust sjálf
þangað. Þar fékk Franklín vinnu
við að gera upp stóra íbúð. Ég
átti vart orð yfir því sem honum
hafði áunnist við framkvæmdina
þegar ég heimsótti þau eftir að ég
kom heim. Ég tel þetta lýsandi
um þann kraft og dugnað sem
Franklín bar með sér. Á þessum
tíma fórum við saman í dýragarð-
inn í fjöllunum nálægt Alicante.
Einnig passaði ég hundinn Kalla
og kisurnar þeirra, þegar þau
ferðuðust um Suður-Spán. Kalli
og Franklín voru miklir mátar,
enda hafa þau Heiða og Franklín
ávallt verið miklir dýravinir.
Franklín var einnig sterkur
skákmaður. Við tefldum oft sam-
an og hann hafði iðulega betur.
Skáksnilli hans fengu líka við-
skiptavinir skákbarsins nálægt
heimili þeirra í Alicante að kynn-
ast.
Skömmu eftir að þau Heiða og
Franklín fluttu heim frá Spáni, á
Nónhæðina, var ég reglulegur
gestur á heimili þeirra. Umræð-
an okkar á milli leitaði nær und-
antekningalaust til Spánar og var
eins og við færum öll saman í lítið
ferðalag í hvert sinn sem við
ræddum Spán. Ég vissi vel hvað
þeim leið vel þar, sérstaklega í
Alicante. Mér fannst því gaman
að geta passað hundinn þeirra
hana Carmen í nokkur skipti er
þau ferðuðust til Spánar.
Franklín var einstaklega vel
gefin persóna, sem þægilegt var
að umgangast og gott var að eiga
samskipti við. Hann kom vel fyr-
ir, var hógvær og ljúfur, en hafði
þó sínar skoðanir á hinum ýmsu
málum, sem gaman var að fara
yfir með honum. Franklín var
harðjaxl sem stóð svo margt af
sér með dugnaði, styrk og vilja.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Franklín og fyrir þær
stundir sem við áttum saman. Við
Franklín vorum mjög góðir vinir
og ég mun sakna hans mikið.
Elsku Heiða, Solla, Vala, aðrir
aðstandendur og vinir. Ég bið
góðan Guð að veita ykkur styrk í
þeirri miklu sorg sem nú ríkir.
Þær fallegu minningar sem ég á
um Franklín mun ég geyma og
varðveita. Franklín, megir þú
hvíla í friði.
Ívar Ragnarsson.
Meira: mbl.is/minningar
Franklín
Friðleifsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR VILHJÁLMSSON,
áður til heimilis að Víðimýri 9,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi laugar-
daginn 29. október.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. nóvember
kl. 13.30.
Herdís Jónasdóttir,
Jónas Hallgrímsson, Anna Ólafía Þorgilsdóttir,
Vilhjálmur Hallgrímsson, Arnfríður Jónasdóttir,
Elinór Hallgrímsson,
Katrín Hallgrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, sonur, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTINN GUÐJÓNSSON,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
mánudaginn 31. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Stefanía Óskarsdóttir,
Jóna Björg Guðmundsdóttir, Rúnar Reynisson,
Bjarki Guðmundsson,
Óskar Þór Guðmundsson, Málfríður Ægisdóttir,
Helga Snædal Guðmundsdóttir, Veigar Grétarsson,
Guðjón Daníelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN STEINÞÓRSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 20. október.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðviku-
daginn 2. nóvember kl. 13.00.
Laugheiður Bjarnadóttir, Ketill R. Tryggvason,
Steinþór Nicolai,
Sigurður Nicolai,
Kristinn Nicolai.
✝
Okkar ástkæri
SIGURÐUR BERGSSON
vélfræðingur,
Norðurbakka 17A,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 1. nóvember.
Soffía Stefánsdóttir,
Stefán Þór Sigurðsson, Katrín Hrafnsdóttir,
Bergur Már Sigurðsson,
Anna Soffía Sigurðardóttir, Jón Trausti Snorrason,
Gunnar Thorberg Sigurðsson, Edda Sólveig Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.