Morgunblaðið - 02.11.2011, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Bandaríski leikarinn Mickey Rourke setti
hendur sínar og fætur í blauta steypu fyrir
framan kvikmyndahúsið Grauman’s Chinese
Theatre í Hollywood og fetaði þar með í fót-
spor heimskunnra leikara sem gert hafa slíkt
hið sama og má þar nefna Elisabeth Taylor,
Tom Cruise og Jennifer Aniston. Rourke er
24. kvikmyndastjarnan sem setur mark sitt á
þessa þekktu gangstétt stjarnanna við kvik-
myndahúsið. Rourke sagði við athöfnina að
hann væri dálítið utan við sig, hefði lítið sofið
nóttina á undan þar sem hann hefði brotið
heilann yfir því hvaða merkingu þetta hefði
eða ætti að hafa og hversu miklu máli þetta
skipti hann. Rourke minntist ömmu sinnar
við athöfnina, án ráðlegginga hennar hefði
hann ekki náð svo langt sem leikari.
Rourke fetar í fótspor
heimskunnra leikara
Reuters
Minnisvarði Rourke með blauta steypu á
höndunum, búinn að setja mark sitt á stéttina.
Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn mun
leikstýra kvikmyndinni The Comedian og í
aðalhlutverkum verða Robert De Niro og
Kristin Wiig. Penn hefur ekki leikstýrt kvik-
mynd frá því hann gerði Into the Wild sem
frumsýnd var fyrir fjórum árum og hlaut
mikið lof gagnrýnenda. Í The Comedian segir
af gamanleikara í sjónvarpi sem muna má fíf-
il sinn fegurri, lifir á fornri frægð og reynir
að blása lífi í kulnaðan feril sinn. Penn og De
Niro hafa unnið saman áður, léku í gam-
anmyndinni We’re No Angels árið 1989. De
Niro er orðinn 68 ára en slær ekki slöku við í
leiklistinni, sex kvikmyndir sem hann leikur í
eru væntanlegar á næsta ári. Þá leikur hann
einnig í væntanlegri kvikmynd vinar síns
Martins Scorsese, The Irishman.
Penn stýrir De Niro
í The Comedian
Reuters
Gaman Penn og De Niro. Þeir hafa unnið sam-
an áður; í gamanmyndinni We’re No Angels.
Helgi Snær Sigurðsson
Arnar Eggert Thoroddsen
Dúettinn Harpverk, skipaður hörpu-
leikaranum Katie Buckley og slag-
verksleikaranum Frank Aarnick,
mun í kvöld flytja fjölda nýrra verka
eftir íslenska sem erlenda tónlist-
armenn á Café Rosenberg og hefjast
tónleikarnir kl. 21. Yfirskrift tón-
leikanna er Duo Harpverk does Ro-
senberg 2011. Harpverk mun svo
endurtaka leikinn á morgun á sama
stað á hádegi, kl. 12. Meðal þeirra
sem verk eiga á efnisskránni eru
Benni Hemm Hemm, Borgar
Magnason, Færeyingurinn Tróndur
Bogason, Ólfur Björn Ólafsson, Haf-
dís Bjarnadóttir, Erla Axelsdóttir,
Hollendingurinn Gerard Neurink og
Ítalinn Daniele Corsi. Benni Hemm
Hemm og Borgar Magnason munu
koma fram með Harpverki á tónleik-
unum.
Dúettinn Harpverk var stofnaður
árið 2007 í þeim tilgangi að flytja
verk fyrir hörpu og slagverk eftir ís-
lensk tónskáld sem erlend. Harp-
verk hefur flutt um 40 verk eftir
fjölda tónskálda og tónlistarmanna,
frá Íslandi, Danmörku, Englandi,
Ástralíu og Bandaríkjunum en aðal-
áherslan er lögð á verk ungra tón-
skálda og tónlistarmanna. Harpverk
hefur m.a. komið fram á Myrkum
músíkdögum 2007-10 og á Iceland
Airwaves fyrir tveimur árum með
kammersveitinni Ísafold. Harpverk
hefur farið í tónleikaferðir um Dan-
mörku og Holland og er með hljóm-
plötu í smíðum í hljóðverinu Gróð-
urhúsið en til stendur að hún komi út
á næsta ári.
„Það hefur lítið verið skrifað fyrir
þessi hljóðfæri saman,“ segir Aar-
nick.
„Og okkur langar ekki til að flytja
eldri lög í sérstökum útsetningum
fyrir hörpu og slagverk. Þess vegna
viljum við fá ný verk. Þessi sam-
sláttur okkar hefur þótt óvenjulegur
en ef maður pælir í því þá er þetta
mjög eðlilegt samstarf. Harpan get-
ur vel tekið slagverksspretti og ég
get líka spilað melódískt á slag-
verkið. Við mætumst því vel með
hljóðfærin. Svo er mikið tilstand að
rogast með hörpu - og slagverk.
Þannig að samnýting á þessu tvennu
hvað sendiferðabíla varðar meikar
líka mikinn sens! “
Harpverk flytur ný verk
Harpverk Hörpuleikarinn Katie Buckley og slagverksleikarinn Frank
Aarnick slá á létta strengi. Í kvöld koma þau fram á Café Rosenberg.
Tónverk eftir íslenska og erlenda höfunda flutt á slag-
verk og hörpu Benni Hemm Hemm meðal höfunda
Í tilefni þess að 40 ár eru frá því Ís-
land og Kína tóku upp stjórnmála-
samband stendur sendiráðið í Peking
fyrir fjölmörgum samstarfs-
verkefnum á sviði menningar og
skapandi greina á yfirstandandi ári.
Um helgina var opnuð í Peking bók-
menntasýningin „Sögueyjan: portrett
af íslenskum samtímahöfundum“,
með ljósmyndum Kristins Ingvars-
sonar og viðtölum Péturs Blöndals,
auk þess sem skúlptúrinn setning og
gjörningur Sigurðar Guðmundssonar
voru til sýnis. Þá voru hátíðar-
tónleikar Sigrúnar Hjálmtýsdóttur
óperusöngkonu við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur í Egginu,
kínversku tónlistarhöllinni í Peking.
Efnt var til Bókmenntasýning-
arinnar í tilefni af heiðursþátttöku Ís-
lands í Frankfurt á þessu ári og því
að Reykjavík hefur verið útnefnd sem
ein af bókmenntaborgum UNESCO.
Bókmenntasýningin er hluti af ár-
legri menningarhátíð Peking-
háskólans og markar jafnframt lok
ljóðaþings Kínversk-íslenska menn-
ingarsjóðsins þar sem fjöldi ljóð-
skálda frá Asíu og Norðurlöndum tók
þátt, þ.á m. fimm íslensk skáld, þ.e.
þau Gerður Kristný, Ingunn Snædal,
Sigurbjörg Þrastardóttir, Steinunn
Sigurðardóttir og Þórarinn Eldjárn.
Auk þess sem Sigurður Guðmunds-
son, sem búsettur er í Xiamen í Kína,
tók þátt í dagskránni.
Þetta er í annað sinn sem menning-
arsjóðurinn heldur ljóðaþing, en
fyrsta formlega verkefni sjóðsins var
ljóðahátíð sem haldin var í Norræna
húsinu í október í fyrra. Í tengslum
við ljóðahátíðina verða valin ljóð þátt-
takenda ásamt þýðingum gefin út í
riti í Kína.
Sögueyjan Innsetning Sigurðar Guðmundssonar í miðju sýningarýminu á
bókmenntasýningunni sem opnuð var í Peking um nýliðna helgi.
Bókmenntasýning
og tónleikar í Peking
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 - 8
ÆVINTÝRI TINNA 2D Sýnd kl. 5
BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10:15
THE THING Sýnd kl. 10:15
KILLER ELITE Sýnd kl. 10:15
NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND
Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA
HVERSU
LANGT MYNDIR
ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN
SEM ÞÚ ELSKAR?
HHHH
ÞÞ. FRÉTTATÍMINN
HHHH
KHK. MBL
HHH
AK. DV
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
TINNI, TOBBI OG KOLBEINNKAFTEINN,
DÁÐUSTU HETJUR
ALLRA TÍMA LIFNA
VIÐ Í FLOTTUSTU
ÆVINTÝRAMYND
SÍÐARI ÁRA.
FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON
„GÓÐUR HASAR OG FRÁBÆR HÚMOR,
SJÁÐU HANA UNDIR EINS!”
-T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT
HHHH
B.G. -MBL
HHHH
FRÁ STEVEN SPIELBERG
OG PETER JACKSON
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
-K.G., DV
K.H.K. - MBLA.K. - DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN
“TIL HAMINGJU, ÍSLAND”
-Þ.Þ., FT
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 6 - 8 - 10 7
THE THING KL. 10 16
ÞÓR 2D KL. 6 L
BORGRÍKI KL. 8 14
-H.S.S., MBL
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 7
HEADHUNTERS KL. 8 16
ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 5.50 L
BORGRÍKI KL. 10.15 14
MIDNIHGT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L
WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12
ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L
ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7
ÆVINTÝRI TINNA 3D LÚXUS KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7
ÆVINTÝRI TINNA 2D KL. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 7
HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16
ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L
ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L
BORGRÍKI KL. 8 - 10 14
VARIETY 90/100 - BOXOFFICE MAGAZINE 90/100 - ROTTEN TOMATOES 89%
- T.V, KVIKMYNDIR.IS
- IAN NATHAN, EMPIRE!
-Þ.Þ., FT
- B.G., MBL.