Morgunblaðið - 02.11.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.11.2011, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 306. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Andlát: Eiríkur Guðnason 2. Bar ekki ábyrgð á banaslysi 3. Andlát: Einar B. Pálsson 4. Ronaldo sendi út nektarmynd … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnars- sonar, hlaut aðalverðlaunin í flokkn- um Meeting Point á kvikmyndahátíð- inni Seminci í Valladolid á Spáni sl. helgi. Flokkurinn Meeting Point er helgaður fyrstu kvikmynd leikstjóra. Eldfjall hlaut verðlaun á Seminci  Íslenskir djass- leikarar verða í sviðsljósinu á London Jazz Festival laug- ardaginn 12. nóv- ember. Þá koma fjórar djasssveitir fram í Barbican Centre. Þeir sem fram koma eru Samúel Jón Sam- úelsson Big Band, Frelsissveit Nýja Íslands, Ómar Guðjónsson hljómsveit og Tríó Sunnu Gunnlaugs. Íslenskur djass á London Jazz Festival  Fyrsta veggspjald væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Contraband, er nú komið á netið og kvikmyndavefurinn Empire birtir smáfrétt í tilefni af því. Vegg- spjaldið má sjá hér til hliðar. Contraband verð- ur frumsýnd í Bandaríkjunum 13. janúar og í Bretlandi 16. mars. Veggspjald fyrir Contraband á Empire Á fimmtudag Austlæg átt, víða 5-10, en NA 13-18 m/s NV-til fram eftir degi. Rigning en slydda NV-til í fyrstu. Hiti 0 til 7 stig. Á föstudag SA-læg átt, 5-10 m/s. Hiti 2 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-20 m/s, hvassast um landið NV-vert en mun hægari SA-lands. Snjókoma eða éljagangur NV-til, og slydduél eða él N- og NA-lands en en allvíða léttskýjað syðra. VEÐUR APOEL Nicosia frá Kýpur situr í toppsæti G-riðils í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. APOEL hefur ekki tapað í fjórum leikjum í keppninni og vann í gær- kvöldi portúgalska stórliðið Porto 2:1 á Kýpur. Þetta lítt þekkta félag er því á góðri leið með að komast í 16-liða úrslit keppninnar en það er nokkuð sem fáir, ef nokkrir, bjuggust við áður en keppn- in hófst í haust. » 2 Litla liðið frá Kýp- ur fer á kostum Körfuknattleiks- maðurinn Helgi Már Magnússon spilar á þessari leiktíð með sínu þriðja liði í Svíþjóð en hann gekk í raðir Stock- holm 08 fyrir tímabilið. Helgi Már er eini út- lendingurinn í Stokkhólmslið- inu og hann kann vel við sig hjá því. »3 Helgi Már er ánægður hjá nýju félagi „Þetta var alveg hrikaleg óheppni, það voru ekki nema þrjár sóknir eftir af æfingunni þegar ég meiddist,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson hand- knattleiksmaður, sem varð fyrir því óláni að brotna á hægri hendi á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í handknattleik í vikunni en Einar var þá valinn í hópinn í fyrsta sinn. »1 Handarbrotnaði á fyrstu æfingu með landsliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimildarmyndaflokkurinn Maður og jörð sem er nú sýndur á mánu- dagskvöldum í Sjónvarpinu mældist með 27,7% áhorf í síðustu fjölmiðla- mælingu Capacent. Er það meira áhorf en á kvöldfréttir RÚV. Aðeins er horft meira á Útsvar og Landann en þennan vandaða heimild- armyndaflokk BBC sem er í átta þáttum. Það þekkja því margir landsmenn orðið rödd Gunnars Þor- steinssonar sem er þulur þáttanna auk þess sem hann þýðir þá. Það mætti kalla hann manninn með nátt- úrulífsmyndaröddina. En hver er þessi maður? „Ég er búinn að vera í föstu starfi þýðanda á Ríkisútvarpinu í rúm tuttugu ár. Ég fór að vinna við þýð- ingar beint úr háskóla og hef verið í þeim í aldarfjórðung nú,“ segir Gunnar. Hann hefur tekið að sér þularstörf endrum og sinnum síðan hann byrjaði á RÚV en man ekki hvenær hann var fyrst fenginn í það verk. „Trúlega hefur það verið heim- ildarþáttur sem ég þýddi og var ákveðið að láta mig lesa líka.“ Gunnar segir annars upp og ofan hvort svona efni er textað eða þulið og því líði oft langur tími á milli verkefna. „Það er svo lítið um að er- lent efni sé þýtt og þulið. En ef efnið býður upp á það finnst mér einboðið að gera það. Þegar myndskeiðin eru svona frábær eins og í Manni og jörð finnst mér til bóta að skjátexti sé ekki að þvælast fyrir.“ Náttúrulegir hæfileikar Breski stórleikarinn John Hurt les inn á þættina á ensku. Gunnar er ekki að reyna að stæla hann að öðru leyti en að halda blænum sem er á ensku útgáfunni. Rödd Gunnars er djúp, yfirveguð og skýr, fullkomin fyrir náttúrulífsþætti segja sumir. Hæfileikarnir eru líka algjörlega náttúrulegir. Gunnar hefur ekki far- ið í raddþjálfun eða annað slíkt en segist líklega njóta góðs af því að vera að lesa sinn eigin texta. Hann hefur enn sem komið er ekki orðið var við það að fólk úti á götu þekki rödd hans og vonast til að það fari ekki að gerast. „Það er aðeins fólkið í kringum mig sem er eitthvað að tjá sig. Þetta eru frábærir þættir og ég veit að það eru margir að horfa.“ Heimildarþættir um náttúruna og lífið á jörðinni hafa lengi verið í uppáhaldi hjá Gunnari. Hann var líka þýðandi og þulur þáttanna Jörð- in sem voru sýndir í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. „Ég hef gaman af þessu en læt það vera að ég sé orðinn alfróður í svona efnum,“ segir Gunnar og hlær. Maðurinn með röddina  Gunnar Þor- steinsson er þulur Manns og jarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Röddin Gunnar Þorsteinsson er þulur þáttanna Maður og jörð sem eru sýndir á mánudagskvöldum í Sjónvarpinu. Auk þess þýðir hann þættina en hann hefur unnið við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu í rúm tuttugu ár. Ljósmynd/Timothy Allen Maður og jörð Ung stúlka úr Huli-þjóðflokknum umkringd körlum úr sama þjóðflokki. Þau búa á hálendi Papúa Nýju-Gíneu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.