Morgunblaðið - 11.11.2011, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 265. tölublað 99. árgangur
FJÖLBREYTILEG
OG ÓVENJULEG
SÝNING Í BANKA
DANSARAR
Á ÖLLUM
ALDRI
FLUTTI FRÁ
SJANGHÆ TIL
STÖÐVARFJARÐAR
DANSMÓT 10 MIKIL VIÐBRIGÐI 9BLÓMAMYNDIR 36
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Leit að týndum sænskum ferðamanni stóð enn yfir á
Sólheimajökli þegar Morgunblaðið fór í prentun og
átti að leita í alla nótt ef þess þyrfti, að sögn Sveins
K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli. Sví-
inn, sem er leitað, er 25 ára og hringdi hann villtur,
hrakinn og kaldur í Neyðarlínuna seint á miðviku-
dagskvöld og bað um aðstoð. Leit hófst þá þegar.
Um 100 leitarmenn voru við leit á jöklinum og við
hann seint í gærkvöldi og álíka stór hópur var í
hvíld. Þá hafði leitarmönnum fækkað frá því sem
flest var. Veður á leitarsvæðinu var vont í fyrrinótt
og fram eftir gærdeginum en gekk niður undir
kvöld.
Mannsins var fyrst leitað á Fimmvörðuhálsi en
aðstæður þar voru mjög erfiðar, að sögn Kristins
Ólafssonar, framkvæmdastjóra Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, sem var þar ásamt fjölda liðs-
manna björgunarsveitanna.
„Það var gríðarlegt vatnsveður, stormur og
þoka. Skyggnið var 100-200 metrar þegar best var
og alveg niður í 10-15 metra. Þetta er hátt uppi og
þar verður mikil veðurhæð. Þetta voru mjög krefj-
andi aðstæður,“ sagði Kristinn. Það bætti ekki úr
skák að ekki hefur snjóað að ráði á svæðinu svo
ekki var hægt að beita almennilega tækjum á borð
við snjóbíla og vélsleða. Ekið var t.d. í gömlum snjó
til að komast upp á Eyjafjallajökul.
Tjaldi frá Alþjóðabjörgunarsveitinni var tjaldað
á Fimmvörðuhálsi. Þar komust leitarmenn í skjól
og gátu ornað sér á milli þess sem þeir tóku 5-8
tíma langar tarnir í óveðrinu. Tjaldið hefur ekki áð-
ur verið notað við jafn krefjandi aðstæður, að sögn
Kristins. „Þetta reynir mikið á mannskapinn. Menn
þurfa að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði hann.
Björgunarsveitarmenn komu margir úrvinda til
byggða af hálsinum síðdegis í gær eftir að hafa tek-
ið tvær leitarvaktir. Þeir höfðu leitað í alla fyrrinótt,
lagt sig í 2-3 tíma í gærmorgun og farið svo aftur til
leitar. Þá var komið óþreytt lið til að leysa þá af.
Eftir að bíll hins týnda fannst við sporð Sól-
heimajökuls síðdegis í gær var leitinni beint þang-
að. Kristinn sagði að þar ríktu allt aðrar aðstæður
en á Fimmvörðuhálsi. Leitin á skriðjöklinum krefð-
ist vanra fjallabjörgunarmanna.
„Þar er gríðarlega sprunginn skriðjökull, mikið
af svelgjum og sprungum. Leitarmenn þurfa að
vera á mannbroddum og með ísaxir. Menn þurfa að
fara mjög varlega því þetta er hættulegt,“ sagði
Kristinn. Hann sagði að svona jökull yrði seint leit-
aður til fulls. Til þess þyrfti að síga í hverja sprungu
og svelg sem tæki langan tíma.
MUm 400 manns við leitina »4
Leita átti í alla nótt
Ljósmynd/Kristinn Ólafsson
Fimmvörðuháls Leitarskilyrði voru mjög erfið vegna roks, rigningar og vonds skyggnis á hálsinum. Leitarmenn gátu komist í skjól í stóru tjaldi Alþjóða-
björgunarsveitarinnar sem kom í góðar þarfir við hinar óblíðu íslensku aðstæður. Þetta er í fyrsta skipti sem búnaðurinn er notaður við leit hér á landi.
Fjöldi björgunarsveitarmanna við leit að sænskum ferðamanni á Sólheimajökli
Leitin að manninum hófst í fyrrakvöld við erfiðar aðstæður á Fimmvörðuhálsi
Það var gríðarlegt vatnsveður,
stormur og þoka. Skyggnið var
100-200 metrar þegar best var.
Kristinn Ólafsson
Ef hugmyndir um stofnun sameig-
inlegs fasteignafélags sem reki allt
félagslegt húsnæði í eigu sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu
verða að veruleika myndu skuldir
upp á 2,3 milljarða verða færðar
úr sveitarsjóði Hafnarfjarðar og í
hið nýja félag. Jafnframt myndi
Hafnarfjörður frá greiddar rúm-
lega 300 milljónir, en önnur sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu, ut-
an Reykjavíkur, þyrftu að leggja
félaginu til um 1.200 milljónir.
Starfshópur á vegum Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu hefur skilað skýrslu til sveitar-
félaganna þar sem lagt er til að
þau stofni sameiginlegt fasteigna-
félag um allan rekstur félagslegs
húsnæðis sem þau eiga. Reykjavík-
urborg færði árið 1997 sínar íbúð-
ir í sérstakt félag. Sveitarfélögin
hafa lagt mismikla áherslu á upp-
byggingu á þessu sviði og t.d. á
Reykjavík 16 íbúðir á hverja 1.000
íbúa en Garðabær á eina íbúð á
hverja 1.000 íbúa. Reglur um út-
hlutun þessara íbúða eru ólíkar
milli sveitarfélaga og sum sveit-
arfélögin greiða sérstakar húsa-
leigubætur en önnur ekki. Hóp-
urinn leggur til að þetta verði
samræmt. »6
Morgunblaðið/Eyþór
Hús Þúsundir fá árlega húsnæðis-
stuðning frá sveitarfélögunum.
Stuðningur sveitarfélaga í
húsnæðismálum er ólíkur
Tillaga um samræmingu á stuðningi í húsnæðismálum
Samkeppniseftirlitið fylgist með
hvernig Arion banki og Stjörnugrís
bregðast við ógildingu á samn-
ingum fyrirtækjanna um samruna
svínabúa bankans á Kjalarnesi og í
Borgarfirði við Stjörnugrís. Sam-
runinn var talinn raska samkeppni.
Stjórnendur Arion banka og
Stjörnugríss hafa ekki ákveðið
hvort reynt verður að hnekkja nið-
urstöðu samkeppnisyfirvalda fyrir
dómstólum. Fyrirtækin þurfa nú
að finna leiðir til að kljúfa bú
bankans frá rekstri Stjörnugríss.
Það er flókið mál vegna þeirra ráð-
stafana sem gerðar hafa verið síð-
astliðið hálft annað ár og tekur
sinn tíma.
Til greina kemur að setja búin í
nýtt söluferli.
Á grundvelli þeirra upplýsinga
sem fram koma við framkvæmd
ógildingarinnar mun Samkeppnis-
eftirlitið athuga hvort nauðsynlegt
er að beita heimild í samkeppnis-
lögum til að skapa að nýju skilyrði
fyrir virkri samkeppni. Ekki feng-
ust upplýsingar um hvaða leiðir
kæmu til geina í því efni. » 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ógildingu
fylgt eftir
Virkri samkeppni
komið á í svínarækt
Hart er deilt meðal þingmanna um
arðsemisforsendur Vaðlaheið-
arganga hf. en Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda álítur að þær standist
ekki. Umhverfis- og samgöngunefnd
hefur samþykkt að Ríkisendur-
skoðun verði beðin um að fara yfir
útreikningana og segja álit sitt. Á
Akranesi vilja menn að Hvalfjarðar-
göng verði tvöfölduð og beitt sams
konar fjármögnun og fyrir norðan,
vegtollum og ríkisábyrgð.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra fær heimild til að lána
á þessu ári Vaðlaheiðargöngum hf.
þúsund milljónir ef tillaga meiri-
hluta fjárlaganefndar verður sam-
þykkt á Alþingi. Verkið á að kosta
liðlega 10 milljarða.
Þegar búið er að gera samning um
fjármögnunina verður ráðherra að
bera hann undir nefndina til að fá
endanlega grænt ljós og á næsta ári
þarf hann að fá heimild á ný hjá Al-
þingi fyrir frekari lánsheimildum
vegna framkvæmdarinnar. »14
Hart deilt
um arðsem-
isforsendur