Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 11
ljósmyndir/Heida HB
Tilþrif Dansararnir eru margir hverjir á leikskóla- eða grunnskólaaldri þegar þeir stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu en dans verður sífellt vinsælli.
eru par bæði á dansgólfinu og utan þess. Hanna hef-
ur dansað í 17 ár og byrjaði að dansa fjögurra ára en
Siggi byrjaði 12 ára. Pabbi Hönnu var dansari og því
lá beint við að senda dótturina í dansnám en Siggi
byrjaði í skóladansi í grunnskóla. Hann fékk síðan
gefins tíu fría prufutíma í dansi og segist ekki hafa
getað stoppað síðan. Hanna segist líka fljótt hafa haft
gaman af dansinum og kemst fátt annað að hjá þeim í
dag.
„Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri ekki
að dansa. Ég verð pirraður ef ég dansa ekki í viku og
það er best að fara og svitna á dansgólfinu ef manni
líður illa og er pirraður,“ segir Siggi.
Þau æfa alla daga vikunnar en reyna að eiga frí
á sunnudögum. Oft æfa þau á morgnana og kvöldin
auk þess að vinna þannig að dagurinn vill verða lang-
ur.
Þúsundir steina límdar á
Hanna og Siggi eru vel stemmd fyrir helgina
þrátt fyrir meiðsli. Þau segjast ætla að taka það ró-
lega fram að helginni, fara yfir smáatriðin og und-
irbúa sig andlega. Næsta dansæfing verður því í raun
á keppnisgólfinu sjálfu. En Hanna segir spennuna oft
ekki fara að segja til sín fyrr en deginum áður. Mikil
vinna liggur einnig í búningnum fyrir mót og er
Hanna að vinna í því að setja steina á kjólinn þegar
blaðamaður slær á þráðinn, en á hvern kjól fara
nokkur þúsund steinar og er einn límdur á í einu.
Hanna fær hugmyndir að kjólunum sínum og teiknar
þá upp sjálf. Hún segist finna sífellt betur hvað henti
sér og er nokkurn veginn komin með þann stíl sem
hún vill. Siggi segir aðeins minna umstang í kringum
búninga strákanna. Hann sé sjálfur ekki mikið fyrir
steina og glimmer og vilji ekki vera „gyrtur“ því velji
hann frekar opnar skyrtur til að dansa í.
Spretthlaup á dansgólfinu
Hanna og Siggi samsinna
því að dansþættir á borð við
Dans, dans, dans séu mikill
stökkpallur fyrir dansinn og
kveiki áhuga fólks bæði á að horfa á og
læra dans, en þau báru sigur úr býtum í
þættinum um síðastliðna helgi. Siggi segir gaman
fyrir hinn almenna áhorfanda að koma og horfa á
keppnisdans. Mótin eru veisla fyrir augað og mikil
stemning í loftinu. Hanna segir dansinn oft týnast
alveg fyrir boltanum og öðrum íþróttum. Margir
segi við sig að dans sé ekki íþrótt en í raun reyni
hann heilmikið á og hafi rannsóknir sýnt að honum
megi líkja við spretthlaup.
Spurð um góð ráð fyrir unga dansara sem eru
að feta sín fyrstu dansspor leggja Hanna og Siggi
áherslu á mikla æfingu og trú.
„Í rauninni snýst þetta bara um að þora og
hafa trú á sjálfum sér sem einstaklingi og pari. Ef
það tekst þá eru manni allir vegir færir. Þetta
hjálpaði mér mikið ég trúði ekki nógu mikið á
sjálfan mig í fyrstu en fór svo bara að gera það
sem mér fannst flott og það hefur komið mér á
þann stað sem ég er á í dag,“ segir Siggi.
„Það skiptir líka miklu máli að æfa mikið
og leggja sig virkilega fram á æfingunum. Þá
kemst maður alltaf aðeins lengra áfram og það er
það sem skiptir máli,“ segir Hanna.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
Tónlistarlífið fyrir norðan er grósku-
mikið og í kvöld ætla þau Lára Sóley
Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson að
flytja uppáhaldskántrýlögin sín í
glæsilegu tónleikahlöðunni í Litla-
Garði við Drottningarbraut sem er
rétt við Akureyrarflugvöll.
Á efnisskránni verða lög eftir
klassísk kántrýskáld eins og Johnny
Cash, Don Williams, K.K, Hallbjörn
Hjartarson og fleiri.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Aðgangseyrir er 1000 kr.
Lára og Hjalti spila og syngja
Lára Hún er lunkin með fiðluna.
Kántrýtón-
leikar í
Hlöðunni
Hjalti Er fjarska góður söngvari.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ellefu hefur alltaf verið uppá-
haldstalan mín, af því ég er fædd
ellefta ellefta. Þess vegna kom
ekkert annað til greina en að velja
þennan dag með þessari flottu
ellfuþrennu,“ segir Freyja Mist
Ólafsdóttir sem ætlar að fermast í
dag, á afmælisdeginum sínum. Og
ekki nóg með það, hún ætlar að
taka þetta alla leið og segja „já“
og staðfesta skírn sína klukkan
11.11.
Athöfnin fer fram í Stóra-Núps-
kirkju í Gnúpverjahreppi. „Okkur
finnst þetta svo falleg kirkja og við
ákváðum að fara út fyrir bæinn
fyrst ég er sú eina sem er að ferm-
ast, en veislan verður í bænum í
kvöld af því ég á heima í Kópa-
vogi.“ Og þar sem margir ætt-
ingjar og vinir búa í útlöndum þá
verður athöfnin send beint út á
netinu (livestream). „Það er eina
leiðin til að leyfa fólki að vera með
þó það komist ekki á staðinn.“
Ítölsku krakkarnir verndaðir
Freyja gat ekki fermst með jafn-
öldrum sínum og bekkjarfélögum
vegna þess að hún bjó ekki á Ís-
landi þegar fermingarvorið hennar
rann upp hér heima.
„Mamma var í námi á Ítalíu og
við bjuggum þar í þrjú ár. Þetta
var frábær reynsla fyrir okkur og
skemmtilegur tími. Við bjuggum í
Róm og ég var í breskum einka-
skóla þar sem krakkar alls staðar
að úr heiminum voru með mér í
náminu. Jafnaldrar mínir á Ítalíu
er meira verndaðir en krakkar á
sama aldri hér heima, þau eru á
einhvern hátt minna fullorðnir. Ég
eignaðis tvær mjög góðar vinkonur
úti sem koma kannski í heimsókn
til mín hingað til Íslands, vonandi
verður það sem fyrst.“
Lék í auglýsingu á Ítalíu með
sjálfum Fabio Cannavaro
Freyja var svo heppin að fá að
leika í auglýsingu á Ítalíu og segir
það hafa verið mjög skemmtilegt.
„Mamma fékk póst um að leitað
væri að norrænu ljóshærðu fólki
til að leika í þessari auglýsingu og
við létum vita af okkur og fengum
já. Við vorum að leika með Fabio
Cannavaro sem var fyrirliði ítalska
landsliðsins í knattspyrnu og þetta
var rosalega gaman.“
Fermist ein í fallegri kirkju í sveitinni
Afmæli og ferming 11.11.11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nútímatækni Freyja Mist verður í beinni útsendingu í dag á netinu því fermingin hennar verður „livestream“.