Morgunblaðið - 11.11.2011, Page 12
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Afskiptum bankanna af svínakjöts-
framleiðslunni er ekki lokið. Eftir
endanlegan úrskurð samkeppnisyf-
irvalda um ógildingu yfirtöku
Stjörnugríss á eignum svínabúa Ar-
ion banka er bankinn á ný orðinn
svínakjötsframleiðandi að forminu
til. Það er augljóslega flókið mál að
ganga frá þessum skilum því fyrir-
tækið er gjörbreytt frá því Stjörnu-
grís tók yfir rekstur þess og vandséð
hvernig hægt er að afmá áhrif sam-
runans.
Arion banki yfirtók svínabúin í
Brautarholti á Kjalarnesi og á Hýru-
mel í Borgarfirði í byrjun síðasta árs
vegna þess að fyrirtækin urðu
ógjaldfær vegna erfiðleika á mark-
aðnum í kjölfar bankahrunsins.
Fram hefur komið að bankinn þurfti
að afskrifa milljarða af skuldum
þeirra og hafði á fyrri erfiðleikatím-
um svínaræktarinnar einnig þurft að
afskrifa milljarða. Þau ár sem bank-
inn rak Brautarholtsbúið greiddi
hann með hverju framleiddu kílói.
Versta leiðin fyrir markaðinn
Bankinn ákvað að selja búin í ein-
um pakka og samdi við stærsta
svínakjötsframleiðanda landsins,
Stjörnugrís á Kjalarnesi, um að
kaupa. Talið var að þar með væru um
60% framleiðslunnar komin á eina
hendi. Jón Bjarnason landbúnaðar-
ráðherra reyndi að stöðva viðskiptin
á þeim grundvelli að með þeim væri
verið að viðhalda offramleiðslu og
hringekju skuldsetningar og gjald-
þrota í greininni. Samkeppnisyfir-
völd komust að þeirri niðurstöðu að
kaup Stjörnugríss á svínabúunum
styrkti markaðsráðandi stöðu fé-
lagsins og skapaði umtalsverðar
samkeppnishömlur. Hins vegar
treysti eftirlitið sér ekki til að hindra
samrunann vegna þeirrar fjárhags-
legu stöðu sem svínabúin voru komin
í, þau hefðu hvort sem er verið á fall-
anda fæti.
Fimm minni svínakjötsframleið-
endur áfrýjuðu úrskurðinum og
fengu honum hnekkt. Við frekari
umfjöllun samkeppnisyfirvalda kom
fram að ef til vill hefði Arion banki
valið verstu leiðina fyrir markaðinn
með því að selja markaðsráðandi fyr-
irtæki svínabúin. Nefndir voru aðrir
möguleikar, eins og að loka öðru
hvoru eða báðum búunum, tíma-
bundið eða alveg, eða selja þau í
smærri einingum.
Vegna aukningar á framleiðslu og
síðar neyslusamdráttar lækkaði verð
á svínakjöti mikið. Lék þetta ástand
búin grátt, samfara hækkun á fóðri
og öðrum tilkostnaði, ekki aðeins
þau sem fóru á hausinn, því talið er
að allt eigið fé greinarinnar hafi guf-
að upp og gamalgróin fjölskyldubú
voru komin á fremsta hlunn með að
gefast upp.
En framleiðslan dróst saman og
markaðurinn leitaði jafnvægis á ný.
Breytingar á rekstri bankabúanna
hefur vafalaust átt sinn þátt í því. Á
þessu ári hefur verð á svínaköti
hækkað en svínabændur fullyrða þó
að þeir fái enn lægra verð en fyrir
hrun.
Þannig eru markaðsaðstæður
gjörbreyttar frá því sem var þegar
samkeppnisyfirvöld hófu athuganir
sínar. Stjörnugrís er nú talinn vera
með um helming framleiðslunnar.
Stjörnugrís hefur rekið svínabúin
í hálft annað ár og gert ýmsar ráð-
stafanir í rekstrinum sem erfitt er að
draga til baka. Verið er að vinna með
lifandi dýr sem fara sinn hring og af-
urðirnar enda á borðum neytenda.
Þess má geta að Samkeppniseftir-
litið hafnaði því að veita undanþágu
frá banni við framkvæmd samrunans
á meðan eftirlitið fjallaði um málið.
Sérstaklega var þó tekið fram að
ekki væru gerðar athugasemdir við
að gripið yrði til nauðsynlegra ráð-
stafana til úrbóta, í samræmi við
kröfur Matvælastofnunar og héraðs-
dýralæknis en ástand búanna var þá
talið mjög bágborið.
Brautarholtsbúið var lagt niður og
dregið úr grísaeldi í Borgarfirði.
Dómstólaleiðin möguleg
Stjórnendur Arion banka og
Stjörnugríss hafa ekki ákveðið hvort
reynt verður að hnekkja niðurstöðu
samkeppnisyfirvalda fyrir dómstól-
um. Fyrirtækin þurfa nú að finna
leiðir til að kljúfa bú bankans frá
rekstri Stjörnugríss. Það er greini-
lega flókið mál og tekur sinn tíma.
Framhaldið er til athugunar hjá
bankanum. Verði unað við niðurstöð-
una hefur bankinn þann kost að reka
búin áfram um tíma, leggja rekst-
urinn niður eða setja þau í nýtt sölu-
ferli.
Þegar Samkeppniseftirlitið ógilti
samrunann í sumar kom fram að það
myndi fylgjast með ógildingunni. Á
grundvelli þeirra upplýsinga yrði at-
hugað hvort nauðsynlegt væri að
beita heimild í samkeppnislögum til
að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri
samkeppni á markaðnum. Ekki
fengust upplýsingar hjá Samkeppn-
iseftirlitinu um hvaða leiðir kæmu til
greina í því efni.
Aftur á byrjunarreit
Ekki liggur fyrir hvernig svínabú Arion banka verða skilin frá rekstri Stjörnu-
gríss eftir ógildingu samrunans Samkeppniseftirlitið getur gripið til aðgerða
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Svín Svínaræktin átti við mikla erfiðleika að etja eftir hrun en er nú að rétta úr kútnum. Framleiðsla hefur minnkað og verð afurðanna hækkað.
Samruni svínabúa
2010 2011
5
Mars Félög Arion banka taka við
rekstri svínabúanna.
9
Júlí Bankinn semur við Stjörnugrís
um kaup á bústofni og kaup eða
leigu fasteigna.
1
Október Samkeppniseftirlit sendir
andmælabréf.
3
Febrúar Samkeppniseftirlitið úrskurðar
að ekki sé ástæða til að
aðhafast frekar. Fimmminni
svínakjötsframleiðendur áfrýja.
9
Júní Áfrýjunarnefnd fellir úrskurðinn
úr gildi.
21
Júlí Samkeppniseftirlitið ógildir
samruna búanna með nýjum
úrskurði.Arion banki og
Stjörnugrís áfrýja.
4
Nóvember Áfrýjunarnefnd staðfestir seinni
úrskurð Samkeppniseftirlitsins.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
„Við munum
skoða það með
Samkeppniseft-
irlitinu hvernig
hægt er að vinda
ofan af þessum
samruna. Það
verður flókið,“
segir Geir Gunn-
ar Geirsson,
framkvæmda-
stjóri Stjörnu-
gríss. Hann er ósáttur við margt í
úrskurðum samkeppnisyfirvalda og
hjá stjórnsýslunni. Samruninn hafi
fyrst verið leyfður og síðan ógiltur.
Ekki hafa orðið grundvallarbreyt-
ingar á markaðnum, að mati Geirs
Gunnars. Stjörnugrís er með sömu
viðskiptavini og fyrr. Hann segir
ekki hægt að miða við stöðuna þeg-
ar markaðurinn var í rúst vegna of-
framleiðslu og afskipta banka.
Verð á svínakjöti hafi lækkað að
raungildi frá 2008.
Flókið að vinda ofan
af samrunanum
Geir Gunnar
Geirsson
„Markaðurinn
hefur verið kol-
ruglaður frá
hruni vegna of-
framleiðslu og
alveg fram á
þetta ár. Nú er
komið þokka-
legt jafnvægi
með hækkandi
verði og var full
þörf á,“ segir
Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á
Brúarlandi, einn þeirra svína-
bænda sem áfrýjuðu fyrsta úr-
skurði Samkeppniseftirlitsins.
Þeim ofbauð sú samþjöppun sem
samruninn hafði í för með sér.
Guðbrandur tekur fram að þeir
séu ekki lengur aðilar að þessu
máli, það sé á milli fyrirtækjanna
og Samkeppniseftirlitsins.
Guðbrandur segir að þótt mikl-
ar hækkanir hafi orðið á tilkostn-
aði undanfarin ár hafi verð til
bænda lækkað úr 350 krónum í
260 krónur á kíló, þegar það fór
lægst. Bullandi taprekstur hafi
verið á framleiðslunni undanfarin
ár.
Full þörf á hækkun
afurðaverðs
Guðbrandur
Brynjúlfsson
Tölur Bændasamtakanna sýna að í
lok september hafði framleiðsla á
svínakjöti minnkað um 8% á árs-
fjórðungnum, miðað við sama tíma
í fyrra, en 2,3% á 12 mánaða tíma-
bili.
Salan minnkaði einnig en þó
minna því samdrátturinn nam
rúmum 4% á ársfjórðungnum og
rúmlega 1% á heilu ári.
Tölur Hagstofunnar sýna að út-
söluverð á svínakjöti hefur verið
að þokast upp á við. Hækkunin í
október er um 8% frá sama tíma í
fyrra, og 14% frá 2009. Út-
söluverðið er þó enn töluvert und-
ir verðinu í október 2008.
Framleiðslan minnk-
ar og verðið hækkar
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Nýtt hagvaxtarmódel sem sagt er byggjast
á framboðsdrifnum sjálfbærum hagvexti er
lagt fram í nýrri efnahagsáætlun sem Árni
Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð-
herra, kynnti í gær.
Í áætluninni segir að efnahagsstefnan á
Íslandi undanfarna áratugi hafi miðað að því
að viðhalda hagvexti með opinberum inn-
gripum í eftirspurnarhlið hagkerfisins, með-
al annars með aukinni skuldsetningu rík-
issjóðs og uppbyggingu orkufrekrar
stóriðju. Sú stefna hafi leitt til ofþenslu og
óstöðugleika. Afleiðingin sé einhæfni út-
flutningsgreina og erlend skuldasöfnun.
Skapi aðstæður fyrir útflutning
Að sögn Árna Páls vilja stjórnvöld nýta
aðstæður nú með lágu raungengi og fjölga
þeim fyrirtækjum sem séu með útflutnings-
markaði í huga þegar þau þróa vörufram-
leiðslu sína og þjónustu.
Aðalatriðið sé að skapa aðstæður svo fyr-
irtæki geti sótt á erlenda markaði. Það sé
meðal annars gert með lágu stöðugu raun-
gengi og með því að ríkissjóður sé vel rek-
inn svo vaxtastig lækki og auðveldi þannig
fyrirtækjunum að fjármagna sig.
„Áætlunin miðar að þessu svo fyrirtækin
geti gert áætlanir fram í tímann og sótt á
útflutningsmarkaðina af miklu meira sjálfs-
trausti,“ segir Árni Páll.
Ekki byggt á fölsku gengi
Efnahagsþróunin hér ætti að vera tilefni
til að fjölga stoðum velsældarinnar á næstu
árum með fjölbreyttari útflutningsgrunni
fyrir framtíðina.
„Það er óraunsætt að byggja velsæld á
fölsku gengi krónunnar. Við verðum að
byggja hana upp eins og þau lönd í kringum
okkur sem mestum árangri hafa náð, á
kröftugri, samkeppnishæfri útflutningsstarf-
semi og raunverulegum efnahagslegum ár-
angri af því sem við gerum,“ segir Árni Páll.
Stoðum velsældarinnar verði fjölgað
Ný efnahagsáætlun kynnt sem miðar
að fjölbreyttari útflutningsgrunni
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Áætlun Lögð er áhersla á samtillta hagstjórn.