Morgunblaðið - 11.11.2011, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræður ummálefniEvrópu
eru á furðustigi á
Íslandi. Rót vand-
ans er sú að þeir
tveir ráðherrar sem
ættu að vera í fyrirsvari fyrir
slíkt mál, væri það í alvöru-
meðferð, eru alls ófærir um það.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
margsinnis sýnt að hún þekkir
ekki til stjórnkerfis Evrópu-
sambandsins. Össur Skarphéð-
insson hefur þvælst á milli höf-
uðborga landanna og komið út
af fundum þar með sömu frétt-
ina um að viðkomandi ráðherra
segðist „styðja umsókn“ Ís-
lands. Það hefur legið fyrir í
rúm tvö ár að löndin í ESB
hefðu samþykkt fyrir sitt leyti
að Ísland legði fram umsókn og
færi í framhaldinu í venju-
bundna aðlögun. Hvað eiga
þessir fundir um ekkert að
þýða?
Össur hefur hvað eftir annað
látið eins og öllu skipti hvaða
ríki fari með „formennskuna“ í
sambandinu þetta eða hitt hálfa
árið. Svíarnir áttu að vera svo
miklir „bandamenn“ að það yrði
að ná því marki að afhenda þeim
umsóknina, svo „sænska hrað-
lestin“ gæti tryggt flýtimeðferð
Íslands. Var Svíum afhent um-
sóknina í tvígang svo Össur
kæmist á mynd með „sænsku
formennskunni“. Síðan hafa hin
og þessi lönd verið
„með formennsk-
una“ og hefur það
engu máli skipt, svo
sem vitað er.
Helsta röksemd
veiklundaðra fyrir
ESB var löngum sameiginlega
myntin, evran. Svo fór hún allt í
einu í dauðans uppnám. Þre-
menningarnir Sigríður Inga-
dóttir, Össur og Björgvin Sig-
urðsson reyndu lengi að halda
því að Íslendingum að þetta
með evruna væri bara hluti af
þekktu þróunarferli Evrópu-
mála, „dynamikinni“. Á daginn
kom að aðrir Íslendingar voru
ekki jafn illa úti að aka í þeirri
umræðu sem hæst ber í heim-
inum og loks rann upp fyrir
snillingunum að með slíku tali
gerðu þau sig að fíflum í augum
almennings.
Og þá kom næsta kenning og
ekki björgulegri. Össur Skarp-
héðinsson sagði að það væri sér-
stakur ávinningur að Evrópa
skyldi vera í því uppnámi sem
hann loksins viðurkenndi að
hún væri í. Í öngþveiti evrunnar
væri það viðurkenning í sjálfu
sér og stórkostlega styrkjandi
fyrir álfuna ef 300 þúsund
manna þjóð myndi vera látin
sækja um aðild að ESB. Hversu
lengi ætla menn, sem tímabund-
ið eru ráðherrar í ríkisstjórn Ís-
lands, að tala svona í hennar
nafni?
Ekki hefur þótt hald
í hálmstráum, en
annað er ekki að
hafa}
Umræðunni hrakar enn
Þeir sem flogiðhafa yfir Vest-
firði að vetrarlagi
skilja vel andstöðu
Vestfirðinga við
vegagerð yfir háls-
ana á sunn-
anverðum Vest-
fjörðum. Þegar
Vestfjarðakjálkinn er allur
snjóhvítur er dökk rönd með-
fram ströndinni og á þessari
snjóléttu rönd vilja Vestfirð-
ingar aka að vetrarlagi. Þess
vegna vilja þeir forðast fjall-
vegi eins og kostur er, þó að
sums staðar verði tæplega hjá
þeim komist.
Það er vegna þessara að-
stæðna að vetrarlagi á Vest-
fjörðum sem ástæða er til að
taka undir með Ögmundi Jón-
assyni innanríkisráðherra að
hálsarnir séu ekki fær leið. Og
það er ástæða til að fagna
þeirri afstöðubreytingu hans
að hálsarnir komi ekki til
greina og að vegabæturnar
skuli fara fram á láglendi.
Um leið er ástæða til að vara
við því að sett verði skilyrði
fyrir vegalagningunni sem
verði til þess að hún dragist úr
hófi. Þegar ráð-
herra kynnti af-
stöðubreytingu
sína á Alþingi í
fyrradag sagði
hann að auk háls-
anna hefði svoköll-
uð leið B, sem felur
í sér veg í gegnum Teigsskóg,
verið slegin út af borðinu.
Nú kann vel að vera að aðrir
raunhæfir og ámóta hag-
kvæmir möguleikar séu á lág-
lendisvegi en leið B og sjálf-
sagt að skoða það. Hitt er
annað mál að ótækt er að slík
skilyrði séu sett ef þau verða til
þess eins að tefja framkvæmdir
meira en orðið er. Hægt er að
taka undir með innanrík-
isráðherra að kominn er tími til
þess „að menn losi um
þráhyggjuskrúfuna á sál-
artetrinu“ í þessu máli, en í því
getur ekki falist að hafna fyr-
irfram leið sem annars kynni
að vera fær.
Meginatriðið er að finna án
ástæðulausrar tafar vegstæði
um láglendi sunnanverðra
Vestfjarða sem tengir byggð-
irnar af öryggi allt árið um
kring.
Innanríkisráðherra
hefur nú hafnað
hálendisvegi á
sunnanverðum
Vestfjörðum}
Ánægjuleg afstöðubreyting
Í
dag er 11.11.11. Á næsta ári kemur
12.12.12. og síðan verður ekki hægt að
skrifa slíka dagsetningu fyrr en 1. jan-
úar 2101. Það er ekkert mjög langt þang-
að til sá dagur rennur upp. Eða hvað?
Tíminn er alveg gríðarlega afstæður. Tíma-
skyn og hugtök á borð við langt eða skammt
eru algerlega háð hugsun hvers og eins. Svo er
líka misjafnt hvernig fólk sér tíma fyrir sér,
sumir sjá hann sem línu, aðrir eins og þrep og
enn aðrir sjá hann fyrir sér sem hringstiga,
sem ýmist er genginn upp eða niður, allt eftir
skynjun hvers og eins.
Við setjum ýmsa stórviðburði sögunnar
gjarnan í samhengi við eigið líf og eigum þess
vegna auðveldara með að skilja atburði sem
hafa gerst síðan við fæddumst, eða a.m.k. í ná-
munda við ævi okkar. Þannig finnst okkur það
sem hefur gerst síðan við fæddumst vera tiltölulega ný-
legt, á meðan það sem gerðist áður var í gamla daga.
Til dæmis þykir mörgum sem eru fæddir í kringum ár-
ið 1970 alveg óskaplega langt síðan hryllingi síðari heims-
styrjaldarinnar lauk og að hún hafi geisað löngu áður en
þeir fæddust. Þó lauk henni ekki nema 25 árum áður en
árið 1970 gekk í garð. Það er styttri tími en hefur liðið síð-
an fólk á þessum aldri lauk grunnskóla. Mörgum á þess-
um aldri finnst það aftur á móti hafa verið í gær, og eru að
auki þess fullvissir að þeir hafi ekkert breyst síðan þá.
Svo finnst mörgum það hafa verið í grárri forneskju
þegar fólki var mismunað eftir kynþáttum í Bandaríkj-
unum og víðar. En það er ekkert mjög langt
síðan, ekki einu sinni 50 ár.
Enn öðrum finnst frámunalega gamaldags
að áður fyrr hafi hjónavígslur samkynhneigðra
ekki verið framkvæmdar. Reyndar eru einungis
örfá ár síðan svo var, en örugglega finnst ein-
hverjum það vera óratími.
Spurult barn spurði nýlega þegar mannrétt-
indi fyrr og nú bar á góma: „Af hverju voru all-
ir svona vitlausir í gamla daga?“ Barninu þótti
nóg um hversu margt var bannað eða þótti
óviðunandi fyrr á árum og þótti því mann-
kynið hafa tekið stórstígum framförum síðan
þá. Auðvitað voru ekkert allir vitlausir í
gamla daga, líklega álíka margir og í dag og
ekki er ólíklegt að komandi kynslóðir eigi eft-
ir að hrista haus af vandlætingu yfir ýmsu
því
sem sagt er og gert í dag. Til dæmis gætu einhverjir
furðað sig á því hvers vegna einhverjir hafi lagt aðra í ein-
elti í grunnskólum árið 2011. Að einhverjum hafi dottið
þvílíkt og annað eins í hug, að beita annað fólk því andlega
ofbeldi sem einelti er. Hugsanlega verður þá einhver bú-
inn að átta sig á því að aðalmálið er ekki hvað áætlunin
heitir sem skólinn starfar eftir eða hversu margir starfs-
menn passa upp á ganga og frímínútur. Heldur að það
mikilvægasta sé hvaða veganesti börnin fara með heiman
frá sér og hversu mikil áhersla er lögð á virðingu gagn-
vart öðru fólki í uppeldinu.
annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Ellefti ellefti ellefu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
V
ilji löggjafans í málinu
tel ég að sé alveg skýr
bæði af greinargerð
málsins og nefnd-
arálitinu, þó svo að ég
hafi ekki setið í allsherjarnefndinni
og geti ekki svarað fyrir þær breyt-
ingar sem þau gerðu á málinu,“ segir
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, um frávísun Héraðs-
dóms Reykjavíkur í máli þrotabús
Milestone gegn Karli Wernerssyni.
Helgi var fyrsti flutningsmaður
frumvarps um breytingar á gjald-
þrotalögum en dómstóllinn taldi
ákvæði í því óskýr. Óskað hefur ver-
ið eftir að haldinn verði fundur í alls-
herjar- og menntamálanefnd Al-
þingis um dóminn.
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins og fulltrúi í
allsherjar- og menntamálanefnd Al-
þingis, óskaði eftir fundinum. Í
tölvubréfi hennar kemur jafnframt
fram að hún óski eftir að fyrir alls-
herjar- og menntamálanefnd komi
fulltrúar slitastjórnar Milestone,
innanríkisráðuneytisins, réttar-
farsnefndar og gömlu bankanna.
„Fram hefur komið að málið kunni
að hafa fordæmisgildi gagnvart öðr-
um riftunarmálum og varði gífurlega
fjármuni. Rökstuðningur fyrir frá-
vísuninni er að lagabreyting sem Al-
þingi gerði á gjaldþrotalögum sé
ekki nægilega skýr. Helgi Hjörvar,
fyrsti flutningsmaður málsins, hefur
m.a. vísað til tafa við afgreiðslu Al-
þingis og breytingartillögu sem alls-
herjarnefnd gerði á málinu. Í nefnd-
aráliti allsherjarnefndar er sagt að
breytingin á frv. sé gerð samkvæmt
ráðleggingum réttarfarsnefndar.“
Verður tekið fyrir í nefndinni
„Nefndin mun fjalla um þetta,
við munum taka þetta fyrir á fundi í
næstu viku þar sem við munum fyrst
og fremst fara yfir dóminn, áhrif
hans og glöggva okkur á málinu til
að geta brugðist við því þegar dómur
Hæstaréttar fellur,“ segir Björgvin
G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og formaður allsherjar-
og menntamálanefndar Alþingis.
Björgvin bætir við að beðið verði eft-
ir dómi Hæstaréttar í málinu áður
en tekin verður ákvörðun í nefndinni
um hvort þurfi að breyta lögunum.
Óskýrt lagaákvæði
Lagaákvæðið sem reyndi á
þessu máli hljóðar svo: „Ef höfða
þarf dómsmál til að koma fram rift-
un skal það gert áður en sex mán-
uðir eru liðnir frá því skiptastjóri
átti þess kost að gera riftunarkröf-
una. Frestur þessi byrjar þó aldrei
að líða fyrr en við lok kröfulýsing-
arfrests.“
Í dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur segir m.a. svo um ákvæðið „Af
ákvæði 148. gr. gjaldþrotalaganna,
eins og henni var breytt með lögum
nr. 31/2010, verður hins vegar ekki
ráðið hvenær lagaskilin eru, þ.e. til
hvaða mála/tíma tólf mánaða máls-
höfðunarfresturinn tekur. Ekkert er
kveðið á um það í lögum hvernig
taka eigi á málum sem eru til með-
ferðar þ.e. þegar umræddur sex
mánaða frestur er hafinn. Því verður
ekki ráðið af 148. gr. gjaldþrotalag-
anna eins og henni var breytt með
lögum nr. 31/2010 að hún eigi að
gilda um ágreining málsaðila. Verð-
ur því að ganga út frá því að máls-
höfðunarfresturinn hafi verið lið-
inn þegar mál þetta var höfðað.“
Helgi Hjörvar segir að það
séu mörg fordæmi fyrir því að
málshöfðunarfrestir sem ekki
eru liðnir séu lengdir og að hann
ætli ekki að hafa áhyggjur fyrr
en dómur Hæstaréttar liggur
fyrir.
Ákvörðun tekin eftir
dóm Hæstaréttar
Morgunblaðið/Jim Smart
Frávísun Máli þrotabús Milestone gegn Karli Wernerssyni, fyrrum
stjórnarformanni félagsins, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
„Ég er ekki sammála því að
segja að ákvæðið sé afturvirkt í
máli þessu vegna þess að gjald-
þrotalögin breyttust í þessu til-
felli áður en málshöfðunarfrest-
urinn rann út skv. gamla
ákvæðinu. Að mínu áliti fram-
lengdist því fresturinn með
lagabreytingunni. Ég er því ekki
sammála héraðsdómnum um að
það eigi að miða við gamla
frestinn af því að lögin breytt-
ust áður en hann rann út,“ segir
Helgi Jóhannesson hæstarétt-
arlögmaður. Helgi telur það
áleitnari spurningu hvernig
Hæstiréttur muni dæma um
lögmæti afturvirks brott-
falls á 136. gr. l. um
hlutafélög og 110. gr. l.
um einkahlutafélög.
Þ.e. hvort hægt sé að
endurvekja niðurfallna
málshöfðunarfresti.
Frestur ekki
útrunninn
ÓSAMMÁLA HÉRAÐSDÓMI
Helgi
Jóhannesson