Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
✝ IngibjörgBjarney Jó-
hannesdóttir fædd-
ist á Hellu í Blöndu-
hlíð í Skagafirði 5.
október 1919. Hún
lést á öldrunardeild
Kristnesspítala 1.
nóvember 2011.
Hún var dóttir
hjónanna Sigþrúðar
Konráðsdóttur hús-
freyju, f. 7.5. 1895,
d. 2.7. 1969, og Jóhannesar Guð-
mundssonar, bónda á Hellu, f.
25.1. 1888, d. 7.9. 1957. Um tví-
árdal. Börn Ingibjargar og Hall-
gríms eru 1) Jónína, f. 25.11. 1947,
sonur hennar er Kristinn, f. 3.10.
1969, kona hans er Jóhanna Mar-
gét Ingvarsdóttir, f. 9.2. 1969, og
eiga þau þrjá syni. 2) Heiðbjört, f.
2.9. 1950, gift Ævari Kristinssyni,
f. 22.12. 1948, börn þeirra eru Hall-
grímur, f. 7.10. 1967, kona hans er
Hrönn Björnsdóttir, f. 11.3. 1971,
þau eiga einn son. Ingibjörg, f.
27.10. 1972, sambýlismaður henn-
ar er Kristján Hallgrímsson, f. 1.7.
1971, þau eiga saman sex börn. 1)
Kristín, f. 25.6. 1959, maki hennar
er Þórir Ó. Tryggvason, f. 29.4.
1956, börn þeirra eru Ólafur Már,
f. 10.5. 1983, Lilja Sif, f. 15.2. 1989,
Hákon Ingi, f. 21.3. 1995.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag, 11. nóv-
ember 2011, og hefst athöfnin kl.
13.30.
tugsaldurinn flutti
hún til Akureyrar
og hefur búið þar
síðan. Ingibjörg var
næstelst fjögurra
systkina sem eru nú
öll látin. Þau voru
Tobías, f. 25.3. 1914,
d. 5.6. 1998, Bryn-
leifur, f. 3.8. 1930, d.
15.5. 2007, Heið-
björt, f. 11.8. 1933,
d. 8.7. 2010.
Árið 1945 giftist Ingibjög Hall-
grími Jónssyni, f. 7.7. 1907, d. 6.7.
1984, frá Baldursheimi í Hög-
Elsku hjartans mamma mín,
nú ertu farin frá okkur, nýorðin
92 ára. Síðustu mánuðir voru þér
erfiðir en samt varstu alltaf svo
glöð og hress og ótrúlega dugleg.
Mér fannst oft eins og þú værir að
undirbúa okkur systurnar fyrir
lokastundina og það tókst þér,
elsku mamma. Það er svo ljúft að
minnast þín og vita að nú líður þér
vel í faðmi pabba, systkina þinna
og foreldra. Þú varst yndisleg
móðir, amma og langamma og við
söknum þín öll. Þakka þér fyrir
allt, ég veit að þú vakir yfir okkur.
Þín dóttir,
Heiðbjört.
Hinsta kveðja til þín, mamma.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Kristín.
Elsku amma, það eru margar
ljúfar og góðar minningar sem
farið hafa um huga minn undan-
farna daga. Það er afskaplega
margs að minnast, þú hefur alltaf
verið mér afskaplega mikils virði.
Þig prýddi svo margt, þú varst mér
sem önnur mamma, passaðir mig
og gafst mér gott að borða. Við lék-
um okkur saman, bökuðum allskon-
ar kræsingar, tókum upp kartöflur
og grænkál, spiluðum á spil og afi
alltaf tilbúinn með taflið og svo
mætti lengi telja. Já, við amma
brölluðum margt saman.
Amma hafði afskaplega gaman
af bókum, ljóðum, kvæðum og stök-
um. Það voru ófáar sögurnar,
kvæðin og ljóðin sem amma sagði
mér. Amma var mikill sögumaður
minnisstæðar eru sögurnar sem
hún sagði mér frá þegar hún var lít-
il stelpa í Skagafirði, en amma ólst
upp á bænum Hellu með foreldrum
sínum og systkinum. Þær sögur
fjölluðu um uppvöxt hennar,
bændastörfin og aðbúnað í sveitun-
um í þá daga. Þegar amma varð
uppiskroppa með sögur úr sveitinni
þá bjó hún til nýjar um hitt og
þetta, skemmtilegar og spreng-
hlægilegar sem litlum strák fannst
nú ekki amalegt. Það voru þó
nokkrar ferðirnar sem voru farnar
til Keflavíkur að hitta systkini
ömmu og frændfólk okkar þar. Eft-
irminnilegast úr þeim ferðum fyrir
lítinn gutta var að amma þurfti al-
veg jafn oft og ég að stoppa í öllum
sjoppum á leiðinni það var til að
leyfa mér að spila í spilakössunum,
það þótti okkur nú gaman. Eins
ferðirnar sem farnar voru í Mý-
vatnssveit á sumrin með nesti. Þeg-
ar ég byrjaði á sjó kappkostaði
amma alltaf að stráknum sínum
yrði ekki kalt og það eru ansi mörg
lopasokkapörin frá henni sem eru
búin að sigla með mér. Það þótti
mér vænt um og gott var að vera í
lopasokkunum hennar ömmu minn-
ar. Í inniverum mínum var ómiss-
andi að fara til ömmu í kaffi, sígó og
spjall. Vildi hún fá að vita hvað á
daga mína hafði drifið, hvernig
veðrið og aflinn hefði komið út eftir
túrinn. Hvar við vorum að veiða og
hvert við færum næst. Eftir því sem
árin liðu og fjölskylda mín stækkaði
urðu ferðirnar á milli okkar ekki
eins tíðar, en alltaf fylgdumst við
vel með hvort öðru í gegnum
mömmu, alveg fram á hennar loka-
stund. Þegar ég hugsa til baka,
elsku amma, þá þakka ég þér inni-
lega hvað þú varst mér góð, um-
hyggjusöm og gafst mér allan þann
tíma sem ég þurfti, alla tíð. Sérstak-
lega þegar ég var lítill og mamma
að vinna á kvöldin, þá vorum við
saman, þú hjá mér eða ég hjá þér og
afa.
Mín elsku hjartans amma, ég á
þér margt að þakka og er ríkari
maður að hafa kynnst umhyggju-
semi þinni og natni. Ég bið góðan
guð að varðveita þig og Halla afa.
Bless elsku amma,
þinn
Kristinn (Kiddi).
Amma mín, amma gass, eins og
ég kallaði þig alltaf í gamla daga.
Ég á ófáar minningarnar með þér
og það sem kemur alltaf fyrst í
huga minn þegar ég hugsa til þín,
eru blóðnasirnar í eldhúsinu í
Skarðshlíðinni, þaðan sem „gass“
nafnið er komið. Þú varst þá að
passa mig einu sinni sem oftar og í
þetta skiptið fékk ég blóðnasir.
Þær ætluðu aldrei að stoppa og við
biðum við eldhúsgluggann eftir að
mamma kæmi að sækja mig. Á
meðan hrannaðist upp eldhúspapp-
írinn sem þú notaðir til að þurrka
mér og einhverra hluta vegna
fannst mér spennandi að geyma
hann og sýna mömmu. Ég man
ekki margt frá því ég var þetta
ungur en eftir blóðnösunum man
ég vel. Við hlógum í gegnum tárin
sem komu líklega bara af því að sjá
blóðið. Annað dæmi um hvað þú
varst þolinmóð var að þú sast ávallt
með mér þegar ég fór á klósettið og
sagðir mér sögu, sagan af Búkollu
fannst mér virkilega spennandi. Ég
sat og sat og hlustaði, löngu búinn
að því sem ég þurfti að gera á
postulíninu en þetta var tíminn
okkar og naut ég þess í botn.
Þá átti ég líklega stærsta match-
box-bílasafn sem um getur og það
var líklega af því að í hvert skipti
sem þú fórst með í búðina átti ég
ekki í vandræðum með að fá einn
eða jafnvel fleiri bíla með heim. Þú,
ásamt mörgum öðrum, sast svo
með mér klukkutímum saman og
lékst þér með mér í „burradeidei“.
Ég gæti sagt endalaust af svona
sögum en það sem stendur eftir er
hversu ótrúlega góða ömmu ég átti
og mun eiga í minningunni hér eft-
ir.
Svo í seinni tíð áttum við alltaf
yndislegan tíma saman fyrir jólin
þegar ég, Halli og Hákon komum
og hengdum upp fyrir þig jóla-
skrautið. Þá voru jólin komin. Þú
ráfaðir um, skiptir þér hæfilega lít-
ið af því sem við vorum að gera og
kveiktir þér svo í pípunni þess á
milli. Pípan fræga, líklega er ég
einn af fáum sem get sagt að amma
mín hafi reykt pípu! Ég veit þegar
ég tala fyrir okkur alla að þetta var
ekki síður dýrmætur tími fyrir okk-
ur þrjá en þig. Svo voru ekki jól
nema að allir sameinuðust heima
hjá þér þegar búið var að opna
pakkaflóðið.
Það birtist í fyrsta skipti mynd
af mér í dagblaði með þér við anda-
pollinn. Þaðan fékk ég kannski dell-
una að vinna við fjölmiðla, hver
veit. Í það minnsta þá áttir þú stór-
an þátt í að gera mitt fyrsta sumar í
vinnu miklu betra. Þú varst hvern
einasta dag með heitan mat í há-
deginu, bara ég og þú. Þú stjanaðir
við mig! Þannig amma varst þú. Af
reynslu og öðrum sögum varstu af-
skaplega dugleg kona sem lést ekk-
ert stöðva þig. Þú ólst upp þrjár fal-
legar dætur, jafnt að innan sem
utan og undan þeim hefur sprottið
afbragðs fólk í alla staði. Í seinni tíð
fannst mér spennandi að kynnast
áhuga þínum á kvæðum og vísum
sem þú gast, alveg fram að síðustu
stundum hérna megin, farið með
eins og þú værir að lesa upp úr
Morgunblaðinu.
Þú munt hvíla í friði og sátt við
það sem þú gerðir og afkastaðir og
minning þín mun lifa í hjörtum okk-
ar allra sem þig þekktu. Þú varst
hin sanna íslenska kona og mér
þykir óendanlega vænt um þig. Ég
mun geyma þig í bænum mínum.
Þinn
Ólafur Már.
Blessuð aftur, amma mín. Ég
man að það síðasta sem við sögðum
við hvort annað var að við mundum
hittast aftur en sú ósk rættist ekki.
Ég vil þakka þér fyrir þau rúm-
lega 16 ár sem við vorum samferða.
Ég mun alltaf muna eftir því þegar
ég kom við hjá þér eftir skóla í 3-4
ár og spilaði við þig og lék mér að
dótinu sem þú áttir þangað til
mamma sótti mig eða ég þurfti að
hlaupa á æfingu. Þú varst alltaf svo
góð og leyfðir mér oftast að vinna í
spilunum, bauðst mér alltaf mola
þegar ég kom og beiðst með mér í
glugganum eftir að mamma kæmi.
Önnur minning sem ég ber hátt í
huga eru þegar við Óli bróðir og
Halli frændi komum til þín fyrir jól-
in og settum upp jólaseríur í alla
glugga og þú launaðir okkur með
pítsuveislu sem við hlökkuðum allt-
af mikið til. Aðrar minningar sem
ég tengi við jólin eru þau ár sem öll
fjölskyldan kom saman á aðfanga-
dagskvöld heima hjá þér þar sem
kökur og kræsingar voru á boðstól-
um.
Á heimili þínu í Hrísalundi var
alltaf hamingja og ánægja, líka hjá
þér eftir að þú fluttir inn á Kristnes
og þar spjölluðum við oft um dag-
inn og veginn og ég man sérstak-
lega eftir því þegar ég plataði þig í
að rifja upp gamla spilatakta með
mér og við spiluðum „Olsen Olsen“
og höfðum að sjálfsögðu gaman af
eins og áður. Ég man hvað þú varst
ánægð að sjá mig og það gerði dag-
inn minn betri. Þú komst manni
alltaf til að hlæja þegar þú upp-
nefndir mig á góðan hátt og ég fann
alltaf hvað þér þótti vænt um mig
og það lét mig elska þig ennþá
meira.
Ef ég rifja upp það sem ég skrif-
aði fyrst að ósk okkar um að hittast
aftur hafi ekki ræst þá veit ég að
hún mun rætast á endanum, ég veit
að þú munt taka á móti mér opnum
örmum þegar minn tími mun koma.
Þú ert einstök, amma mín, og ég
er heppinn að hafa átt þig að. Ég
mun aldrei gleyma þér. Ég vona að
þú hvílir í friði og lítir á mig á lífs-
leiðinni, til að sjá hvort ég sé ekki
að standa mig í lífinu.
Þín mun verða sárt saknað.
Kveðja,
Hákon Ingi Þórisson.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku hjartans amma mín. Þú varst
alltaf svo góð við mig, vildir allt fyr-
ir mig gera. Þegar ég var lítil stelpa
fékk ég mjög oft að gista hjá þér,
við brölluðum margt saman og svo
var alltaf spilað langt fram á kvöld,
mér er það líka svo minnisstætt
þegar ég gisti hjá þér að alltaf sett-
ir þú sængina mína á ofninn svo
hún yrði heit og notaleg þegar ég
færi að sofa. Í seinni tíma þegar ég
gekk í gegnum erfiðleika í mínu lífi
var alltaf svo gott að koma til þín og
fá góð ráð og stuðning, þú varst
mjög góð í að hlusta á mig með mín
vandamál, sem mér fannst alveg
ómetanlegt. Alltaf fékk maður
knús, faðmlag og auðvitað var alltaf
heitt á könnunni hjá þér. Þú varst
límið í fjölskyldunni, öll jólaboðin
hjá þér í gegnum árin alveg þangað
til þú hættir að treysta þér til.
Börnin mín fjögur eru svo heppin
að hafa fengið tíma með þér, elsku
amma mín, þín verður sárt saknað.
Þín nafna
Ingibjörg og fjölskylda.
Elsku amma í Hrísó.
Nú hefur þú fengið þína hvíld, ég
mun alltaf sakna þín, knússins þíns
og kossanna þinna. Ég hef verið
lánsöm að eiga tvær ömmur og eina
langömmu og þá þarf maður að að-
skilja þær með nöfnum. Ég man
þegar ég var lítil og þú bjóst í
Skarðshlíðinni þá kallaði ég þig
alltaf amma í „Gass“ en svo fluttir
þú í Hrísalundinn og þá varðstu
amma í Hrísó. Það var svo gott að
hafa þig svona nálægt okkur því þá
var stutt að skottast í heimsókn til
þín og mikið öryggi í því. Mér
fannst alltaf svo notalegt að koma
til þín og svo mikið stuð á okkur
með spilastokkinn á lofti. Ó, það
sem við spiluðum, langavitleysa,
steliþjófur, olsen olsen og ég gæti
talið endalust áfram.
Ein góð minning er þegar ég fór
í fyrsta sinn í leigubíl, þá sex ára að
aldri. Þú fórst með mig og Óla
(stóra bróður) upp á fæðingardeild-
ina að sjá nýjasta bróðurinn hann
Hákon Inga og það sem mér fannst
spennandi að fara með ömmu í
leigubíl. Man þetta eins og það
hefði gerst í gær.
Þú lifðir fyrir barnabörnin þín
og það var svo hentugt að á milli
okkar barnabarnanna eru þónokk-
ur ár svo þú hafðir alltaf eitt lítið til
að passa. Árin á milli elsta og
yngsta eru hvorki fleiri né færri en
28 ár. Á Kristnesi þar sem þú varst
síðustu tvö árin fékk maður alltaf
svo hlýjar móttökur hjá þér með
kossum og knúsi. Mér leið líka allt-
af eins og drottningu þegar ég kom
í heimsókn því þú áttir aldrei í
vandræðum með að hrósa manni
eða lýsa því yfir að þessi eða hin
flíkin væri nú alveg furðuleg.
Við kvöddumst síðast í haust en
eftir að ég flutti til Danmerkur hef
ég alltaf séð þig heima í sumar- og
jólafríum. Þrátt fyrir að þú værir
farin að gleyma smá síðustu árin
spurðir þú alltaf mömmu hvenær
ég kæmi næst. Það var gott vita af
því.
Þegar ég hugsa til þín, elsku
amma, fæ ég orðið dugleg upp í
hugann, og það sem þú varst dug-
leg og sterk kona. Mig langar að
segja að ég hafi fengið styrkleika
minn frá þér. Þú ert konan sem
fæddist og ólst upp í torfbæ. Eign-
aðist þrjár dætur, vannst hörðum
höndum og misstir manninn þinn
65 ára. Þú ert konan, níræð að
aldri, sem beinbrotnaði og náði sér
ótrúlega vel á skrið aftur. Þú ert
konan sem barðist við slæm veik-
indi þína síðustu mánuði en kvart-
aði aldrei. Þú ert amma mín. Að lifa
fram til 92 ára aldurs og vera alltaf
heilsuhraust fram á síðustu ár er
ómetanlegt. Einnig það að hafa
fengið að hafa þig svona lengi hjá
okkur. Ég vona að það fari vel um
þig þar sem þú ert komin og afi og
fólkið þitt hafi tekið vel á móti þér.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín
Lilja Sif.
Fyrir 20 árum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast dótt-
ursyni Ingibjargar. Ég mun seint
gleyma því þegar Kiddi bauð mér
að koma í heimsókn til ömmu Imbu
eins og hún var alltaf kölluð, það
átti að kynna mig fyrir henni. Á
móti okkur tók brosandi kona með
nýlagt hárið og hvíta svuntu, en
það sem ég gapti yfir var að hún
var með pípu. Aldrei hafði ég séð
svona settlega konu með pípu, það
fannst mér algjörlega stinga í stúf
við þá konu sem ég sá. Seinna átt-
aði ég mig á að þarna fór kona sem
bjó yfir miklu ágæti, hún var hæg-
lát, brosmild og ákveðin. Amma
Imba hafði sínar skoðanir og lét
þær oftast í ljós, hún fór sínar leiðir
og lét sér fátt um finnast hvað öðr-
um fannst um það. Ég hef ávallt
virt það við fólk sem kemur til dyr-
anna eins og það er klætt og það á
svo sannarlega við um elsku ömmu
Imbu. Bæði höfum við, ég og
Kiddi, verið svo lánsöm að eiga
yndislegar móðurömmur sem hafa
verið okkur mikilvægar í lífinu og
munu þær ávallt eiga stóran sess í
hjarta okkar. Ógleymanlegir eru
þeir tímar sem systurnar ásamt
fjölskyldum sínum hittust hjá
ömmu Imbu eins og um jól og ára-
mót. Það var alveg ómissandi að
fara til hennar á aðfangadagskvöld
og gamlárskvöld. Þá stiklaði hún
um í eldhúsinu með pípuna og
passaði upp á að allir fengju að
borða og drekka. Amma Imba var
oft fámál um eigin líðan og tilfinn-
ingar en alltaf vildi hún fá fréttir af
fólkinu sínu, sem hún var svo óend-
anlega ánægð með og stolt af, og
fylgdist hún vel með öllum. Við átt-
um þónokkrar spjallstundir þann
tíma sem ég var í heimahjúkrun,
það var alltaf notalegt að koma í
hlýjuna til ömmu Imbu í Hrísa-
lundinn. Eftir að töflurnar voru
komnar í boxið og blóðþrýstingur-
inn hafði verið mældur og skráður
fengum við okkur kaffi. Við spjöll-
uðum um allt milli himins og jarðar
en aðallega um strákana mína, hún
hafði alltaf gaman að fá að heyra
sögur af þeim og hvernig þeim
gengi í lífinu. Kaffibolli og nammi-
skúffan voru alveg ómissandi í
heimsóknum til hennar, hló hún oft
að mér þegar ég laumaðist í skúff-
una. Það var ánægjulegt að hitta
ömmu Imbu á afmælinu hennar nú
í byrjun október, hún leit vel út,
var ánægð með að hafa fólkið sitt
og virtist henni líða vel þann dag.
Veikindin voru búin að vera henni
erfið síðustu mánuðina.
Amma Imba skilur eftir sig
þrjár yndislegar dætur, votta ég
þeim og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð. Elsku amma Imba,
við sendum þér kossa og knús á
ferð þinni til englanna og Halla afa.
Kveðja frá öllum í Dvergagili.
Þín
Jóhanna Margrét.
Ingibjörg Bjarney
Jóhannesdóttir
Í hröðum heimi
nútímans líður tím-
inn svo hratt, að okkur sem komin
erum á miðjan aldur finnst nánast
engin stund á milli árstíða.
Við erum líka komin á þann ald-
ur að í hvert sinn sem við opnum
blöðin þekkjum við til einhvers
sem nýlega hefur kvatt lífið.
Þannig var það með hana Krist-
rúnu, vinkonu og bekkjarsystur
frá Samvinnuskólanum á Bifröst –
allt í einu er tíminn liðinn – komið
að leiðarlokum og eftir standa að-
eins minningar.
Þegar ég hitti Kristrúnu fyrst
vakti hún sérstaka athygli mína.
Útlit hennar minnti mig á eina
fræga filmstjörnu frá fyrri árum.
Svart liðað hár, dökk yfirlitum,
frekar þykkar varir, vel snyrtar
augabrúnir, spékoppar í kinnum
og dillandi hlátur þegar við átti.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa báðar áður stundað nám við
Kvennaskólann á Blönduósi með
tveggja ára millibili og höfðum
ánægju af að rifja upp minningar
þaðan.
Í Samvinnuskólanum hagaði
því þannig til að Kristrún sat fyrir
aftan mig með þeim stöllum Ragn-
heiði og Gerði en við Alda og Svala
fyrir framan. Fljótlega varð ég
þess áskynja að Kristrún var sér-
lega hagmælt – pikkaði í bakið á
mér og laumaði að mér vísu. Svala
sessunautur minn var ekki lengi
að grípa andann á lofti og kveða
aðra vísu sem potað var aftur fyr-
ir. Mér var lífsins ómögulegt að
skilja hvernig þetta var hægt –
tvær kornungar stelpur skrifuðu
ekki bara vísur heldur heilu
Kristrún Helga M.
Waage
✝ Kristrún HelgaMagnúsdóttir
Waage fæddist 17.
október 1942. Hún
lést 10. október
2011.
Útför Kristrúnar
fór fram frá Árbæj-
arkirkju 17. októ-
ber 2011.
kvæðabálkana með
höfuðstöfum og
stuðlum eins og þær
hefðu aldrei gert
neitt annað. Ég hef
oft hugsað til þess að
ef þessum ljóð sem
samin voru í hinum
ýmsu kennslustund-
um á Bifröst af vin-
konunum Svölu og
Kristrúnu væri safn-
að saman mundu
þau fylla góða bók.
Kristrún eða Kittý eins og við
skólasysturnar kölluðum hana
hafði ákveðnar skoðanir. Hún var
ákaflega hreinskiptin og skipti
ekki máli hver átti í hlut –hún
hafði sínar meiningar. En hún var
líka mikið tryggðatröll og vinur
vina sinna og þó viðkomandi væru
ekki alltaf sama sinnis breytti það
ekki vinskapnum.
Útskriftarhópurinn okkar frá
Bifröst árið 1964 hefur verið dug-
legur að halda hópinn og þegar
stór hluti hópsins hittist fyrir
tveimur árum á 45 ára afmælinu,
glöddumst við yfir að vera öll á lífi.
Síðan þá hafa þrjú kvatt.
Kittý hafði breitt áhugasvið,
var góður ljósmyndari og á sam-
verustundum okkar skólasystkin-
anna átti hún það til að gleyma sér
við myndavélina og festi skondnar
uppákomur á filmu. Hún hafði un-
un af dansi, hafði gaman af að
kynnast fólki, var félagsvera. Dul-
ræn málefni og stjörnumerki áttu
og hug hennar.
Kristrún var einstaklega gæfu-
söm í einkalífinu, eignaðist góðan
og taustan eiginmann sem studdi
hana afar vel í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. Hún var stolt af fjöl-
skyldu sinni og bar hag hennar
fyrir brjósti.
Að leiðarlokum sendi ég þeim
öllum innilegar samúðarkveðjur,
einnig til aldraðrar móður sem lif-
ir dóttur sína.
Blessuð veri minning Kristrún-
ar.
Elín S. Sigurðardóttir.