Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 36

Morgunblaðið - 11.11.2011, Síða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Friðjónsson og Ing- ólfur Arnarson veita leiðsögn um sýninguna Hraðari og hæg- ari línur í Listasafni Íslands í Hafnarhúsi næstkomandi sunnudag kl. 15. Á sýninguna eru valin tví- og þrívíð verk yfir sextíu íslenskra og erlendra myndlistarmanna, en verkin eru hluti af safneign listsafnaranna Péturs Arason- ar og Rögnu Róbertsdóttur sem safnað hafa ís- lenskri og erlendri samtímamyndlist frá 7. ára- tugnum fram til dagsins í dag. Sýningarstjóri sýningarinnar er Birta Guðjóns- dóttir. Myndlist Leiðsögn um Hrað- ari og hægari línur Helgi Þorgils Friðjónsson Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsöl- unnar verður haldið á morgun í tilefni dags íslenskrar tungu. Þingið, sem hefur yfirskriftina Æska í ólestri – mál okkar allra, fer fram í Skriðu, sal menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð kl. 11–14. Meðal dagskrárliða er að Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráins- dóttir flytja sönglög, Guðrún Kvaran skýrir frá ályktun Íslenskrar málnefndar, Anna Ingólfsdóttir ræðir læsi í leikskóla, Sigríður Sigurjónsdóttir málþroska og málrækt og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir ræðir tilgang íslensk- unnar, og Þórarinn Eldjárn flytur erindi. Þjóðfræði Málræktarþing haldið á morgun Þórarinn Eldjárn Í hádeginu í dag verða aðrar Föstudagsfreistingar Tónlist- arfélagsins í Ketilhúsinu. Tón- leikarnir hefjast kl. 12 og boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á meðan hlýtt er á þá Vil- hjálm Inga Sigurðarson trompetleikara og Matta Sa- arinen gítarleikara en þeir flytja verk eftir Giovanni Buonaventura Viviani, J.S. Bach, J. Sibelius, Theo Charlier, Matti Saarinen og Unto Mononen. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson er fæddur á Akur- eyri og alinn upp í Eyjafjarðarsveit. Föstudags- freistingarnar eru haldnar í samstarfi við Menn- ingarmiðstöðina í Listagili og Goya Tapas. Tónlist Föstudagsfreist- ingar í Ketilhúsinu Vilhjálmur Ingi Sigurðarson Dagur orðsins verður haldinn í Grafarvogskirkju á sunnudag og er að þessu sinni helgaður skáld- inu Matthíasi Johannessen. Dag- skráin stendur frá kl. 10 til 12 og hefst með því að Ástráður Ey- steinsson prófessor og Gunnar Kristjánsson prófastur flytja er- indi um Matthías, en síðan flytur Gunnar Eyjólfsson leikari ljóðið „Hrunadansinn“. Messa hefst kl. 11 með því að Matthías flytur frumort ljóð og Pálmi Gestsson leikari flytur ljóð við lag Carls Möller við undirleik Guðmundar Steingrímssonar og fleiri. Vigfús Þór Árnason, Lena Rós Matthíasdóttir og Sigurður Grét- ar Helgason þjóna fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hákons Leifssonar sem leikur einnig á orgel. Ein- söng syngur Gunnar Guðbjörns- son. Að lokinni messu verður boðið upp á kaffi og veitingar í safn- aðarsal kirkjunnar. Morgunblaðið/Kristinn Ljóð Dagur orðsins er helgaður Matthíasi Johannessen. Dagur orðsins í Grafarvogi  Helgaður Matt- híasi Johannessen Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta verður fjölbreytileg sýning og óvenjuleg fyrir mig,“ segir myndlistarmaðurinn Kees Visser um sýningu sem hann opnar í and- dyri Arion banka í Borgartúni á morgun. „Venjulega vinn ég inn- setningar sérstaklega inn í rými en hér verða myndir úr mismunandi seríum, í ólíka miðla,“ bætir hann við. „Eitt verkið er til að mynda módel fyrir stórt verk sem ég vann í fyrra á 14 metra langan vegg í Frakklandi. Svo sýni ég líka skýr- ingarteikningar að þessu verki, en það hef ég aldrei gert áður. Þessum undirbúningsteikningum má líkja við partítur í tónlist. Ég hef alltaf litið svo á að málverkin mín, sem byggja á línum og hrynjandi, séu mjög músíkölsk í eðli sínu.“ Kees fjallar um verk sín og feril í fyrirlestrasal bankans á morgun klukkan 13.30 og fyrirlesturinn kall- ar hann Talkischeap. Á sama tíma opnar sýningin í anddyri bankans. Í meira en þrjá áratugi hefur Kees, sem er af hollensku bergi brotinn, verið þátttakandi í íslensku listalífi. Hann flutti til landsins árið 1976 og var einn af stofnendum Ný- listasafnsins. Síðustu árin hefur Kees unnið að list sinni í Hollandi, í París og hér á landi, en hér starfaði hann einnig sem fararstjóri. „Ég hætti því árið 2008 þegar ég var bú- inn að vera fararstjóri í 25 ár. Þá var komið nóg,“ segir hann á sinni góðu íslensku og brosir. Kees sýnir meðal annars verk úr stórri röð blómamynda, sem hann hefur unnið að síðustu átta ár. Þar hefur hann gert hágæðaskönn af útsprungnum blómum. Þau eru fal- leg og kallast á við hefðir í listasög- unni. „Ég byrjaði ekki á þessum verk- um til að gera seríu en nú er ég kominn með á fjórða hundrað blóm. Þegar ég var ungur hjólaði ég oft að heiman á morgnana og tíndi blóm handa foreldrum mínum. Ég nýt þess líka að rýna í jarðveginn og skoða skordýr og mosa. Yfirborð náttúrunnar er heillandi. Í þessum verkum er yfirborð blómanna líka tengt yfirborði málverka minna.“ Kynning hefur mælst vel fyrir Fyrirlestur Kees Vissers er fjórði slíki fyrirlesturinn hjá Arion banka á þessu ári og jafnframt hafa verið opnaðar sýningar á verkum lista- mannanna sem kynntir hafa verið. „Við viljum kynna myndlist, sam- tímalist og safneign bankans, fyrir starfsfólki og viðskiptavinum. Það hefur mælst mjög vel fyrir,“ segir Klara Stephensen umsjónarmaður listaverka Arion-banka. Morgunblaðið/Einar Falur Gult málverk Kees Visser býr sig undir að koma einu verka sinna fyrir í anddyri Arion banka. Hann sýnir verk úr nokkrum seríum. Blómamyndir og músíkölsk málverk Fyrirlestur og sýning » Myndlistarmaðurinn Kees Visser heldur fyrirlestur og opnar sýningu á verkum sínum í Arion banka við Borgartún á morgun, laugardag, kl. 13.30. » Kees er af hollensku bergi brotinn en fluttist til Íslands árið 1976 og var einn af stofn- endum Nýlistasafnsins.  Kees Visser fjallar um ferilinn Fyrir stuttu kom út geisladiskurinn Fimm í tangó þar sem samnefnd sveit spilar frumsamda íslenska tangóa í bland við finnska. Sveitin er fjögurra ára, skipuð þeim Ágústi Ólafssyni söngvara, Ástríði A. Sig- urðardóttur píanóleikara, Írisi Dögg Gísladóttur fiðluleikara, Kristínu Lárusdóttur sellóleikara og Vadim Federov harmonikkuleik- ara. Kristín Lárusdóttir átti hug- myndina að sveitinni og segir hana hafa kviknað þegar hún kom heim úr námi í Finnlandi haustið 2006. „Ég fór að vinna með Ágústi í óp- erunni og Írisi Dögg veturinn 2006 til 2007 og þá kom upp sú hugmynd að setja upp tangóband sem myndi einbeita sér að finnskum tangóum,“ segir Kristín og bætir við að ekki síst hafi henni dottið þetta í hug þar sem hún saknaði Finnlands. Þó sveitin hafi upphaflega ætlað að spila finnska tangóa byrjaði hún nánast strax að spila frumsamin lög, eins og Kristín rekur söguna. „Ég ræddi við Harald V. Sveinbjörnsson að hann myndi útsetja fyrir okkur tangóa og hann kom strax með einn frumsaminn fyrir okkur. Svo höfum við alltaf verið að fá fleiri og fleiri sem samdir eru sérstaklega fyrir okkur,“ segir Kristín, en Haraldur á átta tangóa á plötunni og Hafdís Bjarnadóttir þrjá tangóa. „Við eig- um miklu fleiri og þyrftum eiginlega að gera plötu númer tvö,“ segir Kristín og tekur fram að fátt sé skemmtilegra að spila en tangóa sem samdir hafa verið fyrir sveitina. Frumsamdir tangóar í bland við finnska Hefð Fjögur af Fimm í tangó: Ágúst Ólafsson, Ástríður A. Sigurðardóttir, Íris Dögg Gísladóttir og Kristín Lárusdóttur.  Tangósveitin Fimm í tangó gefur út geisladisk Lestu.is gefur út að nýju skáldsög- una Morgun lífsins eftir Kristmann Guðmundsson og fagnar því með útgáfuhófi á Bókasafni Seltjarn- arness í dag kl. 17. Við sama tæki- færi verður Kristmann kynntur sem skáld mánaðarins á bókasafn- inu og opnuð sýning á munum og bókum tengdum Kristmanni. Ármann Jakobsson íslenskufræð- ingur og Bjarni Harðarson bóksali verða með stutt erindi um Krist- mann við opnun sýningarinnar, en hann var gríðarlega vinsæll rithöf- undur í Noregi um 1930, en hann bjó þá þar. Kristmann naut vin- sælda víða um heim og hafa bækur eftir hann verið þýddar á tæplega 40 tungumál. Morgunn lífsins, sem kom út 1929 undir heitinu Livets Morgen, var þýdd á meira en 20 tungumál og eftir bókinni var gerð þýsk kvikmynd árið 1955 sem verð- ur sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 20. nóvember næstkomandi. Baldur Hafstað prófessor í ís- lensku ritar inngang að endur- útgáfu Morguns lífsins, sem gefinn er út samtímis á hefðbundnu formi, sem rafbók og sem hljóðbók. Morgunn lífsins gefinn út að nýju  Kristmann skáld mánaðarins Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Vinsæll Kristmann Guðmundsson naut hylli víða um heim. Það er því vel hægt að mæla með því að fólk geri sér far um að skella sér í menningarferð til Grindavíkur39 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.