Morgunblaðið - 11.11.2011, Page 41

Morgunblaðið - 11.11.2011, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Á árinu 1995 var haldið upp á 100 ára afmæli kvikmyndasýninga út um allan heim. Í tengslum við þetta aldarafmæli stóð Hitt húsið fyrir kvöldi þar sem framsæknar raf- hljómsveitir spiluðu undir þöglum myndum. Viðburðurinn varð að föstum lið á Unglist á árunum 1995- 2000 og margir af ástsælustu jaðar- tónlistarmönnum landsins komu þar fram, m.a. múm, Plastik, Rep- tilicus, Hilmar Jensson, Biogen heitinn og Sigur Rós. Í tilefni tuttugu ára afmæli Ung- listar verður viðburðurinn endur- vakinn í kvöld. Fram koma Úlfur/ Futuregrapher (ásamt Trouble)/ Pyrodulia og leika undir Faust (1926), Dj. Flugvél og Geimskip munu leika undir Un Chien An- dalou (1929) og múm/Samaris munu leika undir Cabinet of Dr. Ca- ligari (1920). Gæðasveitin múm hefur tvisvar leikið á Sveim í svart/hvítu, árin 1998 og 2000 og voru fyrri tónleik- arnir einir af þeim fyrstu sem sveit- in kom fram á. Segir Örvar Smárason, múmliði: „Við verðum bara tveir þarna, ég og Gunni (Gunnar Tynes, sam- verkamaður hans í múm). Ég man þegar við gerðum þetta á sínum tíma, þá var lagt hart að okkur að spinna við myndina óséða, við mátt- um semsagt ekki horfa á hana fyr- irfram. Reyndar hef ég séð þessa mynd sem við erum að fara að vinna með núna, þannig að … en við erum ekkert búnir að ræða það okkar á milli hvað við ætlum að gera. Við mætum bara á svæðið og gerum þetta algerlega af fingrum fram.“ Örvar segir að múm hafi gert þó- nokkuð af því að spila tónlist undir myndum en í mismunandi sam- hengi. Sveim í svart/hvítu snúist t.a.m. um grasrótina en svo hafi sveitin gert áþekka hluti á virtum kvikmyndahátíðum erlendis. -En hverju skilar svona tilrauna- starfsemi, ef svo má kalla? „Fyrir mína parta finnst mér já- kvæðast að fólk fær að sjá þessar myndir. Það myndi kannski ekki sjá þær annars. Það er líka frábært að sjá þær í þessu samhengi, ég held að það sé ekki síðri upplifun að sjá þær svona, með nýrri tónlist.“ -En hvað gerir þetta fyrir ykkur, sem listamenn? „Svona verkefni skila sér alltaf inn í tónlistina sem við Gunni erum að gera. Þegar maður breytir að- eins til spretta alltaf upp nýjar hug- myndir og nálganir sem svo rata inn á plöturnar okkar.“ Þess ber að geta að ókeypis er á viðburðinn eins og alla viðburði Unglistar. Hefst hann kl. 20.00. Sveitir spila undir þöglum myndum Listbræður Örvar Smárason og Gunnar Tynes, öxulveldi múm.  Sveim í svart/hvítu haldið í Tjarnarbíói í kvöld Skiptaráðendur dánarbús popp- stjörnunnar Michaels Jackson hafa hvatt fréttastöðina MSNBC til að hætta við sýningu heimildar- myndar um samband Jacksons við Conrad Murray, fyrrum lækni popparans sem fundinn hefur verið sekur um manndráp af gáleysi, að hafa valdið andláti poppstjörn- unnar fyrir tveimur árum. Jackson lést af of stórum lyfjaskammti sem læknirinn gaf honum til þess að hann ætti auðveldara með svefn. Myndin ber heitið Michael Jackson And The Doctor: A Fatal Friend- ship og í henni eru m.a. viðtöl við Murray frá árinu 2009, tekin skömmu eftir andlát Jacksons. Skiptaráðendur telja þetta óábyrgt af sjónvarpsstöðinni þar sem nýbú- ið sé að sakfella lækninn. Sýna á myndina í kvöld. Ósáttir við MSNBC Sekur Læknirinn Conrad Murray. Reuters - J.C. SSP HHHH - OK HHHHH - THE SUN HHHH VINSÆLASTA BRESKA MYND FYRR OG SÍÐAR Í BRETLANDI MÖGNUÐ GAMANMYND EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN BYGGÐ Á EINU FRÆGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA HÖRKUSPEN- NANDI ÆVINTÝRA- MYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF SAMBIO.IS TOWER HEIST kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 2D 10 TOWER HEIST kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D VIP THE IDES OF MARCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D 16 THE HELP kl. 5:40 - 8:20 - 10:20 2D L FOOTLOOSE kl. 5:50 2D 10 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 4 2D L JOHNNY ENGLISH kl. 3:40 - 8 2D 7 ALGJÖR SVEPPI kl. 3:40 2D L THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:30 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D 16 ÆVINTÝRI TINNA kl. 5:40 - 8 - 10:30 3D L THE HELP kl. 9 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 5:40 3D 12 ÞÓR kl. 5:40 3D L FOOTLOOSE kl. 5:40 2D 10 TOWER HEIST kl. 8 2D 10 THE IDES OF MARCH kl. 10:20 2D 14 ÆVINTÝRI TINNA Enskt tal kl. 5:30 3D 7 WHATS YOUR NUMBER kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 / AKUREYRI THE IDES OF MARCH kl. 8 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 10:20 2D 16 THE SKIN I LIVE IN kl. 8 2D 16 THE HELP kl. 5:30 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 6 - 10:20 2D 12 ÆVINTÝRI TINNA Enskt tal kl . 6 2D 7 JÓN OG SÉRA JÓN kl. 6 2D L JOHNNY ENGLISH kl. 8 2D 7 THE THING kl. 8 - 10:20 2D 16 KILLER ELITE kl. 10:10 2D 16 / KEFLAVÍK / SELFOSSI / KRINGLUNNI / EGILSHÖLL / ÁLFABAKKA THE IDES OF MARCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 14 THE INBETWEENERS kl. 8:30 - 10:30 2D 16 THE HELP kl. 3 - 5:40 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 5:40 - 8 - 10:20 3D 12 BANGSÍMON Ísl. tal kl. 4 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 3:40 2D L á allar sýningar merktar með appelsínuguluÓ 750 kr. 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI - H.S.S., MBL HHHHH MYNDINSEMALLIRERUAÐTALAUM SEMÓVÆNTASTASMELLÁRSINS. BYGGÐÁMETSÖLUBÓKINNI HÚSHJÁLPINEFTIRKATHRYNSTOCKETT „BESTA KVIKMYND ÁRSINS“ - CBS TV HHHH „STÓRKOSTLEG“ - ABC TV HHHH „FYNDIN, TILKOMUMIKIL“ - BACKSTAGE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - K.I. PRESSAN.IS HHHROWAN ATKINSON HHH - K.I. -PRESSAN.IS SÝND Á MORGUN Á AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM Í MBL SJÓNVARPI!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.