Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Alls starfa um 50 starfsmenn í þeim
átta útibúum Byrs og Íslandsbanka
sem bíða þess að gengið verði frá
sameiningu útibúanna og upplýst
hverjir halda störfum sínum eða fær-
ast til innan bankans.
Öll störfin hefðu getað tapast
Þegar spurt er hvort ekki sé orðið
ljóst hverjir missi vinnuna í kjölfar
sameiningar útibúa, segir Guðný
Helga Herbertsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Íslandsbanka, að það sé verið
að vinna að því innan bankans að
koma því á hreint. Samskipti Ís-
landsbanka og Byrs hafi þurft að
vera mjög takmörkuð áður en sam-
þykki eftirlitsaðila fyrir sameining-
unni var fengið.
„Við gerum okkur grein fyrir að
þetta er mjög óþægileg staða,“ segir
Guðný Helga en sameiningarferlið
hafi verið kynnt starfsmönnum af
Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Ís-
landsbanka, í síðustu viku. Ekki
megi gleyma því að ef ekki hefði orð-
ið af sameiningu, þá hefðu væntan-
lega öll þessi störf tapast vegna
þeirrar þröngu stöðu sem Byr var
kominn í. „Starfsfólk Byrs var búið
að lifa í mikilli óvissu í langan tíma
og í gær var einum áfanganum lokið í
því. Nú veit starfsfólkið hvernig höf-
uðstöðvarnar verða.“ Guðný Helga
segir enn of snemmt að tjá sig um
framkvæmdina. „Að sjálfsögðu verð-
ur farið yfir starfsferil viðkomandi
starfsmanna og hæfni og getu. Við
ætlum að vanda þessa vinnu.“
Þegar spurt er hvort ásættanlegt
sé að fólk bíði fram yfir áramót eftir
að heyra hvort það haldi vinnunni
segir Guðný. „Okkur þykir auðvitað
mjög leitt að starfsfólkið okkar þurfi
að bíða eftir frekari tíðindum en við
höfum lagt mikla áherslu á að reyna
halda því eins vel upplýstu og við
getum,“ Starfsfólkið viti hvað er
framundan og hvenær hvaða útibú
sameinast. „Það er flókið ferli að
sameina tvo banka og í rauninni ekki
hægt að gera það á einni nóttu. Þess
vegna ákváðum við að gera það með
þessum hætti að sameina höfuð-
stöðvar fyrst og svo útibú og við ætl-
um að reyna að gera það eins hratt
og við mögulega getum.“
Komi niður á vinnugleði
„Þessi óvissa er náttúrulega afar
óþægileg. Auðvitað er alltaf hætta á
að slíkt komi niður á vinnugleði
starfsmanna. Sérstaklega að láta
þetta liggja yfir sér yfir hátíðarnar,“
segir Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyrir-
tækja (SSF), um stöðuna.
„Ég vona að það verði afar fáar
uppsagnir í útibúunum,“ segir Frið-
bert. „Þar sem útibúin eru af mis-
munandi stærð tekst vonandi að ná
þessu í gegn með tilfærslu á milli
þeirra og eðlilegri starfsmannaveltu
innan bankans,“ segir Friðbert.
Hann tekur fram að það sé mik-
ilvægt fyrir bankann að sýna við-
skiptavinum sínum það að hann taki
starfsmenn frá báðum aðilum.
„Ég tel að ekki sé hægt að ganga
lengra í að segja upp starfsmönnum
fjármálafyrirtækja, því ef það verði
gert þá komi það verulega niður á
þjónustu við almenning og fyrirtæki
í landinu.“ Friðbert leggur áherslu á
að nauðsynlegt sé fyrir alla að hafa
aðgang að bankaþjónustu og því hafi
bankarnir rekið víðtækt útibúanet
um allt land. Hann voni að svo verði
áfram þannig að allir njóti sömu
þjónustu hvort sem þeir búi úti á
landi eða á höfuðborgarsvæðinu.
„Mjög óþægileg staða“
Tugir starfsmanna Íslandsbanka og Byrs bíða fram yfir áramót eftir að gengið
verði frá sameiningu útibúa og upplýst hvort einhverjir og þá hverjir missa vinnuna
Uppsagnir
» Íslandsbanki sagði á þriðju-
dag upp 42 starfsmönnum og
samdi um starfslok við 21
starfsmann í hagræðing-
arskyni við sameiningu höf-
uðstöðva bankanna.
» Af þeim 42 sem misstu
vinnuna voru 28 frá Byr og 14
frá Íslandsbanka.
» Samið var um starfslok við
13 starfsmenn Íslandsbanka
og átta starfsmenn hjá Byr.
» Starfsmenn Íslandsbanka
fyrir sameiningu voru um
1.000 en Byrs um 200.
Áætluð
Útibú Sameining Byrs við Íslandsbanka sameining 2012
Reykjanesbær Útibú Byrs verður sameinað útibúiÍslandsbanka að Hafnargötu 91 Janúar
Kópavogur Útibú Byrs við Digranesveg verðurstarfrækt á sama stað Janúar
Árbær Útibú Byrs að Hraunbæ 119 verðurstarfrækt á sama stað Janúar
Hafnarfjörður Útibú Íslandsbanka verður sameinaðútibúi Byrs í Strandgötu 8-10 Febrúar
Akureyri Útibú Byrs við Skipagötu verður samein-að útibúi Íslandsbanka í Skipagötu 14 Febrúar
Borgartún Útibú Byrs í Borgartúni verður sameinaðútibúi Íslandsbanka að Kirkjusandi Febrúar
Heimild: www.islandsbanki.is
Sameining útibúa Byrs við Íslandsbanka
„Það er nátt-
úrlega mjög erfitt
að þurfa að lifa við
nagandi óvissu
næstu vikurnar,“
segir Rebekka
Helga Sveins-
dóttir, formaður
starfsmanna-
félags Byrs. Hún
segir að ljóst sé að
síðasta sameining
útibúa verði í lok febrúar þannig að
sumir starfsmenn þurfi að bíða í tvo
mánuði. Það verði enda ekkert gefið
út um hverjir missa vinnuna fyrr en
rétt áður en útibúin sameinast.
Starfsmannaveltan taki við
Anna Karen Hauksdóttir, formað-
ur starfsmannafélags Íslandsbanka
og varaformaður SSF, segir gott að
vera komin með niðurstöður um
hvernig þetta verður en verra að
vera í óvissu með útibúin eftir ára-
mót. „En mér skilst að formsins
vegna, varðandi Reiknistofu bank-
anna og sameiningarferli útibúa, sé
ekki hægt að gera þetta fyrr.“
Anna Karen segir ljóst að með því
að heildarmyndin sé að skýrast von-
ist þau eftir að minna verði um upp-
sagnir í útibúunum og fólk frekar
fært á milli þeirra. „Við leggjum ríka
áherslu á að varlega sé farið í það og
reynt að láta starfsmannaveltuna
taka við.“
Uppsagnir harðar á Byr
Íslandsbanki bauð nokkrum
starfsmönnum að láta fyrr af störf-
um vegna aldurs en Anna Karen
segir að þannig hafi verið hægt að
fækka uppsögnum.
„Að því leytinu til var þetta mjúk
lending miðað við aðstæður,“ segir
Anna Karen „En maður finnur fyrir
því að Íslandsbanki er búinn að
ganga í gegnum mikla hagræðingu
frá árinu 2008, en eftir hrun Glitnis
misstu 250 manns vinnuna. Síðan
hefur verið lítið um fastráðningar og
meira um tímabundnar ráðningar
vegna sérstakra úrræða hjá bönk-
unum.“
Varðandi áhrif segir Anna Karen
að vissulega séu þetta erfiðir tímar
en þó hafi þessar þrengingar þjapp-
að starfsmönnum Íslandsbanka vel
saman. Hún tekur fram að lögð sé
áhersla á að auðvelda starfsmönnum
starfslokin og í því skyni standi þeim
ýmis þjónusta til boða, bæði á vegum
Íslandsbanka og SSF.
Erfitt að
lifa við
óvissu
Bíða fram yfir ára-
mót eftir niðurstöðu
Höfuðstöðvar
Íslandsbanka.
Á fundi Össurar Skarphéðinssonar
utanríkisráðherra með Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, í Moskvu á þriðjudag lýsti
Lavrov fullum vilja rússneskra
stjórnvalda til að gera sam-
komulag um ættleiðingar barna
frá Rússlandi til Íslands.
Ráðherrarnir ákváðu að emb-
ættismenn ríkjanna mundu funda
um málið í Moskvu við fyrsta
tækifæri. Utanríkisráðherra Ís-
lands lagði mikla áherslu á að slík-
um samningi yrði lokið sem fyrst,
enda hefur svigrúm Íslendinga til
ættleiðinga að utan þrengst á síð-
ustu árum, segir í tilkynningu.
Fundurinn er liður í heimsókn
utanríkisráðherra til Rússlands.
Hann heimsótti einnig höf-
uðstöðvar rússneska skák-
sambandsins og ræddi við forystu
þess um stuðning við fyrirhuguð
áform Íslendinga um alþjóðleg
skákmót.
Ræddu lagningu
fjarskiptastrengs
Þá ræddu utanríkisráðherrarnir
möguleika á lagningu fjarskipta-
strengs í hafi frá Rússlandi til Ís-
lands. Lýsti Össur því markmiði
að Ísland yrði miðstöð fjarskipta
um norðurslóðir.
Íslenska fyrirtækið Norline og
rússneska fyrirtækið Polarnet
þróa nú samstarf um lagningu
strengsins en fulltrúar þess eiga
fundi í þessari viku í Moskvu.
Takist samningar gæti streng-
urinn orðið tilbúinn fyrir lok árs
2013, segir í tilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu. Þar kemur jafn-
framt fram að fjárfestingin í heild
gæti numið um 150 milljónum
bandaríkjadollara.
Ráðherrarnir staðfestu jafn-
framt samkomulag um samvinnu á
vettvangi norðurslóða. Ísland og
Rússland munu vinna að framþró-
un flutninga á sjó og í lofti á norð-
urslóðum, með áherslu á sigl-
ingaleiðir um norðurskautið og
uppbyggingu hafnarmannvirkja.
Þá verður unnið að eflingu vís-
inda- og fræðasamstarfs milli
stofnana og háskóla í ríkjunum
tveimur. Ítrekaður er vilji til frek-
ari samvinnu ríkjanna á vettvangi
Norðurskautsráðsins, og nauðsyn
þess að efla öryggi sjófarenda
þegar norðursiglingar um heim-
skautasvæðin aukast.
Semja um ættleiðingar frá Rússlandi
Utanríkisráðherrar Rússlands og Íslands vilja gera samkomulag um ættleiðingar frá Rússlandi
Svigrúm Íslendinga til ættleiðinga að utan þrengst á síðustu árum Viðræðum haldið áfram
Ráðherrar Össur Skarphéðinsson og Sergei Lavrov ræddu
málefni norðurslóða og ættleiðingar á fundi í Moskvu.