Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hrafna-Flóki bbbnn Sylvelin Vatle Íslenskur texti: Rúna Gísladóttir Myndskreyting: Sveinbjörg Hallgrímsdóttir Hólar 2011 Sagan hefst á því að Hrafna-Flóki flýr frá Noregi með börn og bú undan ágangi Har- alds hárfagra sem fer með miklu offorsi um Noreg. Hrafna-Flóki er staðráðinn í að finna stóra eyju sem hann hefur heyrt um, óbyggt land í norður af Hjaltlandseyjum. Hann hefur heyrt að þar sé nægt land og eilíft sumar. Á leiðinni stoppar hann í Færeyjum þar sem hann giftir eina dóttur sína. Þaðan heldur hann til eyjarinnar, en það tekur sinn tíma. Þau taka þó land um síðir á góðum stað og þetta virðist ætla að verða sæluvist eða þangað til veturinn gengur í garð, harðari en þau hafa kynnst og forði fyrir menn og skepn- ur er ekki nægur. Þegar fer að vora fer Hrafna-Flóki í smáleiðangur um landið og gef- ur því nafnið Ísland. Þá heldur hann til Noregs aftur áður en næsti vetur gengur í garð. Þótt sagan fléttist um för Hrafna-Flóka til Íslands er það Ingibjörg dóttir hans sem er að- alpersónan, hún er ein þriggja dætra hans og er það upplifun hennar af ferðalaginu og land- náminu sem við fáum að kynnast. Ingibjörg er á unglingsaldri og tekst á við ástir, sorgir og sigra. Með í för er dularfulli unglingspilturinn Faxi og milli hans og Ingibjargar er sérstakt samband. Það er afskaplega sniðugt hjá Vatle að skrifa unglingabók í kringum söguna um Hrafna-Flóka og fólk hans og tekst henni vel til. Sagan er áhugaverð og grípandi og ætti að ná til unglinga, 12 til 16 ára, enda nóg um ást- ina, hasar, galdra og dularfull fyrirbrigði sem höfða oft sterkt til þess aldurshóps um leið og fræðst er um sögu Íslands. Textinn er á nú- tímamáli, hann mætti vera liprari á köflum en nær annars fínu flugi. Myndir Sveinbjargar eiga vel við söguna, eru dökkar, grófar og sterkar eins og tilfinningin fyrir þessum vík- ingatíma er. Agnar Smári: Tilþrif í tónlistarskólanum bbbbn Halla Þórlaug Óskarsdóttir Salka 2011 Um er að ræða fyrstu bók Höllu Þórlaugar Ósk- arsdóttur en hún bæði semur texta og myndskreytir. Agnar Smári er venjulegur sjö ára strákur sem hefur mikinn áhuga á tónlist. Hann skapar sína eigin tónlist með þeim hlutum sem eru til á heimilinu og skapar oft heilmikinn hávaða. Einn daginn fær móðir hans nóg og sendir Agnar Smára í tón- listarskóla með von um að hann finni þar eitt hljóðfæri við hæfi til að læra á. Lesandinn fylgir Agnari Smára og hund- inum hans, Jóhanni Sebastíani, í fyrstu heim- sóknina í tónlistarskólann. Tónlistarskólinn virðist svolítið ógnvekjandi fyrir svona lítinn gutta en Agnar Smári lætur sig hafa það og prófar hin ýmsu hljóðfæri. Agnar Smári á erf- itt með að finna sig í tónlistarskólanum en það er fyrir hundaheppni sem hann finnur síðan sinn rétta stall í tónlistarheiminum. Þetta er lifandi og skemmtileg barnabók, höfundi tekst vel upp við að koma eiginleikum hljóðfæranna til skila til lesandans með orðum og myndum svo hann fær sterka tilfinningu fyrir þeim. Örvinglun Agnars Smára og jafn- framt sköpunarþörf hans koma líka sterkt fram í mynd og texta. Textinn er léttur og lip- ur, myndirnar lýsandi og skemmtilegar. Þetta er mjög vel heppnuð frumraun Höllu Þórlaug- ar í barnabókaheiminum. Dagbók Ólafíu Arndísar bbbnn Kristjana Friðbjörnsdóttir Myndskreyting: Margrét E. Laxness JPV 2011 Það muna ef- laust margir krakkar eftir líf- lega stelpu- skottinu Ólafíu Arndísi úr bók- inni Flateyj- arbréfin sem kom út í fyrra. Nú heldur Kristjana Friðbjörnsdóttir áfram að segja sögur af Ólafíu Arndísi og nú flyt- ur hún til Dalvík- ur með fjölskyldu sinni eftir að hafa dvalið heilt sumar í Flatey. Ólafíu líst ekkert á þessa flutninga og er með stórar áætlanir í upphafi um að flýja frá foreldrum sínum aftur til Reykjavíkur. Ólafía heldur dagbók um flutningana og dvölina á Dalvík og er það þannig sem lesandinn fær að fylgjast með lífi hennar. Lífið á Dalvík verður aðeins öðruvísi en Ólafía átti von á, hún kynnist skemmti- legum krökkum og lendir í ýmsum ævintýrum og leysir gátur. Persónusköpun Kristjönu er virkilega góð, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Ólafía er sannfærandi 12 ára stelpa, athugul og komin með smágelgjustæla. Það er gaman að höfundur skuli láta bækurnar sínar eiga sér stað fyrir utan höfuðborgarsvæðið og ættu börn annars staðar á landinu en á Dalvík að verða margs fróðari um þetta norðlenska sjáv- arþorp og nágrenni þess við lesturinn. Einnig er margan annan fróðleik þarna að finna, t.d. söguna um djáknann á Myrká, sem Kristjana fléttar listilega inn í söguna svo börnin fræðast án þess að fróðleiknum sé troðið ofan í þau. Sögulega er Dagbók Ólafíu Arndísar ekki jafn sterk og Flateyjarbréfin, söguþráðurinn er grynnri og ekki úr eins miklu og moða. Stuðið heldur samt áfram hjá Ólafíu Arndísi og það er hægt að hafa virkilega gaman af þessari fjör- ugu krakkabók sem er ekki bara fyrir krakka, ég hafði t.d. mjög gaman af lestrinum þrátt fyrir að vera nokkuð mikið eldri en 7 til 12 ára. Hvíta hænan bbmnn Klaus Slavensky Myndskreyting: Brian Pilkington. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir Mál og menning 2011 Afi segir barnabarni sínu sögu af hænu sem hann átti einu sinni og var honum kær. Hænan var sú eina hvíta í hans hænsnahópi. Þegar nýr hani er fenginn í hópinn utan að fer hann að leggja hvítu hænuna í einelti, hinar hænurnar, sem voru vinir hennar fram að þessu, fara svo að fylgja honum eftir í ódæðisverkinu. Þegar hænan er nánast orðin fjaðralaus og nær dauða en lífi grípur afinn inn í og fer með hana í næsta hænsnabú. Þar er henni vel tekið og haninn og hænurnar þar láta hana í friði svo hún fer að blómstra á ný. Þetta er dæmigerð dæmisaga um einelti, þann sem verður undir og útundan fyrir það eitt að vera öðruvísi. Hvað eitt grimmt dýr getur breytt hegðun heils hóps og fengið hann til liðs við sig í að taka einn út úr og pína. Sá hinn sami blómstr- ar svo í öðrum hópi og finnur ekki fyrir því að hann sé öðruvísi þar. Það er fallegur og góður boðskapur í þessari sögu en þrátt fyrir það er hún heldur rýr. Það vantar meira kjöt á kjúk- linginn. En hún er einföld og boðskapurinn skýr sem gerir það auðveldara fyrir börn að meðtaka. Myndskreyting Brians Pilkingtons er mjög falleg og hugljúf og heldur þessari bók alveg uppi. Virkilega vel gert hjá honum sem fyrr. Bókin er flott upp sett, auðveld í lestri og ber fallegan boðskap sem er aldrei of oft kveð- inn. Barnabækur Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar og þýddar barnabækur. Hvíta hænan Brian Pilkington mynd- skreytir bókina og eru teikningar hans hugljúfar og eiga vel við söguna. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK AND JILL Sýnd kl. 8 - 10 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 HAPPY FEET 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 TOWER HEIST Sýnd kl. 10 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGA- SKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN/ US WEEKLY HHHH Sjáðu Al P acino fara á kostum í sprenghl ægilegu a ukahlutver ki! HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum B.G. -MBL HHHH SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% JACK AND JILL KL. 6 - 8 - 10 L IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.10 16 TOWER HEIST KL. 6 12 -A.E.T., MBL JACK AND JILL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L JACK AND JILL LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 10.20 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 12 IN TIME KL. 10.20 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 ÓPERAN TOSCA KL. 6.30 L IMMORTALS 3D KL. 10 16 IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ELDFJALL KL. 5.45 L FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 Í 3D T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT -Þ.Þ., FT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.