Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 335. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Viðurkenna fullveldi Palestínu
2. Rihanna er skítblönk
3. Dæmdur fyrir að stunda ekki kynlíf
4. Bieber er ekki pabbinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Grafík fagnar þrítugs-
afmæli í ár með heimildarmynd og
útgáfu tveggja diska sem innihalda
úrval laga hljómsveitarinnar auk
tveggja nýrra. Grafík heldur útgáfu-
tónleika í Austurbæ í kvöld kl. 20.
Þrítug Grafík heldur
útgáfutónleika
Tónlistarkonan
Björk hefur til-
kynnt komu sína á
Hróarskeldu-
tónlistarhátíðina
á næsta ári og er
hún fyrsti tónlist-
armaðurinn sem
staðfestir komu
sína, skv. tilkynn-
ingu. Aðstandendur hátíðarinnar
segjast stoltir kynna Björk til leiks en
hún kom síðast fram á Hróarskeldu
árið 2007.
Björk kemur fram á
Hróarskeldu 2012
Hljómsveitin Jeff Who mun koma
fram á viðburðinum Iceland wants to
buy you a drink í Bandaríkjunum,
hann er á vegum Reyka vodka en
vodkinn sá er framleiddur hér á landi.
Jeff Who heldur tónleika á R Bar í
New York mánudaginn 5. desember
og í Chicago
degi síðar, á
kránni The
Bedford.
Jeff Who leikur í New
York og Chicago
Á föstudag Austlæg átt, 8-13 m/s, en 13-15 með suðurströndinni.
Snjókoma syðra, en annars él. Frost 0 til 12 stig, minnst syðst.
Á laugardag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Talsvert frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 8-13 m/s en snjókoma
og seinna él, fyrst vestantil. Frost 1 til 16 stig, kaldast inn til lands-
ins, en dregur heldur úr frosti vestantil.
VEÐUR
„Þetta var það sem ég von-
aðist eftir þegar ég kom
hingað í láni í sumar. Þetta
eru því gleðitíðindi fyrir
mig. Mér líður vel í hópnum,
fæ að spila og er með Ís-
lendinga í hópnum. Þetta
verður því ekki betra,“
sagði Hallgrímur Jónasson,
knattspyrnumaður frá
Húsavík, við Morgunblaðið
eftir að hafa samið við
danska félagið SönderjyskE
í gær. »1
„Þetta verður
ekki betra“
„Hanna Guðrún er drottning hraða-
upphlaupa. Hún les leikinn mjög vel
og skilar alltaf sínu bæði í vörn og
sókn,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari
Íslandsmeistara Vals og fyrrverandi
landsliðsþjálfari, í umfjöllun sinni um
leikmenn íslenska landsliðsins í
handknattleik sem tekur þátt í HM í
Brasilíu. Fjórir leikmenn eru kynntir
til sögunnar í dag. »3
„Hanna er drottning
hraðaupphlaupa“
„Þetta var það eina sem ég bað um í
afmælisgjöf og fullkomnaði al-
gjörlega daginn,“ sagði Sveinbjörn
Pétursson, markvörður Akureyrar, en
hann fagnaði afmæli sínu með stór-
leik þegar Akureyringar báru sig-
urorð af Fram norðan heiða í jöfnum
og spennandi leik, 25:24, í N1-deild
karla í handknattleik og fengu þar
mikilvæg stig. »3
Sigurinn fullkomnaði
afmælisdaginn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir rúmum 18 árum auglýsti
Sundlaugin í Kópavogi göngu- og
hlaupaferðir fyrir almenning og
átakið laðaði að fjölda manns. Marg-
ir heltust úr lestinni fyrsta haustið
en eftir gengur harður kjarni.
Guðrún H. Jónsdóttir tekur þátt í
starfi hópsins af lífi og sál. Hún segir
að til að byrja með hafi verið skipu-
lagðar þrjár gönguferðir á viku und-
ir stjórn Aðalsteins Jónssonar þjálf-
ara en undanfarin þrjú ár hafi þau
farið þjálfaralaus í um klukkutíma
gönguferð vikulega og svo í heita
pottinn á eftir. Síðasta sunnudag í
mánuði hafi þau svo farið í þriggja til
sex tíma gönguferð auk annarrar
líkamsræktar. „Við erum íþróttafíkl-
ar við hestaheilsu og trúum því að
við höfum sparað heilbrigðiskerfinu
nokkrar krónur,“ segir hún.
Úr öllum áttum
„Það sem er svo skemmtilegt við
þennan hóp er að við komum hvert
úr sinni áttinni og þarna er ekkert
kynslóðabil,“ heldur Guðrún áfram,
en göngufólkið er á aldrinum 52-75
ára. Fyrir utan hefðbundnar göngu-
ferðir hefur fólkið farið saman í
margar vikuferðir innanlands og
annað hvert ár hefur verið farið til
útlanda, meðal annars í tvær hjóla-
ferðir. „Í sumar sem leið flugum við
til Vínarborgar og hjóluðum þaðan
til Búdapest,“ segir Guðrún, en áður
höfðu þau hjólað kringum Bodensee,
farið um Píreneafjöll, Búlgaríu og
Slóveníu.
Guðrún segir að þegar fari að vora
sé gengið á eitt fjall á höfuðborg-
arsvæðinu á þriðjudögum og svo far-
ið í hjólaferð á fimmtudögum. Á
sunnudagsmorgnum hafi þau líka
gert eitthvað skemmtilegt, gengið til
Hafnarfjarðar og til baka eða niður í
miðbæ Reykjavíkur og fengið sér
hádegismat. „Okkur dettur alltaf
eitthvað skemmtilegt í hug og þá er
það bara framkvæmt,“ segir hún.
Öðruvísi skemmtanir
Síðustu helgina í nóvember fara
konurnar í hópnum til „Parísar“ en
karlarnir til „Amsterdam“. Farið er
með „Air Kópavogur“ í miðbæ
Reykjavíkur og þar ýmislegt skoðað.
Karlarnir fara í gufu og síðast heim-
sóttu konurnar Þjóðminjasafnið.
Um kvöldið hittast karlar og konur á
„flugvellinum“, rétt fyrir flugtak, og
fara saman heim. „Það er mikið
hlegið í þessum hópi enda segjum
við að það að hitta göngufélagana og
hlæja svolítið lækni allt.“
Mátturinn í göngu og hlátri
Gönguhópur í
Kópavogi virkur í
rúmlega 18 ár
Ljósmyndir/Helga I. Guðmundsdóttir
Gönguhópurinn Fólkið hefur heimsótt alla landsfjórðunga og m.a. gengið á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða.
Hjólaferð Á ferð frá Vín til Búdapest rækilega merkt sl. sumar.