Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
Frostmóða Þessir kátu piltar létu frostið úti fyrir ekki á sig fá og brugðu á leik í heitu vatninu í Laugardalslauginni í gær. Spáð er áframhaldandi frosti á landinu í dag og næstu daga.
Árni Sæberg
Talsvert pólitískt
fjaðrafok hefir orðið
vegna ákvörðunar innan-
ríkisráðherra að neita er-
lendu fyrirtæki að festa
kaup á Grímsstöðum á
Fjöllum. Þar fór ráð-
herra eftir þeirri meg-
instefnu laga nr. 19/1966,
um eignarrétt og afnota-
rétt fasteigna að erlend-
um aðiljum sé óheimilt
að öðlast eignarrétt eða afnotarétt fast-
eigna, nema með sérstöku leyfi ráð-
herra.
Ég er borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur og íslenzkur ríkisborgari.
Ekki á ég lóðina undir húsi mínu, held-
ur leigi ég hana af borginni, svo sem
títt er um aðra hús- eða íbúðareigendur
í þéttbýli hér á landi. Þykir mér það
sjálfsagt fyrirkomulag og hygg ég að
svo finnist öðrum Íslendingum. Jarðir
og lendur eru einu veraldargæðin, sem
varanleg eru. Hvers vegna í ósköp-
unum eigum við að vera að selja erlend-
um aðiljum þessi gæði úr því að obbinn
af Íslendingum nýtur þeirra ekki og
lætur sér vel lynda? Þá segja menn:
Við þurfum erlenda fjárfestingu inn í
landið og það kann að vera rétt. En það
er ekki sama hvernig hennar er aflað.
Sjálfstæð þjóð gerir það ekki með því
að selja undan sér landið.
Samkvæmt lögfræðinni þurfa þrjú
skilyrði að vera fyrir hendi til þess að
um þjóðríki geti verið að ræða, þ.e.:
„Land, fólk og lögbundið skipulag“.
Gerir fólk sér virkilega ekki grein fyrir
því, að „heimskapítalið“ getur keypt
upp Ísland „Milli mjalta og messu“, ef
Íslendingar halda ekki vöku sinni? Vilja
menn það? Ekki trúi ég því. Það er
viðbúið að ásókn erlendra auðhringa
aukist stórlega í framtíðinni, vegna
hinna miklu endurnýjanlegu nátt-
úruauðlinda, er Ísland á yfir að ráða,
nú þegar hratt gengur á óendurnýj-
anlegar auðlindir heimsins.
Mér sýnist sjálfsagt að taka lög nr.
19/1966, um eignarrétt og
afnotarétt fasteigna, til end-
urskoðunar og breytinga,
þannig að bannað verði með
öllu að selja eða afhenda
með öðrum hætti erlendum
aðiljum eignar og afnotarétt
fasteigna hér á landi og
taka þar með þann kaleik
frá ráðherra að geta veitt
leyfi til slíkra afhendinga.
Það var, að mínum dómi, yf-
irsjón hjá hinu háa Alþingi,
er Ísland gerðist aðili að
EES-samningnum, að heim-
ila aðiljum Evrópska efnahagssvæðisins
að eignast fasteignir hér á landi. Og
mér segir svo hugur um að alþing-
ismenn séu enn ekki nægilega á varð-
bergi varðandi það að gera kröfur um
undanþágur frá Evrópuréttinum, þegar
hann á ekki við, eða er beinlínis skað-
legur,vegna sérstöðunnar hér á landi
miðað við önnur aðildarríki Evrópu-
sambandsins.
Meðan Grímsstaðamálið var til með-
ferðar hjá innanríkisráðherra lét við-
skipta- og efnahagsmálaráðherra hafa
það eftir sér að hugsanlega yrði rík-
issjóður skaðabótaskyldur gagnvart
eigendum jarðarinnar, ef salan yrði eigi
heimiluð. Þetta tel ég rangt hjá ráð-
herranum því að hér er um almennar
takmarkanir á eignarréttinum að ræða.
Þær hafa verið í gildi frá 1919 (sbr. lög
nr. 63/1919). Það er viðurkennd regla í
lögfræðinni, bæði í fræði og fram-
kvæmd, að almennar takmarkanir á
eignarrétti skapi eigi bótaskyldu.
Samkvæmt því sem ég hefi nú rakið
tel ég það mikla skammsýni hjá for-
sætisráðherra vorum að láta sér verða
gramt í geði vegna ákvörðunar innan-
ríkisráðherra í máli þessu. Sú ákvörðun
var hárrétt.
Eftir Magnús
Thoroddsen
» Sjálfstæð þjóð selur
ekki undan sér landið.
Magnús Thoroddsen
Höfundur er fyrrverandi
hæstaréttarlögmaður.
Hárrétt ákvörðun
Ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurð-
ardóttur hefur haldið
sjávarútveginum í
gíslingu frá því
stjórnin tók við.
Samfylkingin hefur
reynt að telja fólki
trú um að nokkrir út-
gerðarmenn standi
að baki greininni.
Vísvitandi er dregin
upp röng mynd í pólitískum lodd-
araleik. Það sem rétt er í þessu er
að, að baki sjávarútveginum
standa tugþúsundir manna sem
hafa beina og óbeina atvinnu af
greininni. Má þar nefna sjómenn,
fiskvinnslufólk, skrifstofufólk,
bílstjóra, iðnaðarmenn o.fl. o.fl.
Afkomu þessa fólks er haldið í
gíslingu. Haustið 2009 starfaði
sk. sáttanefnd að endurskoðun
fiskveiðistjórnarkerfisins og skil-
aði tillögum til Jóns Bjarnasonar,
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, um ári síðar. Þeg-
ar tillögur nefndarinnar komu
fram greip Samfylkingin til sinna
ráða og hafnaði tillögum nefnd-
arinnar.
Veturinn 2011 kynnti Jón
Bjarnason ný drög að frumvarpi
um fiskveiðistjórnunarkerfið í
ríkisstjórn. Var því frumvarpi
vísað í vinnuhóp stjórnarflokk-
anna, en í honum sátu m.a. Ólína
Þorvarðardóttir fyrir Samfylk-
ingu og Lilja Rafney Magn-
úsdóttir fyrir VG. Vinnuhópurinn
tókst á um málið í marga mánuði
og skilaði loks af sér frumvarpi
sem fékk algjöra
falleinkunn. Fjöl-
margir aðilar skil-
uðu umsögnum
sem allar gáfu
frumvarpinu sem
starfshópurinn
skilaði falleinkunn.
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd
fjallaði um um-
sagnirnar og skil-
aði minnisblaði til
Jóns Bjarnasonar
ráðherra um málið.
Sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra var því aftur kom-
inn með málið á sína könnu eftir
að misheppnað frumvarp starfs-
hópsins náði ekki fram að ganga
á alþingi. Jón Bjarnason greip til
þess ráðs að setja á fót vinnuhóp
er gerði uppkast að breytingum
sem lagðar voru fram á vinnu-
skjölum til ráðherra, kynnti þá
vinnu síðan í ríkisstjórn og setti
vinnuskjölin á heimasíðu ráðu-
neytisins til kynningar.
Seint verðum við Jón Bjarna-
son sammála um allt en það að
leggja þessi gögn fram til al-
mennrar kynningar er til fyr-
irmyndar þar sem almenningi og
hagsmunaaðilum gefst kostur á
að segja álit sitt á tillögum vinnu-
skjalanna sem munu svo nýtast
til að skrifa fullbúið frumvarp.
Eðlilega verða skiptar skoðanir
um innihald tillagnanna en ég fæ
ekki betur séð en að í stórum
dráttum séu þær í takt við til-
lögur sáttanefndarinnar frá 2009.
Viðbrögð forystumanna Sam-
fylkingarinnar komu í raun ekki á
óvart því þar á bæ er ekki vilji til
að ná neinni sátt um fisk-
veiðistjórnunina. Það hentar
flokknum pólitískt að hafa ósætti
um helstu atvinnugrein þjóð-
arinnar. Undarlegri voru við-
brögð forystumanna VG og afar
erfitt að skýra hvað þeim gengur
til. Af framangreindu má ráða að
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra hefur margreynt að
setja fram tillögur um breyt-
ingar. Hann er hins vegar leiddur
í gálgann í hvert skipti og hljót-
um við að velta því fyrir okkur
hvers vegna svo er. Eina skýr-
ingin er sú að engu skiptir hvaða
tillögur koma fram um sjáv-
arútvegsmál því andstaða ráð-
herrans við Evrópusambands-
málið er ætíð undirliggjandi.
ESB er það eina sem virðist
skipta máli hjá Samfylkingu og
nokkrum þingmönnum VG.
Með þessum vinnubrögðum
hljóta aðrir stjórnmálaflokkar að
skoða hvort þeir treysti sér til að
vinna með Samfylkingunni sem
er orðin einangruð í ESB-
vegferðinni og á góðri leið með að
einangrast í málum helstu at-
vinnugreinar Íslendinga. Ein-
angruð Samfylking getur varla
verið trúverðugur valkostur til
framtíðar
Eftir Gunnar
Braga Sveinsson »Einangruð Sam-
fylking getur varla
verið trúverðugur val-
kostur til framtíðar.
Gunnar Bragi Sveinsson
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokksins.
Fiskveiðistjórnun,
ESB og einangrun
Samfylkingarinnar