Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Sjö verkalýðsfélög í Eyjafirði hafa afhent Mæðrastyrksnefnd Akur- eyrar styrk að upphæð 1.770.000 kr. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku. Úthlutun Mæðrastyrksnefndar fer fram dag- ana 8. til 10. desember nk. milli kl. 13 og 17. Mæðrastyrksnefnd Akur- eyrar aðstoðar fólk um allan Eyja- fjörð, frá Siglufirði að Grenivík, og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafn- an áður í kringum jólahátíðina. Á myndinni eru Jóna Berta Jónsdóttir og Björg Hansen, fulltrúar Mæðra- styrksnefndar, ásamt nokkrum fulltrúum félaganna sjö sem færðu nefndinni gjöfina. Talið frá vinstri. Björg Hansen, Björn Snæbjörnsson, Hákon Hákonarson, Jóna Berta Jónsdóttir, Konráð Alfreðsson, Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir og Heimir Kristinsson. Mæðrastyrksnefnd styrkt myndarlega Anne-Marie Søndergaard Chris- tensen, lektor í heimspeki við Syddansk Universitet, mun halda erindi á vegum Heimspekistofn- unar föstudaginn 2. desember kl. 15 í Háskóla Íslands, stofu 101 Odda. Í erindinu sem nefnist „Witt- genstein, notkun tungumáls og sið- ferðileg ábyrgð“ mun Christensen draga fram almennt innsæi á bak við síðari skrif Wittgensteins um notkun tungumáls og lýsa hvernig þetta innsæi felur í sér að tungu- málanotkun kalli almennt á sið- ferðilega ábyrgð. Fyrirlesturinn sem fluttur verður á ensku er öll- um opinn. Nánar á heimasíðunni http://www.sdu.dk/ansat/amsc. Erindi um tungu- mál og siðferði- lega ábyrgð Síminn hefur sett þrepaskipt þak um allan heim á gagnanotkun við- skiptavina sinna sem nota farsíma á ferðalögum. Þetta þýðir að lokað er á gagnanotkun viðskiptavina Sím- ans sem staddir eru erlendis þegar hún er komin upp í 10 þúsund krón- ur. Slíkt þak hefur verið til staðar þegar fólk ferðast innan Evrópu um nokkurt skeið en nú gildir þetta einnig um öll önnur lönd í heim- inum þar sem Síminn er með reiki- samninga. Þegar lokast fyrir gagnanotkun fær viðskiptavinurinn sms-skilboð í farsímann og honum boðið að hækka þakið upp í næsta þrep sem er 15 þúsund krónur Síminn setur þak Íslandsstofa stendur fyrir fræðslufundi um- norðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjónustu. Fundurinn verð- ur haldinn á Rad- isson Blu Hótel Sögu, fimmtu- daginn 1. desember kl. 10-11.30. Erindi flytja: Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur, Friðrik Páls- son, hótelstjóri á Hótel Rangá, og Ragnar Th. Sigurðsson ljósmynd- ari. Skráning fer fram á islands- stofa@islandsstofa.is Rætt um norðurljós og ferðaþjónustu STUTT Birgir Fanndal Mývatnssveit Í fallegri morgunbirtu voru jólaljós tendruð á grenitré við Reykjahlíðarskóla á dögunum og jólalög sungin af æskuglöðum börnum. Þar voru allir nemendur skólans mættir við athöfnina, samtals 43 börn, auk þess starfs- menn og nokkrir fullorðnir úr sveitinni og fengu allir kakó og kökur á eftir. Það segir nokkuð um íbúaþróun í Mývatns- sveit og reyndar í héraðinu öllu að geta þess að nemendur við skólann voru 82 fyrir aðeins sex árum og ekki þarf að fara nema tvo áratugi aftur í tímann og sjá þá að barnahópurinn var þrefaldur á við það sem nú er. Æskuglöð börn sungu jólalög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.