Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Nemendaleikhús Listaháskóla Ís- lands frumsýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í leik- stjórn Halldórs E. Laxness annað kvöld kl. 20.00 í Smiðjunni, Leik- húsi Listaháskóla Íslands á Sölv- hólsgötu 13. „Hér er um glænýtt leikrit að ræða sem frumsýnt var í London í fyrra við frábærar undirtektir,“ segir Halldór og bendir á að í kjöl- farið hafi Bartlett verið hampað sem ferskri rödd í bresku leik- húslífi, en Bartlett er aðeins rétt rúmlega þrítugur að aldri. „Það sem er svo spennandi við þetta verk er að höfundurinn leyfir sér algjört frjálsræði og blandar sam- an hlutum sem maður hefði fyr- irfram haldið að væri ekki hægt. En þetta svínvirkar, því auðvitað má gera allt í leikhúsinu og ástæðulaust að læsa sig inni í ein- um ákveðnum stíl,“ segir Halldór og bendir á að höfundurinn blandi þannig kómísku uppistandi, dans, látbragðsleik, söng- og dans- leikjastíl saman við þrælvel skrif- aðan leiktexta. Hátt í 80 hlutverk í leikritinu „Þetta er saga af snörpum hrær- ingum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og fram- förum nútímans á meðan faðir þeirra heimsfrægur vísindamaður boðar heimsendi,“ segir Halldór og bendir á að hlutverk föðurins eigi sér fyrirmynd í breska vísinda- manninum James Lovelock sem heldur því fram að jörðin muni á allra næstu árum reyna að losa sig við alla íbúa sína til þess að geta byrjað upp á nýtt. Að sögn Halldórs getur verið vandasamt að finna leikrit sem hentar Nemendaleikhúsinu, þar sem tryggja þarf að öll leik- araefnin fái spennandi hlutverk til að spreyta sig á. „Í þessu leikriti eru reyndar hátt í 80 hlutverk, enda þeytist atburðarásin fram og til baka í tíma og rúmi frá 1968 til 2525,“ segir Halldór og tekur fram að öllum meðulum leikhússins, s.s. ljósum, búningum, tónlist og myndbandstækninni, sé beitt til þess að miðla þessu ferðalagi og fanga stemninguna. Ánægður með leikhópinn Aðspurður segir hann ekkert launungarmál að sýningin geri miklar kröfur til leikaranna sem leikhópurinn standi vel undir. „Ís- lenski leiklistarskólinn er einn sá besti í heimi. Maður hefur farið víða og séð ýmislegt. Námið hérlendis er mjög gott og krakk- arnir standa sig al- veg stórkostlega, enda hafa þau í námi sínu fengið leiðsögn í leik, söng og dans. Þar af leiðandi skila þau þessu af sér á mjög skemmtilegan hátt,“ segir Halldór. Nem- endaleikhúsið í vetur skipa Hjörtur Jó- hann Jónsson, Kol- beinn Arnbjörns- son, Olga Sonja Thorarensen, Ólöf Haraldsdóttir, Pét- ur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nor- dahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson og Tinna Sverrisdóttir. „Gera má allt í leikhúsinu“  Nemendaleikhúsið frumsýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í Smiðjunni á morgun  Höfundinum hefur verið hampað sem ferskri rödd í bresku leikhúslífi en verkið er frá því í fyrra Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hamfarir „Þetta er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans,“ segir leikstjórinn m.a. um verkið. Í kvöld kl. 20 heldur heldur Kvennakór Hafn- arfjarðar að- ventutónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði und- ir yfirskriftinni Ilmur af jólum. Á efnisskrá kórsins eru ís- lensk og erlend jólalög og kirkjulegir söngvar, meðal annars trúarleg tónlist frá 15. öld aukinheldur sem sem frum- flutt verða sjö tékknesk jólalög í út- setningu tékkneska tónskáldsins Jiri Ropek. Þrjú þessara laga hefur Hildigunnur Rúnarsdóttir raddsett sértaklega fyrir kórinn. Kvennakór Hafnarfjarðar var stofnaður árið 1995 og er í dag skipaður tæplega 50 konum. Stjórnandi kórsins frá árinu 2007 er Erna Guðmundsdóttir og píanó- leikari er Antonia Hevesi. Aðventu- tónleikar Erna Guðmundsdóttir Árlegt glæpa- kvöld Hins ís- lenska glæpa- félags verður haldið á Gall- ery-bar 46 í kvöld undir yf- irskriftinni Flá- ræði á fimmtudegi og hefst kl. 20.30. Glæpatríó Edda Lár leikur og Óttar M. Norðfjörð, Ragnar Jón- asson, Sigurjón Pálsson, Yrsa Sigurðardóttir og Þorlákur Már Árnason lesa upp. Einnig verður lesið upp úr bókum Eyrúnar Ýrar Tryggvadóttur, Sigrúnar Davíðs- dóttur og Stefáns Mána. Fláræði á fimmtudegi Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu, en þýðing þess var í höndum Heiðars Sum- arliðasonar. Tinna Ottesen hannar leikmynd og búningar, myndbönd fyrir verkið eru unnin af Brynju Björnsdóttur, hljóðmynd er í höndum Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Frið- rik Ágústsson og dans- höfundur er Brogan Dav- ison. Jarðskjálftar í London LISTRÆNIR STJÓRNENDUR Halldór E. Laxness Sýning um Fridtjof Nansen i Ráðhúsi Reykjavíkur Föstudaginn 2. desember kl. 17.00 verður opnuð sýning um heimskautafarann, mannvininn og vísindamanninn Fridtjóf Nansen í Ráðhúsi Reykjavíkur en í ár eru 150 ár frá fæðingu hans. Sendiherra Noregs, Dag Wernø Holter, flytur stutt ávarp. Léttar veitingar og allir velkomnir. Norska sendiráðið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.