Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsti hlutikosninga íEgypta- landi eftir bylt- ingu fór fram í upphafi vikunnar. Tilkynna á úrslit- in í kosningunum, sem náðu til þriðjungs kjördæma landsins, í dag, en Frelsis- og réttlætisflokkurinn, fram- boð Múslímska bræðralags- ins, hefur þegar lýst yfir sigri. Frambjóðendur Frelsis- og réttlætisflokksins lögðu mikla áherslu á umburð- arlyndi sitt í trúmálum í kosningabaráttunni, en þeir vilja taka upp íslamskan rétt og hafa gagnrýnendur flokksins áhyggjur af að lítið sé að marka allt tal um um- burðarlyndi því að hið raun- verulega markmið sé að koma á íslömsku ríki. Í stjórnartíð Hosnis Mub- araks voru félagar Bræðra- lagsins ofsóttir, fangelsaðir, pyntaðir og myrtir. And- staða þess við Mubarak og góðgerðarstörf kemur því nú til góða. Hreyfingin á bak við byltinguna var hins vegar af öðrum toga og veraldlegri. Lýðræðisflokkum í landinu hefur hins vegar ekki tekist að skipuleggja sig þannig að þeir nái til kjósenda á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því að mótmælin hófust, og forsprakkar þeirra eru óþekktir. Egyptum tókst með mót- mælum að hrekja Mubarak frá völdum í upphafi árs. Herinn hélt hins vegar áfram að stjórna landinu og þrátt fyrir fyrirheit um umbætur og lýðræði er ljóst að hann ætlar að gera sitt ýtrasta til að halda ítökum sínum í egypsku samfélagi, meðal annars með því að binda í stjórnarskrá ákvæði um sjálfstæði hersins frá hinu pólitíska valdi. Í liðinni viku brutust á ný út mótmæli í Egyptalandi líkt og byltingin hefði aldrei átt sér stað. Þeim var mætt með valdi. Múslímskir flokkar hafa undanfarið unnið sigra í Norður-Afríku. Hófsamur múslímaflokkur vann fyrstu kosningarnar í Túnis eftir byltingu og það sama gerðist þegar nýlega var gengið til kosninga í Marokkó. Óttast er að bakslag verði gagnvart konum í Egypta- landi. Í mars bárust fréttir um að ungar konur hefðu verið teknar í „jómfrúar- próf“ hjá öryggissveitunum. Þær voru klædd- ar úr fyrir framan æpandi hermenn, sem tóku upp á símana sína þeg- ar þær voru skoð- aðar. Fórnar- lömbin lýstu reynslunni sem nauðgun. Í mótmælunum í liðinni viku var ítrekað greint frá kynferðislegum árásum á konur. Yfirleitt voru örygg- issveitir að verki, en einnig mótmælendur. Ein kona lýsti því hvernig hún var hand- leggs- og handarbrotin og síðan káfaði hópur lögreglu- manna á henni. Konur í Egyptalandi og Túnis hafa notið meiri rétt- inda en konur víðast hvar annars staðar í arabaheim- inum. Spurningin er hins vegar hver staða þeirra verð- ur nú. Oft veittu einræð- isherrar konum aukin rétt- indi til þess að afla sér fylgis. Tekið er til þess að í hópi, sem á að endurskoða egypsku stjórnarskrána, er engin kona. Múslímaflokk- urinn, sem sigraði í Túnis, kveðst fylgja sömu hug- myndafræði og flokkur Re- ceps Erdogans í Tyrklandi. Réttur kvenna þar er nokkuð traustur, en andrúmsloftið er breytt. Konur segja frá því að þær verði fyrir aðkasti á götum úti fyrir klæðaburð og karlar í hópi stúdenta í háskólanum í Túnisborg hafa meinað kvenkennurum, sem þeim þóttu ósæmilega klæddir, aðgang að kennslu- stofum. Í upphafi árs var undantekning að sjá konu með höfuðklút í höfuðborg- inni, nú hylur um helmingur kvenna þar höfuð sitt með einhverjum hætti á götum úti. Áhyggjurnar út af því að staða kvenna muni versna í arabaheiminum eru ekki bundnar við Norður-Afríku. Sem dæmi má nefna að í Írak hafa fjórar af hverjum fimm konum hætt skólagöngu út af breyttum viðhorfum. Konur áttu stóran þátt í mótmælunum um allan arabaheiminn, allt frá Egyptalandi, Jemen, Líbýu og Sýrlandi til Túnis. Án þeirra hefðu byltingar arab- íska vorsins ekki átt sér stað. En þeir njóta ekki alltaf eld- anna, sem kynda þá. Nú blasir ekki aðeins við að kon- um muni reynast erfitt að sækja aukin réttindi, heldur muni þær þurfa að berjast fyrir þeim rétti, sem þær hafa þegar. Víða í arabaheim- inum er hætta á að staða kvenna muni versna.} Staða arabískra kvenna L andsmenn ættu að spyrja sig að því hvort það sé ekki nokkuð ein- kennilegt að einu skiptin sem verulegt lífsmark sést með núver- andi ríkisstjórn er þegar ráð- herrar hennar eiga í innbyrðis átökum. Hávað- inn og fyrirgangurinn minnir mest á kóngaleikrit eftir Shakespeares. Ákveðnir ráð- herrar vilja losna við aðra ráðherra og brugga alls kyns launráð sín á milli meðan ráðherrarn- ir sem telja sig ofsótta stíga fram á svið og fara með þuluna: „Ég er ráðherra, eins og þið sjáið. Ég var ráðherra í gær og nú er kominn nýr dagur sem hlýtur að þýða að ég sé ennþá ráð- herra. Þegar allt þetta kemur saman er vita- skuld ljóst að staða mín hefur aldrei verið sterkari.“ Litlu peðin, hinir almennu þingmenn stjórn- arflokkanna, troða sér svo reglulega fram í sviðsljósið til að minna á tilvist sína. Þessir þingmenn eru brúnaþungir þegar þeir mæta í fjölmiðlaviðtöl og segja stöðuna ekki góða. Þeir tala upp eigið mikilvægi og segjast ætla að taka sér góðan umhugsunartíma til að íhuga hvernig þeir bregðist við. Fjölmiðlar standa svo á öndinni yfir þessu öllu saman og leita uppi næsta stjórnmálafræðing og spyrja: „Er ríkisstjórnin að springa?“ Allir helstu leikendur eru æstir og móðir, en áhorfend- urnir, sem er almenningur, láta sér fátt um finnast. Hinn venjulegi Íslendingur er búinn að sjá þetta leikrit of oft og getur ekki lengur lifað sig inn í atburðarásina. Svo er hann líka fyrir löngu búinn að gefa upp alla von um að losna við þessa ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi árið 2013. Þannig að hann ákveður að bíta á jaxlinn og þreyja þorrann. Maður þarf ekki að vera vinnusálfræðingur til að sjá að ríkisstjórnin er óstarfhæf. En áfram skröltir hún þó. Helstu rök hennar fyrir áframhaldandi setu, þrátt fyrir æpandi van- getu, er að engir aðrir flokkar geti tekið við af henni. Sú fullyrðing er náttúrlega ekkert ann- að en gegndarlaus ósvífni. Það er ekki rík- isstjórnin sem ákveður hvaða flokkar eru gjaldgengir við stjórn landsins. Fólkið sjálft ákveður það. Ríkisstjórn sem getur ekki stjórnað sjálfri sér getur alls ekki stjórnað heilu landi. Ef þessi ríkisstjórn vill gera eitthvert gagn þá gerir hún það best með því að víkja. Það væri falleg og nytsöm jólagjöf til landsmanna. Núverandi ríkisstjórn er engum til gagns og gleði og vinnur beinlínis gegn hag þegnanna. Hún lofar atvinnu- uppbyggingu og segist vera með framsækin áform sem muni skapa ótal ný störf. Nákvæmlega ekkert gerist. Hún lofar almenningi betri kjörum. Enginn verður var við þau. Það sem þjóðin sér hins vegar greinilega eru ráðherrar og þingmenn tveggja flokka sem geta ekki unnið saman. Það blasir við öllum – nema þeim – að best er að slíta sambúð- inni. En það virðist ekki koma til greina. Völdin eru of mikilvæg til að hægt sé að hugsa um þjóðarhag. Og áfram skröltir ríkisstjórnin. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Áfram skröltir hún þó STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is S kort hefur á umræðu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Um þetta gátu þeir sem tóku til máls á hádegisverð- arfundi Lögfræðingafélags Íslands í gær verið sammála. Um annað greindi menn á. Fyrirlesari var Haf- steinn Þór Hauksson, lektor við laga- deild Háskóla Íslands, en í kjölfar erindis hans gafst fundargestum tækifæri til að koma með athuga- semdir og bera upp spurningar. Minna fór þó fyrir þeim en erindi Hafsteins. Í upphafi fór Hafsteinn yfir stjórn- arskrána almennt og sagði að með henni væri myndaður rammi utan um stjórnmálastarf í landinu. „Við getum rifist eins og hundur og köttur um pólitík allan liðlangan daginn […] en með stjórnarskránni og ákvæðum hennar höfum við komið okkur saman um það hvernig við ætlum að leysa þann ágreining, leiða hann til lykta eða minnsta kosti komast að nið- urstöðu. Það er mjög dýrmætt að vera sammála um leikreglurnar, rammann utan um deilurnar.“ „Lögfræðilega stórhættulegt“ Hann benti á að stjórnarskráin væri æðsta réttarheimildin og lög- fræðilegt skjal sem lögfræðingar ættu að geta farið með í réttarsal og beitt fyrir sig. Hann sagði það því draga úr réttaröryggi ef sífellt væri verið að breyta ákvæðum hennar. Hvað þetta varðar má vísa til orða Hafsteins um að orðalagi sé breytt í nánast öllum mannréttindaákvæðum, en gjarnan tekið fram í greinargerð að þau standi efnislega óbreytt. „Það er mjög sjaldgæft að dómstólar líti svo á að orðalagi ákvæða sé umturn- að og endurstaflað að gamni og það hafi enga efnislega þýðingu. Ef texti ákvæðisins gefur til kynna efnis- breytingu þá eru mjög miklar líkur á því að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að um efnisbreyt- ingu sé að ræða.“ Hann sagði sömu stöðu hafa komið upp árið 1995 með nýjum mannrétt- indakafla. Þá hafi verið sagt að um skjalfestingu á gildandi réttindum væri að ræða. „Þá fengum við í kjöl- farið fjölda dómsmála þar sem ákvæðin voru túlkuð að nýju. Það að breyta orðalagi eins og þarna er gert en segja á sama tíma að það sé engin efnisleg breyting er lögfræðilega stórhættulegt.“ Alltaf verið unnið í sátt Hafsteinn sagði að þó svo aðdrag- andinn að tillögu stjórnlagaráðs hefði verið eins og hann var væri óvið- unandi að hafna henni út frá því. Þessi ferill fór í gang og miklu púðri eytt í vinnuna. Því þyrfti að taka efn- islega umræðu um tillöguna, sem þyrfti jafnframt að vera vönduð. „Til- laga stjórnlagaráðs snýst um breyt- ingu á nánast öllum ákvæðum stjórn- arskrárinnar og mörg aukaákvæði til viðbótar samin. Við þurfum tíma til að skoða þetta,“ sagði Hafsteinn og að umræðan væri rétt að byrja. Þá sagði hann mjög mikilvægt að um stjórnskipunarreglur skapaðist sátt. „Hér á Íslandi erum við með stjórnarskrá sem var samþykkt á Þingvöllum með 95% atkvæða, og ég veit ekki til þess að það séu mörg dæmi um slíkt í heiminum. Allar stjórnarskrárbreytingar sem gerðar hafa verið, sem eru fjölmargar, hafa verið gerðar í sátt allra stjórn- málaflokka.“ Að endingu sagði Hafsteinn að allir yrðu að átta sig á því hvað það þýddi að taka þetta skref, ræða þyrfti tillög- una ítarlega og taka afstöðu til henn- ar. „Ef einhver heldur að þetta verði bara keyrt í gegn er sá hinn sami á villigötum.“ Efnislega umræðu þarf um tillöguna Morgunblaðið/Ómar Stjórnlagaráð Alþingi mun taka tillögu stjórnlagaráðs til umfjöllunar. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis hefur um þessar mundir til meðferðar skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands og tillögu til þingsályktunar um meðferð tillagna stjórnlagaráðs. Óskað var eftir umsögnum og athugasemdum um tillögurnar og rann fresturinn til að skila inn út í gær. Síðdegis í gær höfðu 34 erindi verið skjalfest á vefsvæði Alþingis um tillögur stjórnlaga- ráðs og tvö erindi um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga. Fresturinn rann út í gær UMSAGNIR TIL NEFNDAR Kosið til stjórnalagaþings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.