SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 6
6 11. desember 2011 Auk Rúnars standa að Eldfjallabruggi Alfreð Pálsson framkvæmdastjóri og Ragnar Tryggvason brugg- meistari sem stýrir framleiðslunni. „Við Alfreð vorum búnir að velta allskonar áfengisframleiðslu fyrir okk- ur, fannst heillandi að reyna eitthvað nýtt, ekki síst í ljósi atvinnuástands og árferðis almennt. Við viljum leggja okkar af mörkum til að skapa vinnu og fram- legð,“ segir Rúnar. Þegar þeir hittu Ragnar, brottfluttan Akureyring, fóru hjólin að snúast. „Ragnar býr yfir gríðarlegri reynslu eftir áratuga bruggun og framleiðslu drykkja víða erlendis, ekki síst drykkja af þeirri gerð sem hér um ræðir, og það var hann sem stakk upp á vodka- gosinu. Upphaflega ætlaði Ragnar bara að vera okk- ur til halds og trausts en á endanum gerðist hann meðeigandi að Eldfjallabruggi og kemur til með að stýra framleiðslu í samvinnu við Kalda á Árskógs- strönd. Samvinnan við Ragnar hefur verið fram- úrskarandi,“ segir Rúnar en Ragnar, sem býr í Hafn- arfirði, er með annan fótinn í Bosníu, þar sem hann stýrir stóru bruggverkefni. Bruggmeistarinn slóst í hópinn Rúnar og Alfreð handsala samning við eigendur Kalda, Ólaf Þröst Ólafsson og Agnesi Sigurðardóttur. Volcanic Energy nefnist nýr áfengurdrykkur sem kominn er í vínbúðir hérá landi. Framleiðandi er nýstofnað fyr-irtæki, Eldfjallabrugg á Akureyri, en um er að ræða svokallað vodkagos sem ekki hefur áður verið framleitt á Íslandi. Áfengisstyrkur drykkjarins er 4,5% og er hann seldur í 330 ml flöskum. Fyrir á markaði eru eingöngu innfluttir drykkir af þessu tagi og segir Rúnar Friðriksson, stjórnarformaður og sölustjóri Eldfjallabruggs, sóknarfærin ótvíræð. „Erlendu drykkirnir eru bæði veikari, 4%, og flöskurnar smærri, 275 ml. Eigi að síður er verðið sambærilegt. Við getum því fullyrt að Volcanic Energy er bestu kaupin,“ segir hann vígreifur. Rúnar segir hinn svokallaða alco-pops-markað hafa skroppið saman á Íslandi undanfarin ár, einkum vegna verðs, smæðar umbúða og minnk- andi magns alkóhóls. „Við höfum þegar fengið framúrskarandi viðtökur hjá veitingamönnum og vonum að viðskiptavinir Vínbúðanna taki okkur líka vel. Vegna auglýsingabanns er áhersla lögð á góða samvinnu við ÁTVR og veitingamenn. Við ætlum að láta ferska vinda blása um markaðinn og standa fyrir allskyns uppákomum vítt og breitt á næstu misserum.“ Þrjár bragðtegundir Fyrsta kastið verður hægt að fá Volcanic Energy með þrennskonar bragði, appelsínu, ananas og súraldin. Rúnar segir stefnt að því að fjölga bragð- tegundum á næsta ári og vill hafa neytendur með í ráðum. „Við viljum þróa okkar vörur í nánu sam- starfi við neytendur – hlusta eftir vilja þeirra.“ Fljótlega eftir áramót hyggst Eldfjallabrugg hefja framleiðslu á sterku áfengi, vodka og gini, auk þess sem stefnt er að því að setja óáfengan drykk á markað – allt undir merkjum Volcanic Energy. Spurður um hugsanlegan útflutning segir Rúnar umbúðahönnun taka mið af því sérstaklega. „Um- búðirnar eru hannaðar með það fyrir augum að heppilegt sé að flytja drykkinn út og erum við að skoða nokkra mjög spennandi möguleika í því sambandi,“ segir Rúnar en hönnun fór alfarið fram hjá Blekhönnun á Akureyri undir stjórn Guðrúnar Hilmisdóttur. Markaðsrannsóknir gerði Fjóla Karlsdóttir hjá Samráði á Akureyri. Eldfjallabrugg hefur gert markaðsáætlun til fimm ára og segir Rúnar fyrirtækið meðal annars horfa til Norðurlandanna, Hollands og Bretlands, auk þess sem því hefur verið boðið að taka þátt í stórri kynningu í miðri New York-borg. „Það boð kemur frá enskum markaðsfræðingi sem hefur fylgst vel með okkur í nokkurn tíma. Hann sýnir þessu verkefni mikinn áhuga og vonandi höfum við tök á að þekkjast boðið. Það skýrist mjög fljót- lega.“ Rúnar telur blómlega bjórframleiðslu líklegustu skýringuna á því að engum hafi í annan tíma dott- ið í hug að framleiða vodkagos á Íslandi. „Þróunin í bjórnum hefur verið mjög skemmtileg á und- anförnum misserum og framboðið til fyr- irmyndar. Á sama tíma hefur vodkagosið setið á hakanum – þar til nú.“ Rúnar Friðriksson með hinn nýja drykk, Volcanic Energy, í Vínbúðinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Drykkur sem gýs inn á markaðinn Nýr áfengur gosdrykkur, Volc- anic Energy, kominn á markað Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rúnar Friðriksson stjórnarformaður og sölustjóri og Alfreð Pálsson framkvæmdastjóri Eldfjallabruggs. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrst um sinn er hægt að festa kaup á hinum nýja drykk, Volc- anic Energy, í verslunum ÁTVR á Ak- ureyri, Húsa- vík og Dalvík og í Skútuvogi, Kringlunni og Heiðrúnu í Reykjavík. Verði viðtökur góðar verður Volcanic Energy í framhaldinu dreift á fleiri útsölustaði. Bæði syðra og nyrðra OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.