SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 20
20 11. desember 2011
Þ
að er mikið talað um erlendar
fjárfestingar um þessar mundir.
Ráðherrar koma hver á fætur
öðrum og segja að mestu skipti
að fá hingað erlenda fjárfestingu. Vinnu-
veitendur taka undir. Einn ráðherranna
ætlar meira að segja að leiðbeina erlendum
fjárfesti um völundarhús íslenzks laga-
kerfis. Er þetta svona einfalt og sjálfsagt?
Hvað er eftirsóknarvert á Íslandi fyrir
erlenda fjárfesta? Eitt er víst, að það er
ekki stærð markaðarins hér, sem freistar
þeirra. Segjum sem svo að fjárfestir hafi
hug á að leggja fyrir sig smásöluverzlun
með olíu og benzín. Er ekki líklegt að
hann leiti að stærri markaði en 300 þús-
und manns? Á ekki það sama við um fjár-
festi, sem hefði áhuga á að setja peninga í
tryggingastarfsemi, banka, smásölu í
matvöru eða nánast hvaða starfsemi, sem
er, sem byggist á hinum íslenzka heima-
markaði? Markaðurinn hér er svo lítill, að
það getur ekki verið eftir miklu að slægjast
fyrir þá, sem vanir eru stærra markaðs-
umhverfi. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir
því, að það er sjaldgæft að útlendingar hafi
áhuga á slíkum fjárfestingum hér á landi.
Þó skulum við ekki gleyma Bauhaus, sem
er undantekning fremur en regla.
Að hverju gæti áhugi erlendra fjárfesta
beinzt? Það er nokkuð augljóst. Sjávar-
útvegur á Íslandi getur verið eftirsókn-
arverður fjárfestingarkostur og orku-
framleiðsla á Íslandi sömuleiðis. Það er
nýting auðlinda Íslendinga, sem gæti
freistað erlendra fjárfesta.
Við leyfum hins vegar ekki erlenda fjár-
festingu í sjávarútvegi nema að mjög tak-
mörkuðu leyti. Mér fannst um skeið koma
til greina að við leyfðum slíkt á þeirri for-
sendu, að gagnkvæmni yrði að ríkja. Á
sama tíma og Íslendingar voru að fjárfesta
í sjávarútvegi í útlöndum var erfitt að sjá,
hvernig við gætum bannað sambærilegar
fjárfestingar hér. Nú hefur hins vegar
dregið mjög úr fjárfestingum Íslendinga í
sjávarútvegi annars staðar og jafnframt
verður ljósara að aðrar þjóðir hugsa ekki
fyrst og fremst um gagnkvæmni í þessum
efnum heldur eigin hagsmuni. Þess vegna
hallast ég að því nú, að þeir útgerð-
armenn, sem alla tíð hafa verið andvígir
erlendum fjárfestingum í íslenzkum sjáv-
arútvegi hafi haft rétt fyrir sér.
Um orkugeirann gilda önnur lögmál. Ef
t.d. væri ákveðið að einkavæða Lands-
virkjun er ljóst að erlend orkufyrirtæki
(eða aðrir erlendir fjárfestar) gætu keypt
hluti í fyrirtækinu á markaði og þau gætu
jafnvel keypt fyrirtækið allt, ef þeim
sýndist svo. Þá er gengið út frá þeirri for-
sendu, að bein eignaraðild að auðlindum
kæmi hvergi við sögu. EES-samningurinn
og íslenzk lög leyfa fjárfestingar aðila á
evrópska efnahagssvæðinu í íslenzkum
orkufyrirtækjum sem og öðrum fyr-
irtækjum.
En jafnvel þótt tryggilega væri gengið
frá eignarhaldi auðlindanna í fallvötnum
og iðrum jarðar er það áleitin spurning,
hvort það samrýmist þjóðarhagsmunum
okkar Íslendinga að helztu orkufyrirtæki
landsmanna yrðu í erlendri eigu. Þótt um
mikil verðmæti sé að ræða á okkar mæli-
kvarða hafa stór erlend fyrirtæki lítið fyrir
því að kaupa upp þau orkufyrirtæki, sem
hér yrðu til sölu ef ákvörðun væri tekin
um að einkavæða þau.
Eitt stærsta orkufyrirtæki heims er
rússneska fyrirtækið Gazprom, sem fram-
leiðir og selur bæði olíu og gas. Þetta fyr-
irtæki seilist nú til áhrifa í smásölu á benz-
íni og olíu í Þýzkalandi. Í krafti
dótturfyrirtækis í Þýzkalandi gæti þetta
fyrirtæki, svo að dæmi sé tekið, eignast öll
orkufyrirtæki á Íslandi yrði ákvörðun tek-
in um að einkavæða þau.
Slíkt fyrirtæki hefði ekki fyrst og fremst
áhuga á þeim möguleika að selja 300 þús-
und Íslendingum rafmagn og heitt vatn.
Það mundi hafa áhuga á að selja raforku
frá Íslandi til Evrópu um sæstreng, þar
sem er til staðar mun stærri markaður.
Verðsveiflur á orkumarkaði í Evrópu eru
miklar og verðið, sem fólk borgar fyrir
raforku er langtum hærra en hér. Það
liggur í augum uppi, að um leið og slíkt
erlent fyrirtæki eignaðist stóra hluti í
orkufyrirtækjum hér eða þau öll og seldi
raforku til útlanda á hærra verði en fæst á
markaðnum hér mundi þrýstingur á
hækkun á innanlandsmarkaði verða mjög
mikill. Þetta má sjá nú þegar í samskiptum
Magma Energy og Norðuráls, sem hafa
orðið til þess að framkvæmdir við álver í
Helguvík hafa stöðvazt.
Er það alveg augljóst mál að slík erlend
fjárfesting í íslenzkum orkufyrirtækjum
mundi þjóna hagsmunum íslenzku þjóð-
arinnar? Ég held ekki. En hvað er það fólk
þá að tala um, sem alla daga talar um mik-
ilvægi þess að fá erlenda fjárfestingu til Ís-
lands?
Það er orðið tímabært að þjóðin taki
grundvallaratriði þessa máls til umræðu
og að við gerum upp við okkur hvers kon-
ar erlenda fjárfestingu við teljum eft-
irsóknarverða. Það er augljóst mál, að er-
lend fjárfesting í Íslenzkri erfðagreiningu,
svo að dæmi sé tekið, hefur lagt grundvöll
að nýrri vísinda- og rannsóknarstarfsemi
á Íslandi, sem ella hefði ekki orðið til. Og
athyglisvert að í umræðum um erlenda
fjárfestingu er aldrei á það fyrirtæki
minnzt en erlendir fjárfestar hafa komið
með nýtt fjármagn inn í það á und-
anförnum misserum. Þetta er eftirsókn-
arverð erlend fjárfesting.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og
pólitískir samherjar hennar hafa lagt sig
fram um síðustu vikur að hvetja til er-
lendra fjárfestinga hér. Hefur ráðherrann
áhuga á að greiða fyrir erlendri fjárfest-
ingu í orkuiðnaði á Íslandi með þeim af-
leiðingum, sem af því gætu leitt? Hefur
ráðherrann og flokkur hennar áhuga á að
opna fyrir erlenda fjárfestingu í sjávar-
útvegi?
Þótt hér sé vísað til iðnaðarráðherra
eiga þessar sömu spurningar erindi til
allra stjórnmálaflokka á Íslandi og tíma-
bært að þeir svari þeim.
Útlendingar og íslenzk orkufyrirtæki
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Mér finnst eins og ég sé kominn á það stig aðgeta ekki lengur staðið í stykkinu fyrir lið-ið mitt, þjálfarann og stuðningsmennina.Ég átti lélegt ár og enda þótt ég hefði verið
með 35% árangur hefði þetta samt verið svanasöngur
minn. Mig verkjaði um allan líkamann og það var orðin
kvöð að spila. Þegar hafnabolti hættir að vera skemmti-
legur er hann ekki lengur leikur. Þess vegna hef ég leikið
minn síðasta leik.“
Þannig komst goðsögnin Joe DiMaggio, einn fremsti
íþróttamaður í sögu Bandaríkjanna, að orði þegar hann
tilkynnti á þessum degi fyrir sextíu árum að hann væri
hættur að leika hafnabolta með New York Yankees. Di-
Maggio lék í þrettán ár með Yankees, varð bandarískur
meistari níu sinnum og var í þrígang valinn besti leik-
maður úrslitaviðureignarinnar, World Series. Þá er
hann eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur verið valinn
til þátttöku í stjörnuleik hafnaboltadeildarinnar vestra
öll árin sem hann spilaði.
Þegar DiMaggio lagði kylfuna á hilluna var hann í
fimmta sæti yfir flest endamarkshlaup í sögunni, 361, og
sjötti á listanum yfir bestu hittnina, 57.9%. Árið 1969
var hann valinn besti hafnaboltaleikmaður sögunnar
sem þá var á lífi. Frægastur er DiMaggio líklega fyrir að
eiga svokallað „hafnarhögg“, högg sem sendir knöttinn
nógu langt til að kylfingurinn komist örugglega í fyrstu
höfn, í 56 leikjum í röð sumarið 1941. Met sem enn
stendur.
Joe DiMaggio var næstyngstur níu barna ítalskra inn-
flytjenda, Giuseppes og Rosaliu DiMaggio. Hann fæddist
í Martinez, Kaliforníu, árið 1914 en ólst upp í San Franc-
isco. Faðir hans var sjómaður en Joe sýndi enga tilburði
til að feta í fótspor hans, kúgaðist við það eitt að stíga
um borð í bát föður síns. Gramdist Giuseppe þetta mjög.
Hafnaboltaferillinn hófst með þeim hætti að eldri
bróðir hans, Vince DiMaggio, tók drenginn með sér á
æfingu og taldi þjálfarann í hálfatvinnumannaliði í San
Francisco á að gefa honum tækifæri. Fljótlega sló Joe Di-
Maggio met þegar hann átti „hafnarhögg“ í 61 leik í röð.
„Það var ekki fyrr en ég sló þetta met að hafnabolti lagð-
ist á sálina á mér,“ útskýrði hann síðar. „Upp frá því
varð það í mínum huga mikilvægara að slá boltann en að
borða, drekka og sofa.“
DiMaggio gerðist atvinnumaður hjá New York Yan-
kees árið 1936 og varð meistari með liðinu strax fyrsta
árið – raunar fjögur fyrstu árin. Svo glæsilegur var ferill
kappans að enginn hefur skrýðst búningi með númeri
hans, 5, hjá Yankees síðan hann hætti.
Hafnabolti er gríðarlega vinsæl íþrótt í Bandaríkj-
unum en hafi einhver landsmaður ekki vitað deili á Joe
DiMaggio breyttist það örugglega þegar hann gekk að
eiga gyðjuna sjálfa, Marilyn Monroe, árið 1954. Hjóna-
bandið vakti að vonum gríðarlega athygli enda um að
ræða einn vinsælasta íþróttamann landsins og eina
stærstu kvikmyndastjörnu samtímans. Stjörnurnar áttu
þó illa skap saman og 274 dögum eftir brúðkaupið sótti
Monroe um skilnað. Hjónabandið var stormasamt og
sumar heimildir segja ofbeldisfullt. Frægt var hversu illa
atriðið fræga úr kvikmyndinni The Seven Year Itch,
þegar Monroe hleypti veðri í pilsið sitt, fór í DiMaggio.
Stóð hann og æpti á spúsu sína á tökustað lengi á eftir –
og var svarað í sömu mynt.
DiMaggio og Monroe byrjuðu aftur að hittast eftir að
hún skildi við leikritaskáldið Arthur Miller 1961 en í
þeirri lotu sögðust þau bara vera vinir. Þrálátur orðróm-
ur var þó á kreiki þess efnis að þau ætluðu að giftast á ný
og sumir telja að DiMaggio hafi verið að undirbúa bón-
orð þegar Monroe lést af völdum ofneyslu lyfja í ágúst
1962. Í tvo áratugi sendi hann rósabúnt á leiði hennar,
þrisvar sinnum í viku. Sjálfur lést DiMaggio úr lungna-
krabbameini árið 1999, 84 ára að aldri.
orri@mbl.is
DiMaggio
leggur
kylfuna á
hilluna
Joe DiMaggio í fullum herklæðum á Yankees-leikvanginum.
’Stjörnurnar áttu þó illa skapsaman og 274 dögum eftir brúð-kaupið sótti Monroe um skilnað.
Joe DiMaggio og Marilyn Monroe meðan allt lék í lyndi.
Á þessum degi
11. desember 1951