SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 8
8 11. desember 2011 Vantrú kærði hinn 4. febrúar 2010stundakennarann Bjarna Randver Sig-urvinsson í guð- og trúarbragðafræði-deild fyrir umfjöllun hans um Vantrú í tímum. Á spjallþræði á innra vef Vantrúar skrifar þá Reynir Harðarson, sálfræðingur og formaður fé- lagsins: „Kæru félagar. Klukkan 15:00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og guðfræði í Háskóla Íslands.“ Reynir bætir síðan við: „Við munum berjast á vefnum, í blöðum, með bréf- um og jafnvel í fjölmiðlum þar til fullur sigur er unninn.“ Aftan við þessi skrif bætir Reynir við broskarli. Vantrúarfélagar halda því fram að þetta hafi verið skrifað í gríni og ekkert heilagt stríð hafi verið háð og hafa margoft sagt og skrifað að ekki nokkur maður hafi verið lagður í einelti. Síðast í vikunni gerðu þeir það í grein sem þeir birtu á vef sínum undir heitinu: Hvaða einelti? Þeir fullyrða að kæra þeirra til siðanefndar HÍ geti ekki flokkast undir einelti og spjall þeirra á innra vef félagsins, sem um tvö hundruð manns hafa að- gang að, sé í hálfkæringi. En jafnvel þótt hvorki sé horft til kærunnar né mjög meiðandi ummæla um Bjarna á innri vef Vantrúar eða þess hvernig þeir hvetja hver annan áfram í baráttu gegn honum stendur eftir að frá því að þeir lýstu yfir heilögu stríði birtu þeir 67 greinar sem fjalla bara um Bjarna og kæruna, 31 grein þar sem hann eða kæran gegn honum er nefnd og 19 þar sem umræðurnar í athugasemdakerfinu fjalla um hann eða kæruna. Þetta eru samtals 117 greinar og hefur bæst við þá tölu núna í vikunni. Þá eru ótalin bréf sem hafa verið send á menn innan háskólans og herferð í fjölmiðlum, en strax á fyrstu vikunum eftir að kæran var lögð fram fjallaði DV um málið, í þætti hjá RÚV var tekið viðtal við félagsmann í Vantrú, sömuleiðis á útvarpsstöðinni X-inu, Smugan birti grein byggða á framburði van- trúarfélaga og Eyjan.is setti hlekk á fréttina. Þannig var fréttaflutningur af málinu mjög einhliða og lýsti hlið Vantrúar alveg þar til Pressan.is fór að fjalla um málið, en þá var hlið Bjarna Randvers einnig skýrð. Einelti af hálfu Vantrúar Í skýrslu um rannsókn á einelti og kynferðislegri áreitni innan HÍ, sem unnin var fyrir jafnrétt- isnefnd HÍ árið 2004, eru nefnd mörg atriði sem skilgreina einelti og virðist hegðun vantrúarfélaga falla undir ansi oft undir þá skilgreiningu. Í skýrslunni er meðal annars skrifað á blaðsíðu 10: „Einelti felur í sér … síendurteknar meiðandi at- hugasemdir og/eða athafnir sem standa yfir ákveð- ið tímabil og sem beint er gegn einstaklingi eða hópi fólks sem á erfitt með að verjast því.“ Í tvö ár hafa þessar greinar birst og eru enn að birtast. Í þessum 117 greinum sem voru þegar birtar á opinberum vettvangi af hálfu vantrúarfélaga fyrir viku er Bjarni meðal annars sakaður um óheið- arleika og afbrot á borð við „innbrot“ og „þjófnað“. Þar er vísað til þess að hann hafi undir höndum út- prentaðar yfir sex hundruð síður af innri vef Vantrúar. En þess ber að geta að vegna þrýstings frá blaðamanni Morgunblaðsins gaf Bjarni honum upp nafn manneskjunnar, sem hann kallar Lindu, sem lét honum þessar upplýsingar í té. Blaðamaðurinn talaði við Lindu og komst að raun um að ekki var um innbrot að ræða og að Bjarni kom þar hvergi nærri. Í skýrslunni er líka skrifað sem dæmi um einelti: „Að fá móðgandi eða særandi athugasemdir um sig, skoðanir sínar eða einkalíf.“ Það þarf ekki að vitna í innra spjall vantrúar- félaga til að finna uppnefni sem hafa verið notuð um Bjarna. Í þessum 117 greinum á opinberum vettvangi og athugasemdum við þær hefur hann verið kallaður ónefnum eins og „andskotans hálf- viti“, „hlandspekingur“, „BRandari“ og „kaunfúll barmabrundull“. Þá hefur mikið grín verið gert að skoðunum hans. Í skýrslunni stendur: „Að lítið sé gert úr eða hæðst að persónu viðkomandi.“ Vantrúarfélagar tala oft um það á innri vefnum að þeir þurfi að gera lítið úr Bjarna og hæðast að hon- um. Þeir láta síðan oft verða af því á opinberum vettvangi, bæði í greinum og einnig með myndbirt- ingu á heimasíðu sinni þar sem andlit hans er sett undir háskólann og síðan fúkyrðaflaumur úr ranni vantrúarmanna látinn á myndina. Fyrir þá sem ekki þekkja til mætti ætla að Bjarni Randver hefði látið þessi fúkyrði falla. Það væri of langt mál að telja upp öll atriðin sem talin eru til skilgreiningar á einelti, en svo virðist sen herferð vantrúarfélaga gegn Bjarna Randveri eigi við um meirihluta þeirra. Og hér er ekki tekið til umfjöllunar ótalmargt í hegðun starfsmanna háskólans gagnvart Bjarna sem einnig fellur undir skilgreiningu um einelti. Málsvörn vantrúarfélaga Vantrú er stofnuð vegna ummæla frá biskupi Ís- lands, Karli Sigurbjörnssyni, árið 2004 sem þessum stofnfélögum fannst móðgandi fyrir trúleysingja. Þeir vildu með öðrum orðum rétta hlut trúleysingja í samfélaginu og, eins og kemur fram á vefsíðu þeirra, berjast gegn hindurvitnum. Þeir hafa skipu- lagt sig í rökræðu og jafnvel baráttu við kirkjuna og kirkjunnar menn. Þótt aðferðirnar sem Vantrú beitir séu stundum ósvífnar má segja að aðstöðumunur vantrúarfélaga gagnvart kirkjunnar mönnum sé verulega kirkj- unni í hag. Kirkjan fær mörg hundruð milljónir frá ríkinu á ári og kirkjunnar menn hafa orðið uppvísir að því að tala niður til vantrúarmanna í messum og í það minnsta í einu tilfelli kalla þá níðinga á op- inberum vettvangi. En þegar þessar aðferðir, sem þeir hafa beitt í baráttu sinni við kirkjuna, eru notaðar gegn stundakennaranum Bjarna Randveri snýst dæmið allhrikalega við. Bjarni er hvorki prestur né pró- fessor og átti bágt með að verjast slíku einelti af hálfu Vantrúar. Vantrú til hróss má þó benda á að í umræðum um málið síðastliðna viku, sem þeir hafa tekið þátt í af miklum krafti, hafa þeir ekki gripið til ljóts orð- bragðs og komið hefur fram í máli þeirra að þeim þyki leitt að hafa valdið Bjarna vanlíðan þótt þeir gefi ekkert eftir í kröfum sínum. Þess má líka geta að flest verstu dæmin um svakalegt orðbragð van- trúarfélaga eru nokkurra ára gömul. Þeir hafa lagað orðfæri sitt. Ekkert af ofangreindu breytir þó því að á innra vef sínum skipulögðu þeir herferð gegn Bjarna Randveri sem þeir fylgdu eftir af krafti á vefnum, í blöðum, með bréfum og jafnvel í fjölmiðlum, rétt eins og Reynir Harðarson lofaði. Þrátt fyrir bros- karlinn sem hann setti fyrir aftan það loforð var staðið við það. Einelti vantrúarfélaga Lögðu stundakennara í HÍ í einelti í yfir tvö ár Morgunblaðið/Kristinn Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Kolbrún Baldursdóttir sálfræð- ingur, sem hefur sérhæft sig í forvörnum og aðgerðum gegn einelti, segist í fljótu bragði við lestur á atburðarásinni af mál- inu í háskólanum sjá að málið sé djúpstætt og að það hafi undið upp á sig. „Án þess að ætla að fara inn í málið sem ég hef engar forsendur til þar sem ég þekki það ekki nógu vel dettur mér samt í hug að halda að maðurinn ætti að eiga stuðn- ing HÍ,“ segir Kolbrún. „Það er jú sú stofnun sem ræður hann til kennslu vegna þess að hann er talinn hæfur til þess og eins og mér skilst ber kennurum skylda að setja kennsluefni inn á vefinn. Verði kennari fyrir árásum vegna þess fyndist mér að sú stofnun sem greiðir honum laun ætti að standa við bakið á honum. Það er mín tilfinning að háskóla- samfélagið hafi ekki alveg tekið nægjanlega vel við sér sam- anborið við grunnskóla og jafn- vel suma vinnustaði hvað varðar skilgreind viðbrögð ef upp koma kvartanir um einelti. Slík mál hljóta að koma upp þar eins og annars staðar,“ segir Kolbrún. Við gerð úttektarinnar á þessu máli sem birtist um síð- ustu helgi í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var gert lítið úr því við blaðamann Morgunblaðs- ins að Bjarni Randver hefði staðið einn í þessari baráttu gegn stórum félagsskap Vantrú- ar, stjórnsýslu HÍ og máttugri siðanefndinni. Athugun blaða- manns leiddi ekkert slíkt í ljós utan eins tilviks. Gefið var í skyn að Bjarni nyti stuðnings Biskupsstofu og því til sönn- unar var bent á bréf sem hann hefði í fórum sínum frá Reyni Harðarsyni til biskups og vitnar Bjarni í það í greinargerð sinni. Tilraun blaðamanns Morg- unblaðsins til að fá þetta bréf var hafnað af Biskupsstofu, þannig að hugsanlega hefur Bjarni Randver betri tengsl inná Biskupsstofu en aðrir eða að hann hafi fengið það fyrir mis- tök í kerfinu. Þess ber að geta að þótt Bjarni Randver hafi staðið einn í baráttu fyrir rétti sínum til að byrja með breyttist það. Fjöl- margir kennarar og prófessorar stóðu upp og vörðu hans mál- stað eftir að hafa kynnt sér efni málsins. Þannig að staða hans er mun vænlegri í dag. Um einelti á vinnustað Kolbrún Baldursdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.