SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 15
11. desember 2011 15
Eins og margir vita er í raun til lítils að spá fyrir um úrslit knattspyrnu-leikja og rökstyðja giskið. Hið óvænta setur iðulega strik í þann reikn-ing. Margir sérfræðingar starfa þó við það um allan heim og sumirgræða meira að segja á því. Pistilshöfundur verður að viðurkenna að
hann hafði lífsviðurværi sitt m.a. af þessu árum saman og hafði mjög gaman af,
eins og fjöldinn, en hagnaðist illu heilli aldrei verulega á því.
Knattspyrna er ákveðin vísindi; taka verður tillit til knatttækni, styrks,
hraða, aldurs leikmanna og fleiri þátta eins og almenns heilsufars, þegar líkum
er leitt að því hve úrslitin verða. Sums
staðar í heiminum þarf að reikna með
vindi. Þessi vísindi eru því ekki síður
erfið viðfangs en önnur; kannski ekki
meira að marka spádóma um fótbolta-
leiki en það hve margir sólardagar
verða í Reykjavík næsta sumar eða
hvort snjóar á Akureyri í júní. Eða
hvernig evran stendur gagnvart dollar í
næstu viku.
Hverjum hefði til dæmis dottið í hug
í haust, þegar dregið var í riðla Meist-
aradeildarinnar, að hvorki Manchester
United né Manchester City kæmust
áfram? Eða, ef út í það er farið, að bæði
Apoel frá Kýpur og FC Basel 1893 frá
Sviss yrðu í 16 liða úrslitunum? Líklega
engum, nema e.t.v. einhverjum Sviss-
lendingum og Kýpurbúum, en jafnvel á
þeim slóðum varla mörgum.
Um helgina er á dagskrá leikur sem
sannarlega má hlakka til, en hvernig
skyldi hann fara? Vandi er um slíkt að
spá, eins og segir í jólakvæðinu.
Þetta er ein athyglisverða rimma
fyrri hluta keppnistímabilsins í Evr-
ópu; Real Madrid tekur á móti Barce-
lona í spænsku deildinni í kvöld, laug-
ardagskvöld. Augu áhugafólks víða um
heim munu beinast þangað enda lík-
lega tvö bestu lið heims þar á ferð.
Undirritaður var svo lánsamur að
fylgjast með liðunum takast á um stór-
bikar Spánar í upphafi leiktíðar, þar
sem Barcelona hafði betur. Það var un-
aðsstund. Barca hefur borið höfuð og
herðar yfir önnur lið síðustu misseri en
Real-menn undir stjórn José Mour-
inhos, hins litríka portúgalska þjálfara,
hafa bitið í skjaldarrendur síðan, eru
efstir í spænsku deildinni og allt annað
en árennilegir. Liðið hefur eflst við
hverja raun og ætti að vera sig-
urstranglegra í kvöld ef eitthvað er. Í
fyrsta lagi er það á heimavelli, í öðru
lagi stendur það betur að vígi í topp-
baráttunni með þremur stigum meira
en Barca og hefur þó lokið einum leik
færra. Jafntefli yrðu því mjög viðunandi fyrir lærisveina Mourinhos en Barce-
lona verður að sigra til að laga stöðuna.
Eitt er víst; barist verður grimmilega á Santiago Bernabeu-leikvanginum í
Madrid í kvöld. Vonandi drengilega (þó að ég leyfi mér reyndar að efast um, í
ljósi sögunnar, að sú verði raunin!). Þegar þessi lið hittast er sá fundur annað og
meira og hefðbundinn leikur heldur stríði Katalóna gegn Kastilíumönnunum
frá höfuðborginni. Stoltið er í húfi, auk stiganna. Fótbolti og stjórnmál verða
eitt.
Leikendur í kvöld þurfa helst að muna að þeir eru fyrirmynd fjöldans. Enginn
getur gleymt því þegar áðurnefndur Mourinho potaði fingri í auga eins aðstoð-
armanna Guardiolas, þjálfara Barcelona, í lok leiksins í haust. Gerði sér sér-
staka, nokkurra metra ferð til þess arna! Almúginn var ekki lengi að apa þetta
eftir. Dæmi um það má sjá á efri myndinni sem fylgir þessum pistli; tveir vinir
sem ég rakst á í skoðunarferð um Camp Nou, heimavöll Barcelona í vikunni eft-
ir leik. Við myndatöku þóttist annar auðvitað pota fingri í auga hins …
Músíkantinn Sigurður Guðmundsson, einn Baggalúta, þykir líklega ekki
mjög knattspyrnumannslega vaxinn, en eftir slaginn sígilda á Spáni í kvöld,
mun ég gera orð hans í eftirminnilegu jólalagi að mín-
um: Þá mega jólin koma fyrir mér.
Þá mega jólin
koma fyrir mér
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
’
Vonandi verður
drengilega barist,
þó að ég leyfi mér
reyndar að efast um, í
ljósi sögunnar, að sú
verði raunin!
Christiano Ronaldo, Portúgalinn frá-
bæri hjá Real hefur farið hamförum.
Gaman verður að sjá til hans í kvöld.
Í fingrafar Mourinhos! Brugðið á leik í
skoðunarferð um Camp Nou, heimavöll
Barcelona, eftir leik við Real í haust.
Morgunblaðið/Skapti
Reuters
Fyrir rúmum tveimur áratugum, í lok jan-
úar 1991, var ég staddur í lyftu á Sofitel-
hótelinu við Copacabana-ströndina í Rio
de Janeiro í Brasilíu að maður kemur að-
vífandi og smeygir sér inn í lyftuna. Hann
heilsar mér kurteislega og spyr mig á
hvaða hæð ég sé að fara og eftir að ég
svara honum spyr hann hvers lenskur ég
sé, enda kannist hann ekki við framburð-
inn. „Frá Íslandi,“ hrópar hann undrandi
þegar ég svara honum og kallar svo enn
hærra: „Grafíííík!!!???! Geturðu hjálpað
mér að finna plötu með Grafík?“
Þegar mér tókst að róa viðkomandi nið-
ur kom í ljós að hann var bandarískur
plötuútgefandi og hafði árum saman verið
á höttunum eftir fyrstu breiðskífu Grafíkur,
Út í kuldann, sem kom út fyrir rétt rúmum
þrjátíu árum; 9. október 1981. „Hún er
meistaraverk,“ sagði hann, „þú verður að
hjálpa mér,“ en hann átti plötuna á gam-
alli úr sér genginni snældu sem dáti af
Vellinum hafði gefið honum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Grafíííík!!!???!
plataði mig vestur og ég sé ekki eftir því. Þar
skapaði ég tónlist, eignaðist góða vini og
konan mín er einmitt að vestan þótt ég hafi
reyndar kynnst henni í New York.“
Rúnar hóf að leiki með Rafni í hljómsveit-
inni Ýr á Ísafirði 1977 en Grafík varð til 1981
sem fyrr segir. Rafn, Rúnar og Örn hófu þá
að semja músík og taka upp á átta rása seg-
ulband í félagsheimilinu í Hnífsdal.
Heilluðust af nýbylgjunni
Nýbylgjan hóf innreið sína um 1980, sam-
hliða pönkinu. „Við fórum aldrei yfir í
pönkið, en nýbylgjan heillaði okkur mikið.
Við urðum fyrir áhrifum frá hljómsveitum
eins og Cure og Comsat Angels, eins King
Crimson og fleirum. Við höfðum reyndar
allir hlustað mikið á aðra músík og vorum
jafnvel undir áhrifum klassískrar tónlistar
og djass. Framan af var þetta því mikil til-
raunamúsík hjá okkur.“
Grafík vakti töluverða athygli og fékk lof-
samlega dóma, bæði hér heima og erlendis.
Nefna má að platan Get ég tekið cjens var
valin plata ársins 1984 af gagnrýnendum
fjölmiðlanna.Rúnar segir að starf og stíll
hljómsveitarinnar hafi orðið mun fastmót-
aðri eftir að Helgi Björnsson kom í hópinn.
„Við æfðum saman allir fjórir í tvær, þrjár
vikur og sömdum allt efnið fyrir Get ég tek-
ið cjenc hnitmiðað og á skömmum tíma.
Fórum svo í Hljóðrita og tókum upp á
tveimur eða þremur vikum. Platan var mjög
heilsteypt plata fyrir vikið.“ Músíkin var
aðgengilegri en það sem strákarnir höfðu
gert áður, segir Rúnar. Hún náði til fleiri.
„Þarna fórum í fyrsta skipti í alvöru-
stúdíó; tvær fyrstu plöturnar tókum við upp
á átta rása segulbandið í félagsheimilinu í
Hnífsdal eða heima hjá okkur; slíkt er
reyndar orðið algengt í dag, en græjurnar þá
voru ekki sambærilegar því sem nú er.“
Nokkur lög af þessari plötu urðu mjög
vinsæl; allir kannast við línuna „Húsið er að
gráta alveg eins og ég“ – texta Vilborgar
Halldórsdóttur leikkonu, eiginkonu Helga,
við lag Rúnars, Rafns, Helga og Arnar. Þar
segir einnig: „Mér finnst rigningin góð …“
Lögin Þúsund sinnum segðu já og 16 nutu
líka mikillar hylli.
Eftir að sveitin gerði plötuna Stansað
dansað & öskrað 1985 skildi leiðir þremenn-
inganna og Helga og þá gekk Andrea Gylfa-
dóttir til liðs við Grafík. Með henni gerðu
strákarnir plötuna Leyndarmál árið 1987, og
hún varð líka vinsæl. Ýmsir hljóðfæraleik-
arar hafa komið við sögu sveitarinnar og má
nefna Vilberg Viggósson, Hjört Howser,
Jakob Magnússon, Baldvin Sigurðsson og
Harald Þorsteinsson.
„Óður til Rabba“
Þegar 20 ár voru liðin frá útkomu Get ég
tekið cjens var þeirri hugmynd trommarans
Rabba, Rafns Jónssonar, hrint í fram-
kvæmd, að halda afmælistónleika bæði á
Ísafirði og í Austurbæ í Reykjavík.
„Áður en tónleikarnir fóru fram dó Rabbi.
Hann var jarðaður á fimmtudegi og tónleik-
arnir fyrir vestan voru á laugardegi. Þeir
breyttust því í minningartónleika um hann,
sem var vel við hæfi. Það var mjög sérstök
samkoma en mjög losandi fyrir vini, ætt-
ingja og aðdáendur Rabba að fá að syrgja
hann með þessum hætti.“
Ákveðið hafði verið að taka upp bæði
hljóð og mynd á umræddum tónleikum til
að geta notað síðar „því okkur hafði langað
að gera tónleikamyndband“, segir Rúnar
núna. „Í ferlinu breyttist það svo í heimild-
armynd. Segja má að myndin sé ákveðinn
óður til Rabba, sem okkur fannst mjög vel
við hæfi,“ segir Rúnar.
’
Rabbi var jarðaður á fimmtudegi og tónleikarnir voru
á laugardegi. Þeir breyttust í minningartónleika um
hann, sem var vel við hæfi. Það var mjög sérstök
samkoma en mjög losandi fyrir vini, ættingja og aðdáendur
Rabba að fá að syrgja hann með þessum hætti.
Grafík eins og hún var skipuð í upphafi, árið 1981, vestur á Ísafirði. Frá vinstri: Örn Jónsson, Vil-
berg Viggósson, Ólafur Guðmundsson, Rúnar Þórisson og Rafn Ragnar Jónsson.
Ljósmynd/Hrafn Snorrason