SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 18
18 11. desember 2011
Það er auðvitað til þæginda að atburðirverði eins og ætla mátti. Átjándi neyðar-fundur ESB féll furðu vel að ágiskunumum hann í ritstjórnargrein Morgun-
blaðsins nýlega. En ekki varð hann betri fyrir það.
Hinu fræga og evruvæna „Der Spiegel“ kom þó
jafnvel á óvart hve hratt og vandræðalaust evru-
þjóðirnar hefðu kyngt þeirri stöppu sem Sarkel,
tvíhöfða einræðisherra svæðisins, hafði útbúið
fyrir þær á hinum raunverulega leiðtogafundi, þar
sem Sarkel ræddist einn við. Litlu leiðtogunum
var meira að segja sagt að hókuspókusar í Brussel
hefðu með galdri tryggt að leiðtogar þjóðanna,
sem fastar eru í evrunni, mættu óstuddir, nema
hver af öðrum, svipta þjóðir sínar verulegu sjálf-
stæði, án þess að spyrja nokkurn mann um það
heima hjá sér. Það voru góðar fréttir og þetta gat
ekki betra verið, því annars hefði getað orðið
uppistand í kvöldverðinum, evran getað hrein-
lega gufað upp fyrir aðalréttinn og hitt, sem var
hálfu verra, jafnvel sambandið sjálft farið sömu
leið áður en að eftirréttinum kom. Enginn þekkti
út í hörgul ósköpin þau sem það hefði getað haft í
för með sér að sögn Sarkels sjálfs. En fyrstu áhrifin
hefðu örugglega orðið þau að litlu leiðtogarnir
hefðu ekki einu sinni fengið eftirréttinn sinn. Að
mati fréttaskýrenda, sem fram að þessu hafa ekki
alltaf haft rétt fyrir sér, hefðu aðrar afleiðingar
getað orðið ennþá stórbrotnari en atlagan að eftir-
réttinum.
Um desert á miðri síðustu öld
Ekki kæmi á óvart þótt ýmsum þætti hér rætt af
léttúð um magnþrungin mál. Það má vera satt og
rétt. En ekki er hitt síður rétt að farsinn, frasarnir,
spuninn og spjöllin, ekki síst á trausti og lýðræði,
sem umlykur vandræðaganginn með evruna,
vekur hvorki virðingu né álit.
Og raunar er þekkt að eftirréttur getur komið
við sögu í stjórnmálalegum hildarleik. Sagan segir
að í miklum kosningum skömmu eftir seinna
stríð, þegar flokksforystan hafði safnað kjarki til
að ganga milli bols og höfuðs á sjálfum stofnanda
og hugmyndafræðingi Framsóknarflokksins, Jón-
asi frá Hriflu, hefði hann á fjölmennum framboðs-
fundi nyrðra sagt að nú væri ástandið orðið þann-
ig í þéttbýlinu syðra „að Jensensynir (þar átti JJ
við Thorsara) væru ofan á annað teknir upp á því
að éta dessert“. Þetta var gripið á lofti á fundinum
enda firn mikil, þótt ekki væri endilega öllum ljóst
hver þessi ósköp væru sem auðvaldið væri farið að
úða í sig syðra. Ósagt skal látið um þýðingu des-
ertsins, en hitt er víst að fylgið þéttist um Jónas
eftir þennan fund og hann stóð af sér atlögu þeirra
Hermanns og Eysteins, þótt undan honum fjaraði
í framhaldinu.
Enn einn velheppnaður neyðarfundur
En eins og sagði í upphafi bréfs fór 18. neyðar-
fundurinn nokkurn veginn eins og að var stefnt.
Litlu leiðtogarnir á evrusvæðinu samþykktu allir
undir borðum allt það sem þegar hafði verið
ákveðið af Sarkel, leiðtoga Þýskalands og Frakk-
lands, enda var ekki til annars ætlast. Nokkrir litl-
ir leiðtogar, sem ekki hafa enn lent í evrunni, létu
líklega, en sögðust þurfa af formsástæðum að
kynna fullveldisafskurðinn, hver fyrir sínu hér-
aðsþingi. Bretar neituðu á hinn bóginn að vera
með og Sarkel sagði það skipti ekki máli, því þeir
væru hvort sem er ekki með. En ekki var þó frítt
við að fýlu gætti, því Þýskalandskanslari, sem á
jafnan síðasta orðið af tveimur, þegar Sarkel segir
eitthvað, hreytti því út úr sér að Cameron, for-
sætisráðherra Stóra-Bretlands, hefði aldrei kom-
ist að samningaborðinu á fundinum. Ákafir
breskir Evrópusinnar tóku mikinn kipp og segja
að þetta sýni svart á hvítu að Bretar „séu að ein-
angrast í Evrópu“. Eins og smáríkjadeild Háskóla
Íslands gæti útskýrt fyrir íslenskum almenningi,
sem stendur straum af kostnaðinum við hana, þá
eru slík örlög ígildi 18 þúsund ára eldsteikingar í
iðrum jarðar. Vandinn við þessa ofanígjöf kansl-
arans er þó sá, að við þetta „samningaborð“ sat
Sarkel einn og öðrum var ekki boðið, eins og al-
kunna er. Eins og gerst hefur eftir hvern og einn af
18 neyðarfundum ESB vegna evrunnar hækkaði
verð bréfa á mörkuðum, austan hafs og vestan, í
lok hans. Seinast stóð sú veisla í samfellt fjóra
daga og var það met en svo tók loftið að leka úr
blöðrunni eins og öllum hinum fyrri. Evrunnar
vegna munu markaðirnir vonandi taka sér fleiri
daga núna en þá til að „fatta“ að í rauninni gerðist
ekkert á 18. fundinum sem raunverulegu máli mun
skipta um líf eða dauða evrunnar.
Efi Evans
Maður heitir Ambrose Evans-Pritchard og er helsta
fróðleiksmenni um efnahagsmál hjá breska dag-
blaðinu Telegraph. Segja má, að í sambandi við evr-
una hafi Evans efnahagssérfræðingur lengi verið
maður efans. Og hann er fremur stoltur af því þessi
misserin og verðskuldar það. Hann sagði nýlega í
grein að lengi vel hefði verið fámennt og góðmennt í
þeim hópi sem hefði ekki fengið séð að bandalagið
um evru gengi upp. En nú yrði þar naumast þver-
fótað fyrir snillingum, sumum dálítið síðbúnum.
Ambrose Evans-Pritchard sýndi ekki aðeins glögg-
skyggni er hann benti á alvarlega annmarka á for-
sendum hinnar sameiginlegu myntar. Snemmsum-
ars ársins 2008 skrifaði hann grein í blað sitt og sagði
í megindráttum fyrir um hvernig líklegast væri að
fara myndi um haustið í fjármálum bankaheimsins
og í efnahagsmálum í framhaldinu. Ekki er víst að
íslensk yfirvöld hafi endilega lesið slíkar greinar þá,
því meginverkefni þeirra um þær mundir var að
tryggja að Ísland gæti haft sitt að segja um öryggis-
mál heimsins. Sæti í Öryggisráði SÞ hafði algeran
forgang hjá ríkisstjórn og forseta um það leyti sem
íslensku bankarnir voru að fara sína óhjákvæmilegu
leið.
Íslensk stjórnvöld í bíltúr
Og núverandi íslensk stjórnvöld eru ekki síður vel
með á nótunum. Nú þegar flestum þykir óljóst hvort
ESB lifir eða deyr, og þegar fyrrum helsta aðdrátt-
arafl aðildar að því, það að „fá“ að njóta evrunnar,
er orðinn þreyttari brandari en Besti flokkurinn, þá
lifir íslensk ríkisstjórn eftir sem áður fyrir þau mál.
Tifandi Samfylkingin, án nokkurs annars málstaðar,
höktir um hrædd við kjósendur og hefur látið græða
ESB og evruna í brjósthol sitt og ímyndar sér að að-
gerðin virki eins og gangráður og bjargráður fyrir
hjartveika. En munurinn er sá að ESB og evran eru
hvor tveggja biluð apparöt og ætlast er til að sjúk-
lingarnir, evruríkin, haldi lífi í tækjunum, en ekki
Reykjavíkurbréf 09.12.11
Sennilega var þessi desert of dýru ve