SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 17
11. desember 2011 17 Ýmsar gamansögur eru til af lögmönnum í leik og starfi oglátum við fáeinar flakka hér:Einu sinni var Sigurður Georgsson í golfferð ásamt fé-lögum sínum úr lögmannastétt og var kenndur. Við þær aðstæður spilaði Sigurður ákaflega hægt og bresk hjón, sem voru í hollinu á eftir honum, voru orðin arfavitlaus. Að loknum hring kom karlinn stormandi og hellti sér yfir Sigurð með látum og svívirð- ingum. Sigurður leit rólega á hann og sagði: – It is not my fault that your wife is ugly! (Það er ekki mér að kenna að konan þín er ófríð!) Maðurinn þagnaði og sást ekki meira. Margar sögur hafa lifað meðal lögmannastéttarinnar af Jóni E. Ragnarssyni lögmanni sem féll frá árið 1983 aðeins 47 ára gamall. Þegar Jóhannes Páll var kjörinn páfi árið 1978 þótti Jóni rétt að árna honum heilla og sendi honum eftirfarandi skeyti: Jóhannes Páll páfi Páfagarði Óska þér til hamingju með kjörið. Jón E. Ragnarsson Frakkastíg 12, gengið inn Grettisgötumegin. Eitt sinn var Örn Clausen að verja mann og fékk hann óvænt sýknaðan. Þegar sá sýknaði þakkaði Erni fyrir vörnina svaraði Örn: – Það var nú lítið, en þú verður að lofa að gera þetta aldrei aftur! Nú gengr maðr til leiks ... LMFÍ gengst reglulega fyrir knattspyrnumót- um. Um þau mót gilda skýrar reglur. Í ákvæði 13. kap. Jónsbókar um váðaverk segir: „Nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af ...“. Jafnframt er starf- rækt kærunefnd en hún hefur aðeins einu sinni komið saman, á haust- móti félagsins 1997. Fram að því höfðu liðin Reynsla og létt- leiki og Grínarafélagið skipst á að vinna inni- og útimótin sem haldin höfðu verið en mikill rígur var á milli liðanna. Lið Reynslu og léttleika var leitt af Jóni Steinari Gunnlaugssyni en Jón Steinar (reynslan) safnaði að sér 25-27 ára gömlum hlaupagikkjum (léttleikinn) og stóð svo alla leikina á markalínunni og öskraði: „Hingað með boltann“. Gikkirnir voru út um allan völl að sækja boltann, gáfu hann svo á Jón Steinar sem þrusaði honum í markið. Þessi leikaðferð gafst mjög vel og Jón Steinar var með markahæstu mönnum. Á haustmótinu 1997 sigraði lið Grínarafélagsins en eftir mótið uppgötvaði Jón Steinar að Steinar Þór Guðgeirsson landsliðsmaður í fótbolta var í því. Steinar Þór hafði lokið laganámi en átti að útskrifast formlega í lok október. Jón Steinar taldi að þar með væri Steinar Þór ekki löglegur leikmaður og krafðist þess að titillinn væri hirtur af vinningsliðinu og afhentur Reynslu og léttleika sem var í öðru sæti. Kærunefndin tók kæruna ekki til greina og lét úrslitin standa rökstuðningslaust, enda telur kærunefndin að hún megi taka geðþóttaákvarðanir. Þess má geta að knattspyrnumót LMFÍ hafa verið haldin árlega síðan og stundum tvisvar á ári. Játning Einu sinni var piltur fyrir dómi sem var ákærður fyrir ýmis brot. Svo spurði dómari hver væri afstaða hans til ákærunnar og hann sagði: – Ég játa. – Nú, sagði dómarinn, Ólöf Pétursdóttir, sem taldi þar með málið auðdæmt. – Ég játa mig saklausan, bætti þá pilturinn við. Að sögn vitna átti piltur að hafa tekið þátt í að stela pressu en hann neitaði því afdráttarlaust: – Í fyrsta lagi þá vinn ég alltaf einn. Þá var honum bent á að það hefðu verið vitni að þessu og fingraför hans hefðu fundist. – Það getur ekki verið, ég var ekki einu sinni þarna á staðnum og svo var ég með hanska! Kistan í jarðarförinni Þegar Jón Oddsson lá banaleguna kom Kristján Stefánsson til hans einu sinni sem oftar. Jón vissi hvert stefndi og sagði við Kristján: – Konan segir að það megi ekki syngja í jarðarförinni minni lagið „Komdu og skoðaðu í kistuna mína.“ Ekki mér að kenna að konan þín er ófríð! Steinar Þór Guðgeirsson (t.v.) var of liðtækur á velli fyrir smekk Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Heiðursfélagar LMFÍ 2011: Ragnar Aðalsteinsson hrl., Hákon Árnason hrl., Þórunn Guð- mundsdóttir hrl., Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari og Gestur Jónsson hrl. Stofnendur Málflutningsmannafélags Íslands sem síðar varð Lögmannafélags Íslands: Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, og Eggert Claessen. „Í fáum eða jafnvel engum starfa öðrum verður oft á tíðum komist nær hinum alvarlegustu örlagaþráðum hins mannlega lífs. Það hefur að sjálfsögðu mikla þjóðfélagslega þýðingu, að allar stéttir þjóð- félagsins vinni störf sín vel og samvizkusamlega af höndum. En fáum stéttum er það beinlínis nauðsynlegra, – fyrst og fremst af þjóðfélags- ástæðum, – en málflutningsmannastéttinni. Góð málflutnings- mannastétt er þýðingarmikil í hverju þjóðfélagi, og veltur meira á því, en í öðrum stéttum, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Leiðbein- andi reglur og fyrirmæli í þessu efni hafa vissulega sitt að segja, en einhlít og óyggjandi verða þau aldrei. Af starfi einstaklingsins verður stéttin oft vegin og metin. Það verður því í reyndinni það langþýðing- armesta, að sérhver málflytjandi geri sér alltaf fulla grein alvöruþunga og ábyrgðarskyldu starfa síns. Að hann skilji starfs sitt fyrst og fremst sem þjónustu og leitist alltaf og ævinlega við að leysa allar starfsskyldur sínar af hendi af fyllstu trúmennsku, samvizkusemi og skyldurækni. “ Gunnar Þorsteinsson hrl. í tilefni 40 ára afmælis LMFÍ 1951.“ Með vandasömustu störfum Í tilefni 80 ára afmælis LMFÍ var Gestur Jónsson formaður beðinn um að lýsa í stuttu máli starfsumhverfi lögmanna í viðtali við Morgunblaðið. „Störf lögmanna snerta nánast öll mannleg samskipti,“ segir Gestur Jónsson. „Sá þáttur sem mest áberandi er út á við, málflutningur fyrir dómstólunum, er aðeins hluti af lögmannsstörfunum. Miklu tímafrekari er ýmiss konar aðstoð sem veitt er fyrirtækjum og einstaklingum vegna fjárhagsmála. Við viljum líta svo á að það sem skilur lögmann frá flestum öðrum sérfræðingum sé að lögmaðurinn á ekki að vera háður í sínu starfi neinum öðrum en skjólstæðingi sínum. Hann er að vinna fyrir hann og hann einan. Lögmaðurinn er málsvari aðila að deilumáli en hann er ekki að vinna í eigin þágu.“ Það sem skilur lögmann frá öðrum sérfræðingum „Áhrif lögmanna eru og eiga að vera mikil þegar kemur að mótun sam- félagsins. Sjónarmið þeirra eiga að vega þungt þegar til umfjöllunar eru mál sem varða réttindi og skyldur manna. Lögmönnum er bæði rétt og skylt að láta rödd sína heyrast með afgerandi hætti í slíkri umræðu. Þeirra framlag er mikilvægt fyrir hagsmuni heildarinnar og það er al- gjörlega óásættanlegt að lögmenn láti sig þjóðmál litlu varða.“ Borgar Þór Einarsson hdl. og ritstjóri Lögmannablaðsins 2007. Lögmenn og mótun samfélags

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.