SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 23
11. desember 2011 23 Karlarnir voru yfirleitt ekki eins ræðnir um hlutina og konurnar. Móðir mín gat ráðið í drauma og spáð í bolla og ekkert gerðist í plássinu sem hún ekki vissi um. Þannig voru duglegar konur, þær vissu allt. Ef einhver vandræði steðjuðu að ein- hvers staðar þá var mamma sótt. Konurnar í pláss- inu stóðu saman og stofnuðu kvenfélag. Það er eiginlega stórmerkilegt að alls staðar á landinu stofnuðu íslenskar konur kvenfélög.“ Hef alltaf verið góður kommi Heldurðu að kynnin af sterkum konum í barn- æsku hafi gert þig að kvenréttindakonu? „Ég átti ekki langt að sækja það, elskan mín góða. Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skafta- dóttir voru fjarskyldar frænkur mínar og gáfu út fyrsta kvennablað á Íslandi, Framsókn. Ingibjörgu þekkti ég. Hún giftist aldrei og bjó síðustu árin á elliheimilinu á Seyðisfirði, orðin mjög öldruð kona, þung og feit, sérkennilega klædd en alltaf í vönduðum og fallegum fötum. Ég mætti henni stundum á götu. Þá stoppaði hún og sagði: Komdu nú sæl, litla frænka mín, og talaði við mig. Mér þótti merkilegt að þekkja þessa konu og vera skyld henni. Þótt ég gerði það síðan af hjartans lyst að rísa gegn karlmönnum og þeirra ranglæti þá hef ég alltaf virt karlmenn. Ég átti sjö bræður sem mér þótti vænt um og mér þótti geysilega vænt um föður minn, syni mína og Þorgeir. Ég hef svosem aldrei verið einhver sérstakur engill en samt hef ég alltaf verið á minn hátt afskaplega heiðarleg og hreinskiptin, líka við karlmenn.“ Í bókinni segirðu frá kynnum þínum af Friðjóni Stefánssyni og Maríu Þorsteinsdóttur konu hans, en þú kynntist þeim ung. Þau voru róttæk í stjórnmálaskoðunum og það hefur þú líka verið alla tíð. „Ég átti þeim mikið að þakka, og þá Maríu sér- staklega en ég vann mikið með henni í Menningar- og friðarsamtökum kvenna. Ég kynntist þeim hjónum þegar ég var unglingur og vann við af- greiðslustörf í Kaupfélaginu þar sem Friðjón var kaupfélagsstjóri. Ég bjó hjá þeim, hafði ágætt her- bergi og átti þar mjög góða vist. Ég lít á það sem mikið gæfuspor í lífi mínu að hafa komið til þeirra. Þau kenndu mér bæði ákaflega margt. Ég held að tími þeirra Friðjóns og Maríu á Seyðisfirði hafi ver- ið góður tími í ævi beggja. Ég hélt sambandi við þau meðan þau lifðu og Herborg dóttir þeirra er góð vinkona mín. Ég elskaði hann afar mikið Friðjón og María voru róttæk í stjórnmálaskoð- unum og á Seyðisfirði var Sósíalistaflokkur og í honum var lítill hópur manna. Á þessum tíma var Seyðisfjörður argasta íhaldsbæli og þar var mikil stéttaskipting. Ég var sjálf í Sósíalistaflokknum á sínum tíma og lærði afskaplega mikið þar. Ég hef alltaf verið góður kommi. En ég hef einnig verið bæði kirkjurækin og guðrækin. Margir komm- únistar voru spíritistar og trúað fólk. Er hægt að hugsa sér sannari komma en Jóhannes úr Kötlum? Samt hafa fáir elskað Guð meira en Jóhannes úr Kötlum. Gömlu kommarnir voru fólk sem vildi bæta heiminn. Byltingin var, er og verður stór- kostlegur viðburður í sögu mannkynsins.“ Þú giftist manni, Þorgeiri Þorgeirsyni, sem var fyrirferðarmikill maður. Elskaðirðu hann mikið? „Þegar ég trúlofaðist Þorgeiri þá þekkti ég hann í raun og veru sáralítið. Við vorum aðskilin í nokk- urn tíma, hann í Prag og ég á Íslandi, og við skrif- uðumst á og kynntumst í gegnum bréfin. Við vor- um saman í rúm 40 ár og ég elskaði hann alla tíð afar mikið.“ Þú ert búin að vera ein nokkuð lengi, eða síðan 2003 þegar Þorgeir dó. Hvernig finnst þér að vera ein? „Ég get sagt þér að það var átak fyrir mig til að byrja með. Þorgeir var lengi veikur og bar sín erf- iðu veikindi af mikilli karlmennsku. Sykursýki hefur verið í hans ætt og hann varð mjög veikur og læknar reyndu að bjarga lífi hans með því að taka af honum fótinn. En það var of seint. Hann þoldi það ekki og hjartað bilaði. Ég var hjá honum þegar hann dó en þá hafði hann verið meðvitundarlaus í nokkra daga. Allt fram að því hélt hann sinni skörpu hugsun og kvartaði aldrei. Hann var af- skaplega harður af sér, hann Þorgeir minn.“ Hvernig finnst þér að eldast? „Ég get ennþá allt sem ég þarf að gera. Ég bý í fallegu umhverfi í gömlu húsi. Það er eins og ég sé úti í sveit þótt ég sé í miðjum miðbæ. Ég kemst allra minna ferða og dunda mér við margt. Ég hef alltaf haft gaman af myndlist og nú er ég komin í Listaskóla Kópavogs, fer þangað einu sinni í viku. Þar er ég að læra að fara með vatnsliti og hef sér- staklega gaman af því að mála fuglamyndir. Þannig að það er langt frá því að ég sé iðjulaus.“ Vilborg: Ég hef svosem aldrei verið einhver sérstakur engill en samt hef ég alltaf verið á minn hátt af- skaplega heiðarleg og hreinskiptin, líka við karlmenn. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.