SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 21
11. desember 2011 21 Vert er að halda á lofti minningumerkishjóna. Í dag, 9. desem-ber, eru liðin hundrað ár fráfæðingu Þorvaldar Guðmunds- sonar sem gjarnan var kenndur við Síld og fisk en Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd 11. apríl 1908. Saga þeirra er hluti sögu þjóðarinnar en ótrúlega fljótt fennir í sporin. Lífshlaup þeirra er eftirtektarvert og þau gildi sem einkenndu störf þeirra standa í þversögn við nýliðna tíð og eiga því brýnt erindi við samtíðina. Þorvaldur Móðir hans ól hann upp ein og óstudd en með dugnaði og fyrirhyggju varð hann einn af mestu athafnamönnum landsins og hæsti skattgreiðandi um áratuga skeið. Þorvaldur var frumkvöðull í nýjum at- vinnugreinum og lagði áherslu á gæði þjónustunnar og góðan rekstur. Spor hans sem frumkvöðuls má víða sjá, hann var brautryðjandi í lagmetisiðnaði, kjöt- vinnslu og hótel- og veitingarekstri. Þor- valdur skynjaði breytingarnar sem fram- undan voru og mat aðstæður rétt. Hann var í fararbroddi nýrra tíma í atvinnusög- unni þar sem verslun og þjónusta skipta sífellt meira máli í verðmætasköpun. Hann efnaðist af framsæknum og traust- um rekstri en ekki skammvinnum fjár- festingum. Ævisaga Þorvaldar Guðmundssonar var rituð af Gylfa Gröndal og kom bókin út ár- ið 1998. Þorvaldur stundaði nám í Versl- unarskóla Íslands og nam niðursuðufræði og skyldar greinar í Þýskalandi og Dan- mörku. Heim til Íslands bar hann með sér nýja strauma í matargerð og verslun. Hann vann við verslunarstörf hjá Slát- urfélagi Suðurlands og setti að námi loknu m.a. upp niðursuðuverksmiðjur á Ísafirði, Reykjavík, Bíldudal, Akranesi og í Vest- mannaeyjum. Þorvaldur stofnaði fyr- irtækið Síld og fisk 1944 og á tímabili rak hann fjórar verslanir í Reykjavík. Svínabú reisti hann á Minni-Vatnsleysu árið 1954 og rak þessi tvö fyrirtæki til dauðadags, þá 86 ára að aldri. Þorvaldur var um- svifamikill í veitinga- og hótelrekstri. Hann rak m.a. veitingahúsið Lídó og sá um veitingarekstur í Þjóðleikhúskjall- aranum um áratugaskeið og voru þá bestu veitingastaðir bæjarins. Hann var fyrsti hótelstjórinn á Hótel Sögu og Hótel Loft- leiðum og reisti ásamt Ingibjörgu Hótel Holt sem ætíð síðan hefur borið þeim hjónum fagurt vitni með úrvals þjónustu í listrænni umgjörð. Þorvaldur var einn af stofnendum Verslunarsparisjóðsins árið 1956 og síðan Verslunarbanka Íslands hf. árið 1961 og sat í stjórn þeirra alla tíð og gegndi for- mennsku í ellefu ár. Höskuldur Ólafsson, formaður bankastjórnar og náinn vinur Þorvaldar, lýsti því í minningargrein um hann hversu mikill styrkur það var fyrir bankann að Þorvaldur lagði honum lið all- an starfstíma hans. Þorvaldur hafði mikla víðsýni til að bera og hann hafði jafnan í huga hvernig samhæfa mætti hag við- skiptamanna, hluthafa og starfsmanna bankans. Þessu kynntist ég af eigin raun þegar ég starfaði sem bankastjóri síðustu tvö starfsár Verslunarbankans 1988-1989. Aðdáunarvert var hversu vel Þorvaldur gerði sér grein fyrir kalli nýrra tíma þegar hafist var handa við að sameina fjóra banka í Íslandsbanka. Hann stóð sem klettur á bak við það framtak og fylgdi málinu eftir með starfi sínu í bankaráði Ís- landsbanka fyrstu tvö árin og í stjórn eignleigufyrirtækis bankans þar til ári fyr- ir andlátið. Ingibjörg Ingibjörg átti lengri skólagöngu að baki og var lyfjafræðingur að mennt. Fyrst tók hún exam. pharm.-próf hér heima og síð- an cand. pharm.-próf í Kaupmannahöfn árið 1937. Á þeim tíma þurfti meira áræði til að sækja sér framhaldsmenntun en nú er, sérstaklega fyrir ungar konur. Ingi- björg vann um tíma við Rannsóknarstofu Háskólans og í Reykjavíkurapóteki. Hún var skörp, vel menntuð, félagslynd og kom því í verk sem hún taldi til framfara. Í því efni var ekkert hálfkák; hún vakti áhuga og miðlaði stöðugt fróðleik. Þau Þorvaldur gengu í hjónaband árið 1938 og frá fyrstu tíð tók hún virkan þátt í atvinnurekstri með manni sínum. Um- fram annað má nefna rekstur Hótels Holts og áður Hótels Sögu. Þau studdu hvort annað og með orðfæri nútímans má segja að þau hafi myndað öflugt tveggja manna teymi. Ingibjörg var formaður Félags háskóla- kvenna og Kvenstúdentafélags Íslands í sautján ár. Það segir sína sögu um fé- lagslegan áhuga hennar og framtak. Hún tók virkan þátt í að styðja konur til náms og sjálfsbjargar. Ingibjörg beitti sér fyrir stofnun Inner Wheel-klúbbs Reykjavíkur árið 1973 og varð fyrsti forseti hans. Inner Wheel er alþjóðahreyfing sem er upp- runnin í Bretlandi og tengist Rótarý. Klúbbarnir eru nú sjö talsins með tæplega þrjú hundruð félagskonur. Þorvaldur gerðist félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur árið 1955 og starfaði af miklum áhuga í Rótarýhreyfingunni. Þau hjónin voru einkar samhent og var gaman að sjá hversu mikil ástúð og hlýja ríkti þeirra á milli. Þeim var annt um fjöl- skyldu sína og voru höfðingjar heim að sækja. Ingibjörg dó árið 2004, þá 96 ára að aldri. Saman í störfum og list Ingibjörg og Þorvaldur voru unnendur fagurra lista. Þorvaldur hafði sem ungur maður leikið í áhugamannaleikhúsi og sungið dægurlög og þau hjónin létu ekki margar leiksýningar fram hjá sér fara. Þau áttu stærsta safn málverka í einkaeigu á Íslandi og er það nú að mestu í vörslu Gerðarsafns. Þar er m.a. Lífshlaupið, sem eru veggirnir í vinnustofu Kjarvals úr Austurstræti 12 sem hann málaði á. Þor- valdur var afgreiðslumaður í Sláturfélag- inu í Hafnarstræti þegar hann kynntist Jó- hannesi Kjarval og færði honum mat á vinnustofuna. Þannig kynntist hann hon- um, keypti fyrstu mynd sína og hafði Kjarval í hávegum eftir það. Í safni þeirra hjóna eru verk eftir alla helstu málara landsins frá fyrri hluta síðustu aldar, auk þess ýmsa erlenda listamenn. Það er ómetanlegt fyrir komandi kynslóðir að Þorvaldur og Ingibjörg studdu listamenn með söfnun sinni, varðveittu listaverkin og sáu til þess að sem flestir gætu notið þeirra um ókomin ár. Skilaboð til samtímans Margt er til fyrirmyndar í tilurð og rekstri þeirra fyrirtækja sem Þorvaldur og Ingi- björg byggðu upp. Sumt tengist þeim mannkostum sem þau voru búin og tíð- arandanum en annað eru sígild sannindi um heilbrigðan rekstur sem því miður þóttu ekki nógu spennandi hérlendis þeg- ar um þverbak keyrði á útrásarárunum. Öll sýndarmennska var þeim hjónum fjarri huga því einlægni og hófsemi voru þeirra einkenni. Enn og aftur hefur sannast að í við- skiptum er best að hafa langtímasjón- armið í huga og byggja upp traust. Þor- valdur er fyrirmynd frumkvöðuls sem byggir upp nýja þjónustu á þekkingu, vöruvöndun og fyrirhyggju. Hann fylgdist stöðugt með þróuninni og nýtti sér það, sem honum fannst gagnlegast. Markviss uppbygging rekstrar var aðalatriðið í hans huga. Hann var ákveðinn en um leið ljúf- menni sem gott var að eiga samskipti við. Þorvaldur var mannþekkjari og valdi samstarfsfólk sitt af kostgæfni. Hann gekk í öll störf með þeim og hafði því góða inn- sýn í reksturinn. Í veitingarekstrinum var og er lyk- ilatriði að brydda uppá nýjungum og hrífa viðskiptavini með tilheyrandi glæsileika án þess að fé sé sólundað. Þorvaldur var hygginn í meðferð fjármuna. Hann átti handbært fé fyrir þeim fjárfestingum sem hann réðst í hverju sinni og til und- antekninga heyrði að hann tæki lán. Í við- tali við Frjálsa verslun 1991 sagði Þorvald- ur m.a.: „Það hefur orðið mörgum manninum ólán að eiga aðgang að láns- fjármagni og margir farið flatt á því. Síg- andi lukka er best í öllum viðskiptum og það á við um allan rekstur. Hins vegar hefur það því miður orðið svo að alls kyns ævintýramenn spretta upp á við- skiptasviðinu og reisa stórveldi á skömm- um tíma sem svo reynast byggð á tómum pappírum. Með nútímatækni virðast menn geta haldið sér á floti ótrúlega lengi því áður fyrr fóru slíkir menn fljótlega á hausinn.“ Sem bankaráðsmaður gætti Þorvaldur hagsmuna bankans og allra eigenda hans. Hann skuldaði ekki bankanum heldur átti verulegar innstæður sem elfdu bankann. Í áratug samdi ég fyrir hönd bankans við Þorvald um vaxtakjör þessara innlána og get borið vitni um að hann misnotaði ekki aðstöðu sína. Hann var vel upplýstur og fastur fyrir í samningum en aldrei ósann- gjarn. Hjá Þorvaldi giltu töluð orð. Það er eitthvað annað en í dag þegar jafnvel skriflegir samningar halda illa og fáir vilja játa sök þó hún liggi í augum uppi. Fram á níræðisaldur mætti Þorvaldur daglega til vinnu. Hann skapaði jákvætt og hvetjandi umhverfi alls staðar sem hann kom að verki. Þorvaldur hafði sérstakt lag á að sætta menn og fá fram gagnlegar nið- urstöður. Hann var ráðagóður og sagði álit sitt umbúðalaust án þess að særa. Starf þeirra hjóna fékk miklu áorkað þrátt fyrir þjóðfélagsaðstæður sem voru á svo marg- an hátt erfiðari en nú. Fjölmargt má læra af ævistarfi heið- urshjónanna Þorvaldar og Ingibjargar. Bæði öfluðu sér þekkingar og létu verkin tala. Þau stuðluðu að framförum meðan þau lifðu með eigin atvinnurekstri og margvíslegum félagsstörfum sem voru um leið áhugamál þeirra. Eftir þau stendur uppbygging í nýjum atvinnugreinum og listaverk sem komandi kynslóðir fá notið. Til eftirbreytni eru þau gildi sem þau lögðu áherslu á í lífi sínu og starfi. Þorvaldur og Ingibjörg – aldarminning sem á erindi við samtímann Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fisk hefði orðið hundrað ára í gær. Hér stiklað á stóru í lífshlaupi hans og eig- inkonunnar Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur. Tryggvi Pálsson Þorvaldur Guðmundsson ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Höfundur er hagfræðingur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.