SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 24
24 11. desember 2011 Í bók sinni Íslenskir kommúnistar,sem út var gefin nú í haust, held-ur Hannes Hólmsteinn Giss-urarson því fram að sex fyrrver- andi eða þáverandi þingmenn Alþýðubandalagsins hafi á árunum 1968–1983 haft hug á að flokkurinn tæki upp vinsamleg samskipti við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna og aðra valdaflokka í Austur-Evrópu sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu 21. ágúst 1968. Hannes nafngreinir alla sex og birtir af þeim myndir. Að hans sögn voru þetta þau Einar Olgeirsson, Garðar Sig- urðsson, Magnús Kjartansson, Lúðvík Jósefsson, Svava Jakobsdóttir og Svavar Gestsson. Flest af þessu fólki er nú látið og getur því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Með vísan til þess að líklega er eng- inn á lífi sem þekkti betur viðhorf þeirra hvers um sig í þessum efnum heldur en ég tel ég bæði rétt og skylt að koma leiðréttingu á framfæri. Það er rétt hjá Hannesi að innan Al- þýðubandalagsins var á þessum árum tekist á um hvort flokkurinn ætti að hvika frá stefnunni sem mótuð var 1968 þar sem skýrt var kveðið á um engin flokksleg samskipti við valdaflokka inn- rásarríkjanna. Af þeim sex alþingismönnum sem Hannes nefnir voru hins vegar aðeins tveir hlynntir því að tekin yrðu upp flokksleg samskipti við Kremlverja og bandamenn þeirra í Austur-Evrópu, þeir Einar Olgeirsson og Lúðvík Jós- efsson. Allir hinir, Garðar, Magnús, Svava og Svavar, voru því andvíg. Það að Einar og Lúðvík voru þessarar skoðunar eins og fjöldi gagna frá skjala- söfnum í Moskvu og Berlín er til vitnis um gefur ekki til kynna að þeir hafi verið „erindrekar erlends valds“ eins og nýlega var fullyrt, enda verður hvergi séð að þeir hafi verið líklegir til að ganga erinda Sovétríkjanna gegn ís- lenskum hagsmunum. Tryggð Einars Olgeirssonar og fleiri forystumanna Kommúnistaflokks Ís- lands við Sovétríkin getur enginn skilið sem ekki gerir sér grein fyrir að pólitísk sannfæring þeirra, byggð á hug- myndafræði marxismans, var í raun trúarlegs eðlis. Einar átti sér tvær ástmeyjar, hug- sjónina um íslenskt þjóðfrelsi og draumsýn alþjóðlegrar verkalýðshreyf- ingar. Hann unni báðum og gat sig frá hvorugri slitið. Einar varð aftur og aftur fyrir djúpstæðum vonbrigðum með Sovétríkin en náði ekki að hrinda frá sér þeirri hugsun að þrátt fyrir allt væru þau bólvirki stríðandi alþýðu verald- arinnar gegn ofurvaldi heimskapítalism- ans. Það var trúin á að „Eyjólfur hlyti að hressast“ sem leiddi hann í ógöngur. Um Lúðvík Jósefsson gegndi nokkuð öðru máli. Hann var aldrei mikið fyrir skýjaborgir, lét hyggjuvit fremur ráða gerðum sínum. Sem sjávarútvegs- ráðherra og forgöngumaður um út- færslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 12 og síðar 50 mílur 1958 og 1972 hafði hann verið stafnbúi okkar Íslendinga í harðvítugum þorskastríðum við Breta og fleiri NATO-þjóðir. Þá var, að hans dómi, gott að eiga von í bakstuðningi frá Rússum ef NATO-ríkin beittu okkur viðskiptaþvingunum eins og gerst hafði í landhelgisdeilunni 1952 þegar lönd- unarbann var sett á íslenskan fisk í Bretlandi en viðskiptasamningur við Rússa varð okkar krókur á móti bragði. Afstaða Lúðvíks í deilunum innan Al- þýðubandalagsins um flokksleg tengsl við Moskvu var ekki síst mótuð af þess- um bakgrunni þó að hugmynda- fræðilegar leifar frá dögum Komm- únistaflokksins hafi máske líka haft eitthvað að segja. Kenningu okkar hinna, að við gætum róið einir á báti úti á víðu veraldarhafinu, neitaði hann að taka gilda. Kem ég þá að staðhæfingu Hannesar Hólmsteins um að ekki aðeins Einar og Lúðvík heldur líka Garðar Sigurðsson, Magnús Kjartansson, Svava Jakobsdóttir og Svavar Gestsson hafi viljað breyta stefnu Alþýðubandalagsins og taka upp flokksleg tengsl við Moskvu. Um Magn- ús Kjartansson er það að segja að ekki þarf annað en lesa skrif hans í Þjóðvilj- anum á síðustu árum hans sem ritstjóra, árunum kringum 1970, til að sjá hversu fráleitt slíkt er. Hann lagði þar hvað eftir annað Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu og varaði mjög eindregið við til- raunum þessara tveggja risavelda til að skipta öllum heiminum upp á milli sín. Kenningu Magnúsar um risaveldin tvö, sem ættu ærið margt sameiginlegt, nefndu ýmsir sovétvinir hér „moð- hausakenninguna“ og líktu Magnúsi jafnvel við Benjamín Eiríksson. Það eina sem Hannes nefnir og telur vísbendingu um afstöðu Magnúsar er að hann mætti á þingmannaráðstefnu í Austur-Þýskalandi árið 1969. Hannes lætur þess hins vegar ekki getið, sem hann þó hlýtur að vita, að á slíkar ráð- stefnur, sem haldnar voru árlega um alllangt skeið, mætti fjöldi þingmanna frá öllum Norðurlöndum og úr mörgum stjórnmálaflokkum, þar á meðal úr að minnsta kosti fimm íslenskum flokkum, líka úr Sjálfstæðisflokknum. Þátttaka Magnúsar í þessum fundi segir því ná- kvæmlega ekki neitt um afstöðu hans til þeirra deilna um flokksleg tengsl, sem hér er fjallað um. Staðhæfingu sína um viðhorf Garðars Sigurðssonar, Svövu Jakobsdóttur og Svavars Gestssonar byggir Hannes á Átök í Alþýðubandalaginu – Ranghermi leiðrétt Tryggð Einars Olgeirs- sonar og fleiri forystu- manna Kommúnista- flokks Íslands við Sovétríkin getur eng- inn skilið sem ekki ger- ir sér grein fyrir að pólitísk sannfæring þeirra, byggð á hug- myndafræði marxism- ans, var í raun trúar- legs eðlis. Kjartan Ólafsson Af þeim sex alþingismönnum sem Hannes nefnir voru hins vegar aðeins tveir hlynntir því að tekin yrðu upp flokksleg samskipti við Kreml- verja og bandamenn þeirra í Austur-Evrópu, þeir Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson. Reuters Garðar Sigurðsson Lúðvík Jósefsson Magnús Kjartansson Svava Jakobsdóttir Svavar Gestsson Einar Olgeirsson ’ Einar átti sér tvær ástmeyjar, hugsjón- ina um íslenskt þjóð- frelsi og draumsýn alþjóð- legrar verkalýðs- hreyfingar. Hann unni báðum og gat sig frá hvorugri slitið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.