Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Akureyrarbæ af skaðabóta- kröfu stúlku, sem slasaðist í vatns- rennibraut í Sundlaug Akureyrar sumarið 2007 þegar stúlkan var 8 ára gömul. Stúlkan fór í rennibrautina þegar grænt um- ferðarljós logaði efst í brautinni til merkis um að óhætt væri að fara af stað. Stúlkan sagðist þó hafa beðið í nokkra stund án þess að sjá neinn inni í rennibrautinni og þá ákveðið að fara af stað niður. Í ljós kom síðan að drengur hafði stöðvast í miðri rennibrautinni og sat þar. Stúlkan skall á honum og missti við það tvær framtennur. Stúlkan krafðist þess að við- urkennd yrði með dómi skaðabóta- skylda bæjarins. Héraðsdómur taldi hins vegar að stúlkan hefði ekki sýnt fram á að hönnun eða gerð rennibrautarinnar hefði verið í ósamræmi við þágildandi staðla. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að starfsmenn sundlaugarinnar hefðu með saknæmum eða ólög- mætum hætti átt neinn þátt í þeirri atburðarás er olli slysinu. Var það niðurstaða dómsins að slysið hefði verið óhappatilvik sem Akureyrarbær bæri ekki bóta- ábyrgð á. Fær ekki dæmdar bætur Stúlka slasaðist í vatnsrennibraut Sundlaug Akureyrar. um sem gengur undir nafninu Sprettur. Skýrsla um mál- ið var birt á vegum MAST í desember síð- astliðnum þar sem meðal ann- ars kom fram að meirihluti sýna innihélt of mikið kadmíum. Í kjölfar- ið var sala og dreifing á áburðinum Anna Lilja Þórisdóttir Hjörtur J. Guðmundsson Áburði, með talsvert meira en leyfi- legu magni af þungmálminum kadmíum, var dreift í verulegu magni víða um land síðastliðið vor. Matvælastofnun, MAST, hafði um þetta vitneskju, en kaus að bíða með að upplýsa það. Formaður Bænda- samtakanna segir málið álitshnekki fyrir stofnunina. Skeljungur hefur dreift áburðin- bönnuð, þar til frekari rannsóknir hefðu farið fram. „Það sem mér finnst vont í þessu er að Matvælastofnun, sem er okkar eftirlitsstofnun og við eigum að setja traust okkar á varðandi heilnæmi okkar framleiðslu og þar fram eftir götunum, komi með upplýsingar um málið núna níu mánuðum seinna,“ segir Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna. Hann bendir á að áburðurinn sem um er að ræða hafi verið borinn á tún í júní síðastliðnum og að bændur séu farnir að gefa það hey sem aflað var af túnunum þegar þeir loksins frétta af þessu. „Þannig að þetta er auðvitað mikill álitshnekkir fyrir MAST og það eftirlit sem stofnunin segist standa fyrir,“ segir Haraldur. Í samtali við Bændablaðið segir Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðar- og fóðureftirlits hjá MAST, að ekki hafi verið upplýst fyrr um málið m.a. vegna þess að komið hafi á óvart að áburður frá Skeljungi hafi verið mengaður og að hann hafi þegar verið kominn í dreifingu. Í yfirlýsingu sem Skeljungur sendi frá sér í gær segir að fyrir- tækið hafi verið fullvissað um það af birgja sínum í Bretlandi að þetta muni ekki endurtaka sig. „Engar takmarkanir gilda í Evrópusam- bandinu um kadmíum-innihald í áburði,“ segir í yfirlýsingunni. Ís- land sé eitt fárra ríkja sem gangi lengra og setji viðmiðunarmörk. MAST upplýsti ekki um þungmálm í áburði  Áburði með miklu magni af þungmálminum kadmíum var dreift í fyrra  Formaður Bændasamtak- anna segir málið álitshnekki fyrir Matvælastofnun  Reglur strangari á Íslandi en í ESB-löndum Áburður Of mikið kadmíum var í áburði. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða 11 ára gamalli stúlku 11,7 milljónir króna vegna mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítala þegar stúlkan fæddist. Við fæðinguna kom upp svokölluð axlarklemma og hlaut stúlkan var- anlegt tjón vegna þess. Er hún löm- uð á hægri öxl. Hafa sérfræðingar metið varanlega örorku stúlkunnar 40%. Fjölskipaður héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu, að starfsmenn Landspítala hafi gert saknæm mis- tök við fæðingu stúlkunnar og er því fallist á að ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart henni. Bætur vegna mistaka við fæðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.