Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 13

Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 13
Verðbreytingar á áfengi 1. janúar 2012 Víntegundir valdar af handahófi: Vodka: Smirnoff 1l. 6.669 kr. 6.990 kr. Bjór: Víking Gylltur 500 ml (engin breyting - síðast breytt 1. ágúst 2011) Hvítvín: Alamos Chardonnay 750 ml. 1.899 kr. 1.999 kr. Rauðvín: Montes Cabarnet Sauvignon 750 ml. 1.798 kr. 1.899 kr. Tilbúið dæmi Vínbúðarinnar: Vodka 700 ml. 5.299 kr. 5.465 kr. Bjór 500 ml. 345 kr. 350 kr. Hvítvín 750 ml. 1.998 kr. 2.031 kr. Rauðvín 750 ml. 1.998 kr. 2.039 kr. Nýtt verð Eldra verð 1. jan. 2012 Andri Karl andri@mbl.is Íslendingar virðast hafa skálað í ein- hverju öðru en freyðivíni um liðin áramót, ef marka má sölutölur úr Vínbúðum Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins. Sala freyðivíns var tæpum tíu prósentum minni í des- embermánuði en sama mánuð árið 2010. Í lítrum talið minnkaði sala á áfengi um 2,6% í desember milli ára. Er það svipaður samdráttur og á heildina litið milli sömu ára. Ef aðeins er litið á desembermán- uð má sjá að samdráttur var í sölu allra flokka. Sala á rauðvíni minnk- aði um 0,8%, sala á hvítvíni um eitt prósent, sala á ókrydduðu brenni- víni og vodka um 6,3% og 3,2% sam- dráttur var í sölu á lagerbjór. Annasamasti tími ársins í Vínbúð- unum er alla jafna vikan fyrir ára- mót, þ.e. dagana 27.-31. desember. Þessa viku seldust 503 þúsund lítrar af áfengi en það er sjö prósent minna en sömu daga árið 2010. Við- skiptavinum Vínbúðanna fækkaði um sömu prósentu, fóru úr 101 þús- und í 94 þúsund. Flestir viðskipta- vinir á síðasta ári komu í Vínbúð- irnar 30. desember eða 43.900 og keyptu þeir 256 þúsund lítra af áfengi. 8,3% samdráttur í sterku víni Á öllu síðasta ári voru seldar 18,4 milljónir lítrar af áfengi sem er 2,7% minna en árið 2010. Af einstökum flokkum má sjá að sala á rauðvíni stóð því sem næst í stað en sala á hvítvíni jókst um tæp tvö prósent. Þá var töluverð aukning á sölu blandaðra drykkja eða um 6,9%. Enn minnkar hins vegar sala á sterku víni, og var 8,3% minni sala var á ókrydduðu brennivíni og vodka milli áranna 2011 og 2010. Þá var töluvert minna keypt af bjór eða um 3,8% minna. Erfitt er að spá fyrir um hvernig þróunin verður á þessu ári en ef miðað er við þróun síðustu ára – verð hefur hækkað og minna keypt – má búast við enn meiri samdrætti. Um ára mót hækkuðu áfengisgjöld um 5,1% á alla flokka. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hækkar verð á áfengi að meðaltali um 2,05%. en hækkunin er mismunandi eftir flokkum, auk þess sem fleiri þættir spila inn í og geta því einstaka teg- undir hækkað meira en aðrar. Eins og sést á meðfylgjandi korti er töluverður munur á tilbúnu dæmi ÁTVR á meðaltalshækkunum og raunverulegum verðbreytingum á fáeinum tegundum völdum af handahófi. Þannig má sjá að Víking gylltur hefur ekki hækkað í verði, báðar tegundir léttvíns hækkuðu hins vegar um eitt hundrað krónur og vodkaflaska um 321 krónu. Það er öllu meira en gert er ráð fyrir í tilbúnu dæmi ÁTVR. Færri skáluðu í freyðivíni  Meira var keypt af léttvíni í Vínbúðum ÁTVR árið 2011 en 2010 en minna af bjór og sterku áfengi  Á árinu 2011 voru seldar 18,4 milljónir lítra af áfengi sem er tæpum þremur prósentum minna en 2010 Heildarsala áfengis 2010 og 2011 Salan í desember (þús. lítrar) 2010 (alls 2.066 þús. lítrar) 2011 (alls 2.013 þús. lítrar) Salan í janúar-desember (þús. lítrar) 2010 (alls 18.942 þús. lítrar) 2011 (alls 18.438 þús. lítrar) 250 200 150 100 50 0 Rauðvín Hvítvín Ókr. brenniv.og vodka Freyðivín Lagerbjór 24 8 24 6 11 9 11 8 26 25 3 1 28 1. 52 7 1. 47 8 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 -0,8% -1,0% -6,3% -9,9% -3,2% Rauðvín Hvítvín Ókr. brenniv.og vodka Freyðivín Lagerbjór 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 1. 76 9 1. 77 3 +0,2% 1. 12 4 1. 14 4 +1,8% 26 5 24 3 -8,3% 14 7 15 7 +6,9% 14 .8 27 14 .2 70 -3,8% FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Byggingavöruverslunin BYKO hætti með afsláttarkort fyrir ein- staklinga um áramótin og hefur þess í stað lækkað verð á vörum sínum um allt að þrjátíu og fimm prósent. Er þetta meðal annars gert til að bregð- ast við samkeppni frá þýska fyrir- tækinu Bauhaus sem opnar stærstu byggingavöruverslun landsins í vor. „Við erum í raun að breyta verð- stefnu fyrirtækisins og erum fyrst og fremst að lækka verð á öllum vörum. Við lækkum allar vörur frá einu prósenti og upp í þrjátíu og fimm prósent. Þetta er að jafnaði um tíu til fimmtán prósenta verðlækk- un,“ segir Guðmundur H. Jónsson, forstjóri BYKO. Koma til móts við heimilin Verðlækkunin næst með því að þeir fjármunir sem fást með því að leggja niður afsláttarkerfið verða notaðir til þess að lækka álagningu á vörunum að sögn Guðmundar. Stærri viðskiptavinir fá þó eftir sem áður einhverja afslætti en á öðru sniði en verið hefur. Inntur eftir því hvort verðlækk- unin sé tilkomin vegna innkomu Bauhaus á byggingavörumarkaðinn segir Guðmundur að það sé hluti ástæðunnar. Samkeppni á markaðn- um sé að breytast og aukast og BYKO bregðist að sjálfsögðu við því. „Svo hefur fjárhagslegt svigrúm heimilanna minnkað á síðastliðnum árum og við viljum koma til móts við breyttar aðstæður þeirra. Við höfum fundið fyrir kröfu frá viðskiptavinum um aukið gegnsæi í verðlagningu verslana,“ segir Guðmundur. Telja sig með lægsta verðið Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðs- sonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, telja menn þar á bæ sig ekki þurfa að bregðast sérstaklega við útspili BYKO né komu Bauhaus. „Við munum bara halda áfram að fylgjast vel með markaðnum eins og við höfum gert hingað til. Við erum óhræddir við að takast á við þá sam- keppni og við fögnum henni,“ segir hann. Fyrirtækið fylgist með verði á markaðnum mörgum sinnum á dag og leiðrétti verð oft í viku. Segir Sig- urður Arnar að það telji sig hafa boð- ið lægsta verðið á markaðnum í heilt ár undir merkinu „lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“. „Nú er danska félagið Bygma nýbúið að kaupa Húsasmiðjuna þannig að við erum komin með mjög öflugan bakhjarl til að takast á við hvaða samkeppni sem er á markaðn- um á hverjum tíma,“ segir hann. Bregðast við samkeppni  BYKO lækkaði vöruverð um áramótin Dæmi um verð- lækkanir hjá BYKO Var Nýtt v. Breyt. Byggingatimbur, óheflað, 1x6 (lengdarmetri) BYKOmálning (10 lítrar) Málningarúlla og bakki Parket, eik (m2) Gólfflís 30x60 cm (m2) 335 235 -30% 7.990 7.499 -6% 1.190 990 -17% 3.990 3.910 -2% 5.390 4.312 -20% (Verð í krónum) Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.