Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
✝ Ólöf HalldóraPétursdóttir
fæddist á Bergs-
stöðum, Vatnsnesi,
Vestur-Húnavatns-
sýslu 23. september
1924. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 10.
janúar 2012.
Foreldrar Lóu,
eins og hún var oft-
ast kölluð, voru Vil-
borg Árnadóttir, f. 30. mars
1895, d. 11. febrúar 1993, ættuð
úr Borgarfirði, húsfreyja á
Bergsstöðum, og seinni maður
hennar Pétur Teitsson, f. 31.
mars 1895, d. 24. ágúst 1991,
innfæddur Húnvetningur,
bóndi, trésmiður, sjómaður og
síðar bókbindari á Bergs-
stöðum. Vilborg og Pétur eign-
uðust þrjú börn og var Lóa elst
þeirra, hin eru Daníel Baldvin, f.
1928, og Vilborg, f. 1932. Fyrri
maður Vilborgar Árnadóttur
var Daníel Teitsson, albróðir
Péturs. Daníel lést í ársbyrjun
1923 en þau Vilborg eignuðust
saman fimm börn, þau Sig-
urborgu Fanneyju, f. 1913, látin,
Pál Vilhjálm, f. 1915, látinn,
almennur bekkjarkennari og
síðar sem sérkennari en sér-
kennaranámi lauk hún frá
Kennaraháskóla Íslands vorið
1976. Hún sótti einnig fjölmörg
endurmenntunarnámskeið í
KHÍ. Eftir að Lóa fluttist suður
bjó hún til að byrja með í leigu-
húsnæði sem oftast var eitt her-
bergi. Síðar byggði hún ásamt
Guðna bróður sínum húsið á
Nesvegi 59 í Vesturbæ Reykja-
víkur og bjó þar frá 1953. Árið
1995 fluttist hún svo í íbúðir fyr-
ir aldraða á Skúlagötu 40 en bjó
síðustu tvö ár ævinnar á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni.
Aðaláhugamál Lóu var söng-
ur og söng hún lengst af ævinni í
kór, þar af áratugum saman í
kirkjukór Neskirkju. Eftir að
hún fór á eftirlaun söng hún í
þremur kórum í einu um tíma og
var meðlimur í tveimur allt þar
til hún fluttist í Sóltún. Hún
hafði einnig mjög gaman af að
spila á spil, bæði vist og bridge
og var býsna lunkin í því. Jafn-
framt hafði hún unun af að
ferðast um heiminn, fór t.d. í
mánaðarferð í kringum suð-
urhvel jarðar auk styttri ferða
til Evrópulanda og Bandaríkj-
anna. Mest ferðaðist hún þó um
Ísland og þótti henni langvænst
um það og þá sérstaklega
bernskuslóðirnar í Húnaþingi.
Útför Lóu fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 20. janúar 2012, kl.
15.
Davíð Björgvin, f.
1917, lést á barns-
aldri, Teit Guðna, f.
1920, látinn, og
Ingibjörgu, f. 1922.
Eftir lát Daníels tók
Pétur börn bróður
síns að sér og ól
upp sem sín eigin.
Dóttir Lóu er
Magnea Gunnars-
dóttir hjúkr-
unarfræðingur, f.
16. júlí 1965, gift Arnari Þorra
Arnljótssyni kerfisstjóra, f. 16.
apríl 1968. Börn þeirra eru tvö:
Eyþór, f. 26. júní 2001, og Lóa
Bryndís, f. 5. maí 2009.
Lóa ólst upp á Bergsstöðum
við almenn sveitastörf á fjöl-
mennu heimili þriggja kynslóða.
Tæpra 18 ára fluttist hún til
Reykjavíkur þar sem hún réð sig
í vist í tvö ár áður en hún hóf
nám í Kennaraskólanum haustið
1944. Fjármagnaði hún nám sitt
með því að vinna á sumrin sem
ráðskona við brúarsmíði og
vegagerð víða um land. Kenn-
araprófi lauk hún vorið 1948 og
starfaði eftir það sem barna-
kennari við Mýrarhúsaskóla á
Seltjarnarnesi í 47 ár, fyrst sem
Komið er að kveðjustund. Ást-
kær móðir mín hefur kvatt þessa
jarðvist og haldið á fund skapara
síns. Á þessum erfiðu tímum birt-
ast mér ótal myndir og minningar
frá fyrri tíð. Mynd af mömmu með
kaffibolla í hendi á friðsælum
sunnudagsmorgni í eldhúsinu á
Nesveginum, messan í útvarpinu.
Við mæðgur í Hljómskálagarðin-
um á góðviðrisdegi með nesti í
poka. Mamma að opna hús sitt fyr-
ir hópi af æskufélögum mínum,
leyfa okkur að föndra, skera út
laufabrauð, baka piparkökur og
skreyta. Mynd af mömmu storm-
andi eftir Nesveginum á leið í skól-
ann í öllum veðrum, oft ein fárra
sem náðu að mæta á réttum tíma
ef eitthvað var að færð. Við mæðg-
ur saman á leiðinni í skólann, hún
að hlýða mér yfir ljóð. Mamma að
slá garðinn, hirða beðin og gefa
smáfuglunum. Minningar um
mömmu sem gestgjafa, alltaf gleði,
nóg húspláss fyrir gesti utan af
landi og sjálfsagt að ganga úr
rúmi, ekkert til sparað í veitingum.
Mamma að standa fyrir hvers kon-
ar mannfögnuðum, barnaboðum,
spilaboðum, matar- og kaffiboðum
og heilu ættarmótunum. Við
mæðgur í fjölmörgum gönguferð-
um eftir Ægisíðunni spjallandi um
allt og ekkert, og spilandi á spil
sem við gerðum gjarnan eftir
kvöldmat. Við að ferðast saman
vítt og breitt um landið og árviss
ferð á æskuslóðir hennar í Húna-
þingi. Mamma prúðbúin að leiða
mig inn kirkjugólfið og fagna með
okkur hjónum á brúðkaupsdaginn.
Mynd af mömmu klökkri af gleði
yfir fæðingu Eyþórs, fyrsta barna-
barns síns, og meira en áttræð að
leika við hann á hans plani í búð-
arleik eða hverju sem var. Mamma
að segja Eyþóri sögur sem hann
hlustaði á af mikilli athygli og inn-
lifun. Síðast en ekki síst mamma
með litlu nöfnu sína nýfædda í
fanginu, að springa úr stolti. Allar
þessar minningar og miklu fleiri
eru mér mikil verðmæti sem ég
geymi innra með mér, ylja mér við
og gleðst yfir. Þakklát fyrir að hafa
notið leiðsagnar og aðstoðar þess-
arar sterku og góðu konu sem allt-
af var tilbúin að gera allt fyrir mig
og fjölskyldu mína.
Að lokum langar mig að koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
allra þeirra sem önnuðust hana svo
vel síðustu árin á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni. Hvíl í friði elsku
mamma.
Magnea.
Látin er ástkær tengdamóðir
mín og amma barnanna minna.
Hún kvaddi þessa tilvist af sömu
hæglátu reisn og virðingu og ég
þekkti hana að í lifanda lífi. Það
var aðdáunarvert að sjá hana
halda sínu striki af óbilandi þraut-
seigju þrátt fyrir þrálátan og
vægðarlausan sjúkdóm. Sú stund
þegar hún kvaddi var einn storma-
saman þriðjudag í janúar. Fannst
næstum eins og hvöss vetrarveður
og kuldaleg hríðarél æskuslóða
hennar væru komin sem undirspil
við kveðjustundina.
Það er því með auðmýkt og
þakklæti sem ég sting hér niður
nokkrum orðum til minningar um
þá stórgóðu konu sem hún var.
Það var mér gæfa og leiðarljós að
hafa kynnst henni. Það sem stend-
ur upp úr eru minningar um ótal
ferðalög, innanlands og utan,
veislur, boð og aðrar samveru-
stundir þann tíma sem ég þekkti
hana. Örlæti hennar og gjafmildi á
tíma sinn og krafta virtist ótak-
markað. Allir sem hana sóttu heim
voru aufúsugestir og skorti þar
aldrei veitingar eða hlýju. Hafði
hún mikla ánægju af að rækta
tengslin við sinn stóra frændgarð
og nána vini og átti hún þar mikinn
auð. Einnig var aðdáunarvert hve
virk hún var í félagsstarfi, sérstak-
lega kórastarfi, alla tíð. Í samveru
við hana kynnist ég spilamennsku
og ríkulegri glettni hennar ásamt
hæfileikanum að geta haft húmor
fyrir sjálfum sér og kómedíunni
sem lífið er. Það sem stendur upp
úr er hvað hún hafði sanna og góða
nærveru. Oft var mikið skrafað og
rætt. Mun ég sakna þess að eiga
ekki kost á að sitja með henni við
eldhúsborðið á Skúlagötunni og
taka þátt í samræðum um liðna tíð
sem og atburði líðandi stundar.
Það var ekki mulið undir hana
heldur þurfti hún að leggja hart að
sér eins og svo margir af þessari
kynslóð sem núna er að safnast til
feðra sinna. Hún hafði aldrei
handleikið auðæfi og jafnvel af-
þakkað vegtyllur til að fjarlægjast
ekki það sem henni fannst skipta
mestu máli í starfi sem voru börn-
in.
Mörg orð má hafa um fórnfýsi
hennar og gjafmildi, ber þar að
nefna aðstoð hennar við ýmis góð-
gerðarfélög innanlands og munað-
arlaus börn á Indlandi. Það voru
einmitt börn sem gáfu lífi hennar
hvað mestan tilgang. Barnabörnin
voru augasteinarnir hennar og
hún gaf þeim sanna og óeigin-
gjarna nærveru, sem er svo dýr-
mæt litlum manneskjum að upp-
lifa. Eyþór sonur okkar átti í henni
ekki bara ömmu heldur sérstakan
vin sem gaf honum skilyrðislausa
athygli og ástúð og Lóu litlu hefði
hlotnast það einnig hefði ömmu
hennar enst aldur. Missir þeirra er
því mikill. Það er okkar sem lifum
að reyna að bæta þeim það upp.
Þakka fyrir allar góðu stundirnar.
Minning þín lifir.
Arnar Þorri Arnljótsson.
Elskuleg móðursystir mín hef-
ur kvatt. Fyrsta minning mín um
Lóu frænku er frá því ég var smá-
stelpa og hún kom í heimsókn til
okkar í Miðhús. Það eina sem ég
man frá því var að hún var að
greiða mér og setja slaufur í hárið
og fannst mér ég þá afskaplega
fín. Seinna var svo Lóa „kaupa-
kona“ eitt sumar hjá mömmu og
pabba. Við tvíburarnir vorum fjög-
urra ára og Lóa systir mín sjö. Lóa
fænka var þá nýútskrifaður kenn-
ari og hennar líf og yndi var þá
eins og alla tíð börnin og hún var
sífellt að kenna og fræða. Þetta
sumar er í minningunni mjög
skemmtilegt, alltaf gott veður og
Lóa að segja okkur sögur jafn-
framt sem hún gekk í öll verk úti
og inni. Hún sagði okkur t.d. sög-
una af sætabrauðsdrengnum sem
hljóp burt, sagði okkur síðan að
hún væri að baka sætabrauðs-
dreng fyrir „töðugjöldin“ og ég
var ekki alveg örugg nema hann
færi af stað. Það var alltaf tilhlökk-
unarefni þegar von var á Lóu
frænku í heimsókn í Miðhús. Árin
liðu og ég fór til náms til Reykja-
víkur. Þá bauð Lóa mér að búa hjá
sér og urðu það samtals sjö vetur
og tvö sumur. Hún hvatti mig til að
sækja um Kennaraskólann og
bauð mér að búa hjá sér áfram þar
til námi lyki. Á Kennaraskólaárun-
um missti ég mömmu mína langt
um aldur fram, þá var gott að eiga
Lóu að. Síðar þegar ég gifti mig og
flutti norður í Fremstagil kom Lóa
í heimsókn á hverju sumri og var
hún börnum okkar eins og besta
amma og allir hlökkuðu til þegar
von var á henni í heimsókn. Það
var alltaf glens og grín þar sem
hún var nálægt. Aldrei féll henni
verk úr hendi, hún bakaði og þreif,
lék við börnin og fór út á tún með
Hilmari tengdaföður mínum til að
raka. Ég minnist þess hvað hann
dáðist einu sinni að henni þegar
hún hrakti burtu nautkálfa frá
næsta bæ sem birtust allt í einu á
túninu hjá þeim þar sem þau voru
að raka. Hún óð á móti þeim með
hrífuna á lofti, þó voru þetta þær
skepnur sem hún óttaðist mest, en
hún ætlaði ekki að láta þær ráðast
á gamla manninn.
Alltaf stóð heimili Lóu á Nes-
veginum okkur opið er við komum
í bæinn. Einnig var alltaf gott að
koma til hennar á Skúlagötuna og
sömuleiðis í Sóltún þar sem hún
naut góðrar umhyggju starfsfólks-
ins. Eftir að þangað kom hafði hún
ekki heilsu til að koma norður sem
hún hafði gert á hverju ári fram að
því. Síðasta heimsókn hennar var
sumarið áður – þá vorum við flutt
á Blönduós en hún kom með okkur
í bíltúr fram í Langadal þar sem
við eigum landspildu. Á meðan við
vorum að gróðursetja nokkrar
plöntur fór Óli sonur okkar að slá
smáblett. Tók þá Lóa hrífu sér í
hönd og fór að raka heyinu saman
þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri
farinn að ræna hana kröftum, en
svona var Lóa, alltaf að hjálpa til
þar sem þörf var á.
Elsku Lóa mín, nú ert þú farin
frá okkur, laus við þrautir og kom-
in í aðra veröld þar sem ég er viss
um að margir fagna þér. Elsku
Magnea, Arnar, Eyþór og Lóa
Bryndís, Guð veri með ykkur í
sorginni. Við hjónin viljum að leið-
arlokum þakka fyrir allar dásam-
legu samverustundirnar með
henni. Guð geymi þig elsku Lóa
frænka.
Vilborg og Valgarður.
Elsku Lóa móðursystir mín er
látin. Margar ljúfar og skemmti-
legar minningar koma upp í hug-
ann sem ber að þakka, þegar Ólaf-
ar Halldóru Pétursdóttur er
minnst.
Fyrst ber að minnast jólatím-
ans í æsku, þegar fjölskyldurnar
fóru á milli heimila í jólaboðin hjá
þeim systkinum fyrir sunnan, Páli,
mömmu, Lóu og Guðna. Lóa, sem
starfaði sem kennari í yfir 40 ár,
undirbjó jólaboðið sitt með alls-
herjar dagskrá. Sem dæmi áttum
við börnin að æfa atriði og í eitt
skipti sungum við Guðrún systir
lagið „kanntu brauð að baka“,
pabbarnir þræddu nálar í ullar-
vettlingum og vann sá sem var
fljótastur. Allir tóku þátt í spurn-
ingakeppni, þar sem Lóa lagði
spurningar fyrir alla miðað við ald-
ur. Lóa gætti þess að allir færu
glaðir og ánægðir heim og helst
með pakka. Alltaf var spilað á spil,
og vorum við krakkarnir strax
fullgildir spilafélagar, þótt með-
spilararnir væru afasystkini okkar
og létu í sér heyra í spilamennsk-
unni. Þetta var að sjálfsögðu besta
leiðin til að hrista saman kynslóð-
irnar, því allir þurftu að eiga sam-
skipti við alla á staðnum í fé-
lagsvist.
Við Bergdís systir nutum þess
mjög ungar að fara með mömmu
til vinnu í Reykjaskóla þegar Lóa
starfaði þar í sumarbúðum fatl-
aðra. Lóa skrifaði og útbjó
kennsluefni eins og flestir kenn-
arar hafa gert um ævina. Það ár
sem ég kenndi almenna kennslu
var ég mjög stolt yfir því að eiga
frænku sem skrifað hafði eina
kennslubókina sem ég var að
kenna og er ennþá notuð, en það
er heftið Ritum rétt, reglur um
stafsetningaræfingar.
Lóa var alltaf boðin og búin til
að aðstoða ef á þurfti að halda.
Hún studdi mig og mín börn, þeg-
ar þannig stóð á hjá mér. Minn-
isstæðast eru fermingar barnanna
minna, en Lóa samdi ljóð í ferm-
ingarveislu Egils, samdi sögu í
fermingu Sifjar, þar sem allir
gestirnir tóku þátt, studdi Söru til
söngnáms, sem varð til þess að
Sara söng í sinni fermingarveislu
og endurgalt Emil söng í hans
veislu. Hún bauð mér og börnun-
um í matarboð, spilavist, laufa-
brauðsgerð. Það var alltaf gaman
og fræðandi að sækja Lóu heim,
núna síðast hinn 4. janúar, þegar
hún og mamma rifjuðu upp minn-
ingar frá æskuslóðunum á Bergs-
stöðum á Vatnsnesi.
Sólargeislarnir í lífi Lóu voru
dóttir hennar Magnea, Arnar og
börnin þeirra Eyþór og Lóa Bryn-
dís. Missir þeirra er mikill, megi
Guð styrkja þau og aðra aðstand-
endur á erfiðri stundu.
Steinunn, Hafsteinn, Egill,
Sif, Sara og Emil.
Við systkinin eigum margar
góðar minningar um Lóu og má á
margan hátt segja að hún hafi fyllt
skarð móðurömmu okkar hennar
Fanneyjar sem lést áður en við
fæddumst og þannig var hún í
okkar huga sem amma Lóa. Nes-
vegur 59 kemur fyrst upp í hugann
sem var alltaf okkar fyrsti áfanga-
staður þegar við komum með for-
eldrum okkar til Reykjavíkur. Það
er erfitt að lýsa í orðum því and-
rúmslofti sem var í því húsi þar
sem ríkti mikil ró og friður og mót-
tökurnar voru alltaf konunglegar.
Það var þó eitt við Nesveg 59 sem
við áttum erfitt með að þola og það
var lyktin af hitaveituvatninu sem
okkur þótti ekki góð enda engin
hitaveita í sveitinni á Fremstagili.
Þegar amma Lóa kom í heimsókn
til okkar að Fremstagili var yfir-
leitt mikið líf og fjör þar sem oft
var margt um manninn og mjög
margir krakkar samankomnir.
Það var nokkuð fastur liður þegar
amma Lóa kom í heimsókn að hún
tók allan krakkaskarann og fór í
leiki og mátti þar glöggt sjá
hversu frábær kennari hún var.
Vinsælastur var hinn margrómaði
lýsingarorðaleikur sem fékk okk-
ur til að veltast um af hlátri.
Amma Lóa var einstök mann-
eskja og þökkum við henni fyrir
allt það góða sem hún færði okkur
og þá hjartahlýju sem hún veitir
þegar við minnumst samveru-
stunda með henni.
Elsku Magnea, Arnar, Eyþór
og Lóa Bryndís við færum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hilmar Pétur, Ólafur
Reimar og Fanney Hanna.
Mín besta vinkona í hartnær
sjötíu ár, hún Lóa, hefur kvatt
okkur og haldið á óræð svið sem
hún trúði á og treysti að biðu sín.
Hún ræddi þessi væntanlegu
vistaskipti við mig fyrir allnokkru,
hún kveið þeim ekki, var frekar
forvitin um hvenær og hvernig.
Fundum okkar bar fyrst saman
haustið 1944 þegar við þreyttum
inntökupróf í Kennaraskólann.
Framundan voru fjögur ár í mjög
skemmtilegum og samhentum
bekk sem nú hittist tvisvar á ári.
Það var mikið sungið í bekknum
og Lóa bar þar af bekkjarsystr-
unum með sína fallegu sópran-
rödd. Það hefur fækkað í hópnum
undanfarin ár, við sem eftir lifum
sendum dóttur Lóu og fjölskyldu
hennar einlægar samúðarkveðjur
svo og öðrum ástvinum hennar.
Við söknum sannarlega vinar í
stað.
Lóa var sérlega dugleg og ósér-
hlífin við hvað sem var og sam-
viskusöm svo af bar. Þessir eig-
inleikar nutu sín sannarlega í
ævistarfinu, kennslunni, svo og
það sambland glettni og gaman-
semi annars vegar og alvöru hins
vegar sem hún hafði til að bera.
Það er ekki hægt að hugsa sér ein-
lægari né betri vinkonu. Við ferð-
uðumst mikið saman hérlendis og
erlendis, þótt við færum eina
hringferð um hnöttinn fannst
henni ferð sem við fórum til
Bandaríkjanna bera af öðrum
enda hittum við þar mikið af góðu
fólki – gengum að segja má milli
góðbúanna og sáum líka margt. –
En öllu lýkur. Það er kveðjustund,
minningar hrannast upp og þakk-
læti fyrir þessi löngu og góðu
kynni og alla samveru fyllir hug-
ann. Blessuð sé minning Lóu.
Þuríður J. Kristjánsdóttir.
Þegar aldurinn færist yfir er
eðlilegt að líta yfir farinn veg.
Vissulega er það þá oftast nærfjöl-
skyldan sem kemur upp í hugann.
Síðan kemur samstarfsfólkið sem
oft skipar stóran sess. Árið 1959
þegar við hjónin hófum störf í
Mýrarhúsaskóla var Ólöf H. Pét-
ursdóttir kennari þar. Hún hafði
kennt þar frá árinu 1948. Þarna
hittum við konu sem var einstök í
allri framkomu. Hún hafði yfir sér
mikla kyrrð, hún var kona sem
næstum bar utan á sér kærleika
og virðingu fyrir lífinu.
Þessa nutu börn í Múrarhúsa-
skóla um næstum 50 ára skeið.
Þegar Ólöf hóf störf var kennsl-
unni svo háttað að sami kennari
kenndi einum aldurshópi fyrir há-
degi og öðrum eftir hádegi.
Sjaldnast var þó aðstaða til und-
irbúnings eða frágangs á vinnu
nemenda í skólanum og verkefni
nemenda bar Ólöf heim til sín á
Nesveginn þar sem hún bjó í ára-
tugi. Augljóst er að mörg eru þau
börn sem nutu kennslu Ólafar.
Börnin virtu og elskuðu hana, hún
var hafsjór af sögum og þulum.
Þau lærðu ljóð og sungu því Ólöf
var mjög áhugasöm um söng og
að börnin nytu sín sjálf í sögum,
söng og framsetningu. Aldrei var
hávaði í kringum „börnin hennar
Ólafar“, sjálf hækkaði hún ekki
róminn í kennslunni svo þar var
hún einnig til fyrirmyndar. Ítrek-
að var reynt að fá hana til að taka
að sér stjórnunarstörf við skólann
en án árangurs og sjaldan voru
teknar stærri ákvarðanir hjá
stjórnendum skólans án þess að
bera þær undir Ólöfu. Eftir um 20
ára starf við bekkjarkennslu fékk
Ólöf eins árs orlof og sótti sér
framhaldsnám í sérkennslu. Ólöf
lauk störfum í Mýrarhúsaskóla
árið 1995, þá 70 ára að aldri. Eftir
starfslok tók hún að sér stuðning
við unglinga í efri bekkjum grunn-
skóla.
Ólöf eignaðist dóttur og það er
okkur til efs að nokkru barni hafi
verið fagnað viðlíka og þeirri
stúlku því að allur skólinn fylgdist
með bernsku hennar. Magnea
dóttir Ólafar hefur orðið hennar
lífsfylling ásamt barnabörnunum
tveimur. Það er með miklum
söknuði að við hjónin kveðjum
kæra vinkonu okkar en jafnframt
óskum við Magneu og fjölskyldu
hennar alls hins besta.
Unnur og Páll.
Hún elsku Lóa mín er borin til
hinstu hvílu í dag frá Neskirkju.
Kirkjunni sem henni þótti svo
vænt um og var búin að syngja
ótal sinnum í.
Þessi trygga og sterka kona
sem ég kynntist fyrir 45 árum en á
öllum þeim tíma hefur vinskapur
okkar gefið mér svo mikið. Það er
svo gott að minnast þín elsku Lóa
mín og allra þeirra góðu stunda
sem við áttum saman hvort sem
það voru ferðalög, leikhúsferðirn-
ar okkar eða öll þessi ómetanlegu
samtöl okkar, um allt milli himins
og jarðar, sem gáfu mér svo mik-
ið.
Trúnað áttum við hvor hjá ann-
arri og gat ég ávallt leitað til þín
og þegið frá þér svo dýrmæt og
gefandi ráð sem leiðbeint hafa
mér alla tíð og börnin mín hafa að
sama skapi notið góðs af. Ég mun
minnast þín með hjartað fullt af
þakklæti og virðingu elsku besta
vinkona mín.
Þín
Margrét.
Það var á haustdögum árið
1996 að nokkrir áhugasamir ein-
staklingar innan félags kennara á
eftirlaunum tóku sig saman og
mynduðu lítinn sönghóp, aðallega
til að fá útrás fyrir sína sönggleði.
Þessir fáu félagar eru nú orðnir að
myndarlegum kór sem hlaut nafn-
Ólöf Halldóra
Pétursdóttir
HINSTA KVEÐJA
Mig langar til að kveðja
ömmu mína með þessum
orðum. Hún var svo góð og
lék oft við mig þegar ég var
lítill, fór með mér út á róló
og sagði mér sögur. Hún
passaði mig líka og stund-
um gisti ég hjá henni þegar
hún bjó á Skúlagötunni. Við
heimsóttum hana oft eftir
að hún flutti í Sóltún. Ég er
mjög leiður yfir því að hún
skuli vera dáin og á eftir að
sakna hennar mikið. Ég var
heppinn að eiga hana sem
ömmu.
Takk fyrir allt elsku
amma.
Eyþór.