Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
✝ Jón Guð-mundsson
fæddist í Bæ í Ár-
neshreppi á
Ströndum hinn
19. júní 1936.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 15. janúar
2012.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Pétur Valgeirsson
bóndi í Bæ, f. 11.5. 1905, d.
14.9. 2001, og Jensína Guðrún
Óladóttir, ljósmóðir og hús-
freyja í Bæ, f. 18.2. 1902, d.
6.11. 1993. Systkini Jóns, 1)
Óli, f. 21.5. 1930, d. 15.6.
1930, 2) Elín, f. 6.1. 1931, d.
17.6. 1931, 3) Guðbjörg, f.
25.2. 1933, d. 28.3. 1933, 4)
Pálmi, f. 7.6. 1934, d. 5.3.
2007, hann var kvæntur Lilju
Þorleifsdóttur, f. 8.1. 1939,
Pálmi átti tvær dætur af
fyrra hjónabandi. 5) Hjalti, f.
17.1. 1938, d. 26.1. 2005, hann
var kvæntur Guðbjörgu Þor-
steinsdóttur, þau eignuðust
fjögur börn og fyrir átti hann
eina dóttur. 6) Fríða (kjör-
barn), f. 3.3. 1945, d. 6.3.
Fríða Sunnevu Kristínu Sig-
urðardóttir. 4) Hörður, f.
18.11. 1965, eiginkona hans er
Ingibjörg Kolbeinsdóttir, f.
25.8. 1967, börn þeirra eru
Kolbrún Ólafía og Hjördís
Lilja, börn Harðar af fyrra
hjónabandi eru Kristófer Leó,
Karen Lind og Eva Ósk, börn
Ingibjargar eru Ingólfur
Bjarni og Aníta.
Jón stundaði nám í Reykja-
nesskóla við Ísafjarðardjúp í
tvo vetur og stundaði síðan
ýmis störf bæði til sjós og
lands m.a. þrjú ár í Lands-
smiðjunni. Hann lærði húsa-
smíðar hjá Sigurði Kr. Árna-
syni og útskrifaðist frá
Iðnskólanum í Reykjavík
1967. Lengst af vann hann
sem húsasmiður hjá Haraldi
Sumarliðasyni. Hann hóf að
kenna húsasmíðar 1980 við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti
og lauk námi í uppeldis- og
kennslufræðum frá Kenn-
araháskóla Íslands 1982.
Kenndi hann við skólann til
69 ára aldurs. Jón var með-
limur í hestamannafélaginu
Andvara á Kjóavöllum og
vann ötullega að uppbyggingu
félagsins þar á sínum tíma,
tók m.a. að sér byggingu fé-
lagsheimilisins. Hann spilaði
badminton hjá TBR öll sín
fullorðinsár.
Útför Jóns fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 20. janúar
2012, kl. 15.
1961. 7) Fóst-
ursystir Elín El-
ísabet Sæmunds-
dóttir, f. 16.6.
1930, hún er gift
Sigurjóni Nielsen,
þau eignuðust
átta börn.
Jón kvæntist
Hjördísi Vigfús-
dóttur hinn 16.1.
1960, hún er fædd
5.11. 1938. Hjör-
dís er frá Húsatóftum á
Skeiðum í Árnessýslu. For-
eldrar hennar voru hjónin
Vigfús Þorsteinsson bóndi, f.
14.8. 1894, d. 3.2. 1973 og
Þórunn Jónsdóttir húsfreyja,
f. 28.9. 1905, d. 13.1. 2001.
Börn Jóns og Hjördísar eru 1)
Vignir, f. 7.5. 1960, eiginkona
hans er Þorbjörg Kolbeins-
dóttir, f. 9.8. 1960, börn henn-
ar eru Ólafur Þór, Ísak Örn
og Ingimundur. 2) Heimir, f.
3.8. 1961, sambýliskona hans
er Jóhanna Kristín Jónsdóttir,
f. 20.9. 1971, börn þeirra eru
Jón Bjartur og Hjalti Birkir.
3) Fríða Jensína, f. 3.6. 1964,
eiginmaður hennar er Auðunn
Gísli Árnason, f. 19.2. 1959,
saman eiga þau Axel, fyrir á
Í dag kveðjum við elsku
pabba okkar sem kvaddi okkur
allt of snemma.
Við eigum margar góðar
minningar um hann. Hann var
mikið ljúfmenni og það var allt-
af gott að leita til hans. Hann
var náttúrbarn og þindarlaus á
fjöllum. Við byrjuðum snemma
að ganga á fjöll með pabba,
hvort sem það var í sveitinni
hans á Ströndunum eða vítt og
breitt um landið. Hann smitaði
okkur öll af skíða- og fjallabakt-
eríunni sem við systkinin öll
njótum í dag. Hestamennskan
tók svo hug hans allan þegar
við vorum á unglingsaldri og
fylgdi honum alla tíð síðan.
Pabbi hafði einstakt lag á hest-
um, naut þess mikið að vera ná-
lægt þeim og að stússast í
kringum þá.
Sem börn litum við á pabba
sem algjöran snilling og dáð-
umst við mikið af þeim hlutum
sem hann smíðaði til heimilis-
ins. Smíðarnar léku í höndunum
á honum.
Heimili foreldra okkar hefur
alla tíð verið miðpunktur þar
sem hægt var að leita til ef eitt-
hvað bjátaði á, einskonar klett-
ur í hafi sem ekkert vann á.
Vinir okkar voru alltaf vel-
komnir þangað og var það oft
eins og félagsmiðstöð. Alltaf var
hann jákvæður á að ræða allar
hugmyndir sem við komum með
og útfæra þær þó oft væru þær
ansi háleitar og hafi ekki alltaf
orðið að veruleika. Allir vorum
við bræðurnir í björgunarsveit
og fengum við alltaf fullan
stuðning þar og ráðleggingar ef
á þurfti að halda.
Pabbi og mamma gerðu sér
sælureit á Laugavöllum hjá vin-
ahjónum sínum Ragnari og
Heiði. Það var gott að koma til
þeirra í hjólhýsið og var það
ósjaldan sem barnaskarinn var
á eftir afa að fylgjast með ný-
fæddum folöldum úti í haga.
Þegar við vorum unglingar
byggðu pabbi og mamma sér
hesthús á Kjóavöllum og þar
stunduðu þau hestamennsku
þar til þau seldu hesthúsið og
byggðu sér sumarbústað á
Skeiðunum. Fríða og fjölskylda
hennar áttu margar góðar
stundir í hestamennskunni með
pabba og mömmu. Fjölskyldan
tók öll þátt í að byggja bústað-
inn og var þar oft glatt á hjalla.
Færðist hestamennskan þá úr
bænum í sveitina, þar sem þau
nutu tilverunnar ásamt bræðr-
unum Donda og Nonna, bænd-
unum á Brúnavöllum. Reynd-
ust þeir pabba miklir og góðir
vinir og erum við þeim ævin-
lega þakklát fyrir það. Pabbi
varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að stunda hestamennskuna
fram á síðasta dag. Hann hafði
alltaf eitthvað fyrir stafni og
kom sér upp vinnuskúr í sveit-
inni með rennibekk og þar
dundaði hann sér við ýmsar
smíðar.
Barnabörnin elskuðu hann
og sakna hans sárt. Hann var
góður afi og eiga krakkarnir
góðar minningar um afa í felu-
leik eða eltingaleik í kringum
súluna í Hraunbergi. Einnig
áttu pabbi og mamma einstak-
lega fallegt samband.
Pabbi og mamma áttu frá-
bæra ferð til Noregs um síð-
ustu páska þar sem þau áttu
góðar stundir með yngstu
barnabörnunum.
Við erum einnig öll mjög
þakklát fyrir frábæra ferð með
pabba og mömmu norður á
Strandir í sumar, gönguna yfir
Naustvíkurskörð og allar sög-
urnar sem við fengum að
heyra. Þetta eru minningar
sem við munum geyma um alla
framtíð.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi,
og hafðu þökk fyrir allt.
Vignir, Heimir,
Fríða og Hörður.
Elsku Jón afi. Mikið er sárt
að skrifa minningarorð um þig
en um leið fyllast hjörtu okkar
hlýju þegar við rifjum upp okk-
ar góðu kynni í gegnum árin.
Þú varst rétt skriðinn yfir þrí-
tugt þegar þú fékkst heiðurs-
nafnbótina „afi“ í fyrsta sinn
frá Hjördísi litlu og svo bættist
Þórunn Helga litla að sjálf-
sögðu við og í lokin Íris litla
sem hélt í raun og veru að þú
værir afi sinn um langan tíma.
Ætli þetta hafi ekki bara verið
út af þessari hlýju og góð-
mennsku sem stafaði af þér að
okkur fannst afanafnið passa
svo einstaklega vel við þig.
Við munum mjög vel eftir
tímanum þegar við bjuggum öll
saman í Jörfabakkanum, við
vorum alltaf velkomnar yfir til
ykkar Hjördísar frænku og oft
var ekki gerður greinarmunur
á íbúðinni ykkar og okkar.
Einnig koma upp í hugann
skemmtilegu ferðirnar okkar út
á land þar sem A-tjöld, kók-
flöskur og klappstólar eru ein-
kennandi myndbrot fyrir þess-
ar ferðir. Einna minnisstæðast
var þegar við löbbuðum öll sam-
an upp að rótum Heklu og
frægi frasinn okkar „gefstu
upp“ varð til í þykjustuslag þar.
Einnig var það berjatínslan
góða á Esjunni sem reyndist
vera lambaspörð og úr varð
kúkalabbið mikla sem vakti
töluverða kátínu.
Við svo sannarlega litum upp
til þín, þú varst svo fjölhæfur
og klár að búa til fallega hluti
sem síðan prýddu heimili okkar.
Þú varst stór partur af lífi okk-
ar á þessum mótunarárum og
við heppnar að fá að umgangast
þig og kynnast. Þrátt fyrir að
við hittumst sjaldnar eftir því
sem árin liðu voru þær sam-
verustundir alltaf jafn góðar og
yndislegar. Þú átt svo sérstak-
an stað í hjörtum okkar. Hvíldu
í friði elsku Jón afi.
Saknaðarkveðjur,
Hjördís, Þórunn
Helga og Íris.
Í návist sumra fer sólskin
og sumar í hjartað inn
líkt og ilmbærinn andi
ástúð í huga minn.
(SH.)
Skjótt skipast veður í lofti.
Manninum með ljáinn lá mikið
á, fór mikinn og eftir stöndum
við hnípin og söknum góðs vin-
ar, mágs míns og svila Jóns
Guðmundssonar.
Á svona stundum fyllist hug-
urinn ljúfum minningum um
einstakan mann sem vildi allt
fyrir alla gera, þar fór enginn
bónleiður til búðar, hjálpsemi,
ósérhlífni og dugnaður var hans
aðal.
Við fjölskyldan vorum svo
lánsöm að eiga heima nokkur ár
í sama stigagangi og Jón og
Hjördís. Minnumst við ótal
góðra stunda þaðan, stunda
sem nú er fjársjóður í minn-
ingasafninu. Börnin á báðum
heimilunum upplifðu dýrmætan
tíma æskunnar saman og „afi
og frænka“ eins og dæturnar
kölluðu Jón og Hjördísi jafnan,
hafa alltaf átt sérstakan stað í
hjarta þeirra. Betri nágranna
getur enginn valið sér.
Þegar við á þessum tíma réð-
umst í að byggja okkur hús
stóðum við sannarlega ekki ein
því mörg voru handtökin sem
Jón lagði okkur til og tók gjarn-
an syni sína með sem fengur
var að. Þetta var skemmtilegur
tími með alls konar uppákom-
um. Einu sinni sendi Jón mig í
hádeginu niður í Húsasmiðju til
að kaupa stoðir, það síðasta
sem hann sagði um leið og ég
fór í bílinn. „Mundu að hafa
þær beinar“. Aldrei hef ég verið
talinn verklaginn í smíði svo
þessi ábending var fyllilega
þörf. Þegar ég kom svo í Húsa-
smiðju pantaði ég sendibíl og
nú reyndi á mig að velja. Í hús-
byggingunni hafði ég oft gjóað
augum á smiðina og séð þá
kíkja stoðir o.þ.u.l. Réðst ég nú
á stæðuna, kíkti stoðirnar eins
og þeir höfðu gert og rétti bíl-
stjóra jafnóðum. Hélt ég svo
mína leið í vinnu en bílstjórinn
fór rakleitt til Jóns í nýbygg-
ingunni. Tekur Jón nú á móti
títtnefndum stoðum, kíkir þær
og segir svo við bílstjórann:
„Hver valdi þessi ósköp?“ „Það
var smiðurinn,“ sagði bílstjór-
inn. Var þetta smiður? spyr
Jón? „Ja, smiðslegur var hann
a.m.k.,“ svaraði bílstjórinn að
bragði. Þessi smiðslega lýsing
átti eftir að skemmta okkur
lengi og jafnan ef ég gerði lítið
úr smíðakunnáttu minni í
margra hópi leiðrétti Jón það
og sagði: „Ég hef nú heyrt talað
um að þú sért smiðslegur.“
Jón var einn af þeim mönn-
um sem svo auðveldlega settu
mark sitt á líf þeirra sem
kynntust honum.
Hann var í senn þessi
dagfarsprúði maður, hlýr og
hjartagóður, gæddur rökhugs-
un og virtist aldrei flana að
neinu, hlustaði, öll orð og at-
hafnir voru úthugsuð og
stefndu að settu marki. Kímnin
var aldrei langt undan og var
gaman að heyra Jón segja sög-
ur þar sem einlægnin réð ríkj-
um.
Nú er komið að kveðjustund,
söknuður fyllir hjörtun en um
leið erum við þakklát fyrir allar
samverustundirnar sem við átt-
um með Jóni.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Elsku Hjördís, Vignir, Heim-
ir, Fríða, Hörður og fjölskyld-
ur, ykkar er missirinn mestur,
megi minningin um góðan eig-
inmann, föður og afa gefa ykk-
ur styrk á þessum erfiðu tíma-
mótum.
Þorkell (Doddi) og
Stefanía (Bebba).
Kveðja frá samstarfsfólki
í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Góður vinur og samstarfs-
maður til margra ára er látinn.
Hver man ekki eftir Jóni Guð-
mundssyni kennara á húsa-
smíðabraut Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Jón var ekki hár
vexti, meðalmaður á hæð,
snöggur í hreyfingum, hið
mesta ljúfmenni, vel liðinn af
nemendum og samstarfsmönn-
um sínum.
Jón var ættaður úr Árnes-
hreppi á Ströndum og bar þess
merki að hann væri af góðu
fólki kominn. Jón kenndi við
FB í 24 ár og má segja að hann
hafi verið mjög ötull í að móta
tréiðnadeild skólans og býr hún
að því enn í dag. Jón var mjög
listfengur og verklaginn og
nutu nemendur hans þess, því
hann kunni að miðla þekkingu
sinni til þeirra.
Jón lét af störfum 2005 vegna
veikinda og gat þá helgað sig
áhugamálum sínum sem var að
vera í sumarbústað fjölskyld-
unnar austur á Skeiðum og þar
var hann einnig með hesta sem
tóku hug hans allan.
Samstarfsfólk Jóns í FB
vottar fjölskyldu hans samúð og
þakkar Jóni fyrir langt og far-
sælt samstarf.
Stefán Benediktsson
aðstoðarskólameistari.
Jón
Guðmundsson
ið EKKÓ og telur nær 40 meðlimi.
Ein af stofnendum þessa kórs var
Ólöf H. Pétursdóttir, sem við nú
kveðjum í dag. Starfaði hún í kórn-
um þar til fyrir þremur árum að
hún varð að hætta sökum heilsu-
brests.
Lóa, eins og hún var ætíð köll-
uð, var virkur þátttakandi í kór-
starfinu, sem og í öðrum störfum
innan Félags kennara á eftirlaun-
um. Söngurinn var hennar líf og
yndi, enda var hún söngvís vel og
hafði góða sópranrödd.
Lóa var mikill gleðigjafi í góðra
vina hópi og átti auðvelt með að
kasta fram glettnum stökum ef
svo bar undir og oft flugu kviðling-
ar milli félaga svo gera þurfti
stuttan stans á æfingu.
Ákveðnar skoðanir hafði hún á
mönnum og málefnum og lét þær í
ljós hreinskilin og hispurslaus án
þess að særa nokkurn mann, því
manngæskan var þar í fyrirrúmi.
Það er gott og mannbætandi að
hafa átt samleið með slíkri konu
sem Lóa var. Við söknum hennar
úr hópnum og kveðjum hana með
virðingu og þökk fyrir samfylgd-
ina. „Nú er söngurinn hljóður og
horfinn“ en í eyrum okkar ómar
veikur hljómur brottkvaddra fé-
laga. Við sem eftir lifum munum
láta sönginn óma í minningu
þeirra.
Við söngfélagar í EKKÓ-kórn-
um sendum dóttur hennar, barna-
börnum og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Rannveig Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við fyrrverandi
samstarfskonu okkar við Mýrar-
húsaskóla, Ólöfu H. Pétursdóttur.
Hún kenndi við skólann í tæp 50 ár
og það eru því ófáir nemendur sem
hún hefur kennt, fyrst sem um-
sjónarkennari og síðustu árin sem
sérkennari.
Ólöf var afar farsæll kennari og
fyrrverandi nemendur hennar
minnast hennar af miklum hlýhug.
Hún var kennari af guðs náð sem
náði að laða fram það besta hjá
nemendum sínum; alltaf róleg og
yfirveguð en samt föst fyrir.
Á sínum langa kennsluferli fór
Ólöf í gegnum marga strauma og
stefnur í kennslunni. Hún var
ávallt dugleg að fylgjast með og
kynna sér nýjungar en hafði samt
ákveðnar skoðanir á því hvað virk-
aði best.
Það voru mikil forréttindi að fá
að kynnast Ólöfu og starfa með
henni. Hún reyndist ungum kenn-
urum vel og var afar bóngóð. Það
var alltaf gott að leita til hennar og
oftar en ekki gaf hún góð ráð og
leiðbeiningar.
Sjá, hve færist yfir húmsins hönd
svo að hljóðna fer um sæ og lönd
meðan sól til viðar sígur hljótt.
Sofðu rótt.
Standi allir góðir vættir vörð
færi veikum styrk og frið á jörð.
Megi Guð á himnum gefa drótt
góða nótt.
(Jóhannes Benjamínsson)
Við sendum Magneu dóttur
hennar og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur. Megi minningin
um þessa einstöku samstarfskonu
okkar til margra ára lifa sem
lengst.
Elsku Ólöf, takk fyrir allt og
allt.
Samstarfsfólk í Mýrarhúsa-
skóla,
Guðjón Ingi Eiríksson,
Ólína Thoroddsen og
Fjóla Höskuldsdóttir.
Elsku vinur. Það er skrítið að
hugsa til þess að hitta þig ekki
lengur þegar ég kem í heimsókn á
Sléttuveginn eða rekast á þig með
Leifi í Kolaportinu. Þú fórst þínar
eigin leiðir og hafðir ekki miklar
áhyggjur af áliti annarra. Ég
gleymi seint þegar þú mættir í
fyrsta skipti í óvænta heimsókn til
mín og spurðir hvort ég ætti nú
ekki rjómaköku og kaffi handa
ykkur Leifi.
Sigurður
Sigurðsson
✝ Sigurður Sig-urðsson fædd-
ist hinn 9. desem-
ber 1951 á
Miklubraut 68 í
Reykjavík. Hann
lést að morgni ný-
ársdags 2012 á
Landspítalanum
við Hringbraut.
Útför Sigurðar
var gerð frá Foss-
vogskirkju mið-
vikudaginn 11. janúar 2012.
Ég mun sakna
þess að heyra þig
rokka, syngja og
spila á gítarinn, stíga
léttan dans með þér
og spjalla við þig um
málefni hjartans. Þú
varst hrókur alls
fagnaðar, einlægur
og alltaf skemmti-
legur. Það var ótrú-
lega gaman að sjá
þig blómstra á
Sléttuveginum og láta marga af
draumum þínum rætast, að læra á
bíl, fara í útilegu og ferðast til út-
landa. Það er huggun harmi gegn
að þú varst fullur tilhlökkunar og
gleði þegar þú yfirgafst óvænt
þennan heim.
Elsku Leifi og öllum vinum þín-
um á Sléttuveginum votta ég sam-
úð. Ég veit að við munum alltaf
geyma minninguna um Sigga og
gleði hans í hjörtum okkar.
Megi Guð geyma þig.
Vigdís Másdóttir.
Ég kveð þig, elsku afi minn.
Ég minnist allra góðu stund-
anna sem við áttum saman, þær
stundir sem ég eyddi í Ásbúðinni
og svo í Hvannalundinum. Ég
minnist þess hve mikið var brall-
Hjálmar Örn
Jónsson
✝ Hjálmar ÖrnJónsson fædd-
ist á Dalvík 10. nóv-
ember 1932. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
2. janúar 2012.
Hjálmar Örn var
jarðsunginn frá Ví-
dalínskirkju í
Garðabæ 12. janúar
2012.
að og þeirrar hlýju
sem tók á móti okk-
ur barnabörnunum
um leið og við birt-
umst í gættinni og
aldrei er hægt að
gleyma indælis-
kossinum sem við
fengum á kollinn.
Eitt er víst að þú ert
kominn á góðan stað
og færð nú að hvíl-
ast.
Elsku sterki afi, nú ertu horf-
inn okkur um stund en minning-
arnar ljúfar lofa góðan endur-
fund.
Þín
Anna Sigríður Strange.