Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
Tveir liðsmanna Tríós Reykja-
víkur, þau Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari og Peter
Máté píanóleikari, bjóða upp á
kraftmikla og blóðheita tón-
leikadagskrá á tónleikum í há-
degistónleikaröð Kjarvals-
staða í dag. Tónleikarnir
hefjast klukkan 12.15 og
standa í um 45 mínútur.
Aðgangur á tónleikana er
ókeypis og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Á efnisskránni eru klassísk verk fyrir fiðlu og
píanó, á borð við Ungverska dansa nr. 1 og 5 eftir
Brahms, Habaneru eftir Ravel, rómönsu eftir
Sarasate og pólónesu eftir Wieniawski.
Tónlist
Ókeypis á tónleikar
á Kjarvalsstöðum
Guðný
Guðmundsdóttir
Í dag, bóndadag, kemur Mark-
ús Bjarnason fram á sér-
stökum Bóndadagstónleikum
Hlöðunnar. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 20.00 í Hlöðunni
við bæinn Minni-Voga við
Egilsgötu 8 í Vogum á Vatns-
leysuströnd.
Aðgangur á tónleikana er
ókeypis og allir velkomnir.
Bóndadagstónleikar Mark-
úsar eru sá fyrsti í röð við-
burða sem Hlaðan býður upp á í ár, en dagskrána
má sjá á vefsíðuni www.hladan.org. Menningar-
verkefnið Hlaðan er styrkt af Menningarráði Suð-
urnesja. Hlaðan stendur fyrir ýmsum viðburðum
og námskeiðum og er með gestavinnustofu.
Tónlist
Markús með
Bóndadagstónleika
Markús
Bjarnason
Norrænt rannsóknarverkefni
um félagssögu læsis á Norður-
löndum á 19. öld,
hlaut nýlega styrk úr sam-
starfsverkefni norrænu rann-
sóknarráðanna. Í kjölfar rann-
sóknarinnar var auglýst eftir
rannsóknarverkefnum. Fjórir
íslenskir fræðimenn taka þátt í
þeim og hýsir Reykjavíkur-
akademían þá meðan á verkinu
stendur. Þau Bragi Þ. Ólafs-
son, Davíð Ólafsson, Erla Huld Halldórsdóttir og
Viðar Hreinsson eru fyrstu fræðimennirnir sem
gegna föstum tímabundnum rannsóknarstöðum
við Reykjavíkurakademíuna og markar það tíma-
mót í 15 ára sögu hennar.
Fræði
Fjögur rannsaka
félagssögu læsis
Erla Hulda
Halldórsdóttir
„Þetta eru frábærir kvartettar, mikilvæg
verk í tónlistarsögunni. Þetta eru frönsk
stykki með ævintýralegum blæ. Það er mikið
af litum í þeim,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari, félagi í Ísafoldarkvartettinum.
Kvartettinn kemur fram á tónleikum Kamm-
ermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á sunnu-
dagskvöld. Á efnisskránni eru Strengjakvart-
ett í F-dúr eftir Maurice Ravel og Strengja-
kvartett í g-moll opus 10 eftir Claude
Debussy.
„Við hlökkum til að spila þessi verk,“ segir
Elfa Rún en auk hennar skipa Ísafoldarkvart-
ettinn þau Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu-
leikari, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari
og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Þau eru
öll í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara af
yngri kynslóðinni og hafa verið virk í tónlist-
arlífinu hérlendis undanfarin ár sem einleik-
arar og í kammermúsík.
Kvartettinn hefur leikið saman frá stofnun
Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003. Á
tónleikum sveitarinnar hefur kvartettinn
leikið meðal annars strengjakvartetta eftir
Ligeti og Schnittke og einnig píanókvintetta
eftir Schumann og Brahms ásamt Víkingi
Heiðari Ólafssyni á tónleikum Kammermús-
íkklúbbsins.
Af Elfu Rún er það að frétta að hún er bú-
sett í Berlín þar sem hún starfar sjálfstætt.
„Ég starfa þar í borginni og víða í Evrópu,
hoppa í verkefni hér og þar. Ég er í alls kyns
verkefnum, í rauninni flestu öðru en að leika
í sinfóníuhljómsveitum; leik sóló, kammer-
músík og með kammerhljómsveitum. Nú-
tímatónlist, barokk og allt þar á milli. Það er
nóg að gera og ég er mjög ánægð,“ segir hún.
Elfa Rún segir alltaf ánægjulegt að koma
heim til Íslands að spila og að þekkja marga í
salnum. efi@mbl.is
Ævintýralegir og litríkir kvartettar
Ísafoldarkvartettinn flytur verk eftir Ravel og
Debussy á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins
Morgunblaðið/Ómar
Franskir kvartettar Elfa Rún Kristinsdóttir t.v. á æfingu. Hún segir kvartettana vera frábæra.
Þegar listmálarinn Vincent Van
Gogh var 25 ára gamall dvaldi hann í
sjö mánuði hjá Denise-fjölskyldunni
í Borinage í Belgíu þar sem hann
starfaði sem trúboði meðal kola-
námumanna. Hús Denise-fjölskyld-
unnar ber minningarskjöld, þar sem
greint er frá dvöl listamannsins þar
árið 1878, en enginn hefur búið í því
síðustu áratugi og er það í mikilli
niðurníðslu. Nú hafa yfirvöld undir-
búið yfirtöku byggingarinnar,
hyggjast gera hana upp og opna árið
2015 safn til minningar um dvöl Van
Goghs þar. Hann bjó um tíma í öðru
húsi í héraðinu, í Cuesmes, og þar er
lítið safn í dag.
Á þessum tíma var Van Gogh far-
inn að teikna og hafa sex myndir frá
Borinage varðveist. Flestar mynda
þessa tíma hafa þó glatast, þar á
meðal skissur af Denis-fjölskyld-
unni. Van Gogh var bláfátækur á
þessum tíma en tveimur árum síðar
helgaði hann líf sitt listinni.
Í niðurníðslu Hér bjó málarinn.
Bjarga
heimili Van
Goghs
Menningarhúsið
Berg á Dalvík er
með metnaðar-
fulla klassíska
tónleikaröð í vet-
ur en á tónleik-
unum koma fram
nokkrir af
fremstu tónlist-
armönnum þjóð-
arinnar. Á morg-
un, laugardag,
klukkan 16.00 koma þær Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari fram í Bergi og leika valin verk
fyrir gesti.
Klassísk
verk í Bergi
Sigrún
Eðvaldsdóttir
Hún hefur trónað á
toppi bandaríska
Billboardlistans í 16 vikur
samfleytt. 39
»
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Tvær ungar myndlistarkonur, Katr-
ín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
og Jóhann Kristbjörg Sigurð-
ardóttir, hlutu í gær styrki úr
Dungal-listasjóði. Þær hafa þegar
vakið athygli fyrir framsækin verk
og er það von dómnefndar að styrk-
urinn verði þeim frekari hvatning.
Auk fjárstyrks að upphæð 400.000
krónur kaupir listasjóðurinn verk
eftir listamennina. Þetta er 20. árið
sem úthlutað er úr sjóðnum.
Þær Katrín Inga og Jóhanna
Kristbjörg eru báðar fæddar árið
1982 og útskrifuðust frá LHÍ fyrir
þremur árum. Katrín Inga útskrif-
ast einnig nú í vor frá HÍ með BA-
gráðu í listfræði. Hún hefur líka ver-
ið virk við sýningarhald og sýndi á
liðnu ári í Galleríi Klósetti, Galleríi
Crymo og Galleríi Töflu. Hún vinnur
nú að stórri sýningu í Nýlistasafn-
inu, auk annarra verkefna. List
hennar einkennist af athöfnum,
gjörningum og innsetningum þar
sem hún veltir upp spurningum um
listina, eðli hennar og tilgang.
Jóhanna Kristbjörg opnar sýn-
ingu í Nýlistasafninu eftir rúma
viku. Hún hefur frá útskrift haldið
tvær einkasýningar auk samsýninga
og þátttöku í listtengdum við-
burðum. Verk Jóhönnu eru iðulega
málverkainnsetningar þar sem mál-
verkum er stillt fram með öðrum
miðlum, eins og vídeói, skúlptúrum
og gjörningum.
Mikil viðurkenning
„Dungalsstyrkurinn er mikil við-
urkenning og ég er afar þakklát,“
segir Jóhanna. „Peningarnir munu
hjálpa mér mikið því ég er að sækja
um í meistaranámi í Berlín og svo
þarf ég að kaupa efni í næstu verk.
Það er fullkomið að fá þennan
styrk.“
Katrín Inga segir styrkinn vera
huglægan og áþreifanlegan í senn.
„Styrkurinn hefur mikla þýðingu
fyrir okkur fjölskylduna, við erum í
harkinu saman. Hann bætir fyrir
margt sem hefur setið á hakanum.“
Hún segir að nú geti hún greitt af-
borganir af húsinu, auk þess að
greiða sér laun við listsköpunina.
„Ég er búin að vera í námi í sex ár,
hef reynt að vinnan að listinni sam-
hliða og hef ekki náð endum saman.
Þessi styrkur bætir fyrir álagið.
Hann er mjög táknrænn; ég sé nú
ljósið, ástæðuna til að halda áfram.“
Katrín Inga og Jóhanna
Kristbjörg hljóta styrki
Úthlutað úr
Dungal-listasjóði í
tuttugasta skipti
Morgunblaðið/Einar Falur
Styrkþegar Katrín Inga og Jóhanna Kristbjörg við afhendingu styrksins í
gær, ásamt Gunnari B. Dungal og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur.
Þetta var í tuttugasta skipti sem
úthlutað var úr Dungal-listasjóði
og eru styrkþegar orðnir rúm-
lega fimmtíu talsins. Sjóðurinn
hét áður Listasjóður Pennans og
var stofnaður árið 1992 af hjón-
unum Gunnari B. Dungal og Þór-
dísi Öldu Sigurðardóttur, þáver-
andi eigendum Pennans, til
minningar um foreldra Gunnars,
Margréti og Baldvin P. Dungal.
Sjóðnum er einkum ætlað að
styrkja unga myndlistarmenn
sem eru að feta sín fyrstu skref
á myndlistarbrautinni og einnig
að kaupa af þeim verk.
„Við viljum styrkja fólk sem er
komið út á listabrautina, er fullt
af eldmóði og löngun til að
starfa að listinni og þarf á stuðn-
ingi að halda,“ segja Gunnar og
Þórdís.
„Þetta er iðulega fólk sem
hefur nýlokið námi í myndlist,
sumir eru á leið í framhaldsnám,
og þau eru með ýmislegt áhuga-
vert á prjónunum.“
Listinn yfir fyrrverandi styrk-
þega er áhugaverður, en á hon-
um eru nöfn listamanna sem
hafa verið í framlínu sinnar kyn-
slóðar.
Rúmlega 50
styrkþegar
DUNGAL-LISTASJÓÐUR