Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
Þögla og svarthvíta kvikmyndin
The Artist leiðir listann yfir flestar
tilnefningar til bresku kvikmynda-
verðlaunanna Bafta með 12 tilnefn-
ingar. Myndin er tilnefnd til verð-
launa sem besta myndin, fyrir bestu
leikstjórn og ótrúlegt en satt fyrir
besta hljóð auk annarra tilnefn-
inga. Fast á hæla henni kemur
kaldastríðskvikmynd Tomas Alf-
redsons, Tinker Tailor Soldier Spy,
með 11 tilnefningar sem m.a. besta
kvikmyndin, besta breska kvik-
myndin, fyrir leikstjórn o.fl. Gary
Oldman er m.a. tilnefndur til verð-
launa sem besti leikari í aðal-
hlutverki en hann leikur George
Smiley í myndinni. Meryl Streep er
einnig tilnefnd til verðlauna sem
besta leikkona í aðalhlutverki fyrir
túlkun sína á Margaret Thatcher í
myndinni The Iron Lady en myndin
er umdeild meðal bæði stuðnings-
manna Thatcher og pólitískra and-
stæðinga. Þá er Jim Broadbent til-
nefndur til verðlauna sem besti
leikari í aukahlutverki en hann
leikur eiginmann Margaret Thatch-
er, Denis Thatcher, og hefur fengið
góða dóma fyrir leik sinni í mynd-
inni. Meðal annarra frægra leikara
sem eru tilnefndir má nefna Brad
Pitt, George Clooney, Jean Duj-
ardin og Michael Fassbender sem
allir eru tilnefndir til verðlauna fyr-
ir leik í aðalhlutverki. Þá er heim-
ildarmyndin George Harrison: Liv-
ing in the Material World tilnefnd
til verðlauna sem besta heimild-
armyndin en í henni er rætt við
vini, ættingja og samstarfsfólk
Harrisons sem segja sögu þessa ein-
staka tónlistarmanns og hvernig
ræktun hans á andlegu hliðinni
varð stór hluti af lífi hans og hvaða
áhrif það hafði á tónlistina.
Reuters
Umtöluð The Artist hefur hlotið flestar tilnefningar til bresku kvikmyndaverðlaunanna.
Tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna
Plata söngkonunar Adele, 21, slær
öll met um þessar mundir en hún
hefur trónað á toppi bandaríska
Billboard-listans í 16 vikur sam-
fleytt. Einungis fjórir listamenn
hafa náð sama árangri síðustu 20 ár
en það er Whitney Houston með
tónlist úr myndinni Bodyguard,
Garth Brooks’ Ropin’ The Wind,
Billy Ray Cyrus’ Some Gave All og
tónlistardiskurinn úr myndinni The
Titanic. Adele á þó langt í land með
að slá út Bridge Over Troubled Wa-
ter með Simon and Garfunkel’s sem
sat í 33 vikur efst á listanum.
Reuters
Söngstjarna Adele slær hvert metið á
fætur öðru með frábærri tónlist sinni.
Adele slær í gegn í
Bandaríkjunum
Þrjár kvikmyndir verða frumsýndar
um helgina og var mynd Baltastar
Kormáks, Contraband, frumsýnd á
miðvikudaginn.
Contraband
Stórleikarinn Mark Wahlberg fer
fyrir hópi úrvalsleikara í myndinni
sem fjallar um ungan mann sem
dreginn er inn í undirheima smygl-
ara og annarra glæpamanna eftir að
hafa snúið við blaðinu og sagt skilið
við það líferni. Baltasar Kormákur
leikstýrir myndinni og meðal leikara
eru Ben Frost og Kate Beckinsale.
Myndin er byggð á íslensku mynd-
inni Reykjavík – Rotterdam eftir þá
Arnald Indriðason og Óskar Jón-
asson. Myndin hefur fengið góða
dóma og aðsókn á hana hefur verið
mikil.
RottenTomatoes: 48%
IMDB: 69/100
J. Edgar
Hér er á ferðinni nýjasta mynd
Clints Eastwoods sem hefur sannað
sig bæði sem stórbrotinn leikari og
engu síðri leikstjóri. Í myndinni, sem
byggist á sannsögulegum atburðum,
er greint frá vangaveltum um J.
Edgar Hoover, forstöðumann FBI,
en hann umbylti ekki bara rann-
sóknaraðferðum hjá bandarísku al-
ríkislögreglunni heldur safnaði
hann margs konar leyndarmálum
um háttsetta ráðamenn og stjórn-
endur. Leonardo DiCaprio leikur í
aðalhlutverki og með honum leika
m.a. Josh Hamilton og Naomi Watts.
RottenTomatoes: 43%
IMDB: 71/100
The Descendants
George Clooney sýnir enn og aftur
hvers vegna hann er meðal fremstu
leikara vestanhafs. Í myndinni leik-
ur hann innfæddan landeiganda á
Hawaii sem stendur frammi fyrir
því að selja landið eða fara í fram-
kvæmdir á því á sama tíma og eig-
inkona hans lendir í slysi og liggur í
dái. Myndin, sem leikstýrt er af Al-
exander Payne sem færði okkur
meistaraverk á borð við Sideways
og About Schmidt, var tilnefnd til
fimm Golden Globe-verðlauna. Í
myndinni leika m.a. Shailene Wood-
ley, sem er ung og efnileg leikkona,
og Patricia Hastie.
RottenTomatoes: 89%
IMDB: 80/100
Underworld: Awakening
Heimsfrumsýning verður á fjórðu Un-
derworld-myndinni um helgina. Hér
snýr aftur hin glæsilega breska leik-
kona Kate Beckinsale í hlutverki hinn-
ar mögnuðu Selenu. Í myndinni berst
Selena enn og aftur fyrir tilverurétti
vampírunnar en að þessu sinni gegn
mannfólkinu. Vísindamaðurinn Jacob,
leikinn af Stephen Rea, leiðir árásina
gegn vampírunum. Myndinni leikstýra
Mans Marlind og Bjorn Stein. Miklar
væntingar eru gerðar til myndarinnar
og eru tæknibrellur í henni ekki af
verri endanum. Ef myndin er í líkingu
við fyrri Underworld-myndir er von á
góðri skemmtun.
RottenTomatoes: 92%
IMDB: Engin einkunn komin
Glæpir, drama og spenna
J. Edgar Leonardo DiCaprio í hlutverki sínu sem J. Edgar Hoover.
Bíófrumsýningar
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
SÉÐ OG HEYRT/
KVIKMYNDIR.IS
MORGUNBLAÐIÐ
HÚN ER MÆTT AFTUR Í BESTU MYNDINNI TIL ÞESSA! STRÍÐIÐ ER HAFIÐ!
CONTRABAND KL. 6 - 8 - 10.10 16
CONTRABAND KL. 5.30 - 8 - 10.25 16
CONTRABAND LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.25 16
THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 8 - 10.25 L
UNDERWORLD / AWAKENING KL. 8 - 10 16
FLYPAPER KL. 8 12
THE SITTER KL. 6 - 10 14
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 L
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 3.40 L
FRÉTTABLAÐIÐ
GOLDEN GLOBE SIGURVEGARI
SÉÐ OG HEYRT/
KVIKMYNDIR.IS
CONTRABAND KL. 8 - 10.30 16
THE DESCENDANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
IRON LADY KL. 5.40 - 8 - 10.20 L
MY WEEK WITH MARILYN KL. 5.40 L
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 9 16
SÉÐ OG HEYRT/
KVIKMYNDIR.IS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
CONTRABAND Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 (Power)
IRONLADY Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
PRÚÐULEIKARARNIR Sýnd kl. 4 (750kr.)
TINKER, TAILOR, SOLDIER, SPY Sýnd kl. 7 - 10
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 4 (750kr.)
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 4 (950kr.)
BESTA LEIKKONA
Í AÐALHLUTVERKI
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
ÍSLENSKT
TAL
ÍSLENSKT
TALÍSLENSKUR
TEXTI
„EIN BESTA MYND ÁRSINS - PUNKTUR“
-JAKE HAMILTON, FOX-TV
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:15
T.V. -Kvikmyndir.is
HHHH
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
„Einstaklega vel gerð spennumynd“
-Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL
T.V. -KVIKMYNDIR.IS
HHHH