Morgunblaðið - 26.01.2012, Side 4

Morgunblaðið - 26.01.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Að samkomulagi varð milli ASÍ og ríkisstjórnarinnar samhliða fram- lengingu kjarasamninganna að nú verði ekki látið dragast lengur að hefja átak í baráttunni við félagsleg undirboð í tengslum við útboð á þjón- ustu og verklegum framkvæmdum og kennitöluflakki. Ríkisstjórnin gaf fyr- irheit um þetta í yfirlýsingu við gerð kjarasamninganna í fyrra en það gekk lítið eftir. Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir að nú séu þessi mál vonandi komin í góðan gang „en þetta fór mjög seint í gang“. Markmiðið er að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi þegar um útboð er að ræða og réttindi launafólks í því sambandi og stendur m.a. til að gera mun stífari kröfur til bjóðenda í út- boðum á þjónustu og verklegum framkvæmdum. „Útboðin snúa fyrst og fremst að opinberum aðilum. Við erum að skoða nokkrar greinar í lögunum um opin- ber útboð. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir hver niðurstaðan verður en þetta snýr að því að auka gegnsæið, auka kröfur til bjóðenda og reyna að styrkja stöðu starfsmannanna svo þeir verði ekki gerðir að gervi- undirverktökum. Þessari vinnu er ekki alveg lokið en ef breyta þarf lögum teljum við að gera eigi það á vorþinginu,“ segir hann. Samhliða þessu er einnig unnið að reglum um að fram fari samræmt mat á bjóðendum í fram- kvæmdir og þjónustu. Þor- björn segir að menn séu efnislega sammála um það sem fyrir liggur úr þeirri vinnu. „Þar er um það að ræða að settar verði ákveðnar skyldur á opinbera verkkaupa um að þegar þeir fá tilboð verða þeir að skoða miklu betur feril þess sem býður, bæði fjárhagslega og faglega. Það á eftir að ná samkomu- lagi um hvaða stöðu þessar reglur fá en við teljum að það þurfi a.m.k. að setja reglugerð um þær,“ segir hann. Bæta stöðu þeirra sem spila rétt „Við viljum að reglurnar séu þann- ig að þeir sem spila rétt séu ekki í verri stöðu en hinir. Það er verið að reyna að bæta samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem vilja standa rétt að málum og að það muni skapa betri og öruggari skilyrði fyrir starfs- fólk. Sama hugsun ræður ferðinni varðandi kennitöluflakkið, þ.e. að reynt verði að koma í veg fyrir að þeir sem skipta í sífellu um kennitölu geti undirboðið þá sem standa skil á sínu og gera þetta rétt.“ Gerðar stífari kröfur og eftirlit hert  Verkkaupar fari í saumana á ferli bjóð- enda í útboðum áður en tilboði er tekið Í undirbúningi er að endurtaka næsta sumar átaksverkefnið „Leggur þú þitt af mörkum“ sem ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Rík- isskattstjóri unnu saman að gegn svartri atvinnustarfsemi og til að uppræta undanskot, með heim- sóknum á fjölda vinnustaða. Átakið á seinasta ári sem stóð yfir í um fjóra mánuði skilaði góðum árangri. Yfir helmingur fyr- irtækja sem heimsótt voru fékk athugasemdir vegna síns rekstrar og talið var að samfélagslegt tap vegna svartrar vinnu væri 13,8 milljarðar kr. á ári. ,,Það bendir allt til þess að við höldum þessu áfram,“ segir Þor- björn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar. Gefin var út skýrsla með niðurstöð- unum sl. haust og segir Þorbjörn að menn séu núna að fara yfir hana og meta að hvaða hópum og svæðum rétt sé að beina sjónum. ,,Við gerum ráð fyrir að fara í svipaðar ferðir í sumarbyrjun og við fórum í fyrra,“ segir hann. Í fyrrasumar fóru eftirlitsteymi um og könnuðu ástandið með heim- sóknum á 2.136 starfstöðvar um land allt. Voru skráðir 6.167 starfsmenn í þessum heimsókn- um. Átaksverkefnið endurtekið UNDIRBÚA FLEIRI HEIMSÓKNIR GEGN SVARTRI ATVINNU Þorbjörn Guðmundsson FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Níu dagar eru síðan meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs féll. Prófess- or í stjórnmálafræði segir að leysa þurfi úr málum sem fyrst. Ekki sé hægt að efna til kosninga. Bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks segja engar form- legar viðræður hafa verið, en að ýmsar þreifingar eigi sér stað. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, segir þetta ástand í Kópa- vogi ekki vera einsdæmi. „Sums staðar er það þannig að meirihlutar lifa ekki lengi, það er mismikill stöð- ugleiki í þeim,“ segir Gunnar Helgi. „Væntanlega er gamli meirihlutinn enn við völd og verkaskiptingin sem hann hefur ákveðið heldur sér lík- lega þar til ný hefur verið ákveðin.“ Gunnar segir enga lagaheimild fyrir því að efna til kosninga gangi ekki að mynda nýjan meirihluta. „Það er ekki hægt. Fólk verður að leysa úr þessu. Það er ástæða fyrir því að við höfum pólitíska stjórn á sveitar- félögum, það þarf að taka pólitískar ákvarðanir, þannig að til lengri tíma er þetta slæmt.“ Engir formlegir viðræðufundir voru haldnir í gær á milli Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar, en síðar- nefndi flokkurinn hefur lýst yfir vilja til slíks samstarfs. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, segir að ákjósanlegast væri ef allir flokkar gætu unnið saman, eins og Hjálmar Hjálmars- son, fulltrúi Næstbesta flokksins, hefur lagt fram. „Það er svosem ekkert nýtt að allir flokkar vinni saman, það hefur gerst áður. Við verðum að fara að finna leið til að klára þetta og helst fyrir helgina. Menn eru yfirleitt sammála í 90% mála.“ Sérstakt flokkabandalag Samfylkingin og VG hafa gefið út yfirlýsingu um að halda áfram sam- starfi í bæjarstjórn. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna, vildi fá að hefja viðræður við Sam- fylkinguna eina og sér í gær, en því var hafnað. „Mér finnst mjög sérstakt að geta ekki rætt um að mynda meirihluta í Kópavogi án þess að það sé skilyrt að þessir tveir flokk- ar séu saman, ekki síst í ljósi þess að þeir voru ekki í neinu bandalagi fyrir kosningar.“ Ármann segir stöðuna bæði óvænta og flókna, en ekki sé dagaspursmál að leysa úr henni. „Það er mikilvægara að vanda til verka svo hægt sé að koma á eðlilegu stjórnarfari á ný.“ Mikið þreifað hjá bæjarfulltrúum  Stóru flokkarnir vilja fara að leysa úr hnútnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarstjórn Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs féll fyrir níu dögum. Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað, en mikið um ýmsar þreifingar, að sögn bæjarfulltrúa. Samfylking og VG hafa myndað með sér bandalag. FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það hefur ekki nokkur einasti þing- maður sem ég hef hitt léð máls á því. Það er auðvitað mjög undarlegt að forsætisráðherra skuli skella þessu fram eins og hún hafi skipað forseta þingsins og geti þar með dregið þá skipun til baka eða eitthvað í þá veruna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra, sagði við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðju- daginn að til greina kæmi að nýr forseti Alþingis tæki við af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Þá sagði hún ennfremur: „Staðan er þannig að í okkar flokki þá gengust allir ráðherrar og líka forseti undir það að það gætu orðið breytingar á kjör- tímabilinu. En ég lagði Ástu til sem forseta þingsins á sínum tíma og hef ekki enn gert neinar breytingar á því.“ Átta hafa skrifað undir „Þetta gengur auðvitað ekki þannig fyrir sig enda er forseti Al- þingis auðvitað bara kjörinn af þing- mönnum. Forsætisráðherra hefur ekkert meira um það mál að segja nema bara sem eitt atkvæði í þing- salnum,“ segir Gunnar Bragi. Átta þingmenn hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem farið er fram á að Ásta Ragnheiður láti af embætti forseta Alþingis að sögn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, en hún hóf undir- skriftasöfnunina í kjölfar þess að meirihluti Alþingis hafnaði því síð- astliðinn föstudag að taka af dag- skrá þingsins þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna um að fallið yrði frá landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráð- herra, en Ásta Ragnheiður hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa samþykkt að málið skyldi sett á dagskrána. „Ég hef ekki nokkra trú á því að það sé meirihluti fyrir því í þinginu að skipta um forseta og get ekki ímyndað mér að það fáist nema örfá atkvæði til þess að styðja þá til- lögu,“ segir Ragnheiður Elín Árna- dóttir, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins. Hún segir ennfremur óþolandi fyrir forseta Al- þingis að búa við óvissu um það hvort ætlunin sé að setja hana af eða ekki og því sé mikilvægt að fá botn í það mál sem fyrst hvort slík tillaga komi fram og hverjir styðji hana. Hvorki náðist í Björn Val Gísla- son, þingflokksformann Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, né Magnús Orra Schram, starfandi þingflokksformann Samfylkingar- innar, við vinnslu fréttarinnar. Furða sig á ummælum for- sætisráðherra  Ræður ekki hver er forseti Alþingis Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingi Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Landsdómsmálið » Samþykkt var á Alþingi í lok september 2010 að ákæra Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráð- herra, fyrir landsdómi. » Sjálfstæðismenn lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi fyrir jól um að ákæran yrði dregin til baka. » Hafnað var með 31 atkvæði gegn 29 að tillagan yrði tekin af dagskrá Alþingis. Hjálmar Hjálmarsson, bæjar- fulltrúi Næstbesta flokksins, óskaði eftir því að leggja fram tillögu um breytt vinnulag í bæjarstjórn og samstarf allra flokka á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Hjálmar fékk ekki að setja tillöguna á dagskrá. „Kannski hefði ég mátt und- irbúa þetta öðruvísi. En ég legg hana fyrir í bæjarráði á morgun (í dag). Ég held að samhent bæjarstjórn sé árangursríkari. Það er ekki gott ástand í Kópa- vogi; það ríkir ákveðinn trún- aðarbrestur á milli gamla meirihlutans og bæjarstjóra. Við þurfum traustan hóp sem styður bæjarstjórann, hann er framkvæmda- stjórinn. Þessi rifrildi draga orku úr fólki. Pólitík þarf ekki að vera svona.“ Þurfum traustan hóp VILL MEIRA SAMSTARF Hjálmar Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.