Morgunblaðið - 26.01.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 26.01.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svokallaða Drottningarbraut er nú í kynningu. Óánægjuraddir heyrast, enda breytingin á bæjarmyndinni töluverð og nú er farið að safna und- irskriftum gegn breytingunni, eins og var reyndar nefnt hér fyrir viku.    Sjón er sögu ríkari. Hugsanleg breyting sést á myndunum hér til hliðar, þar sem fyrirhuguðum hús- um hefur verið bætt við.    Ráðið hefur verið í þrjár stöður framkvæmdastjóra við Sjúkrahúsið á Akureyri. Hildigunnur Svavars- dóttir er nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða-, fræðslu- og gæðasviðs, Sigurður E. Sigurðsson framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs og Gróa B. Jó- hannesdóttir framkvæmdastjóri lyf- lækningasviðs.    Sjóræningjafánum verður að öllum líkindum flaggað vítt og breitt um bæinn í tilefni af frumsýningu Gulleyjunnar hjá Leikfélagi Ak- ureyrar annað kvöld. Verslunin The Viking á Akureyri hefur gefið LA nærri hundrað sjóræningjafána sem fólk getur fengið gefins. Þeir verða afhentir í Samkomuhúsinu. Fyrstur kemur, fyrstur fær …    Tilkynnt var í vikunni að Sjall- inn hefði hætt við að halda „Dirty night“ sem auglýst hafði verið á Facebook undanfarið, þar sem við- burðurinn „stríðir mjög gegn jafn- réttisstefnu bæjarins þar sem m.a. er lögð áhersla á að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum“, eins og segir í tilkynningu frá Sjallanum.    Viðburðir sem „Dirty night“ hafa verið haldnir víða um land og verið mjög umdeildir, „enda um að ræða hugmyndafræði sem lýtur að stöðluðum kynjaímyndum. Akur- eyrarbær fagnar þeirri samfélags- legu ábyrgð sem rekstraraðilar Sjallans sýna í þessu máli“, segir í fréttatilkynningu frá bænum.    Ástæða er til að óska for- ráðamönnum Sjallans til hamingju með þá ákvörðun. Skákmót verður í Pennanum- Eymundsson kl. 17 og opið hús hjá Skákfélaginu í Íþróttahöllinni í kvöld. Tilefnið er auðvitað Skák- dagurinn.    Fastagestir í Sundlaug Akur- eyrar sem kunna mannganginn ættu að drífa sig snemma í laugina í dag. Strax klukkan átta hefst sund- skák, þar sem Akureyrarmeist- arinn Smári Ólafsson vígir skák- sett sem hentar vel til við þessar aðstæður.    Söguleg stund er framundan í Hofi; 5. febrúar verða fyrstu píanótónleikarnir þar sem enginn annar en Víkingur Heiðar Ólafs- son leikur, m.a. frumflytur hann sex píanólög eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson. Skák og mát á Drottningarbrautarvæng? Mikil breyting Svæðið sunnan við Bautann og inn fyrir umferðarmiðstöðina mun breytast verulega ef tillaga að nýju deiliskipulagi verður að veruleika. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyr- issjóðir hafa orðið ásátt um að ganga til könnunarviðræðna um hugsan- lega stofnun hlutafélags um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra sagði að það væri mikill áhugi hjá öllum þessum aðilum að skoða málin niður í kjölinn en ekkert væri afráðið með niðurstöðuna. Gert er ráð fyrir að ný ferja muni kosta um fjóra milljarða. Kom þetta fram á blaðamannafundi með fulltrúum inn- anríkisráðuneytisins, Vestmanna- eyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar í gær. Þá kom fram í máli Hermanns Guðjónssonar siglingamálastjóra að ljóst væri að ný ferja þyrfti að vera grunnristari en núverandi Herjólfur og gott þyrfti að vera að stýra henni í miklum vindi. Ferjan þyrfti ekki að vera jafnstór og núverandi Herjólfur þar sem um styttri siglingaleið væri að ræða og hægt að fara fleiri ferðir. Bjóða út siglingar til 2015 Í máli Ögmundar kom fram að siglingar í Landeyjahöfn yrðu veru- legum takmörkum háðar meðan siglt væri á núverandi skipi og smíði nýrrar ferju því forgangsatriði. Stefnt er að því að hún komist í gagnið í síðasta lagi á árinu 2015. Fram til þess tíma þarf að leysa samgöngumálin til Eyja en siglingar núverandi Herjólfs í Landeyjahöfn hafa gengið brösulega eins og kunn- ugt er. Ákveðið hefur verið að bjóða út að nýju siglingar til Vestmannaeyja. Vegagerðin bauð síðast út rekstur siglinga Herjólfs milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar árið 2005. Samið var við Eimskip hf. sem hefur síðan 1. janúar 2006 sinnt þessu verkefni. Núverandi samningur rennur út 1. maí næstkomandi og hefur verið ákveðið að bjóða rekst- urinn út að nýju og mun nýr samn- ingur gilda frá 1. maí 2012 þar til ný ferja hefur verið smíðuð og tilbúin til að taka við af núverandi ferju. Land- eyjahöfn og Þorlákshöfn verða báð- ar notaðar við siglingar til Eyja til 2015 eins og verið hefur síðan Land- eyjahöfn var opnuð sumarið 2010. „Við ætlum að reyna að halda áfram siglingum í Landeyjahöfn eft- ir því sem frekast er kostur og út- boðið tekur mið af því. Landeyjahöfn verður áfram aðalhöfnin á þessum millibilstíma til 2015. Við erum stað- ráðin í að gera það allra besta fyrir þá sem nýta sér þennan þjóðveg,“ sagði Ögmundur. Spurður út í kostnað við nýja ferju og framkvæmdir við Landeyjahöfn svarar Ögmundur að þessar sam- gönguframkvæmdir hafi ekki verið dýrar umfram það sem gerist í öðr- um landshlutum. „Við erum að tala um ferju sem er ekki helmingurinn af kostnaðinum við meðalstór jarð- göng. Vestmannaeyingar hafa verið afskiptir í þessu efni og þeir hafa bú- ið við lakari samgöngur en aðrir. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að bregðast við því.“ Reyna að draga úr sandburði Samhliða því að vinna að því að fá nýja ferju og bjóða út rekstur Herj- ólfs að nýju verður áfram reynt að bæta hafnaraðstöðuna í Landeyja- höfn. „Það er staðreynd sem verður ekki horft framhjá að náttúruöflin settu strik í reikninginn. Við erum núna að skoða með hvaða hætti við getum mætt því. Siglingastofnun hefur unnið afar vel að þessum mál- um og leitað ráðgjafar að utan, það verður framhald á slíkri ráðgjafar- vinnu,“ sagði Ögmundur. Siglingastofnun endurskoðar nú útreikninga á efnisburði og er lögð áhersla á að skýra byrj- unarörðugleika tengda sand- burði og vinna að lausnum til að draga úr honum með ákveðnum aðgerðum. Meðal annars er til skoð- unar uppbygging á rifi sem skýlir höfn- inni og dregur úr sandburði auk fasts dælu- búnaðar. Smíði nýrrar ferju í forgang  Stofna hlutafélag um nýja Vestmannaeyjaferju sem á að vera tilbúin 2015  Ráðherra segir Eyja- menn hafa búið við lakari samgöngur en aðrir landsmenn  Siglingar til Eyja boðnar út til ársins 2015 Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Herjólfur siglir kannski sína síðustu ferð milli lands og Eyja næstkomandi vor. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sáttur við framtíðarlausnina á sam- göngum til Eyja. Hann segir þó ófremdarástand ríkja í dag. „Þetta er þjóðvegur sem er í sundur. Við erum þess fullviss að eftir 2015 verði þessir erf- iðleikar úr sögunni en til þess dags verða samgöngurnar ef- laust erfiðar yfir vetrartímann. Eitt af því sem við heimamenn höfum viljað skoða er hvort það séu til farþegabátar með ótakmarkað haffæri á þessu svæði sem gætu þá haldið höfninni opinni jafnvel þótt Herjólfur sé að glíma við dýp- isvandamál,“ segir Elliði. Með tilkomu Landeyjahafnar jókst farþegafjöldi á milli lands og Eyja úr 127.000, sem hann var síðasta heila árið sem Herj- ólfur sigldi til Þorlákshafnar, í 270.000 fyrsta árið sem hann sigldi í Landeyjahöfn, þrátt fyr- ir frátafir. „Það er miklu hag- kvæmara að sigla í Land- eyjahöfn. Rekstrarkostnaðurinn við 25 mínútna siglingu er allt annar en við þriggja klukku- stunda siglingu. Það er miklu dýrara fyrir ríkið að nota þess- ar óhagkvæmu sam- göngur til Þorláks- hafnar áfram en að byggja upp Land- eyjahöfn.“ Þjóðvegur í sundur BÆJARSTJÓRINN Elliði Vignisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.