Morgunblaðið - 26.01.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 26.01.2012, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 ✝ SigursteinnDavíð Gíslason fæddist á Akranesi 25. júní 1968. Hann lést á krabba- meinslækn- ingadeild Land- spítalans 16. janúar 2012. Móðir hans er Margrét Teitsdóttir, f. 31.8. 1937, hún er gift Guðlaugi Eiríks- syni, f. 25.5. 1927. Systkini Sig- ursteins sammæðra eru Hall- dóra Lilja Gunnarsdóttir, f. 17.4. 1956, d. 6.8. 2006, eftirlif- andi maður hennar er Gísli Arason og eiga þau einn son. Örn Arnar Gunnarsson, f. 28.6. 1959. Rúnar Gunnarsson, f. 16.5. 1960, giftur Hrefnu Ing- ólfsdóttur, eiga þau tvö börn. 2004 og Teitur Leó, f. 24.4. 2006. Móðir Önnu Elínar er El- ínbjörg Magnúsdóttir, f. 24.3. 1949. Anna Elín ólst upp að jöfnu leyti á heimili móður sinnar og móðurforeldra sinna í Belgsholti í Melasveit, hjónanna Magnúsar Ólafs- sonar, en hann er látinn, og Önnu Ingibjargar Þorvarð- ardóttur. Sigursteinn og Anna Elín hófu búskap árið 1989 og voru búsett á Akranesi til ársins 1999 en síðan þá hafa þau búið í Reykjavík. Sigursteinn var starfsmaður Akraneskaup- staðar í 11 ár áður en þau fluttu til Reykjavíkur. Frá árinu 2000 var hann fyrst starfsmaður TVG-Zimsen og síðar Eimskips þar sem hann starfaði til dánardags. Sig- ursteinn var mikill afreks- maður í knattspyrnu og síðar knattspyrnuþjálfari. Útför Sigursteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 26. janúar 2012, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Teitur Gunn- arsson, f. 14.2. 1964, giftur Önnu Björgu Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn. Faðir hans er Gísli Víglundsson, f. 25.8. 1935. Systk- ini samfeðra eru Júlíana Gísladóttir sem lést árið 2000, skildi hún eftir sig fjögur börn og Sveinn Gísla- son. Eftirlifandi eiginkona Sig- ursteins er Anna Elín Daníels- dóttir, f. 9.1. 1972, gengu þau í hjónaband 27.11. 1994. Börn þeirra eru Sóley, f. 12. ágúst 1997, en hún lést sama dag, 12. ágúst 1997, Magnús Sveinn, f. 30.7. 1999, Unnur Elín, f. 7.11. Nokkrum sinnum á lífsleiðinni verður maður þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast fólki sem hreyfir við manni fyrir lífstíð. Fólki sem geislar af hlýju, um- hyggju, kímnigáfu og gleði. Þannig manneskjur eru sérstak- ar, feta aðra stíga og eru öllum ógleymanlegar sem verða á vegi þeirra. Sigursteinn Gíslason fell- ur ekki bara í þann flokk, hann er fyrirliði þessa hóps og fyrirmynd. Það er auðvelt að dásama þann mann sem Steini hafði að bera. Hann var yndislegur í alla staði. Hann var öllum traustur og tryggur vinur, einlægur og heið- arlegur. Steini var þannig að hann reyndist öllum vel, tók á móti þér með bros á vör og faðm- inn opinn. Um það geta allir vott- að, þar á meðal ég. Í litlu samfélagi eins og á Akranesi þekkja allir alla og því get ég með sanni sagt að Steina hafi ég þekkt alla mína ævi. Fyrir ríflega tuttugu árum, um það leyti sem hann hóf búskap með Önnu sinni, var undirritaður ásamt mínum elskulegu vinum, Heimi Jónassyni og Alberti heitnum Gunnarssyni, tíður gest- ir á heimili þeirra hjóna. Hvernig í ósköpunum þau nenntu að hafa okkur óstýrilátu unglingana inni á gafli hjá sér nánast öll kvöld vekur hjá mér furðu núna. En þannig voru þau sómahjón. Opn- ar dyr öllum þeim sem til þeirra leituðu. Það er ofar mannlegum mætti að sættast á að tími Steina hafi verið kominn. Þó afrek hans og sigrar á alltof stuttri ævi séu sjálfsagt fleiri og stærri en venju- legri manneskju tækist á tveimur æviskeiðum, var svo margt sem enn var ógert. Sárast er auðvitað að hann fær ekki tækifæri til að fylgja börnunum sínum þremur og ástkærri eiginkonu um ókom- in ár. Með þessum fátæklegu orðum og nístandi sorg í hjarta kveð ég í dag vin minn og frænda, Sigur- stein Davíð Gíslason. En ég kveð hann jafnframt með óendanlegu þakklæti fyrir að hafa þekkt hann, kynnst honum og að hafa notið þeirra forréttinda að geta kallað hann vin minn. Elsku Anna, Magnús, Unnur og Teitur, mínar dýpstu samúð- arkveðjur sendi ég ykkur. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Steini, þú ert og verð- ur alltaf hetjan mín. Vonandi hittumst við aftur þar sem þú heilsar mér á þann hátt sem þú gerðir alltaf: Sæll, kæri frændi. Þangað til, góða ferð. Hjörtur Júlíus Hjartarson. Kveðja frá Lúdóvinum Lúdóvinafélagið var stofnað vorið 1988 í framhaldi af upplyft- ingarferð Knattspyrnufélags ÍA í Munaðarnes. Sigursteinn Gísla- son var að sjálfsögðu einn af stofnendum félagsins enda ávallt tilbúinn til að koma þar að sem grínið og gleðin ríkti. Fyrst í stað var spilað lúdó nokkrum sinnum á ári en undanfarin u.þ.b. 15 ár höfum við komið saman einu sinni á ári, vökvað lífsblóm- ið, horft á leik í enska boltanum, spilað okkar sérsmíðaða lúdó og umfram allt borðað frábæran veislukost. Veislukost sem ekki féll alltaf að smekk Steina Gísla enda frægur gikkur í mat. Það var á þessum stundum sem Steini naut sín hvað best. Kímni hans og stríðni þekkjum við allir og nutum hvors tveggja enda alltaf í gamni gert. Óþol- andi spilaheppni hans kom líka aftur og aftur fram þegar hann hirti titilinn Lúdómeistari ársins oftar en við hinir. Það eru hins vegar mannkost- ir Steina sem standa upp úr þeg- ar við kveðjum þennan kæra vin og félaga okkar. Hann var alltaf til í að aðstoða aðra og leggja eitthvað gott til málanna. Það verður því ómetanleg og dýrmæt minning að hafa haldið síðasta lúdókvöld Steina Gísla heima hjá honum að Nesvegi í byrjun nóv- ember á síðasta ári. Það er minn- ing sem verður okkur svo hjart- fólgin af því að síðasti leikurinn hans var flautaður af allt of snemma. Við lúdófélagar Steina Gísla færum Önnu Elínu, börnum þeirra og öðrum ástvinum okkar innilegstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Ef leiðir skilja, lífs á veg, þá líða um vanga tárin treg, öll þín minning yndisleg er öðrum veganesti. Á himin skýin hrannast dökk, hér við eftir stöndum klökk, af einlægni skalt eiga þökk, elsku vinur besti. (P.Ott.) Alexander, Guðbjörn, Hafliði, Pétur, Sigurður Bjarni, Þorgeir og Örn. Langt um aldur fram sjáum við á bak góðum vini, félaga Sig- ursteini Gíslasyni. Afreksmanni sem á fáa sína líka. Á vordögum á síðasta ári mátti ljóst vera þegar fréttist af veikindum Sigursteins að framundan væri hörð barátta. Viðhorf Sigursteins gaf tóninn um að ekkert yrði gefið eftir og með jákvæðu hugarfari og ein- stöku keppnisskapi glímdi hann við veikindi sín af hugdirfsku þess fullviss að hann hefði betur eins og í flestum viðureignum hans á knattspyrnuvellinum. Hugdjörf barátta dugði ekki til og nú er þessi sigursæli vinur all- ur. Sigursteinn Gíslason er óum- deilanlega sigursælasti leikmað- ur íslenskrar knattspyrnu. Hann lék 335 leiki fyrir ÍA og skoraði í þeim leikjum 41 mark áður en hann gekk til liðs við KR og hann lék 22 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu og tvisvar bikarmeistari en að auki vann hann fjóra Íslands- meistaratitla með KR og einn bikarmeistaratitil. Sigursteinn var árið 1994 kosinn besti leik- maður Íslandsmótsins og á haustdögum 2011 var hann sæmdur gullmerki KSÍ og er þá fátt eitt talið af viðurkenningum í hans garð og afrekum. Að knatt- spyrnuferlinum loknum tóku við þjálfarastörf og þar sannaði Sig- ursteinn enn á ný þekkingu sína á knattspyrnu, útsjónarsemi og góða hæfileika. Sigurviljinn var í eðli hans og nutu allir þeir sem með fylgdust – samherjar jafnt sem andstæðingar. Umfram allt var Sigursteinn leiðtogi innan vallar sem utan, hvers manns hugljúfi, góður drengur og heill. Það sýndi hann ætíð á vettvangi knattspyrnunn- ar ekki síður en gagnvart sínum nánustu, eiginkonu sinni og börnum. Lífsviðhorf Sigursteins í mót- læti er öðrum til eftirbreytni. Í júnímánuði á síðasta ári stóðu vinir hans og velunnarar, Skaga- menn og KR-ingar, fyrir knatt- spyrnuleik til stuðnings Sigur- steini og fjölskyldu hans. Yfir 5.000 manns sýndu þessum góða dreng stuðning sinn í anda og verki með því að mæta á leikinn – og státa fáir leikir á Akranesi af fleiri áhorfendum. Þar brosti Sigursteinn sínu breiðasta og gaf tóninn um að hverri raun yrði best mætt með óbilandi hug- rekki, krafti og sigurvilja. Í þeim anda mætti hann þeim mánuðum sem á eftir fylgdu. Nú standa eftir hlýjar og góð- ar minningar um þennan bros- milda keppnismann og vin okkar. Við kveðjum hann með sorg í hjarta og sendum eiginkonu hans, Önnu Elínu Daníelsdóttur, börnum þeirra, Magnúsi Sveini, Unni Elínu og Teiti Leó, og fjöl- skyldunni allri dýpstu samúðar- kveðjur og biðum þeim huggunar á erfiðri stundu. Sigursteins Gíslasonar verður ætíð minnst sem sigurvegara innan vallar sem utan og eins af bestu drengjum Akraness. Megi sú minning og sá andblær sem fylgdi honum ætíð lifa í hjörtum leikmanna og stuðningsfólks Skagamanna. Gísli Gíslason, formaður Knattspyrnufélags ÍA, Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnufélags ÍA, Jón Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnufélags ÍA. Kveðja frá KR Dimmur mánudagur, sorgar- fréttir, vinur okkar Sigursteinn Gíslason látinn langt um aldur fram. Minningarnar ótalmargar og ljúfar enda vandfundinn ann- ar eins snillingur. Sigurvegarinn sem heillaði alla, jafnt samherja sem andstæðinga á vellinum veiktist síðastliðið sumar. Steini talaði mannamál, baráttan yrði erfið. Æðruleysið ótrúlegt gegn erfiðasta andstæðingnum til þessa. Leik er nú lokið alltof snemma þrátt fyrir allan bar- áttuviljann og mann setur hljóð- an, söknuðurinn mikill. Ótrúleg- ur karakter og meistari fallinn frá í blóma lífsins. Steini kom ungur til KR í 2. flokk og hreif strax KR-inga með sinni nærveru. Sjálfur fékk ég stundum „skutl“ heim hjá meist- aranum eftir mínar æfingar ef maður missti af strætó. „Á ég að skutla þér Strumpur“? og svo hló hann dátt. Steini fékk síðan smjörþefinn af meistaraflokki fé- lagsins en snéri í heimahagana og var magnaður í 10 ár á Skag- anum í frábæru liði. Eftir glæst- an feril með ÍA og landsliðinu kom Steini til KR haustið 1998 og afrek hans tala sínu máli, tvö- faldur meistari á fyrsta tíma- bilinu og í kjölfarið bættust þrír titlar til viðbótar. Vissulega var liðið okkar gott og líklegast nokkrir betri en hann í fótbolta en hann var sigurvegari og leik- gleðin, baráttuandinn sem og einstakur karakter lyfti Steina á hæsta stall, og um leið einnig KR. Þúsund þakkir, Steini, fyrir að hafa ekki farið út í atvinnu- mennsku þegar þér bauðst það. Steini fór þó í stuttan tíma á láns- samningi til Stoke. Sjálfur fór ég á leik en Steini var meiddur en lagði þó hart að mér að koma í heimsókn í a.m.k. einn kaldan. Pabbi minn heitinn var með í för og reyndist heimsóknin á heimili þeirra Steina, Önnu og Magnús- ar vera toppurinn sem gleymist ekki. Steini þjálfaði hjá KR 2. flokk- inn, var aðstoðarmaður í meist- araflokki og tók síðan tímabund- ið við liðinu og sigldi skútunni í örugga höfn eitt sumarið. Okkur var ljóst að hann stefndi hátt sem þjálfari og það kom sá dagur að Steini söðlaði um. Við glöddumst mjög yfir mögnuðum árangri hans með Leikni og öllum var ljóst að fagmennskan og ástríðan var engu minni við hliðarlínuna en inni á vellinum sjálfum. Tengslin, vináttan og nærvera Steina var þó alltaf til staðar. Hann var Skagamaður og KR- ingur, sagði það margoft sjálfur og er lýsandi dæmi um þá gagn- kvæmu virðingu sem á milli lið- anna ríkir. Ágóðaleikurinn síð- astliðið sumar bar þess glögg merki er vinir Steina og Önnu tóku til sinna ráða og fylltu Akra- nesvöllinn. Það verður skrýtið að sjá hann ekki á sínum stað á KR- vellinum við hlið Önnu næsta sumar en ég hef staðfesta trú á því að lýsingar Bjarna Fel í KR- útvarpinu nái til himna og veit þar af leiðandi að Steini mun verða vel upplýstur um gang mála. Elsku Anna Elín, Magnús, Unnur og Teitur, við KR-ingar biðjum fyrir ykkur og ætlum Guði að veita ykkur og aðstand- endum allan þann styrk sem um getur. Minningin um einstakan fjölskyldumann, vin okkar allra og meistarann Sigurstein Gísla- son mun klárlega lifa um ókomna tíð. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnu- deildar KR. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi Íslands Knattspyrnuhreyfingin hefur misst góðan félaga, Sigurstein Gíslason, sem var kallaður af leikvelli lífsins aðeins 43 ára. Sigursteini kynntist ég þegar hann var leikmaður í 2. aldurs- flokki. Áhugi hans á knattspyrnu var mikill og hæfileikaríkur var hann. Keppnisskapið var ein- stakt sem og sigurviljinn. Hann var maður liðsheildarinnar og kunni að gefa af sér enda var hann strax í 2 . aldursflokki feng- inn til að þjálfa yngstu iðkend- urna. En þjálfun varð að bíða því að við tók glæsilegur ferill Sig- ursteins innan vallar í meistara- flokki og sigrarnir urðu margir. Sigursteinn varð oftar Íslands- meistari í knattspyrnu en nokkur annar leikmaður af hans kynslóð eða níu sinnum með Akranesi og KR. Hann var stoltur að leika fyrir Íslands hönd og alls lék hann 22 landsleiki á tímabilinu 1993-1999. Þá lék Sigursteinn um skamma hríð erlendis með Stoke City vet- urinn 1999-2000. Sigursteinn hafði að loknum leikmannsferli sínum fetað sín fyrstu spor í þjálfun í meistara- flokki og ljóst var að hann og knattspyrnan yrðu ekki viðskila. Glæsilegur árangur hans með Leikni R. vakti verðskuldaða at- hygli en hann þjálfaði einnig hjá KR og Víkingi R. Sigursteinn var sæmdur gull- merki KSÍ fyrir afrek sín 2. des- ember sl. þegar honum og Gunn- ari Guðmannssyni voru afhent fyrstu eintökin af síðara bindi 100 ára sögu Íslandsmótsins. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa orðið Íslandsmeistarar níu sinnum hvor, en á ólíkum tíma- bilum. Ég fann vel að Sigur- steinn var stoltur af þessum heiðri en við ræddum um baráttu hans fyrir lífinu, hann var aug- ljóslega þjakaður en vonin og sigurviljinn var til staðar. Á kveðjustundu minnumst við góðs knattspyrnufélaga, en um- fram allt góðs drengs sem naut virðingar og hylli. Knattspyrnuhreyfingin sendir ættingjum Sigursteins, eigin- konu og börnum innilega sam- úðarkveðju. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Haustið 2008 mætti Steini Gísla galvaskur í Leiknisgáminn og ritaði undir samning um þjálf- un Leiknis. Steini sagði frá því að nokkrum árum fyrr dreymdi hann draum um að hann væri að starfa í Leikni og þarna rættist það sem hann hafði dreymt. Hann náði strax einstaklega vel til allra innan félagsins og mynd- uðust tengsl sem margur Leikn- ismaðurinn mun geyma í minn- ingunni. Steini varð strax við komuna til Leiknis okkar drengjum mikil fyrirmynd, bæði í afrekum sínum innan vallar en ekki síður í því hvernig hann lifði lífinu utan vall- ar, enda vart hægt að finna traustari mann en Steina. Hann varð drengjunum stoð og stytta og skilur eftir sig skarð sem aldr- ei verður fyllt í lífi þeirra. Vandfundinn er þægilegri maður en Steini Gísla til sam- starfs og fyrir lítið íþróttafélag með stórt hjarta er það Guðsgjöf að fá Steina Gísla í lið með sér. Maður sem sýndi metnað en um leið sanngirni, sigurhugarfar en um leið auðmýkt, hörku en um leið kærleik. Hann var knatt- spyrnumaður sem hafði upplifað þetta allt en um leið saklaus sveitamaður sem raulaði á göng- um Leiknishússins lag með Villa Vill sem létti öllum lund. Eftir standa mýmargar góðar stundir með Steina Gísla sem við Leiknismenn geymum með okk- ur um öll ókomin ár. Sætir sigrar á knattspyrnuvellinum, kjúk- lingasúpan hennar Önnu sigtuð af grænmeti fyrir Steina, keppn- isskap á æfingum sem átti engan sinn líkan, partí fyrir leikmenn- ina, Tony Pulis-útlitið og margar aðrar kostulegar stundir sem aldrei líða úr minni. Það hafa verið okkur Leikn- ismönnum sérstök forréttindi að kynnast Steina Gísla, sem með einkar ljúfu yfirbragði en samt grjóthörðu hugarfari heillaði Leiknisfólk allt með drífandi dugnaði og hreinskilni sem öðr- um er til eftirbreytni. Hugur allra Leiknismanna og hjarta er hjá fjölskyldu Steina, Önnu El- ínu konu hans og börnunum þremur. Steini á sér stað í sögu Leiknis og mun sigurhugarfar, andi og áræðni hans um ókomna tíð vera öðrum Leiknismönnum hvatning og innblástur. Vertu blessaður, kæri Steini okkar. F.h. Íþróttafélagsins Leiknis, Arnar Einarsson formaður. Kæri vinur, nú er komið að leiðarlokum miklu miklu fyrr heldur en eðlilegt má teljast. Ég man fyrst eftir þér sem smáp- jakk í kringum Merkurtúnið og neðri Skagann. Árin æddu áfram og það var ekki fyrr en samstarf okkar hófst haustið 1990 að tengslin styrktust þegar ég tók við þjálfun ÍA og þú þar sem leik- maður. Þú sýndir strax af þér djörfung og dug, ósérhlífni en það sem skein strax í gegn var jákvæðni og vilji til að gera vel. Það fylgdi þér allt þitt líf. Mesta breytingin á fjölskyldutengslum okkar varð þegar að þú og Anna fluttuð inn á heimilið mitt haustið 1992 til að passa Tjörva og Atla á fjórðu viku vegna dvalar minnar erlendis það haust. Eftir það tók- ust mjög sterk fjölskyldu og vinatengsl. Heimilið ykkar Önnu var strákunum mínum alltaf op- ið, ekki bara Atla og Tjörva held- ur einnig Bjarna, Jóa Kalla og fóstursyni mínum Leó. Þið hjón- in sýnduð strákunum mínum ótrúlega velvild og vináttu alla tíð sem þeir búa að enn þann dag í dag. Stundum undraðist maður umburðarlyndi og velvild ykkar í garð strákanna, það lýsir best þínu hugarfari og þinni alúð. Ég kynntist þér eins og fyrr segir sem þjálfari þinn, það var alveg sama hvað ég bað þig að gera þú reyndir alltaf að gera þitt besta, þú spurðir oft hvers vegna og af hverju en þú varst Sigursteinn D. Gíslason HINSTA KVEÐJA Far þú í friði kæri vinur eftir lífsbaráttu síðustu mánaða. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú færðir drengnum mínum. Það mun hann varðveita alla tíð. Við gerum okkar einlæg- asta til þess að færa Önnu þinni, Magnúsi, Unni og Teiti, styrk í sorginni. Þessi veröld verður ekki söm án þín en nú fá þeir sem á öðr- um stað dvelja að njóta hlýju þinnar, skopskyns og örlætis. Þú skilar kveðju. Ragnheiður. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR BJARNASON frá Vigur, alþingismaður, ritstjóri og sendiherra, lést í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 30. janúar kl. 13.00. Ólöf Pálsdóttir, Hildur Helga Sigurðardóttir, Ólafur Páll Sigurðsson, Óðinn Páll Ríkharðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.