Morgunblaðið - 26.01.2012, Side 37

Morgunblaðið - 26.01.2012, Side 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Um og upp úr 2000 var jaðarkántríið svokallaða í al- gleymingi. Meðal þeirra sem vöktu mikla athygli á þessum tíma var hin kanadíska Kathleen Edwards en frumburður hennar, Failer, þótti óvenju heilsteypt og þroskað byrj- andaverk. Þar er að finna kröftugt, melódískt og haganlega samsett kántrírokk með firnagóðum textum þar sem ekkert er dregið undan í hryssingslegri hreinskilni. Tónlistin flutt af fádæma öryggi og lagasmíð- arnar sterkar. Edwards siglir um svipuð mið á þessari fjórðu plötu sinni. Myrkrið og harkan er þó ekki jafnumlykjandi og fyrr en einlægni Edwards í flutningi er jafnstingandi og áður. Veit ekki hvort þessi hljóm- ræna „upp-poppun“ er meðvituð eð- ur ei, kannski er það bara aldurinn og reynslan sem sér um að hefla hvössustu kantana í burtu. Ég er hins vegar á báðum áttum um hvort þessi nýtilfundna mýkt gagnist okk- ur hlustendum eitthvað. Kathleen Edwards – Voyageur bbbmn Mín hjart- ans mál Arnar Eggert Thoroddsen bbmnn Nada Surf er ein af þessum hljóm- sveitum sem hafa þurft að glíma við lúxusvandamálið að vera eins smells sveitir. Síðan hinn bitri andhetju- söngur Popular tröllreið öllu árið 1996 hefur sveitin ekki náð að fylgja vinsældunum eftir og var þar af leið- andi leyst undan samningi við plötu- fyrirtæki sitt. Nú gefur sveitin út hjá óháðu fyrirtæki og hefur gefið reglulega út plötur síðastliðinn ára- tug. Sveitin spilar bandarískt há- skólarokk sem er frekar formúlu- kennt og fyrirsjáanlegt. Ýmislegt er ágætlega gert en einhvern veginn rennur platan alltof áreynslulaust í gegn. Hér er engin áhætta tekin og þar af leiðandi verður útkoman auð- melt og bitlaus. Líklega dugar hún þó til að halda uppi stemningunni á skólaböllunum sem sveitin hóf fer- ilinn á að úthúða og framlengja þar með ferilinn hjá þessum miðaldra háskólarokkurum um stutt skeið. Eins og þeir segja sjálfir: „It’s never to late for teenage dreams.“ Gelgjupopp Nada Surf – The Stars Are Indifferent To Astronomy Hallur Már Craig Finn er ekk- ert ósvipaður Bruce Spring- steen, hetjunni sinni – ef Spring- steen væri aðeins meiri nörd. Eða ef Springsteen væri leiðtogi Weezer fremur en E- Street Band. Finn þessi hefur getið sér frægð sem forvígismaður hinnar mjög svo ágætu rokksveitar The Hold Steady sem hefur notið mikillar hylli músíkpælara og er í áskrift að fimm stjörnu dómum hjá helstu tónlistarbiblíunum. Tónlist The Hold Steady er annars athygl- isverður sambræðingur, kántr- ískotið og hrátt pöbbarokk með oft og tíðum epískum, „stórum“ við- lögum, ásamt glúrnum og gáfu- mannalegum textum Craigs Finns sem eru punkturinn yfir i-ið. Svona eins og ef Morrissey hefði verið að- alsöngvarinn í Faces (æ Arnar, hættu nú þessum samlíkingum!). Clear Heart Full Eyes er hins vegar fyrsta sólóplata Finns. Það er kántríblær yfir flestum lögum (platan var tekin upp í Austin en Finn býr í New York) og þegar Finn lýsir því yfir að „all this small talk makes me nervous“ í opn- unarlaginu, „Apollo Bay“, er ljóst hvert halda skal. Finn er í raun réttri skáld sem vinnur með rokk- sveit og hann „talsyngur“ sig í gegnum vinjetturnar sem liggja inni í lögunum. Platan fer ágætlega af stað, fyrstu lögin búa yfir tilfinn- ingalegri dýpt sem er giska áhrifa- rík en eftir því sem á líður fer plat- an að þynnast. Finn ryður textunum út úr sér en innihaldið er misáhugavert og sum lögin ná ein- faldlega ekki höfn. Þetta er ekki alslæm plata en er það ekki merkilegt hversu líkar að gæðum þessar sólóplötur manna sem hafa orðið frægir í gegnum hljómsveitir eru? Þær eru iðulega skugginn af því sem þeir hafa verið að gera með hljómsveitunum (Juli- an Casablancas, Brandon Flowers, Thom Yorke o.s.frv.). Það ráða greinilega ekki allir við það að fara út fyrir hið svokalla þægindasvæði. Hefnd nördanna Craig Finn – Clear Heart Full Eyes bbbnn Arnar Eggert Thoroddsen Nörd „Craig Finn er ekkert ósvipaður Bruce Springsteen, hetjunni sinni – ef Springsteen væri aðeins meiri nörd,“ segir m.a. í dómi Arnars Eggerts. Erlendar plötur Guðmundur Pétursson gít- arleikari og hljómsveitin Mekkamoos halda tónleika á Gauk á Stöng sunnudaginn 29. janúar kl. 21. Mekka- moos er ný framsækin hljómsveit skipuð bræðr- unum Guðmundi Óskari, bassaleikara Hjaltalín, og Sigurði Guðmundsyni, Hjálmi, er leikur á hljóm- borð. Auk þeirra leikur Leifur „Jazz“ Jónsson á hljómborð og básúnu en trommuleikari er Jón Indr- iðason. Með Guðmundi verða Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Hauksson á hljómborð, Valdi Kolli leik- ur á bassa og Kristinn Agn- arsson á trommur. Gítargoð Gummi P. leikur lög af Elabórat, nýjustu plötu sinni, á sunnudaginn. GP! band og Hjaltalín/ Hjálmabræður Rokkarar syngja gjarnanum hraðskreiða bíla en Bri- an Johnson, söngvari einn- ar algerustu rokksveitar heims, AC/DC, lætur ekki sitja við orðin tóm. Johnson er mikill ökuþór þegar hann er ekki á bakvið hljóð- nemann og um þessa helgi mun hann taka þátt í kapp- akstrinum Drive in Rolex 24 sem fram fer á Daytona. Er þátttaka Johnson liður í söfnunarátakinu Highway to Help þar sem hann hyggst leggja sitt af mörk- um í baráttunni gegn krabbameini í börnum. Aðdáendur geta textað inn skilaboð á meðan á kapp- akstrinum stendur og renn- ur framlag þeirra í þartil- gerðan sjóð. Johnson, sem gekk til liðs við AC/DC eft- ir að fyrrverandi söngvari sveitarinnar, Bon Scott, sneri tám upp í loft hóf upp raust sína í fyrsta sinn á metsöluplötunni Back in Black. Hann hefur þó alla tíð verið bílaóður og rekur meira að segja heimasíðu þess efnis (brianjohnsonrac- ing.com). Þar kemur fram að auk þess að keppa í kappakstri safni hann bíl- um af miklum móð. Johnson hefur meira að segja gefið út sjálfsævisögu sem miðar frekar að bílum en rokki. Rockers and Rollers: An Automotive Autobiography kallast hún og hægt er að fá hana keypta sem hljóð- bók beint í gegnum síðuna (þar sem koma við sögu meðal annara félagar hans úr AC/DC, þeir Cliff Willi- ams, Malcolm og Angus Yo- ung – og Arnold Schwarze- negger!?). Málmvísindadeild Morg- unblaðsins óskar Johnson velfarnaðar um helgina. Glaðbeittur Brian Johnson, fjallhress, fyrir framan Gulu þrumuna. Söngvari AC/DC á fullu í kappakstri K AT E B E C K I N S A L E MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 16 CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D VIP 50/50 kl. 8 - 10:20 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:50 - 10:20 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L / ÁLFABAKKA J. EDGAR kl. 5:10 - 8 - 10:20 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 50/50 kl. 5:40 - 8 - 10:45 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 10:40 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI J. EDGAR kl. 5:10 - 8 - 10:45 2D L PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:50 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 5:40 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12 NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG H.V.A. - FBL HHHHHHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ LEIKSTJÓRA PRETTY WOMAN OG VALENTINE'S DAY J. EDGAR kl. 10:20 2D 12 CONTRABAND kl. 8 2D 16 50/50 kl. 10:20 2D 12 NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK J. EDGAR kl. 8 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 10:40 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 8 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI HHHHH - USA TODAY HHHHH - ARIZONA REPUBLIC SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL LEONARDO DICAPRIO ER STÓRKOSTLEGUR Í NÝJASTA MEISTARAVERKI CLINT EASTWOOD HÚNERMÆTTAFTURÍBESTUMYNDINNI TILÞESSA!STRÍÐIÐERHAFIÐ!LOS ANGELES TIMES HHHH HHHH THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH THE NEW YORK TIMES SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK CHICAGO SUN-TIMES HHHH VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „Einstaklega vel gerð spennumynd“ -Joe Morgenstern THE WALL STREET JOURNAL Þ.Þ. - Fréttatíminn HHHH H.V.A. - Fréttablaðið HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH B.G. - MBL HHH SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI M.M. - Biofilman.is HHHH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.