Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 2

Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 04.01.2012 „Menntun er hinn andlegi uppvöxtur manns- ins,“ sagði Stephan G. Stephansson, og má sannarlega taka undir það. Nú á dögum er framboð af hvers konar námi ólíkt meira en á dögum Vesturheimsskáldsins. Hvort heldur fólk vill bæta við sig í bóklegri þekkingu og fróðleik ellegar verkkunnáttu og annarri færni er næsta víst að nám er í boði sem hentar hverjum og einum. Af nógu er að taka, svo mikið er víst. Það er von okkar sem að þessu blaði stönd- um að efni þess endurspegli að nokkru marki það framboð sem til staðar er fyrir þá sem vilja bæta við sig, hvort sem hugurinn stendur til fastrar tímasóknar eða námskeiða. Um leið og haft er í huga að nám er fjárfesting skal minnt á að mennt er máttur, og hana fær enginn tekið af þeim sem á annað borð hefur öðlast hana. Öllu skiptir að finna sér lærdóm sem hæfir áhugasviðinu og þá má líklegt telja að ánægju- legar námsstundir fylgi í kjölfarið og jafnvel draumastarfið. Þá er framboð tómstunda- tengdra námskeiða ekki síðra og hús er tekið á mörgum sem slíkt bjóða á síðum blaðsins. Njótum okkar í námi, leik og starfi! Leikur að læra Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Prentun Landsprent ehf. 22 Gamalt handverk, prjón og vefnaður í Heimilisiðnaðar- skólanum. 10 Takturinn kraumar í Kramhúsinu, í vor sem aldrei fyrr. 23 Fluguhnýtingar og kastnám- skeið í Flugu- veiðiskólanum. 14 Nám í umhverfis- skipulagi að Hvanneyri. 18 Friðgeir Ingi á Gallery Restaurant, Hótel Holti, heldur matreiðslu- námskeið. 32 Anna og útlitið - námskeið fyrir fatastílista sem og innanhússtílista.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.