Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Fjarnám á vorönn 2012 • Sja nánar a vef skólans. • Efri áfangar á stúdentsbrautum. • Áfangar á A-stig skipstjórnar og B-stig velstjórnar. • Allir áfangar í vefkennsluumhverfi. • Skráningargjald er 5000 krónur á önn og fjarnámsgjald er 2500 krónur á einingu. • Skráning á vef skólans. • Umsóknarfrestur til 11. januar. www.fas.is • fas@fas.is • 470 8070 Skólameistari. Þ egar kemur að því að velja framhaldsskóla snýst valið oft um bekkja- eða einingakerfi, bóknám eða iðnnám, nú eða hreinlega hvert vinirnir úr grunnskólanum ætla að fara. IB- gráða er einn valkostur til við- bótar, og lítið áberandi en mjög spennandi námsleið fyrir metn- aðarfulla námsmenn. IB-gráðan er kennd við Mennta- skólann við Hamrahlíð. „Um er að ræða alþjóðlega gráðu, IB-diploma, sem skipulögð er af alþjóðlegum samtökum IBO og kennd með sama hætti um heiminn,“ segir Soffía Sveinsdóttir, IB-stallari MH. „Námið spannar tvö ár, er kennt á ensku, og jafngildir IB-gráðan stúdentsprófi. Flestir taka und- irbúningsnám í einn vetur áður en IB-námið hefst, þar sem lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í ensku og góðum vinnubrögðum. Í IB náminu leggja nemendur stund á sex greinar; móðurmál, erlent tungumál, samfélagsgrein, raun- grein, stærðfræði og svo eina við- bótargrein sem ýmist er myndlist, eða aukagrein úr fyrrnefndum greinaflokkum.“ Virkni og vangaveltur Auk hefðbundins bóknáms segir Soffía að IB-gráðan geri ráð fyrir að nemendur geri ítarlega rann- sóknarritgerð, 4.000 orð að lengd og samkvæmt ströngum stöðlum um heimildanotkun. Eins sitja nemendur námskeið í þekking- arfræði, og skoða þar m.a. heim- spekileg viðfangsefni. „Loks er hluti af náminu sem kallast CAS, eða „Creativity, Action, Service“, þar sem nemendur þurfa að sýna virkni utan skólastofunnar s.s. með listrænu framlagi eða samfélags- verkefni. Síðasta vetur stóðu nem- endur m.a. að styrktartónleikum í Smáralind til stuðnings fórn- arlömbum flóðbylgjunnar í Japan, sem hluta af CAS-þætti námsins.“ IB námið þykir vera krefjandi og kallar á ágætar námsgáfur en umfram allt öguð vinnubrögð. Námið er tveimur árum styttra en hefðbundið stúdentspróf og álagið að sama skapi meira. „Þetta er hraðbraut, og hentar t.d. þeim sem vilja stytta námstímann og komast sem allra fyrst í háskólanám,“ út- skýrir Soffía. „Þetta nám á líka mjög mikið erindi við þá sem stefna á nám erlendis strax að loknu stúdentsprófi, en IB-gráðan er mjög virt gráða og þekkt, og all- ir erlendir háskólar vita að góð einkunn úr IB námi er ekki fengin nema með svita og tárum. Margir háskólar reyna jafnvel að opna dyr sínar sérstaklega fyrir nemendum með góða IB-gráðu. Þar sem allt námsefnið hefur verið kennt á ensku eiga nemendurnir ekki í neinum vanda með að renna inn í námið og fræðilega orðaforðann við háskóla í enskumælandi löndum.“ Stökkpallur út í heim Námið hentar líka nemendum sem ekki hafa mjög sterk tök á ís- lensku, t.d. námsmönnum af er- lendum uppruna sem nýlega hafa flutt til landsins, eða íslenskum ungmennum sem hafa búið um langt skeið erlendis og lítið stund- að nám við íslenska skóla. „Svo getur IB-námið líka hentað þeim sem sjá fram á að flytja úr landi innan skamms, en IB-námið er skipulagt og kennt með sama hætti alls staðar þar sem það er kennt í heiminum, og geta nemendur því tekið þráðinn upp snurðulaust í öðru landi,“ segir Soffía og bætir við að IB-námið hafi einmitt fyrst verið þróað til að mæta þörfum barna diplómata, sem oft þurfa að flytja milli landa á nokkurra ára fresti. ai@mbl.is Greið leið í erlenda háskóla IB-gráðan í Menntaskólanum í Hamrahlíð er kennd á ensku og tekur aðeins tvö ár að ljúka náminu. spennandi námsleið fyrir metnaðarfulla námsmenn. Löng lokarit- gerð, þekkingarfræði og heimsspekileg viðfangsefni koma til viðbótar við hefðbundið bóknám. Morgunblaðið/Kristinn Tækifæri „Þetta nám á líka mjög mikið erindi við þá sem stefna á nám erlendis,“ segir Soffía Sveinsdóttir Þéttur hópur Félagslega hliðin er eitthvað sem margir leggja mikla áherslu á við val á framhaldsskóla og náms- braut. Táningsárin eru mik- ilvægur tími til að taka út fé- lagslegan þroska og koma sér upp góðu neti vina og kunningja. Skipulagi IB námsins svipar á vissan hátt til bekkjarkerfis og Soffía segir líka að þar sem nem- endahópurinn sé nokkuð smár séu árgangarnir ansi sam- heldnir. „IB námið er eins konar skóli innan skólans í MH, en að undanskildum erlendu tungu- málunum og íslensku á und- irbúningsárinu eru IB-nemarnir ekki í tímum með nemendum af öðrum brautum skólans. Hins vegar geta IB nemar vitaskuld tekið fullan þátt í öllu félagslífi MH, hvort sem farnar eru ferðir eða haldnar skólaskemmtanir.“ Námið þarf heldur ekki að vera svo strembið að IB-nemar geti ekki stundað ýmis fé- lagsstörf eða frístundir. „Þeir sem skipuleggja tíma sinn og vinnu vel eiga að geta stundað námið t.d. samhliða íþróttaiðkun eða listnámi.“ Nú í byrjun janúar er haldið vestur á Ísafirði námskeið í Gísla sögu Súrssonar. Svið sögunnar er að stærstum hluta fyrir vestan en þar segir frá fornkappanum Gísla Súrssyni sem kemur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir deilur í Noregi. Sagan verður lesin og krufin á nokkrum kvöldum. Horft verður á mynd Ágústs Guðmundssonar Útlagann sem er byggð á Gíslasögu. Á lokadegi námskeiðsins verður loks farið á söguslóðir í Haukadal í Dýrafirði og gengið í fótspor Gísla. Námskeiðinu lýkur síðan með verðlaunasýningunni Gísla Súrssyni sem verður sýnd á Gíslastöð- um í Haukadal. Námskeiðið fer fram þriðjudagana 10., 17. og 24. janúar en ferðin í Haukadal verður laugardaginn 28. janúar. Kennarar námskeiðsins eru miklir spekingar í sögunni og hafa fjallað um hana í áraraðir. Þetta eru þeir Þórir Örn Guðmundsson og leikarinn Elfar Logi Hann- esson sem hefur síðustu árin verið upptekinn við að sýna einleik sinn um Gísla Súrsson sem hefur verið sýndur um land allt og víða erlendis við fádæma góðar undirtektir. Auk þess hefur sýningin hlotið verðlaun á nokkrum leiklistarhátíðum. Skráning á Gísla sögu Súrssonar-námskeiðið er þegar hafin í síma 891 7025. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvu- póst á netfangið komedia@komedia.is . Gísli lesinn og krufinn vestra Kappi Leikari í hlutverki hetjunnar í Arnarfirði. Gísli Súrsson í brennidepli á Ísafirði. Sagan lesin og farið um slóðir hennar. Sérfræðingar í forn- kappanum fræða þátttakendur á námskeiðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.