Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ
H
amingjan er fjarri
stressinu og dásamleg
lífsgæði eru í núinu.
Það fer svo margt
framhjá okkur þegar
við erum með hugann við það liðna
eða það sem á eftir að gerast. Á
meðan líður lífið hjá án þess að við
tökum eftir því. Galdurinn liggur í
því að losna undan valdi hugans og
velja auðmýkt og sátt við sjálfan
sig og lífið,“ segir Ásdís Olsen,
einn leiðbeinenda á námskeiðinu
Lífsviðhorf – lífsstíll – lífsgæði sem
hefst 17. janúar nk. í Opna háskól-
anum við Háskólann í Reykjavík.
Bæta undirstöðuþætti
Á námskeiðinu, sem Opni há-
skólinn býður nú upp á í þriðja
sinn, er byggt á rannsókn Gallup í
yfir 150 löndum. Biðurstöður henn-
ar gáfu til kynna að með því að
bæta helstu undirstöðuþætti í lífi
okkar samtímis – í stað þess að
einblína á einn stakan þátt – gæt-
um við sem einstaklingar aukið
lífsgæði okkar og persónulega
færni umtalsvert.
Þessir þættir snúa að lifn-
aðarháttum okkar, samskiptum,
andlegri og líkamlegri vellíðan, at-
vinnu og tómstundum, fjárhags-
legu öryggi og samfélagslegri
ábyrgð. Hamingjan sjálf er aðal-
viðfangsefnið en inntak námskeiðs-
ins er að efla persónulegan árang-
ur og þá þætti sem gefa lífinu
raunverulegt gildi.
Það gefur lífinu gildi
Markmið námsins er að hvetja
þátttakendur til að víkka sjóndeild-
arhringinn og setja sér markmið.
Á sama tíma að læra að njóta
augnabliksins og efla persónulegan
árangur með því að veita því at-
hygli hvaða þættir það eru sem
gefa lífinu gildi.
Námskeiðið skiptist í sjö hluta
og byggist á þeim fimm und-
irstöðuþáttum í lífi okkar sem sam-
kvæmt áðurnefndri rannsókn Gall-
up skipta einstaklinga mestu máli;
það er samskiptum, andlegri og
líkamlegri vellíðan, atvinnu og
tómstundum, fjárhagslegu öryggi
og samfélagslegri ábyrgð.
Kennt er síðdegis á þriðjudögum
í ellefu vikur. Í upphafi fá nem-
endur dagbók þar sem þeir skrá
hugrenningar sínar þannig að
námið byggist talsvert á virkni
þátttakenda.
Að sögn Ásdísar er ekki nóg að
vita hvað þurfi að gera til að auka
hamingju sína, það verði að fram-
kvæma til að breytingar eigi sér
stað og þess vegna sé verk-
efnavinnan á námskeiðinu afar
mikilvæg.
Út fyrir þægindasvæðið
„Jákvæð sálfræði liggur til
grundvallar því sem ég kenni á
námskeiðinu. Þá er unnið með
hugarfar, lífsstíl og venjur. Þátt-
takendur halda dagbók, vinna með
þakklæti, fara út fyrir þæg-
indasvæðið og skoða hvort réttu
hlutirnir hafi forgang í lífinu. Við
leggjum líka áherslu á Mindfulness
eða núvitund eins og við köllum
það – en núvitundin er hagnýt leið
að hugarró og sátt. Mindfulness er
í raun upprunnin úr austrænni
heimspeki en er orðin að vel met-
inni fræðigrein á Vesturlöndum og
ein öflugasta leiðin sem við þekkj-
um í dag til að auka vellíðan og
hamingju,“ segir Ásdís sem bætir
við að sér hafi reynst þessi tækni
vel þegar hún fékk kvíðaröskun
fyrir nokkrum árum. Hún segir
lífsgæði sín margfalt betri eftir
kynni sín af núinu og lífið miklu
ánægjulegra með góðri meðvitund.
„Við þekkjum öll hvað það getur
reynst krefjandi að ætla að reyna
að vera 100% á öllum sviðum. Við
beinum kannski athygli okkar svo
stíft að starfsframa að við gleym-
um að rækta tengsl við vini og fjöl-
skyldu eða rækta líkama og sál og
öfugt,“ segir Salóme Guðmunds-
dóttir, forstöðumaður Fagmenntar
Opna háskólans í HR. Hugmynd-
ina að hamingjunámskeiðinu segir
hún hafa komið fram skömmu eftir
Hrunið haustið 2008 – þegar ekki
sá til sólar og neikvæð sjónarmið
réðu umræðunni. Námið sé upp-
haflega byggt á rannsókn Gallup
en niðurstöður hennar leiddu í ljós
að með því að horfa heildstætt á
tilverunna, fremur en einblína á
ákveðna þætti, mætti auka lífsgæði
okkar og persónulega færni.
Kunnir leiðbeinendur
Meðal leiðbeinenda á námskeið-
inu eru María Ellingsen, fjölmiðla-
kona og leikstjóri, sr. Bjarni Karls-
son, sóknarprestur í
Laugarneskirkju, og Ásdís Olsen,
aðjúnkt og mindfulness-kennari.
Hvað nýtist þátttakendum á
námskeiðinu best segir Salóme
misjafnt enda sé fólk sterkt hvað á
sínu sviði.
„Einhverjir standa á tímamót-
um, aðrir vilja styrkja sig á
ákveðnu sviði og sumir vilja ein-
faldlega fræðast,“ segir Salóme.
„Við megum svo sannarlega láta
meira til okkar taka. Er ekki til-
valið að enda námskeiðið á því að
velta fyrir okkur hvernig við get-
um gefið til baka og haft áhrif á
samfélagið til góðs, eftir að hafa
einblínt á okkur sjálf vikurnar á
undan?“
www.opnihaskolinn.is
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hlaup Líkama og sál má efla og styrkja með ýmsu móti. Í þeim efnum kiptir ekki litlu máli að stunda líkamsrækt af einhverjum toga og þúsundir Íslendinga hlaupa reglulega.
Jákvæð sálfræði liggur til grundvallar
Samskipti, vellíðan,
vinna, öryggi og sam-
félagsleg ábyrgð eru
meðal þátta á námskeið-
inu Lífsviðhorf – lífsstíll –
lífsgæði í Opna háskól-
anum við HR. Dásamleg
lífsgæði felast í núinu.
Morgunblaðið/Ómar
Einbeitni Getur reynst krefjandi að ætla að reyna að vera 100% á öllum
sviðum., segir Salóme Guðmundsdóttir forstöðumaður Fagmenntar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Lukka Ekki nóg að vita hvað þurfi að gera til að auka hamingju sína, það
verði að framkvæma til að breytingar eigi sér stað, segir Ásdís Olsen.
’Galdurinn liggur íþví að losna undanvaldi hugans og veljaauðmýkt og sátt viðsjálfan sig og lífið