Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 12
V ið ökum út á flugbrautina og horfum til himins. Færeyjavélin rennir sér inn til lendingar og rétt á meðan þurfum við að doka. Höldum svo áfram og ökum út á brautarendann og bíðum eftir skipan úr turninum. „Heimilt flug- tak,“ kallar konan í turninum og flugkennarinn lítur á blaðamanninn. Gefur honum skipan um að nú eigi hann næsta leik. Ég dreg út bensíngjöfina, gef vél- inni inn fullt afl og við rennum áfram eftir flugbrautinni. Hraðinn eykst jafnt og þétt eins og sést á mælinum. Sláttur hreyfilsins verður æ hraðari og þegar hann er 2.400 snúningar á mínútu og hraðinn kominn í 55 hnúta dreg ég stýrið að mér. Vélin grípur flugið og við eru komnir á loft. Aukum hraðann í klifrinu í 75 hnúta og stefnum í 1.500 fetin. Öskjuhlíðin liggur fyrir fótum okkar og Perluna sjáum við sem jarðarber í stórri tertu. Hvers er flugvélin megnug? Fyrir flugferðina var að ýmsu að hyggja. Fyrst tókum við heilmikla stærðfræðipælingu. Summan af þyngd vélar, eldsneytis og okkar sjálfra gaf okkur niðurstöðu um hvers flugvélin væri megnug í glímu við reginöfl hálofta. Eðl- isfræði flugsins er margþætt breyta sem flugmaður þarf að kunna út í ystu æstar. Og svo tökum við tékk á vélinni sjálfri. Athugum flapsa, vængbörð, hæðarstýri, eldsneyti, ol- íu og hreyfil uns við setjumst upp í vélina og stefnum upp í himinblá- mann. Við erum í 2.000 fetum. „Þetta er allt að koma,“ segir flugkennarinn. Sjálfur held ég fast um stýrið. Hækkum flugið jafnt og þétt uns við erum komnir í nærri 2.000 fet. Ahugum mælana. Erum á hárfínni jafnvægislínu og stefnan er NA skv. kompásmælinum. Við Hólmsheiði og Hengil Viðurkennt æfingasvæði flug- nema er á Hólmsheiði ofan við Reykjavík og þar freistumst við til að bregða á leik. Vöggum vængjum og stéli, lækkum flugið og sláum að- eins af aflinu. Aukum það svo aftur og klifrum upp í 3.000 fetin. Tökum svo sveig þegar nálgast er Heng- ilinn og stefnum aftur í bæinn. Skyggnið er ævintýralega fallegt, loftið tært, enda brunagaddur. Við þræðum Nesjavallaveginn, förum yfir Selvatn, Heiðmörk, Elliðavatn og höfum Vífilsstaði sem viðmið. „Í fyrstu flugtímunum eru nem- endur í raun að ná að fylgja vélinni eftir. Hún fer hraðar en þeir hafa ef til vill tileinkað sér. Svo fer alltaf svolítill tími í að læra lendingarnar; að koma mjúklega inn á brautina svo ekkert fari úrskeiðis,“ segir flugkennarinn Einar Júlíusson. Eftir fjórtán flognar klukku- stundir að lágmarki taka nemendur sólóprófið. Einkaflugmannsprófið, sem gefur réttindi til að fljúga með farþega, tekur fólk eftir 45 stundir og stíft bóklegt námskeið að auki. Þá láta sumir staðar numið þó æ fleiri stefni í atvinnuflugið. Lending á lofastefnu Frá Vífilsstöðum er flogið yfir Garðabæ og út á Skerjafjörð, hvar beygjan er tekin við Suðurnes; ystu tá Seltjarnarness. Tökum þar langa lokastefnu, eins og sagt er á mál- lýsku flugmanna. „Friðrik-Teitur- Magnús; heimil lending,“ segir kon- an í turninum. Við lækkum flugið og drögum úr afli hreyflanna. Við brautarendann loga græn ljós og ég veit ekki fyrr en kennarinn hefur lent undratæki sínu lipurlega og með lagi listamannsins. Í heilli höfn. Mikið óskaplega var þetta skemmtilegt. Ætti ég kannski að skella mér í flugnám? sbs@mbl.is Að vagga vængjum og stélinu Flugtak heimilt, kallar flugturninn. Blaðamaður fór í flugtíma og heillaðist af himinblámanum. Klifrað upp í 3.000 fet og flogið austur á bóginn. Á hárfínni línu. Stefnt inn Skerjafjörðinn og lent lipurlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugtak Marga dreymir um að fljúga um loftin blá. Möguleikar til náms og starfa í flugi eru fjölbreyttir og atvinnumöguleikar góðir. Því er um að gera fyrir áhugasama að taka á loft. Flugtími Blaðamaður upplifði ævintýri í háloftum. ’Við brautarendannloga græn ljós og égveit ekki fyrr en kenn-arinn hefur lent undra-tæki sínu lipurlega og með lagi listamannsins. Í heilli höfn. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Kynningarnámskeið Spennandi og þroskandi nám Skráning í síma 861 6152 Höfuðlausn – cranioskóli Sími 861 6152 kennsla@hofudlausn.is www.hofudlausn.is 13.–15. janúar 2011 Viltu læra höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun? Námsframboð Flugskóla Íslands er fjölbreytt og fyrir vikið hefur nemendum fjölgað jafnt og þétt síðustu misseri. Fjölmargir eru í einkaflugmannsnámi, sem byrjar á því að fólk tekur nokkra flug- tíma sem vekur oft brennandi áhuga. Margir fara í framhaldinu í bóklegt námskeið einkaflug- manns sem er tíu vikur og kennt öll virk kvöld vikunnar. Næsta bóklega námskeið hefst 9. janúar nk. Með réttindi einkaflugmanns getur fólk skellt sér í atvinnu- flugið, en til þess að öðlast full- gild réttindi þarf 200 flognar stundir og vetrarlangt bóklegt nám. Miklar kröfur eru gerðar til flugmanna um atgervi og verða nemendur því að gangast undir stífa læknisskoðun áður en nám hefst. Í haust hófst bóklegt grun- nám fyrir flugfreyjur og –þjóna. Mikil aðsókn hefur verið að því námi, þar sem öryggismál og þjónusta almennt eru helstu kennslugreinar. Það nýjasta hjá Flugskóla Íslands eru grunn- námskeið í flugumferðarstjórn og flugvirkjun en hingað til hafa Ís- lendingar orðið að afla sér slíkrar menntunar erlendis. Þá ber að geta þess að nám í flugumferð- arstjórn, flugvirkjun og atvinnu- flugi hjá Flugskóla Íslands var nýverið metið lánshæft hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna – sem aftur gerir fleirum gerlegt að láta drauminn verða að veruleika. Tækni Flest í mælaborði flugvélar er leikmönnum framandi við fyrstu sín. Fólk er hins vegar glettilega fljótt ná tækum á hlutunum og flugið þarf ekki að vera jafn framandi og í fyrstu gæti fyrst. Vekur brennandi áhuga Margt í boði á vettvangi Flugskóla Íslands:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.