Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 14
Daninn lærði að
skipuleggja Ísland
M
ig langaði til að upp-
lifa íslenska náttúru
og sjá hvernig hlut-
irnir væru gerðir hér
á landi miðað við í
Danmörku þar sem hver blettur
er ræktaður. Stór hluti Íslands er
hins vegar óbyggilegur. Ég er að
læra landslagsarkitektúr og ég gaf
mér að fjögurra mánaða námsdvöl
á umhverfisskipulagsbraut Land-
búnaðarháskóla Íslands yrði mér
mikill innblástur,“ sagði danski
skiptineminn Christian Waper
sem er á þriðja ári í Kaup-
mannahafnarháskóla.
Kennarar voru ánægðir
Christian fór af landi brott rétt
fyrir jól og situr nú í Höfn og
vinnur í BS-ritgerð sinni. „Námið
á Íslandi var mikil og góð lífs-
reynsla,“ segir Christian sem kom
til landsins síðla sumars og var
fram á haust.
Christian sagði að námið í um-
hverfisskipulagi hérlendis væri
svipað og ytra. Nemendur væru
og jafnan hvattir til að fara í há-
skóla – utan Danmerkur – á þriðja
ári.
„Kennararnir voru mjög ánægð-
ir með að ég veldi Ísland. Vildu að
Dani færi þangað og næði meira
sambandi við Landbúnaðarháskóla
Íslands. Skólarnir vinna saman en
ég er fyrsti Daninn sem er hér á
umhverfisskipulagsbraut.“
Í nýtt umhverfi
Tungumálið var vissulega
ákveðinn þröskuldur en Christian
var harðákveðinn í að upplifa eins
mikið og hann mögulega gæti.
„Fjórir mánuðir eru ekki nógu
langur tími til að læra íslensku en
krakkarnir tala ensku og margir
kennaranna hafa lært í Danmörku
svo það var ekkert vandamál.
Námið sem slíkt gaf mér mikið og
ekki síður það að fara að heiman í
nýtt umhverfi. Það hvernig maður
þroskast við nýjar aðstæður er
mikilvægast og verður mér dýr-
mætast þegar heim kemur.“
Christian er vanur stórborginni
Kaupmannahöfn en í Hvanneyr-
arþorpi eru allir íbúarnir tengdir
Landbúnaðarháskólanum á einn
eða annan hátt og nemendurnir
búa flestir í næsta nágrenni skól-
ans. Þetta hefur, að sögn Christi-
ans, í för með sér mun nánari
samskipti nemenda öfugt við það
sem hann er vanur að heiman.
„Ég mun leggja mitt af mörkum
svo fleiri skiptinemar sæki til Ís-
lands. Það er alveg innistæða fyrir
því. Hins vegar væri ekki verra ef
fleiri nemar kæmi saman í hvert
sinn.“
sbs@mbl.is
Kom frá Danmörku og nam umhverfisskipulag á Hvanneyri. Fróðlegt í fjóra
mánuði. Heillandi háskólaþorp. Tungumálið ekki fyrirstaða. Nýjar aðstæður.
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson.
Háskólanemar Á vinnulofti umhverfisnema. F.v. Christian Waper, Sjöfn Ýr Hjartardóttir og Aron Ólafsson.
’Sjá hvernig hlutirnirværu gerðir hér álandi miðað við í Dan-mörku þar sem hverblettur er ræktaður
14 | MORGUNBLAÐIÐ
gegn
þvagfærasýkingu
www.sagamedica.is
· Aðeins eitt hylki á dag
· 1990 kr. pakkinn
· Enginn sendingarkostnaður
· Kemst inn um bréfalúgu
Fæst aðeins í vefverslun
SagaMedica á www.sagamedica.is
Engin önnur trönuberjavara fáanleg í Evrópu hefur verið
rannsökuð jafnmikið og Urell. Klínískar rannsóknir hafa
ítrekað sýnt fram á gagnsemi Urell þegar fólk finnur fyrir
óþægindum í þvagfærum, hvort sem það er tilfallandi
eða ítrekað vandamál.
Einnig tekið við pöntunum í síma
414 3076 frá kl.10 -13 virka daga.
10% afsláttur
ef þessi kóði er notaður: 123urell
Gildir til 1. janúar 2013.
Námskeið í
íslensku og
stærðfræði fyrir
4 til 12 ára börn
snillingarnir@snillingarnir.is
sími 693 0113
Við Landbúnaðarháskóla Íslands
er rekin öflug endurmennt-
unardeild með fjölbreyttri starf-
semi. Námsframboð, sem að veru-
legu leyti fer fram utan
hefðbundinna starfsstöðva skól-
ans, er í samræmi við starf skól-
ans almennt. Sem dæmi um nám-
skeið má nefna að í janúar eru
námskeið í járningu og hófhirðu,
og þá verða námskeið um betri
fjós, jarðrækt, húsgagnagerð úr
skógarefni og flutt fræðsluerindi
verður haldið um litaerfðir
hrossa. Í febrúar má nefna nám-
skeið í lífrænni jarðyrkju, lífræna
aðlögun nautgriparæktar og fóðr-
un og fóðurþarfir sauðfjár.
Landbúnaðarháskólinn er einn-
ig með námskeiðaröðina Reið-
manninn fyrir áhugafólk um reið-
mennsku, Sáðmaðurinn er fyrir
áhugafólk um jarðrækt og fóður-
öflun, Námskeiðaraðirnar
Grænni skógar I og Grænni
skógar II eru skógræktarnám
ætlað skógarfólki sem vilja auka
þekkingu sína og ná betri árangri
í skógrækt.
Í byrjun árs mun bætast við
námskeiðaröð er tengist hrossa-
dómum fyrir starfandi íþrótta- og
gæðingadómara, keppnisknapa,
ræktendur og áhugafólk um
hrossadóma, sem vill bæta enn
frekar skilning sinn og þjálfun í
að meta gangtegundir hrossa.
Einnig er haldið námskeið í
hrossadómum, sem er sett á lagg-
irnar í samvinnu við íþróttafélög
og gæðingadómara.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stóð Hrossaræktin er í brennidepli hjá Landbúnaðarháskóla Ís-
lands enda kallar greinin sem fer sístækkandi á góða fagmenntun.
Jarðrækt, járningar
og skógarfólk
Fjölbreytt námsframboð hjá
endurmenntunardeild LBHÍ