Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 16

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ A llir sem starfa við menntamál, jafnt innan formlegra menntastofn- ana sem utan þeirra, eiga möguleika á að sækja um í Nordplus, segir Sigrún Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lands- skrifstofu Nordplus, sem skiptist í fimm undiráætlanir sem hver um sig þjónar ákveðnum markhópi eða málefni. Flestir íslenskir skólar á há- skólastigi hafa tekið þátt í sam- starfsneti styrktu af Nordplus, sem gerir nemendum kleift að fara sem skiptinemar um lengri eða skemmri tíma. Grunn- og framhaldsskólanemar hafa farið í bekkjarheimsóknir til jafnaldra á Norðurlöndum og Eystrasalts- löndum á vegum Nordplus Junior- undiráætlunarinnar. Fullorð- insfræðsla og símenntunarstöðvar geta sótt um styrk til verkefna og námsferða í Nordplus Voksen. Frumkvæðið skiptir máli Bekkjaheimsóknum í grunn- og framhaldsskólum er stýrt af kenn- urum sjálfum. Skipti þá máli frumkvæði og dugnaður kennara og vilji skóla að taka þátt í sam- starfi Nordplus-áætlunin tók stakka- skiptum árið 2008 þegar hún var endurskipulögð að miklu leyti og jafnframt opnuð fyrir þátttöku Eystrasaltslandanna. „Höf- uðáhersla í nýrri áætlun sem nú er í þróun verður samband náms og atvinnulífs í nágrannalöndum okkar,“ segir Sigrún Danmörk er vinsæl En það eru ekki einungis náms- heimsóknir sem eru styrktar held- ur einnig samstarfsverkefni sem snerta menntamál og norræn tungumál og kennir þar ýmissa grasa. Styrkir hafa verið veittir til námsefnisgerðar, ráðstefna, orða- bóka, tölvuleikja, námskeiða og svo mætti áfram telja. Á und- anförnum árum hefur verið al- gengt að um 60-80% verkefna sem sækja um hljóti styrki og hafa Ís- lendingar verið mjög öflugir í styrkumsóknum. Á háskólastiginu er vinsælast að fara í skiptinám til Danmerkur, en Svíþjóð og Noregur fylgja þar fast eftir, segir Sigrún. Á árinu 2009- 2010 fóru 157 skiptinemar á há- skólastiginu frá Íslandi og er það töluverð aukning frá fyrri árum. Á leik-, grunn- og framhalds- skólastigi er vinsælt að koma á bekkjarsamstarfi við danska jafn- aldra. Góð hugmynd og undirbúningur „Dönskukennarar nýta sér stundum bekkjasamstarf til að gera dönskunámið áhugaverðara. Þá eiga nemendur í bréfaskiptum eða nota sér nútímasamskipti yfir netið. Er hvatinn sá að fá að ferðast til Danmerkur og notfæra sér þá dönsku sem maður hefur lært. Ísland er jafnframt vinsælt samstarfsland og væri ekki erfitt fyrir hvaða kennara sem hefur áhuga á alþjóðastarfi að finna sér samstarfsskóla á Norðurlöndum eða Eystrasaltslöndum,“ segir Sigrún sem bætir við að lyk- ilatriðið í umsóknarferli sé fyrst og fremst að vera með góða hug- mynd en einnig skiptir góður und- irbúningur máli. Hægt er að kynna sér Nordplus á opnunarráð- stefnu áætlunarinnar 11. janúar næstkomandi. www.nordplus.is sbs@mbl.is Gera dönskunámið áhugaverðara Um þessar mundir er fagnað upphafi nýs starfstímabils Nordplus, menntaáætlunar nor- rænu ráðherranefnd- arinnar, en í krafti hennar bjóðast styrkir til menntasamstarfs á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nordplus Áherslan í nýrri menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar verður samband náms og atvinnu- lífs í nágrannalöndunu, segir Sigrún Ólafsdóttir sem er verkefnisstjóri Landsskrifstofu Nordplus. ’Höfuðáhersla ínýrri áætlun semnú er í þróun verðursamband náms og at-vinnulífs í nágranna- löndum okkar - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur www.betranam.is 566 6664 Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Lesblinda - Námsörðugleikar - Námstækni OFURMINNI Margfaldaðu minnisgetuna og hámarkaðu árangur þinn á prófum. Líttu við á www.ofurminni.betranam.is HRAÐLESTUR Lestur er lykillinn að framtíð þinni. Hvenær bættir þú síðast lestrartækni þína? Líttu við á www.hradlestur.betranam.is Ertu að sóa tíma þínum? Lærðu öfluga námstækni...heima Fjarnám Menntastoða Enn eru laus pláss á vorönn 2012 Helstu námsgreinar eru: Stærðfræði, íslenska, enska, bókfærsla, danska, námstækni, sjálfstyrking og upplýsingatækni. Nám í Menntastoðum kostar 110.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum eða gera námssamning við Vinnumálastofnun. Nánari upplýsingar á www.mss.is og skráning á www.keilir.net Námið er 10 mánaða langt, það er metið til 55 eininga á framhaldsskólastigi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.