Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
G
allery Restaurant býður
áhugasömum matgæð-
ingum að eyða kvöld-
stund með Friðgeiri
Inga og félögum hans í
eldhúsinu þar sem tækifæri gefst
til þess að læra af meisturunum.
Gallery á Hótel Holti hefur
löngum þótt með fremstu veit-
ingastöðum og því væntanlega eft-
ir nokkru að slægjast fyrir áhuga-
menn um mat og matargerð. En
er það fyrir hvern sem er að
henda reiður á því sem fagmenn-
irnir gera í eldhúsinu? „Alger-
lega,“ fullyrðir Friðgeir Ingi. „Auk
þess geri ég mér ávallt far um að
setja mig í spor þátttakenda á
námskeiðunum og miða því við að
fólk læri matreiðslu með hliðsjón
af þeim búnaði og græjum sem
það hefur í sínu eigin heimaeld-
húsi. Það þýðir lítið að gera ráð
fyrir að allir geti gengið að eldhúsi
eins og við höfum hér í Gall-
eryinu.“
Reynslan við stjórnvölinn
Sjálfur útskrifaðist Friðgeir Ingi
sem matreiðslumaður frá Hótel-
og matvælaskólanum árið 2001.
Að námi loknu fluttist Friðgeir
til Frakklands þar sem hann starf-
aði í um 5 ár. Friðgeri var yf-
irmatreiðslumaður á veit-
ingastaðnum Domaine de
Clairfontaine sem skartar Michel-
in-stjörnu,við hlið Philippe Gir-
ardon sem var valinn mat-
reiðslumaður Frakklands árið
1997. Hann hefur því mikla
reynslu á sínu sviði.
„Námskeiðin eru almenns eðlis
og við förum yfir gerð forréttar,
aðalréttar og eftirréttar á um það
bil tveimur og hálfri klukkustund.
Alla rétti gerum við saman frá
grunni og öll matreiðslan og hrá-
efnismeðferð fer fram fyrir opnum
tjöldum enda trúi ég ekki á að
liggja á einhverjum leyndarmálum
þegar matargerð er annars vegar,“
segir Friðgeir. „Við styttum okkur
því hvergi leið og viðhöfum engar
brellur. Það sem við kunnum, það
kennum við og notum ferskt hrá-
efni alla leið.“
Mikilvægustu lexíurnar
En skyldi vera einhver þáttur í
námskeiðinu sem Friðgeiri finnst
að sé öðrum mikilvægari? „Klár-
lega finn ég að fólk þarf heilt yfir
að átta sig betur á eldun á kjöti,“
segir Friðgeir án þess að hika.
„Margir eru bundnir hinni gömlu
visku að loka kjötinu á háum hita
og stinga svo í ofninn uns
ákveðnum kjarnhita er náð. En
þegar miðjan á til dæmis nauta-
kjötinu hefur náð ákveðnum hita
er oftar en ekki kjötið ofeldað að
því marki að í stað þess að kjötið
sé bleikt frá skorpu og inn að
kjarna er örlítil bleik miðja eftir.
Það er hægur vandi að leiðbeina
þátttakendum á rétta braut hvað
þetta varðar og það gerum við
meðal annars á námskeiðinu.“
Annað sem Friðgeir nefnir er
sósugerðin. „Íslendingar þurfa
svolítið að taka sig á í sósugerð í
stað þess að stóla endalaust á
pakkasósur.“
Alls konar hópar
Í hverjum hópi á námskeiði eru
að jafnaði um 10-12 einstaklingar,
en lágmarksfjöldi er 6 manns. Að
sögn Friðgeirs er hámarksfjöldinn
20 manns en eldhúsið er stórt og
vel tækjum búið svo sú stærð er
vel innan viðráðanlegra marka.
„Við fáum marga hópa, svo sem
saumaklúbba og veiðiklúbba, og þá
er ekkert mál að sníða námskeiðið
í takt við óskir viðkomandi hóps,“
bendir Friðgeir á. „Annars eru
réttirnir sem við matreiðum á
námskeiðunum alltaf réttir sem
eru eða hafa verið á matseðli Gall-
erýsins svo við erum ekkert að
fela réttina okkar. Við meira að
segja afhendum þátttakendum
uppskriftabók til eignar með rétt-
unum sem teknir fyrir. Úr verður
skemmtileg kvöldstund í afslöpp-
uðu umhverfi sem hentar ein-
staklega vel fyrir vinahópa sem
vilja eiga saman góða stund.“
Uppskera lærdómsins
Ekki er nóg með að þátttak-
endur fái leiðsögn matreiðslu-
meistarans og uppskriftir að rétt-
unum, því hvert námskeið endar á
kvöldverði á Gallery Restaurant
þar sem afrakstur námskeiðsins er
snæddur. Um leið fá þátttakendur
kynningu á því hvaða borðvín
henta með matnum hverju sinni.
„Við vinnum út frá þeirri hugsun
að líkast til gæti hver sem er
byggt hús ef húsasmíðameistarinn
stæði fast að baki honum, fylgdist
með og leiðbeindi viðkomandi. Á
sama hátt leiðbeinum við hverjum
og einum uns veislumatur af mat-
seðli okkar er tilbúinn. Það er
sannarlega á allra færi,“ segir
Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirmat-
reiðslumaður á Gallery Restaur-
ant, Hótel Holti.
jonagnar@mbl.is
Matreiðsla
fyrir alla
Friðgeir Ingi Eiríksson, matreiðslumeistari á Hótel Holti,
heldur námskeið fyrir áhugasama í eldhúsi Gallery Res-
taurant á Holtinu. Uppskriftabókin fylgir með.
Morgunblaðið/Ernir
Meistarinn Friðgeir Ingi Eiríksson á gallery Restaurant segir á allra færi elda listavel og kennir fólki kúnstina.