Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 Skráning og nánari upplýsingar www.opnihaskolinn.is ÞÚ! ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐINA Námsbrautir Opna háskólans í HR miða að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á ákveðnum sérsviðum. Námið hentar þeim sem hafa áhuga á námi á háskólastigi en vilja þó ekki láta af starfi né skrá sig í fullt nám. Markþjálfun (Executive Coaching) Hagnýtt nám í Markþjálfun á háskólastigi, þar sem grunnurinn er lagður að alþjóðlegri ACC vottun nemenda (Associate Certified Coach). Námið er unnið í samstarfi við viðskiptadeild HR og veitir nemendum traustan grunn til að starfa sjálfstætt sem markþjálfar. Nám í markþjálfun gefur þátttak- endum tækifæri til að þróa leiðtogahæfni sína, laða fram það besta í starfsfólki, teymum og skipulagsheildum og bæta árangur í lífi og starfi. Hefst 10. febrúar Flutninga- og vörustjórnun (Logistics) Kynntar eru hagnýtar og fræðilegar aðferðir sem notaðar eru í flutningagreininni. Námið er fjölbreytt og samanstendur af sex námskeiðum sem miða öll að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á sviði flutninga, innkaupa og dreifingar með áherslu á umbætur í rekstri. Hefst 23. janúar Rekstrarstjórnun (Operations Management) Ætlað þeim sem vilja bæta árangur við stjórnun rekstrar, svo sem í verslun, heildsölu, smáiðnaði og framleiðslu. Farið verður meðal annars yfir stjórnun aðfangakeðjunnar og afkastagetu, ferlahönnun, umbætur og árangursmælingar. Kynnt verður hlutverk mannauðsstjórnunar og markaðsstarfs fyrirtækja auk þess sem farið verður yfir helstu undirstöður í fjármálum fyrirtækja. Hefst 30. janúar S öfn eru kjörinn vett- vangur til náms og af- þreyingar – þar má leita vars í dagsins önn og njóta lista en þar má líka örva hugann og skerpa augað, að sögn Ólafar K. Sigurðardóttur, forstöðumanns Hafnarborgar. Í tengslum við sýninguna Kyrralíf sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafn- arfjarðar, laugardaginn 7. janúar verða haldin tvö námskeið þar sem kennslan hverfist um kyrra- lífsmyndir (e. still life). Mið tekið af meisturunum „Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að vinna út frá mörg- um af perlum íslenskrar listasögu, sem til sýnis eru á sýningunni,“ segir Ólöf. „Við hugsum námskeiðið sem svo að til að byrja með fá þátttak- endur leiðsögn um sýninguna og þar verður fjallað um bygginguna í verkunum og rýnt í verk meist- aranna, en þess má geta að á sýn- ingunni eru verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar, þar á meðal eftir Kristínu Jóns- dóttur, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur og Kjarval. Þannig á sýningin að vera þátttakendum innblástur áður en þeir taka sér pensil í hönd.“ Námskeiðin eru tvö, annars vegar ætlað þeim sem áhuga hafa á að þjálfa sig í olíu- málun en hins vegar námskeið fyr- ir börn á aldrinum 7-12 ára. „Leiðbeinandi á námskeiðinu fyrir fullorðna er Pétur Gautur og er það alls fjögur skipti frá 26. jan- úar til 4. febrúar. Námskeiðið fyr- ir börn er ætlað börnum á aldr- inum 7-12 ára og leiðbeinandi þar er Klara Þórhallsdóttir. Þar er sömuleiðis um fjögur skipti að ræða frá 22. janúar til 12. febr- úar.“ Grunnþættir myndbyggingar Kyrralíf á sér langa sögu sem viðfangsefni myndlistarmanna, ýmist hlaðið táknum eða sem hrein glíma við form og liti, bendir Ólöf á. „Einfaldasti samnefnari verka af þessu tagi er hversdags- legir hlutir sem komið er fyrir á borði og listamaðurinn end- urskapar síðan í málverki eða teikningu,“ segir hún. „Í tímans rás hefur inntak verkanna tekið breytingum þar sem þau end- urspegla tíðaranda og hugmyndir um listræna túlkun. Þau eru þó ætíð glíma listamanns við grunn- þætti myndbyggingar en innri bygging myndflatarins, samspil lita og forma, áferð, ljós og skugg- ar mynda einingu sem uppfyllir myndrænar kröfur um samræmi.“ Vonandi fyrsta af mörgum Aðspurð segir Ólöf slíkt nám- skeið ekki hafa verið haldið áður í Hafnarborg. „Við höfum talsvert skipulagt af fræðslu og leiðsögn, og nú þegar höfum við skipulagt liðstasmiðjur fyrir börn og heilar fjölskyldur. En þetta er í fyrsta skipti sem við tökum þetta skref- inu lengra og yfir í námskeið af þessu tagi. Námskeið sem þetta er í senn kjörin leið til að fara dýpra í efnið út frá leiðsögn og um leið kjörið tækifæri fyrir áhugamálara til að auka skilning sinn og færni,“ segir Ólöf. Þessi námskeið eru ákveðin tilraun, sem við höfum trú á að gefi góða raun. Okkur hjá Hafnarborg langar að halda áfram á þessari braut.“ Engar forkröfur Að sögn Ólafar eru ekki gerðar neinar sérstakar forkröfur til þátt- takenda á námskeiðunum. „Þó er í því sambandi rétt að minna á að á fullorðinsnámskeiðinu er gert ráð fyrir að fólk eigi, og komi með, liti og pensla,“ eins og venja er þegar um slík námskeið er að ræða. Skráning fer fram í síma Hafn- arborgar, 585 5790. jonagnar@mbl.is Kyrralíf í Hafnarborg Í Hafnarborg býðst áhuga- fólki um olíumálun kjörið tækifæri til að auka þekk- ingu og færni á nýju nám- skeiði. Verk margra þekkt- ustu málara þjóðarinnar eru skoðuð um leið. Morgunblaðið/Kristinn Kjörið tækifæri Ólöf K. Sigurðardóttir hjá Hafnarborg hvetur áhugamálara að kynna sér námskeiðin. ’Þátttakendur fátækifæri til að vinnaút frá mörgum af perlumíslenskrar listasögu semtil sýnis eru á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.