Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
SKIPHOLTI 17 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 588 4699 WWW.OBA.IS
Allar vörur til plöstunar:
∗ Plöstunarvélar í mörgum útfærslum.
∗ Mikið úrval plöstunarefnis, allt frá skírteinastærð í A2.
∗ Margir þykkleikar í boði.
Vandaðar vörur og traust þjónusta í yfir 90 ár.
Vörur til innbindingar námsefnis:
∗ Kjallímingarvélar.
∗ Vírgorma og plastgormavélar...og gormar!
∗ Forsíðuplast af mörgum gerðum og þykkleikum.
∗ Baksíður, margir litir og áferðir.
Öflugir pappírstætarar í miklu úrvali:
∗ Strimlaskurður.
∗ Bitaskurður.
∗ Hljóðlátir - umhverfisvænir - orkusparandi.
Skólastjórnendur!
Við útvegum skólum og námsstofnunum
vörur til gerðar námsefnis.
Áratuga reynsla tryggir gæðin!
VIÐ ERUM AÐILI AÐ RAMMASAMNINGI RÍKISKAUPA UM PAPPÍRSTÆTARA
Gerið verðsamanburð áður en verslað er annars staðar!
I
ðkendum karate hefur fjölgað
jafnt og þétt hér á landi á und-
anförnum árum. Í Karatefélag-
inu Þórshamri í Reykjavík eru
tæplega þrjúhundruð iðkendur
og segir Sólveig Krista Einarsdóttir
formaður félagsins að börn og ung-
lingar séu áberandi í hópi iðkenda.
Iðkendur um sjötugt
„Aðsókn að námskeiðum félagsins
hefur verið mikil. Því höfum við
fjölgað tímum til að koma til móts
við óskir sem flestra um að kynnast
þessari skemmtilegu íþrótt. Þórs-
hamar er öflugt karatefélag og eru
iðkendur á öllum aldri. Sá elsti er
um sjötugt og þeir yngstu eru rétt
byrjaðir í grunnskóla.“
Karatefélagið Þórshamar var
stofnað árið 1979 og er með aðsetur í
Brautarholti 22 í Reykjavík. Svoköll-
uð gráðunarpróf eru haldin með
reglulegu millibili, en hver og einn
ræður sínum hraða í þessum efnum,
það er því iðkandinn sem setur sér
markmið.
„Við erum svo heppin að hafa á að
skipa góðum og reyndum þjálfurum,
sem er örugglega helsta ástæða fyr-
ir auknum vinsældum karate hér á
landi,“ segir Sólveig.
Karate er bardagaíþrótt. Sömu-
leiðis er hægt að iðka karate sem
keppnisíþrótt eða sem líkamsrækt.
„Það er mikið lagt upp úr liðleika,
þreki og styrk, en auðvitað kemur
það allt með æfingunni. Bardaga-
listir hafa verið stundaðar í aldanna
rás, meðal annars karate. Við sem
stundum þessa íþrótt segjum að ka-
rate sé ekki aðeins góð alhliða íþrótt,
einnig ákveðinn lífsstíll. Ég hvet alla
til að kynna sér karate, þessi göfuga
íþrótt hentar báðum kynjum á öllum
aldri.“
karlesp@simnet.is
Liðleiki, þrek og styrkur
Karate er ákveðinn lífsstíll.
Iðkendum karate hefur
fjölgað jafnt og þétt, segir
Sólveig Krista Einardóttir
formaður Þórshamars. Ka-
rate er ákveðinn lífsstíl en
jafnframt líkamsrækt.
Ljósmyndir/Sigþór Markússon
Karate Í Þórshamri eru tæplega þrjúhundruð iðkendur og eru börn og unglingar séu áberandi í hópi iðkenda, en fjölmargir fleiri taka þátt.
Sveifla Allt kemur með æfingunni og íþróttin er lífsstíll, segir Sólveig Krista.
’Við erum svo heppinað hafa á að skipagóðum og reyndum þjálf-urum, sem er örugglegahelsta ástæða fyrir aukn-
um vinsældum karate
hér á landi