Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 24

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Salsa Break Street Hip Hop Freestyle Brúðarvals Lady’s style Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskeið fyrir hópa Börn – Unglingar – Fullorðnir Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Danskennarasamband Íslands | Faglærðir danskennarar NÝ TT Vorönn 2012 Fræðslunámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins eru ætluð aðstandendum og þeim sem vinna með börnum með þroskafrávik og fatlanir. Námskeiðin eru bæði fræðileg og hagnýt. Yfirlit yfir námskeið má finna á www.greining.is N emendurnir sem koma í myndlistarnámið hafa af- skaplega ólíkan bak- grunn. Þó eiga þeir allir sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að tjá sig með myndmálinu og hafa lengi fengist við teikna án þess að hafa fengið mikla tilsögn,“ segir Bryndís Guðrún Björgvins- dóttir, myndlistarkennari við Tækni- skólann – skóla atvinnulífsins. Fimm myndlistanámskeið Endurmenntunarskólinn sem er einn undirskóla Tækniskólans – skóla atvinnulífsins heldur fjölmörg áhugaverð námskeið nú á vormisseri. Þar má til dæmis nefna námskeið í bókbandi, ferilmöppugerð, tölvu- leikjagerð í þrívídd, grjóthleðslu, málmsuðu, silfursmíði , stafrænni ljósmyndun og námskeiðið í fram- talsgerð og virðisaukamálum fyrir atvinnurekstur svo fátt eitt sé nefnt. Myndlistarnámskeiðin eru fimm. Teikning fyrir byrjendur og lengra komna er námskeið sem hefst 19. janúar. Í sex tímum er farið yfir grunnþætti teikningar, form, hlutföll og skyggingu. Uppleggið er að fólk nái að teikna einfalda hluti, grípi skuggamyndun, lesi liti og línur og að vinna með forgrunn og bakgrunn. Teikning góður undirbúningur Á vatnslitanámskeiði í mars verð- ur farið í tækni, litablöndun og fræði samhliða því sem nemendur prófa sig áfram. Þá eru á dagskrá tvö nám- skeið í olíumálun. Á grunnnámskeiði verður unnið með einfalda uppstill- ingu í raunsæisstíl þar sem nemand- inn málar það sem hann sér, blandar liti, nær fram birtu og svo framvegis. Þráður þessi er svo áfram spunninn á framhaldsnámskeiði. Hvert námskeið er sex vikur; tveir tímar í hverri þeirra. Bryndís kennir á áðurnefndum námskeiðum en á því fimmta Myndlist – ný túlk- un, kennir Dóra Á. Rögnvaldsdóttir kennari. „Teikninámskeið er góður undir- búningur þessa alls,“ segir Bryndís sem á sínum tíma stundaði myndlist- arnám á Ítalíu. „Þar var raunar allt lagt upp úr því að við næðum fyrst tökum á almennri teikningu, hún var allsráðandi í náminu fyrstu misserin. Hér heima höfum við þetta frjálsara; fólk ræður í hvaða fagi það ber fyrst niður. Það verður þó að segjast að vatnslitamálun í öllum einfaldleika sínum er oft glettilega erfið, enda er ekkert hægt að endurtaka þegar pensildrag hefur verið sett á blað.“ Lífsgleði í litunum Bryndís hefur kennt myndlistar- greinar við Tækniskólann og fyrir- rennara hans allt frá árinu 2001, svo sem bæði formteikningu í iðngrein- um. Áherslan í seinni tíð er þó æ meira á teiknikennslu þar sem fólk sækir sér lífsgleði í litina. Margir af nemendum skólans afla sér frekari menntunar á þessu sviði svo sem á vettvangi Listaháskóla Íslands og einhverjir hafi farið utan til náms. „Á námskeiði í olíumálun fyrir byrjendur vinna nemendur eina lit- mynd í hverjum tíma en á framhalds- námskeiðinu er unnið stærra mynd- verk. Og ég sé einmitt fyrir mér að halda mætti sýningu með verkum nemenda á framhaldsnámskeiðinu. Útkoman þá gæti verið ljómandi skemmtileg,“ segir Bryndís. tskoli.is/namskeid sbs@mbl.is Tjá sig með myndmáli af ríkri þörf Fjölbreytt myndlistarnám- skeið í endurmenntun Tækniskólans. Tækni, litir, form og línur lesnar. Teikn- ing, vatnslitir og olía. Ein mynd í hverjum tíma. List Margir hafa lengi dundað sér við að mála myndir en komast fyrst á skrið þegar þeir fara á námskeið og læra þar um liti, form og fleira. ’Vatnslitamálun í öll-um einfaldleika sínumer oft glettilega erfið, endaer ekkert hægt að end-urtaka þegar pensildrag hefur verið sett á blað Morgunblaðið/Árni Sæberg Kennari Bryndís Guðrún Guðmundsdóttir er myndlistarkennari Tækniskólans - og kennir bæði listteikningu og formteikningu iðngreina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.