Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 28

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ Fleiri á skólabekk Eftir að kreppan skall á hefur aðsókn að FB aukist og þarf skólinn árlega að hafna um 300-400 umsóknum. Ágústa segir marga nota ládeyðuna á vinnumarkaði sem tækifæri til að ljúka við hálfnað nám eða bæta við sig þekkingu á nýju sviði. „Einkum sjáum við aukn- ingu í fjölda yngra fólks í kvöldskólanum,“ segir Ágústa. „Á síðustu önn nýttu margir sér átaksverk- efnið Nám er vinnandi vegur sem stjórnvöld hleyptu af stað og felur í sér að fólk á aldrinum 20 til 25 ára gat fengið greiddar atvinnuleysisbætur hluta af námstím- anum. Við sjáum að þeir sem eru að nýta sér þennan stuðning er oft fólk sem er fyrir með ófáar einingar í sarpinum, hafði byrjað framhaldsskólanámið en flosn- að upp úr náminu af einhverjum sökum, svo ekki þarf nema herslumuninn til að ljúka prófi.“ Ágústa segir stúdentspróf vera mjög góða fjárfestingu og hvers kyns menntun, hvort sem er iðnpróf eða stúdentspróf opni fólki dyr að nýjum tækifærum í lífinu. „Stundum gengur heldur ekki svo greiðlega að finna réttu hilluna í lífinu og eru námsráðgjafar FB allir af vilja gerðir að hjálpa nemendum að gera upp hug sinn og fina rétta áhugasviðið eða vísa leiðina að nýrri stefnu fyrir fram- tíðina.“ Leiðin getur jafnvel legið út í heim, en FB á í sam- starfssamningum við erlenda skóla, og býður m.a. upp á skipti-starfsnám í sumum iðngreinunum. Þannig gefst um leið tækifæri til að auka víðsýnina, og að sjálf- sögðu taka miklum framförum í erlendu tungumáli.“ Í hjarta Breiðholtsins í Reykjavík er æði sérstakur skóli: einn af stærri framhaldsskólum lands- ins með um 1.500 nemendur í dagskóla, og 700 í kvöldskóla, og skóli sem hreykir sér af mjög fjöl- breyttum nemendahóp. „Við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti er að finna nemendur á öllum aldri, með ólíka getu, og sem stunda mjög fjöl- breytt nám og með mjög fjölbreyti- legum hætti,“ segir Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarfulltrúi. „Við bjóðum bæði upp á löggiltar iðngreinar eins og rafvirkjun, húsa- smíði og snyrtifræði, en svo erum við líka með starfsnám eins og sjúkraliðabraut, og almennt bóknám til stúdentsprófs þar sem velja má um málabraut, félagsfræðabraut eða náttúrufræðibraut, auk listnáms og íþróttabrautar. Þá hóf skólinn fyrir nokkrum árum að bjóða svokallaða innflytjendabraut og afreks- íþróttabraut. Allt í allt eru 13 náms- brautir í boði við skólann, og hægt að stunda nám bæði í dagskóla, kvöldskóla og sumarskóla.“ Ágústa segir að reynt sé að veita öllum nemendum þann stuðning sem þeir þurfa. Þannig hafi innflytj- endabrautin verið sniðin sérstaklega að þörfum aðfluttra sem ekki hafa enn góð tök á íslensku, en auk al- mennra námsgreina fá nemendur á þeirri braut sérstaka kennslu í ís- lensku og fræðslu um samfélagið. „Áhersla er lögð á að kynna þessum nemendum ýmsa innviði og hefðir samfélagsins með sama hætti og við hin fengum flest að gera í grunn- skóla eða lærðum í gegnum uppeld- ið. Þannig eru farnar ferðir í Alþingi og leikhús, og nemendur látnir kynnast stofnunum og menningu landsins með áþreifanlegum hætti.“ Nemendur á innflytjendabraut hafa sér til halds og traust stuðn- ingsnemanda úr nemendahópi skól- ans, og eins hafa nemendur með námsörðugleika tök á að nýta náms- ver skólans og njóta jafningjastuðn- ings á meðan námið varir, svo nefnd séu dæmi um hvernig skólinn stend- ur við bakið á nemendum. Stefnan tekin í rétta átt FB er eftirsóttur skóli og segir Ágústa að skólinn taki oft á móti nemendum frá öðrum skólum sem hafa ekki fundið sig þar í náminu eða vilja spreyta sig á öðrum sviðum. Þannig laðar t.d. öflug listnámsbraut skólans að æði marga sem vilja læra um og fá útrás fyrir hæfileikana á listræna sviðinu. Íþróttaafreksbrautin er einnig ný- leg viðbót við námsframboðið. Þar segir Ágústa að afreksíþróttafólk geti fundið nám sérsniðið að sínum þörfum og hugðarefnum, en boðið er upp á afreksáfanga í handbolta- og fótbolta. „Fjöldi efnilegs og fram- úrskarandi ungs íþróttafólks stund- ar nám við skólann og býður íþrótta- brautin m.a. upp á ýmis námskeið sem nýtast eiga með beinum hætti á íþróttaferlinum. Þetta eru t.d. nám- skeið á sviðum eins og íþróttafræði, sálfræði, félagsfræði, skyndihjálp og uppeldisfræði. Námið er svo góður grunnur fyrir frekara starf í íþrótt- um, s.s. við þjálfun eða kennslu.“ ai@mbl.is Fjölbreytt nám og margir möguleikar bjóðast nemendum Morgunblaðið/Árni Sæberg Skóli Námsframboð við Fjölbraut í Breiðholti er fjölbreytt. Þar eru brautir í iðnnámi og námskeið fyrir nýbúa, segir Ágústa Unnar Gunnarsdóttur. Fjölbraut í Breiðholti býður bæði bóknám, iðnnám og verknám. Býður upp á sveigjanleika í framvindu náms og námstímum. www.flugskoli.is Einkaflugmannsnámskeið 10 vikna bóklegt einkaflugmannsnámskeið hefst 9. janúar 2012. Kennsla fer fram í staðarnámi (bekkjarkerfi) frá 17:30 - 22:00 öll virk kvöld. Námskeiði lýkur með skólaprófum er veita nemendum réttindi til að þreyta bókleg einkaflugmannspróf hjá Flugmálastjórn Íslands. Láttudrauminnrætast,skráðuþigíflugnám. Skráningáheimasíðuskólans. www.facebook.com/flugskoli Vantar oft bara herslumuninn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.